Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
✝ Jón VídalínHalldórsson
fæddist á Siglufirði
7. ágúst 1934. Hann
lést á Landspítala
við Hringbraut 14.
nóvember 2018.
Foreldrar hans
voru Halldór Vída-
lín Magnússon,
kennari og kaup-
maður, f. 15.1.
1898, d. 14.4. 1946,
og Guðrún Hólmfríður Jóns-
dóttir, húsmóðir, f. 30.3. 1914, d.
13.7. 1998. Alsystkini Jóns eru
Magnús Vídalín, f. 21.3. 1936, d.
7.9. 1996, og Alda, f. 3.1. 1939.
Sammæðra, sonur Guðrúnar og
seinni manns hennar, Björgvins
Sigurjónssonar, f. 21.10. 1911, d.
18.7. 1992, er Einar Helgi, f.
6.10. 1949, en fyrir átti Björgvin
synina Árna, f. 26.5. 1936, og
Steingrím Vikar, f. 31.5. 1941.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Fanndal. Hann hélt til Reykja-
víkur í nám við Verzlunarskóla
Íslands, þaðan sem hann útskrif-
aðist 1954. Um tíma vann hann
hjá Heildverslun Davíðs S. Jóns-
sonar og síðan hjá Innflutnings-
skrifstofu ríkisins. Hann hóf svo
störf og varð síðar deildarstjóri
hjá Gjaldeyriseftirliti Seðla-
bankans þar sem hann vann út
sína starfsævi.
Jón kynntist Birnu sumarið
1959 á Akureyri þar sem hún
var í hjúkrunarnámi. Þau giftu
sig 2. desember 1960. Jón og
Birna hófu búskap sinn í
Reykjavík en fluttust síðar til
Hafnarfjarðar þar sem þau hafa
búið síðan. Árið 1974 festu þau
kaup á sumarbústaðnum Dýja-
bakka í Skorradal ásamt fjöl-
skyldu Birnu og áttu þar marg-
ar góðar stundir.
Jón var virkur meðlimur í
Lionsklúbbnum Frey og fyrir
störf sín hlaut hann Melvin
Jones-viðurkenningu, æðstu
viðurkenningu sem veitt er í
Lionshreyfingunni.
Útför Jóns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28.
nóvember 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Birna Ásmunds-
dóttir Olsen, f. 16.2.
1939. Þau eiga sam-
an eina dóttur,
Guðrúnu Halldóru
Jónsdóttur, f. 3.1.
1961, og barnsfaðir
hennar er Jakob
Lárus Sveinsson, f.
14.12. 1954. Dóttir
þeirra er Guðrún
Birna Jakobsdóttir,
f. 4.9. 1987, og
eiginmaður hennar er Sigurður
Loftur Thorlacius, f. 30.6. 1990.
Jón ólst upp á Siglufirði og
lauk þar barnaskóla- og gagn-
fræðaprófi.
Hann lagði stund á knatt-
spyrnu og frjálsar íþróttir, eink-
um æfði hann spjótkast og náði
langt í þeirri grein. Hann byrj-
aði ungur að vinna eins og tíðk-
aðist í þá daga og vann hjá
Síldarverksmiðju ríkisins og
Veiðarfæraverslun Sigurðar
Mig langar að minnast elsku
afa Nonna með fáeinum orðum.
Eins sárt og það nú er að kveðja
þá fyllist ég þakklæti að hafa
fengið að kynnast jafn góðum og
hjartahlýjum manni eins og afa.
Frá því ég fyrst man eftir mér
hef ég átt öruggt skjól undir
væng hjá afa, ýmist að ræða mál-
in, leysa krossgátur eða sitja
saman í kyrrð og ró. Vináttu okk-
ar var nefnilega þannig háttað að
það þurfti ekki að fylla þögnina
með orðagjálfri, það var nóg að
finna nærveruna hans afa. Yfir-
leitt sofnaði ég og afi, ætíð jafn
tillitssamur, gætti þess að hreyfa
sig ekki svo ég gæti sofið. Afi
hafði þessi róandi áhrif á fleiri en
mig, til dæmis gleymi ég ekki
kisunni minni gömlu sem gat
verið algert skaðræði á stundum
en tók afa ávallt sem litlum kett-
lingi, karaði hann og kjassaði.
