Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Æfing Þúsund starfsmenn í Norðurturni við Smáralind þurftu að rýma vinnustaði sína þegar brunaviðvörunarkerfi turnsins fór í gang kl. 14 í gær. Æfingin var liður í Eldvarnaátaki LSS.
Árni Sæberg
Enn einu sinni er
deilt um sjávarútveg í
þingsölum. Þegar
þetta er skrifað er
annarri umræðu um
frumvarp sjávar-
útvegsráðherra um
veiðigjöld ekki lokið,
þótt vonir hafi staðið
til að það tækist áður
en þriðjudagurinn
væri allur. Þingmenn
stjórnarandstöðunnar í Viðreisn,
Pírötum og Samfylkingunni fara
mikinn. Krefjast hærri veiðigjalda,
leggja fram tillögu um að kollvarpa
aflamarkskerfinu, kvarta síðan und-
an samráðsleysi og að verið sé að
„keyra“ málið í gegnum þingið með
óeðlilegum hætti og hraða.
Í liðlega 60 daga hefur þingið
haft frumvarp um veiðigjöld til um-
fjöllunar og í gær voru tveir mán-
uðir frá því að ráðherra mælti fyrir
málinu. Atvinnuveganefnd hefur
haldið ellefu fundi og fengið til sín
yfir 50 gesti, frá hagsmuna-
samtökum, fyrirtækjum, sveitar-
félögum, launþegasamtökum og op-
inberum stofnunum. Nefndinni
bárust 39 skriflegar umsagnir. Ráð-
herra fór hringferð um landið og
hélt ellefu opna fundi til að kynna
frumvarpið, taka þátt í umræðum
og eiga skoðanaskipti við fundar-
gesti. Í rúmlega tvo mánuði hafa
þingmenn haft tækifæri til að koma
á framfæri athugasemdum og móta
tillögur til breytinga.
En stjórnarandstaðan er ósátt og
leggur til að frumvarpinu verði vís-
að frá. Til vara hafa forystumenn
Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar
lagt fram tillögur til breytinga. Þar
glittir í gamla drauga.
Búa á til gamaldags
millifærslusjóð –
„Uppbyggingarsjóð
landshlutanna“ – og
boðuð er einhvers kon-
ar útfærsla á fyrningu
aflahlutdeilda. Árið
2011 kom fram
stjórnarfrumvarp er
gerði ráð fyrir að
kvótinn yrði innkall-
aður – fyrningarleið –
samhliða stórhækkun
veiðileyfagjalds.
Frumvarpið náði ekki fram að
ganga. Einn ráðherra þeirrar rík-
isstjórnar sagði síðar að hug-
myndin hefði verið „eins og bíl-
slys“.
Eigið fé étið upp
Árið 2010 vann dr. Daði Már
Kristófersson, prófessor í hagfræði,
greinargerð um áhrif fyrningar-
leiðar á afkomu og rekstur sjávar-
útvegsfyrirtækja að beiðni nefndar
um endurskoðun á stjórnkerfi fisk-
veiða undir forystu Guðbjarts heit-
ins Hannessonar. Daði Már sagði
meðal annars:
„Aflamarkskerfið hefur skapað
mikil verðmæti gegnum hagræð-
ingu og verðmætari afurðir.
Stærstur hluti hlutdeildarinnar í
heildaraflamarki, varanlegu veiði-
heimildanna, hefur skipt um eig-
endur síðan kerfinu var komið á.
Sá umframhagnaður sem afla-
markskerfið skapaði hefur því þeg-
ar verið fjarlægður að mestu úr
fyrirtækjunum með sölu aflaheim-
ildanna. Nýir eigendur aflaheimilda
hagnast ekki meira en eðlilegt er
miðað við áhættuna í rekstri út-
gerðarfyrirtækja. Þetta takmarkar
mjög tækifæri ríkisins til að auka
gjaldtöku á útgerðinni án þess að
það feli í sér eignaupptöku og hafi
veruleg neikvæð áhrif á rekstrar-
skilyrði hennar. Fyrning aflaheim-
ilda felur í sér mjög mikil neikvæð
áhrif bæði á efnahag og rekstur út-
gerðarfyrirtækja. Það sem að óat-
huguðu máli gæti litið út fyrir að
vera óveruleg fyrning hefur í raun
afar mikil neikvæð áhrif, enda er
verið að svipta útgerðarfyrirtækin
lykileignum með varanlegum hætti.
Niðurstöður þessarar greinar-
gerðar benda til þess að línuleg
fyrning umfram 0,5% á ári mundi
þurrka út hagnað útgerðarinnar.
Fyrning umfram það er líkleg til
þess að valda viðvarandi taprekstri.
