Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 16

Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 GMC 3500 Sierra SLT Litur: Summit white, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, Z71-pakki heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 10.890.000 m.vsk 2018 GMC Denali 3500 Litur: Onyx black, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 10.890.000 m.vsk 2018 Nissan Titan XD PRO4X Litur: Dökkgrár, svartur að innan. Með nýrri 5,0L V8 Cummins Diesel (310 hö) og Aisin sjálfskipting. VERÐ 12.840.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Litur: Red Volcano / svartur að innan (lúkkar meira brúnn/ dökk rauður). 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque. LOBO edition, Mojave leður sæti, quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur o. fl. VERÐ 12.775.000 m.vsk STUTT ● Ríflega 4,2 milljarða velta var á að- almarkaði með hlutabréf í Kauphöll Ís- lands í gær. Mest var veltan með bréf Marel eða 849 milljónir. Lækkuðu bréf félagsins um 1,07% í viðskiptunum. Mest lækkuðu bréf Regins eða um 3,77%. Bréf Festi lækkuðu um 3,42%. Þá lækkuðu bréf Reita um 3,32%, Arion banka og VÍS um 3,14%. Bréf Icelandair Group lækkuðu um 2,35% í 433 millj- óna viðskiptum. Aðeins eitt félag hækk- aði í viðskiptum dagsins en það var HB Grandi. Hækkaði félagið um 0,86%. Talsverðar lækkanir á hlutabréfamarkaði BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands í gærmorgun ítrekaði Ice- landair Group að enn hefði ekki tekist að uppfylla alla fyrirvara sem settir voru við kaup félagsins á öllu hlutafé WOW air en samn- ingur þar að lútandi var undirrit- aður 5. nóvember síðastliðinn. Af- létta verður öllum fyrirvörum í tengslum við viðskiptin fyrir hlut- hafafund sem boðaður hefur verið í Icelandair Group á föstudagsmorg- unn, 30. nóvember. Meðal þeirra fyrirvara sem um ræðir er samþykki Samkeppniseft- irlitsins en stofn- unin mun nú vinna hörðum höndum að rann- sókn á samruna- beiðni sem henni hefur borist í tengslum við kaupin. Aðrir fyrirvar- ar sem enn hefur ekki tekist að greiða úr tengjast samningavið- ræðum við kröfuhafa WOW air og leigusala félagsins. Líkt og fram kom í frétt Morgunblaðsins 18. ágúst síðastliðinn eru það átta fé- lög, m.a. á Írlandi, Bermúda og í Delaware í Bandaríkjunum, sem leigja WOW air-vélarnar 20 sem félagið hefur nú í förum milli Ís- lands og áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Fleiri kallaðir að borðinu Þannig miða samningaviðræður að því að kröfuhafar, leigusalar, og eftir atvikum birgjar WOW air, sem eiga kröfur á hendur félag- inu, gefi eftir hluta skulda þess eða geri þær skilmálabreytingar sem greitt geta fyrir viðskiptun- um. Þannig mun ekki koma til greina af hálfu Icelandair Group að taka við skuldbindingum WOW air í óbreyttri mynd. Ljóst er að skuldsetning félagsins, sem um mitt ár nam tugum milljarða króna, mun hafa veruleg áhrif á efnahagsreikning samstæðu Ice- landair Group, verði af yfirtök- unni. Enn sem komið er munu kröfu- hafar og leigusalar WOW air ekki hafa gefið skýrt svar um hvort orð- ið verði við beiðni um þær breyt- ingar sem liggja til grundvallar fyrrnefndum fyrirvörum í kaupum Icelandair Group á félaginu. Forstjórinn tekur af skarið Sú staða ásamt þeirri staðreynd að hluthafar Icelandair Group munu koma saman til fundar á föstudagsmorgun til að taka af- stöðu til kaupsamningsins, varð þess valdandi að Skúli Mogensen sendi í gær bréf til þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air í september síðastliðn- um. Í því bréfi, sem aðeins telur 351 orð, útlistar hann þá þröngu stöðu sem félagið er í og undirstrikar um leið að rekstrarhorfur þess hafi versnað til muna frá því að útboðið fór fram. Nefnir hann sérstaklega fjórar ástæður fyrir verri stöðu nú en í september. Fjórar meginástæður Í fyrsta lagi hafi neikvæð um- ræða um fjárhagsstöðu félagsins, meðan á skuldabréfaútboðinu stóð og í kjölfar þess, haft neikvæðari áhrif á sölu félagsins og skulda- stöðu en gert hafi verið ráð fyrir og að fjórði ársfjórðungur komi verr út en áætlanir voru byggðar á. Í öðru lagi hafi Primera air orðið gjaldþrota í október sem hafi leitt aukna neikvæðni yfir markaðinn. Þá hafi félagið verið að því komið að ganga frá sölu og endurleigu á flugvél/flugvélum sem gengið hafi til baka en