Morgunblaðið - 27.11.2018, Page 33

Morgunblaðið - 27.11.2018, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 ICQC 2018-20 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 20. desember fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. janúar 2019 Heilsa& lífsstíll Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Bernardo Bertolucci lést í Róm í gær, 77 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Bertolucci hlaut fjölda verðlauna á ferli sínum og þá bæði sem handritshöfundur og leikstjóri. Þeirra á meðal eru Óskarsverðlaunin sem hann hlaut fyrir The Last Emperor frá árinu 1987 og af öðrum þekktustu kvik- myndum hans má nefna The Last Tango in Paris, The Conformist og The Dreamers. Bertolucci hóf að leikstýra snemma á sjöunda áratugnum og varð einn af helstu leikstjórum ítölsku nýbylgjunnar en af öðrum slíkum má nefna Michaelangelo Antonioni, Federico Fellini og Pier Paolo Pasolini. Bertolucci hlaut heiðursverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2011 og fjórum árum fyrr sambæri- leg verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Fyrsta kvikmyndin sem Bertolucci leikstýrði var Prima della rivoluzione frá árinu 1964 en þá hafði hann komið að nokkrum kvikmyndum sem aðstoðarmaður og handrithöfundur. Síðasta kvik- myndin sem hann leikstýrði var hin ítalska Io e te frá árinu 2012. AFP Virtur Bernardo Bertolucci á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2013. Bertolucci látinn Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Viðhorfsbreytingin er mesta breyt- ingin sem ég tel að hafi orðið í 40 ára baráttu samkynhneigðra á Íslandi. Þegar hún hófst mátti alls ekki ræða um samkynhneigð og enginn vildi vita af. Þegar svo Jóhanna Sigurðar- dóttir, fyrrverandi forsætisráð- herra, opnaði sína innstu persónu fyrir alþjóð var það engin frétt á Ís- landi en þótti mikil frétt annars stað- ar,“segir Hrafnhildur Gunnars- dóttir, kvikmyndargerðarkona og leikstjóri. Heimildarkvikmynd hennar, Svona fólk sem fjallar um réttindabaráttu samkynhneigðra verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Hrafnhildur segir að upp- haflega hafi hún aðeins ætlað að gera heimildarkvikmynd en efnið sem hún safnaði s.l. 26 ár sé svo mik- ið að framleiddir voru fimm sjón- varpsþættir til viðbótar sem sýndir verða á RÚV í vetur. Hrafnhildur segir Svona fólk ólíka öðrum heimildarmyndum. Hún sem höfundur sé ekki alveg hlutlaus heldur nýti sjónarhorn sitt og reynslu sem samkynhneigður ein- staklingur sem kom út úr skápnum 16 ára. „Reynsla mín og þekking á kost- um og göllum baráttu samkyn- hneigðra rammar þannig inn við- fangsefnið. Mér fannst það dálítið erfitt til að byrja með en nú er ég viss um að það sé heiðarlegasta að- ferðin. Ég tók snemma þátt í barátt- unni og var í stjórn Samtakanna 78, á árunum 1983 til 1985, þar kynntist ég baráttunni vel og eignaðist góða vini. Ég fór fljótlega í nám erlendis og fylgdist þaðan vel með baráttunni utan frá. Ég kom heim 2001 og tók nokkrum árum síðar að mér for- mennsku í tvö ár í Samtökunum 78,“ segir Hrafnhildur og bætir við að þeir sem opinberi einkalíf sitt séu oft gagnrýndir fyrir að trana sér fram í fjölmiðlum. En það sé oft eina leiðin til þess að fá fólk til þess að hlusta og kynna sér málin Að sögn Hrafnhildar fjallar heim- ildarkvikmyndin um baráttuna frá 1970 til 1985. Fyrsti sjónvarpsþátt- urinn fjallar hins vegar um árin 1970 til 1978, annar 1978 til 1985. Sá þriðji fjallar um árin 1985 til 1992, fjórði 1992 til 2000 og síðasti og fimmti þátturinn frá 2000 til 2016. Alls voru tekin viðtöl við 40 