Morgunblaðið - 28.11.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Rótarsjúkdómar sem hafa verið að breið- ast út í Evrópu eru nýjasta ógnin í ræktun trjáa og runna hér á landi,“ segir Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógræktinni. Hann segir að einn þessara sjúkdóma hafi fundist í gróðrarstöð hér á landi í fyrra, en ekki er talið að smitaðar plöntur hafi farið í dreifingu. Halldór kallar eftir end- urskoðun á reglugerð um innflutning plantna. Kartöflumygla þekkt dæmi Umræddir rótarsjúkdómar eru af ættkvísl sem á fræðiheitinu kallast Phytophthora. Þeir voru lengi skilgreindir sem sveppasjúkdómar, en hafa nú fengið sjálfstæða grein- ingu að sögn Halldórs. Hann segir að hér á landi sé kartöflumygla þekkt dæmi um skaðlegan sjúk- dóm þessarar tegundar. „Við höfum staðfest dæmi frá síðasta ári um Phytophthora í trjáplöntum hér á landi,“ segir Halldór. „Ekki er talið að þær hafi farið í dreifingu, en ég hef grun um að hingað geti verið komnar fleiri tegundir. Þessir nýju rótarsjúkdómar hafa verið að breiðast út í Evrópu og hafa farið illa með japanslerki á Bretlandseyjum, en geta farið í margar teg- undir af trjám og runnum. Um er að ræða þræði sem vaxa inn í ræturnar, en geta einnig farið í stofn trjáa. Þetta er lúmskt því meðan sjúkdómurinn er í rótunum er erfitt að greina hann.“ Halldór segist lengi hafa bent á nauðsyn þess að endurskoða reglugerð um innflutning á plöntum. Í grunninn sé reglugerðin frá 1990 og þó svo að síðan hafi verið bætt í hana og hún gerð strangari hafi sjúkdómum fjölgað mjög og eins hafi flutningur á milli landa auk- ist verulega. Hafa farið illa með japanslerki „Þessir rótarsjúkdómar leggjast á alls kon- ar gróður og hættan er sú að þeir fari með plöntum í garða eða skóga. Á Bretlandi hefur Phytophthora farið sérstaklega illa með jap- anslerki og þó svo að hér á landi ræktum við einkum rússalerki þá skilst mér að sjúkdóm- urinn geti lagst á allt lerki,“ segir Halldór. Á fræðslufundi hjá Garðyrkjufélagi Árnes- inga í síðustu viku fjallaði Halldór um skað- valda í trjágróðri, bæði um ógnina af rótar- sjúkdómum og skordýr á trjám; lirfur fiðrilda, bjöllur og ryð. Margir skaðvaldanna eru ný- legir landnemar hér á landi og er talið að sum- ir þeirra geti hafa borist til landsins með inn- fluttum plöntum. Halldór segir að birkikemba haldi áfram að breiðast út og sé komin um allt land að Vest- fjörðum undanskildum. Hún skemmi birkilauf framan af sumri, en á Suðvestur- og Suður- landi taki birkiþéla þá við af henni. Kemban og þélan eru atkvæðamestar á höfuðborgarsvæð- inu, en síður í náttúrulegu birkikjarri. Ekki er ljóst hver áhrifin verða til framtíðar. Halldór segir að bjallan asparglytta hafi farið mjög illa með víðitegundir á höfuðborg- arsvæðinu, einkum viðju. Hún virðist hins veg- ar ekki valda miklu tjóni á alaskaösp hér á landi. „Ofuraspir“ í fjölgun Þar er asparryðið mun alvarlegra og hefur í nokkur ár verið unnið að því að rækta klóna sem hafa mótstöðu gegn ryðinu og eru hrað- vaxta. Nú eru slíkir klónar „ofuraspa“ að fara í fjölgun og er ætlunin að byggja á þeim í fram- tíðinni. Asparryð hefur í mörg ár verið árvisst á Suðurlandi, en í ár var talsvert um það í Eyjafirði og austur á Héraði. Birkifeti hefur verið samur við sig síðustu ár og m.a. lagst á bláberjalyng á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Síðustu ár hafa fiðrildalirfur farið illa með birkiskóga á Austurlandi og hafa aflaufgað trén, þar hafa tígulvefari, birkivefari og birkifeti m.a. átt hlut að máli. Rótarsjúkdómar nýjasta ógnin  Hafa verið að breiðast út í Evrópu  Gætu verið ógn í ræktun runna og trjáa  Staðfest dæmi í gróðrarstöð hér á landi á síðasta ári  Kallar eftir endurskoðun á reglugerð um innflutning plantna Ljósmynd/Halldór Sverrisson Lerkitré á Síðu Rótarsjúkdómur hefur farið illa með japanslerki á Bretlandseyjum, en ekki er vitað til þess að sjúkdómurinn hafi skaðað rússalerki hérlendis. Halldór Sverrisson LAND ROVER Discovery 5 TD6 HSE Luxury Nýskr. 2/2018, ekinn 9 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 15.890.000 kr. Rnr.103826. LAND ROVER Discovery Sport SE. Nýskr. 8/2016, ekinn 22 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.290.000. kr. Rnr. 103736. LAND ROVER Discovery 5 SE Nýskr. 5/2017, ekinn 44 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 10.590.000 kr. Rnr. 145415. RANGE ROVER Evoque HSE Dynamic Nýskr. 2/2016, ekinn 40 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.990.000 kr. Rnr. 103733. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar semmerktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 8 9 1 RANGE ROVER Sport HSE Nýskr. 6/2017, ekinn 30 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 11.500.000 kr. Rnr. 103773. RANGE ROVER Evoque Autobiography Nýskr. 1/2017, ekinn 21 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.990.000 kr. Rnr. 450002. LAND ROVER Discovery Sport HSE Nýskr. 4/2016, ekinn 30 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.890.000 kr. Rnr. 103786. LAND ROVER Discovery 4 SE. Nýskr. 5/2015, ekinn 103 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.290.000 kr. Rnr. 430014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.