það bakslag hafi haft tæplega 3,2 milljarða króna nei- kvæð áhrif á lausafjárstöðu félags- ins. Í fjórða lagi hafi olíuverð hækkað gríðarlega á vikunum og mánuðunum eftir útboðið sem hafi einnig sett þrýsting á fjárhags- stöðu félagsins. Segir Skúli í bréfinu að þessar aðstæður hafi orðið þess valdandi að nauðsynlegt hafi reynst að leita frekari leiða til að tryggja fjár- mögnun félagsins. „Það að skrifa þetta bréf er ekki gert af léttúð af neinu tagi og ég get fullvissað ykkur um að við er- um að taka hvert það skref sem mögulegt er til að tryggja áfram- haldandi rekstur WOW air,“ segir Skúli í bréfinu. Í samhengi við það ítrekar hann að í útboðinu í sept- ember hafi hann persónulega lagt félaginu til 5,5 milljónir evra í reiðufé. En það eru um 11% af heildarútgáfunni sem hljóðaði upp á 50 milljónir evra. Heimildir Morgunblaðsins herma að með bréfi sínu til lán- ardrottna WOW air hafi Skúli gengið eins langt og honum var unnt í þeirri viðleitni að koma við- semjendum sínum í skilning um að grípa þyrfti til drastískra aðgerða ef bjarga ætti félaginu. Aldrei fyrr hefur á opinberum vettvangi birst jafn hispurslaus lýsing stofnanda félagsins á raunverulegri stöðu fé- lagsins. Fækka í flotanum Þegar klukkan var gengin 20 mínútur í fimm síðdegis í gær barst tilkynning frá WOW air þess efnis að félagið hygðist fækka um fjórar vélar í flota sínum. Var það sagt aðgerð til að „auka hag- kvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi“. Þannig hefði aðgerðin verið hluti af endurskipu- lagningu á rekstri félagsins. Með ákvörðuninni hverfa tvær Airbus A320-vélar úr flota WOW og tvær A330-breiðþotur. Er bent á að þessar vélar hafi ekki nýst sem skyldi í vetraráætlun WOW. Hinn 6. desember næstkomandi hefur fé- lagið beint flug til Nýju Delí á Ind- landi en til þess flugs mun félagið notast við breiðþotur af fyrrnefndri gerð. Hagræðingin nú er ekki sögð hafa nein áhrif á þá flugleið félags- ins. Þegar Morgunblaðið fór í prentun undir miðnætti höfðu ekki fengist upplýsingar um hvort af- hending vélanna fjögurra væri hluti af samkomulagi við leigusala félagsins. Hins vegar herma heim- ildir Morgunblaðsins að hagræð- ingaraðgerðir WOW air séu til marks um að unnið sé hörðum höndum að því að koma félaginu fyrir vind og skipuleggja fjárhags- stöðu þess með þeim hætti að kaup Icelandair Group á félaginu geti orðið að veruleika. Flóknar þríhliða við- ræður ganga hægt  Fleiri við samningaborðið en aðeins Icelandair og WOW A330-300 Breiðþoturnar eru engin smásmíði og taka tæplega 350 farþega í sæti. Listaverð á nýjum slíkum vélum er 264 milljónir dollara, jafnvirði 33 milljarðar króna. WOW mun hafa einni slíkri vél á að skipa eftir breytingarnar. Morgunblaðið/RAX Skúli Mogensen 28. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.27 123.85 123.56 Sterlingspund 158.34 159.1 158.72 Kanadadalur 93.36 93.9 93.63 Dönsk króna 18.763 18.873 18.818 Norsk króna 14.388 14.472 14.43 Sænsk króna 13.611 13.691 13.651 Svissn. franki 123.59 124.29 123.94 Japanskt jen 1.088 1.0944 1.0912 SDR 170.5 171.52 171.01 Evra 140.01 140.79 140.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.5137 Hrávöruverð Gull 1226.65 ($/únsa) Ál 1922.0 ($/tonn) LME Hráolía 58.98 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Launagreiðslur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa nær tvöfaldast frá árinu 2010 og námu á árinu 2017 um 550 milljörðum króna. Þetta kom m.a. fram á opnum fundi Litla Íslands sem fram fór í gærmorgun og sagt er frá á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur einnig fram að Litla Ísland sé vett- vangur þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Á fundinum ræddu stjórnendur minni fyrirtækja um stöðu og horfur út frá eigin rekstri og eins og segir í fréttinni þá voru þau sammála um að staðan væri viðkvæm og sögðu að laun á und- anförnum árum hefðu hækkað hlutfalls- lega mest hjá minni fyrirtækjum en launakostnaður vægi þungt í rekstri lít- illa og meðalstórra fyrirtækja. „Sjö af hverjum tíu starfsmönnum á vinnumarkaði vinna hjá litlu eða meðal- stóru fyrirtæki, alls um 100 þúsund starfsmenn. Lítil og meðalstór fyrirtæki greiða 68% af greiddum launum í land- inu,“ segir á vef SA. Launagreiðslur tvöfald- ast frá árinu 2010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.