manns. Ung í miðju stríði Hrafnhildur segir að erfiðast hafi verið að fjalla um tímabilið 1985 til 1992 þar sem sá þáttur fjalli meira og minna um alnæmi sem sé mið- punkturinn í öllu saman og í raun ástæða þess að hún fór af stað að safna heimildum fyrir 26 árum síðan. „Ég upplifði það mjög ung að vera í miðju stríðinu þegar fólk var hrætt við að smitast og vinirnir dóu. Stundum fylgdum við vinum okkar til grafar í hverjum mánuði. Einn besti vinur minn, Björn Bragi Björnsson, smitaðist af HIV og lýsir því í viðtali hvernig samfélagið sner- ist gegn honum en líka samfélag samkynhneigðra. Það voru allir hræddir um að smitast og menn voru flokkaðir í hreina og óhreina. Það var í raun þetta ástand sem setti mig af stað í heimildaröflun í upp- hafi. Það voru skrýtnir tímar að vita ekki hjá hverjum mátti sofa og hverjum ekki. En hommasamfélagið stóð líka saman og lyfti grettistaki þegar þeir kröfðust þess að auglýs- ingar embættis landlæknis yrðu þannig úr garði gerðar að þær höfð- uðu líka til samkynhneigðra,“ segir Hrafnhildur sem upphaflega ætlaði að klára heimildarkvikmyndina 2005 eða 2006. Á þeim tíma hafi hún verið í framboði til formennsku í Samtök- unum 78 og misst föður sinn sem gerði það að verkum að hún var ekki tilbúin að halda áfram og klára heimildarmyndina. „Ég bað Pál Óskar síðar að koma inn sem verndara verkefnisins og hjálpa mér að fjármagna það. Það sýnir hve heimur samkynhneigðra á Íslandi er lítill því eitt af viðtölunum sem ég tók árið 1997 fyrir myndina var við Pál Óskar. Það eru í raun færri sem komið hafa að baráttunni og verið með öll lætin en lítur út fyr- ir að vera,“ segir Hrafnhildur sem segir merkilegast að sjá hvernig baráttan fór fram og þjóðfélags- breytingarnar sem urðu í kjölfarið. Megum ekki sofna á verðinum „Sem ung kona átti ég alls ekki von á öllum þeim breytingum sem urðu og tryggðu réttindi samkyn- hneigðra sem fólk heldur stundum að hafi alltaf verið fyrir hendi. Þegar við erum að nálgast endastöð í bar- áttunni verðum við að passa að það komi ekki bakslag. Í Danmörku sem litið hefur verið til þegar rætt er um réttindi samkynhneigðra virðist vera komið bakslag og það gæti náð til okkar ef við sofum á verðinum.“ Hrafnhildur segir miklar tækni- framfarir hafa orðið á 26 árum. Fyrsta myndefnið sé tekið upp á 8 mm filmu og fyrstu viðtölin á 8 mm vídeó en þau nýjustu á 4K mynd- bönd. Hún segir að þessi mismunur komi betur út en hún hafi þorað að vona. 400 klst. af fræðsluefni á vefinn „Ég ætla að setja yfir 400 klst. af efni sem ég er búin að fá leyfi til að birta og nýtist ekki í myndinni inn á síðuna www.svonafolk.is, sem opin verður öllum. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra opnar vefinn formlega á frumsýn- ingunni. Á vefnum verður hægt að ná í textaskjöl og vídeófæla fyrir komandi kynslóðir sem vilja kynna sér málefni og baráttu samkyn- hneigðra á Íslandi,“ segir Hrafnhild- ur sem framleitt hefur og leikstýrt fjölda verka og hlotið fyrir þau ýmis verðlaun. Hrafnhildur hefur auk baráttumála hinsegin fólks fjallað um jafnréttismál og mannréttinda- mál í verkum sínum. Þess má geta að RÚV sýnir um þessar mundir þættina Fullveldis- öldin sem Hrafnhildur leikstýrði. Flokkaðir í hreina og óhreina  Heimildarkvikmyndin Svona fólk frumsýnd í kvöld  Fimm sjónvarpsþættir sýndir á RÚV í vetur  Fylgdu stundum vinum til grafar í hverjum mánuði  Páll Óskar er verndari verkefnisins Morgunblaðið/Eggert Verklok Hrafnhildur Gunnarsdóttir gerði heimildarmynd um 48 ára réttindabaráttu samkynhneigðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.