Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
JÓLAHUMARINN ER KOMINN
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
N FRÁ
STÓR KANADÍSKUR HUMARGLÆNÝ LÚÐA
ÞORSKHNAKKAR
NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA
SALTFISKHNAKKAR
LÖNGUNAKKAR
Í JAPÖNSKUM RASPI
Oft er einkennilegt
hvernig opinberum
fjármunum er varið.
Á undanförnum
áratugum hafa ýmsir
stjórnmálamenn talið
það vera skyldu sína
að greiða sem best
fyrir stóriðju á Ís-
landi. Ótakmörkuðu
fé hefur verið varið til
opinberra fram-
kvæmda til þess að greiða fyrir því
að hér verði reistar álbræðslur og
önnur stórfyrirtæki. Náttúru Ís-
lands hefur oft verið fórnað án
minnstu miskunnar og nægir að
nefna umdeilda ákvörðun um bygg-
ingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum
tíma. Ein afleiðingin og hliðin á því
máli var gífurleg þensla í efnahags-
málunum sem kynti undir spákaup-
mennsku sem átti verulegan þátt í
efnahagshruninu haustið 2008.
Nýjasta dæmið er opinber fram-
kvæmd við gerð jarð-
ganga norðan við
Húsavík. Þessi fram-
kvæmd kostaði ríkis-
sjóð um 4 milljarða
sem verður að teljast
óskiljanleg sóun sem
ekki nýtist neinum
nema því fyrirtæki
sem þarna á hlut að
máli. Þessi fyrirtæki
eru meira og minna
með suma stjórn-
málamenn í vasanum
sem ætíð eru tilbúnir
að sýna hagsmunum þeirra mikinn
skilning.
Og þessi fyrirtæki útnýta sér all-
ar mögulegar skattasmugur til þess
að skjóta hagnaðinum af rekstr-
inum úr landi án þess að skatta-
yfirvöld nái að koma á eðlilegri
skattálagningu hagnaðarins.
Þessir sömu stjórnmálamenn
virðast hins vegar ekki sýna þeim
sem minnst mega sín í samfélaginu,
tekjulágu fólki eins og öryrkjum,
barnafólki, leigjendum og eldri
borgurum skilning að neinu leyti.
Og samt eru þessir menn kosnir
aftur og aftur. Alltaf skal þeim tak-
ast ætlunarverk sitt að afvegaleiða
og blekkja fjöldann og eru kosnir
aftur og aftur!
Þetta eru einnig sömu aðilarnir
sem þverskallast við því að hér
verði sett ný stjórnarskrá. Sú
gamla sem að meginstefnu er frá
19. öld og einkennist af valdboði
fremur en mannréttindum og lýð-
ræði er sögð vera fullgóð handa
landi og lýð.
Grundvallarstoðir nútíma-
samfélags sem nú þykir sjálfsagðar
byggjast á jafnræði og mannrétt-
indum og eru viðurkenndar innan
Evrópusambandsins sem þessum
stóriðjusinnum er mikil grýla í aug-
um og sjá því allt til foráttu.
Við Íslendingar höfum allt of
lengi látið ofbeldið viðgangast
gagnvart náttúrunni og skoðana-
kúgun gagnvart okkur sjálfum.
Breytum þessu! Við þurfum fyrst
og fremst stjórnmálamenn sem
bera hag allra Íslendinga fyrir
brjósti en ekki nokkurra útvalinna
auðmanna sem nóg hafa fyrir!
Einkennileg
ráðstöfun opinbers fjár
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón Jensson
» Við þurfum fyrst og
fremst stjórnmála-
menn sem bera hag
allra Íslendinga fyrir
brjósti.
Höfundur er leiðsögumaður og eldri
borgari í Mosfellsbæ.
Tilefni þess að ég
skrifa þessa grein er að
ég heimsótti fyrrver-
andi heimalandið mitt,
Þýskaland, og hitti þar
góða gamla vini. Marg-
oft var ég spurð um
hvers vegna það væri
ennþá verið að veiða
hvali á Íslandi og hvort
menn væru nú ekki
loksins að hætta þessu.
Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í
þeirri tilraun að finna eitthvað jákvætt
við að réttlæta hvalveiðar hér á landi.
Eftir ríkulega umhugsun er niður-
staða mín að hvalveiðar ættu að heyra
sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta
þær lengur.
1. „Íslendingar hafa alltaf stundað
hvalveiðar og þetta er partur af menn-
ingunni okkar“. Rangt! Aðrir þjóðir
veiddu hvali hér við Íslandsstrendur
lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki
að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu
öld.
2. „Við verðum að nýta auðlindirnar
okkar“. En í hverju eru auðlindirnar
okkar fólgnar? Það er miklu meiri
ávinningur í því að skoða hvali en að
drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá
ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra
til að koma hingað. En að við séum að
drepa hvali setur ljótan stimpil á Ís-
land sem ferðamannaland og skaðar
ímynd okkar út á við.
3. „Hvalveiðar skapa atvinnu“. Að
vísu unnu um 150 manns við þessa iðju
en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu.
Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna
hátt í 200 manns við
hvalaskoðun. Svo leyfi ég
mér að fullyrða að vinnan
við að kynna land okkar
og náttúru sé margfalt
skemmtilegri og meira
uppbyggjandi en að
drepa háþróuð dýr og
búta þau í sundur. Það
þarf að rannsaka betur
hversu skaðlegar hval-
veiðar eru fyrir ferða-
þjónustu. Allavega hef ég
í starfi mínu sem leið-
sögumaður heyrt margar
neikvæðar raddir um hvalveiðar.
4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr,
þetta eru bara skepnur“. Er það svona
einfalt? Í dýraverndunarlögum er
hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjót-
an og sem minnst sársaukafullan hátt.
En það er vitað að hvalur sem fær
skutul í sig er að þjást og kveljast lengi
áður enn hann deyr. Og svo erum við
ekki einu sinni að tala um að hvalir séu
mjög háþróaðar lífverur. Í sumar
komu fréttir um að oft séu kálffullar
langreyðarkýr veiddar. Svo var talað
um að tvisvar sinnum hafi verið drepn-
ir svonefndir blendingar (afkvæmi
langreyðar og steypireyðar) og það sé
allt í lagi því einungis steypireyðar eru
alfriðaðar. En um er að ræða mjög
sjaldgæft fyrirbæri sem ber að
vernda.
5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og
seljast vel“. Ó nei! Birgðirnar af hvala-
kjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum
því enginn markaður er fyrir slíku.
Nema kannski í Japan. En til að koma
hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga
margar hindranir, til dæmis hafa skip-
in ekki fengið leyfi að leggja að landi í
Hvers vegna
hvalveiðar?
Eftir Úrsúlu
Jünemann
Úrsúla Jünemann
Allt um sjávarútveg