Slík lág fyrning mun einnig draga
verulega úr eigin fé útgerðarfyrir-
tækjanna. Samkvæmt þessari
greiningu mundi um 1% línuleg
fyrning á ári eyða að fullu eigin fé
útgerðarinnar.“
Daði Már benti einnig á að fyrn-
ing aflaheimilda hefði ýmis önnur
neikvæð áhrif. Í fyrsta lagi dreifist
álögur á útgerðina ekki jafnt á
byggðir landsins heldur leggist þær
mun þyngra á svæði þar sem út-
gerðin er umfangsmikill hluti at-
vinnulífs. Í öðru lagi dragi fyrning
úr hvata útgerðarinnar til góðrar
umgengni um auðlindina, því hags-
munir hennar snúast ekki lengur
um hámörkun langtímavirðis veið-
anna heldur hámörkun skamm-
tímagróða. Í þriðja lagi fjarlægir
fyrning fjármagn úr virkri nýtingu
hjá útgerðarfyrirtækjum til ríkis-
ins, þar sem arðsemi er oft mun
minni.
Brimbrjótur tækniframfara
Auknar álögur, fyrningarleiðir
eða aðrar hugmyndir um að koll-
varpa stjórnkerfi fiskveiða munu
ekki aðeins koma niður á sjávar-
útvegsfyrirtækjum.
Sú fullyrðing að sjávarútvegur-
inn sé uppspretta annarra auðlinda
verður illa hrakin. Fjölmörg fyrir-
tæki sinna margvíslegri þjónustu
við sjávarútveg. Glæsileg fyrirtæki,
sem sum hver eru leiðandi á sínu
sviði í heiminum, eiga rætur í þjón-
ustu við veiðar og vinnslu. Afrakst-
ur af samstarfi hátæknifyrirtækja
og sjávarútvegs hefur skotið fleiri
stoðum undir íslenskt efnahagslíf,
aukið fjölbreytni og skapað þús-
undir starfa. Framsækin hátækni-
fyrirtæki með vel menntuðu starfs-
fólki hafa orðið til vegna fjár-
festinga sjávarútvegsfyrirtækja.
Samkvæmt greiningu Deloitte
námu viðskipti íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja við tæknifyrirtæki
tæpum 50 milljörðum króna árið
2016. Útflutningur á tæknibúnaði
og þekkingu í sjávarútvegi er um-
svifamikill og í stöðugum vexti.
Það er því ekki tilviljun að dr.
Ásgeir Jónsson, prófessor í hag-
fræði, haldi því fram að sjávar-
útvegur hafi verið brimbrjótur
tækniframfara og nýsköpunar hér á
landi. Sjávarútvegur er eina at-
vinnugreinin þar sem við Íslend-
ingar getum lýst yfir alþjóðlegri
forystu! Einn fremsti fræðimaður
heims á sviði stofnanahagfræði, dr.
Þráinn Eggertsson prófessor, telur
að umræðan um kvótakerfið sé
„óheilbrigð þráhyggja“. Hann hefur
fært rök fyrir því að fiskveiði-
stjórnunarkerfið sé merkilegasta
framlag Íslands í skipulagsmálum.
Aðrar þjóðir líta til skipulags ís-
lensks sjávarútvegs sem fyrir-
myndar í viðleitni þeirra til að
hverfa frá umfangsmiklum ríkis-
styrkjum fyrir fiskveiðar og
-vinnslu.
Ef það hreyfist
Í heild greiddi sjávarútvegurinn
um 105 milljarða króna í tekju-
skatt, tryggingagjald og veiðigjald
á fimm árum frá 2013 til 2017.
Engin önnur atvinnugrein greiddi
meira í sameiginlegan sjóð lands-
manna. Á sama tíma og tekist er á
um það á Íslandi hversu þungar
byrðar eigi að leggja á sjávarútveg
eru fiskveiðar flestra annarra þjóða
á opinberu framfæri.
Íslenskur sjávarútvegur hefur
staðist ríkisstyrkta samkeppni á er-
lendum mörkuðum. En í stað þess
að taka þátt í að renna enn styrk-
ari stoðum undir atvinnugreinina
eru margir stjórnmálamenn og
jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir
uppteknir af því að kollvarpa
stjórnkerfi fiskveiða og draga úr
samkeppnishæfni með ofursköttum
og -gjöldum.
Ronald Reagan, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna, lýsti þessari
hugmyndafræði ágætlega: Ef það
hreyfist, skattleggðu það. Ef það
heldur áfram að hreyfast, settu lög.
Ef það stoppar, settu það á ríkis-
styrk.
Eftir Óla Björn
Kárason » Í heild greiddi
sjávarútvegurinn
um 105 milljarða króna í
tekjuskatt, trygginga-
gjald og veiðigjald frá
2013 til 2017. Engin at-
vinnugrein greiddi
meira.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ef það stoppar, settu það á ríkisstyrk