Þessi hlýja og góða nærvera var
það sem einkenndi afa. Ekki
minnist ég þess að afi hafi hall-
mælti nokkrum og aldrei sagði
hann styggðaryrði við mig. Afi
var alltaf rólegur og alltaf góður.
Ég man eftir natninni í afa við
að kenna mér að skrifa fallega,
lita ekki út fyrir, sýna mér löndin
í kortabókinni og fleira til. Það
var stolt lítil stúlka sem fylgdi
afa sínum í Lions-klúbbinn að
ganga frá dagatölum sem áttu að
fara í sölu fyrir jólin. Þar man ég
eftir afa brosandi í góðra vina
hópi.
Í stóru prófunum í háskólan-
um voru það kjörorð afa sem
gáfu mér styrk til að halda
áfram: „Þetta hefst, Guðrún mín,
þetta hefst allt saman.“
Mér er mjög minnisstætt þeg-
ar við Siggi fengum þá flugu í
höfuðið að það yrði að setja upp
matjurtagarð í Smyrlahrauni.
Afi studdi okkur heilshugar í því
verkefni þó hann vissi að það
myndi að mestu lenda á sér að
sjá um garðinn.
Í seinni tíð fórum við afi oft
saman í bíó á þriðjudagskvöldum
í Bæjarbíó Hafnarfjarðar. Þar
var stundum verið að sýna
myndir frá því í gamla daga og
þá fékk ég að heyra frá ýmsum
uppátækjum frá því hann var lít-
ill strákur á Siglufirði. Mikið var
skemmtilegt hjá okkur.
Elsku afi minn, þakka þér fyr-
ir allar dýrmætu stundirnar okk-
ar. Kisurnar Irma og Doppa
biðja að heilsa. Við sjáumst aftur
seinna.
Þín,
Guðrún Birna.
Bræður eru dýrmætir. Stóri
bróðir minn, hann Nonni, er lát-
inn, 84 ára að aldri. Hann lést
eftir stutta, erfiða legu, miðviku-
dagskvöldið 14. nóvember síðast-
liðinn, á gjörgæsludeild Land-
spítalans við Hringbraut. Það
var sárt að kveðja, en ég fann að
hans tími var kominn, hann
þurfti hvíldina. Öllu er afmörkuð
stund og hefur sinn tíma. Að
fæðast hefur sinn tíma og að
deyja hefur sinn tíma. Í minning-
unni, er ég rita þessar línur, er
ég þakklát fyrir þá umhyggju og
kærleika sem umvafði hann
þetta kvöld frá nærfjölskyldu og
fagfólki gjörgæsludeildar.
Jón bróðir fæddist á Siglufirði
og ólst þar upp til fullorðinsára,
að Hvanneyrarbraut 6, Ljóts-
stöðum. Það voru forréttindi að
alast upp á Siglufirði, í síldar-
bænum sem malaði gull fyrir
þjóðina. Bæjarlífið var fjölmenn-
ingarsamfélag sem iðaði af lífi.
Bestu æskuminningar mínar eru
þaðan. Þar varst þú, bróðir minn,
fyrirmyndin mín sem ég leit
mjög upp til. Þú sagðir aldrei
neinar vitleysur og allt var í röð
og reglu hjá þér. Þegar ég var að
burðast við að læra á hljóðfæri
eftir nótum spilaðir þú eftir eyr-
anu. Áhugamálin þín, smíði
skipa- og flugvélalíkana sýndu
hversu snjall og vandvirkur þú
varst.
Síðar, á fullorðinsárum, lá leið
þín til Reykjavíkur. Þú vildir afla
þér frekari menntunar eftir
grunnskólanámið á Siglufirði. Þú
eignaðist snemma fjölskyldu og
til að fá þak yfir höfuðið stofn-
uðuð þið vinnufélagarnir bygg-
ingarfélag, byggð voru raðhús og
þið félagarnir eydduð öllum
stundum utan vinnutíma við
byggingavinnu samhliða banka-
störfum.
Og áfram hélst þú að skapa, í
samvinnu við stórfjölskyldu
Birnu varð til sælureitur, sum-
arbústaður við Skorradalsvatn.
Samskipti milli fjölskyldna
okkar hafa ætíð verið náin,
systkinakærleikur og vinátta í
gleði og sorg.
Efst í huga mér er þakklæti
fyrir samheldnina sem þroskað-
ist með árunum. Heimili ykkar
Birnu hefur verið mér og okkur
fjölskyldunni mikils virði. Þið
voruð dugleg að viðhalda hefð-
um; afmæli, jólaboð, skötuveislur
og áfangar innan fjölskyldunnar
styrktu böndin. Það fylgdi ykkur
stöðugleiki, einhver föst stærð,
bæði huglæg og hlutlæg.
Við þiggjum elsku og gefum
elsku, þannig höldum við keðju
kynslóðanna gangandi þar sem
við hugsum hvert um annað og
hlúum að dýrmætum tengslum.
Vertu nú sæll, elskulegi bróðir
minn. Þakka þér fyrir allt sem þú
varst mér og fjölskyldunni alla
tíð.
Blessuð sé minning þín.
Alda Halldórsdóttir.
Mig langaði í örfáum orðum að
minnast Jóns Vídalíns Halldórs-
sonar en hann var með blíðustu
og hlýjustu mönnum sem ég hef
kynnst.
Fyrir rúmum áratug var son-
ur okkar svo heppinn að eignast
Guðrúnu Birnu Jakobsdóttur
fyrir kærustu, en hún er eina
barnabarn Jóns heitins. Hún var
líf og yndi afa síns og líka ömmu
sinnar, sem lifir mann sinn.
Eftir það hittumst við á hverju
ári við ýmis tilefni og við hjónin
urðum þess fljótt áskynja að Sig-
urður, sonur okkar, var í miklum
metum hjá Jóni. Væntumþykja
þeirra var gagnkvæm og traust.
Síðastliðið sumar var loks
blásið til brúðkaups og það var
bjartur og fagur dagur.
Við hjónin, foreldrar Sigga,
erum afskaplega þakklát að Jón
skyldi upplifa þetta, samur og
jafn og ekkert að sjá að heilsu
hans. Undirliggjandi veikindum
hafði verið bægt frá lengi og
glettni hlýi glampinn í augunum
bar vott um góðan mann, eins og
alltaf.
Sjálfri er mér það dýrmætt að
hafa heimsótt Jón og konu hans,
Birnu, á heimili þeirra í Hafnar-
firði tvisvar á árinu. Snemma
sumars sóttist ég eftir myndaal-
búmum til að skanna inn fyrir
brúðkaupið og það var auðsótt
mál.
Fleiri hundruð myndir biðu
mín frá Gígju, dóttur þeirra, og
vandi að velja úr. Þetta var in-
dælt kvöld á fallegu heimili og
prúðari hjón en Nonna og Birnu
er ekki hægt að hugsa sér.
Næstu vikurnar beið mín mik-
il vinna að raða myndum bæði í
tímaröð og eftir tilefnum og þá
fékk ég óvænta innsýn í það hví-
líkur augasteinn hún Guðrún
Birna, tengdadóttir mín, hafði
verið öllu sínu fólki.
Svo þegar leið á haustið,
hringdi ég aftur í Hafnarfjörðinn
og fékk að koma í aðra kvöld-
heimsókn til að skila myndunum.
Flestar voru enn í albúmi en 100
mynda úrval kom ég með í lausu.
Og ég get ekki gleymt því hvern-
ig Jón heitinn handlék þessar
myndir; hann grandskoðaði
hverja fyrir sig með ljúfasta
brosi og fletti hægt í gegnum
þessi fyrstu æviár dótturdóttur
sinnar á meðan konan hans færði
okkur kaffi og við spjölluðum um
heima og geima.
„Nonni minn, þú raðar þessu
nú öllu á sinn stað, ekki satt?“
sagði Birna þegar ég baðst af-
sökunar á að koma með mynd-
irnar í lausu.
„O jú, jú, ég dunda við þetta,“
sagði hann kíminn og hlýr og
sagðist hafa allan tíma í heimi.
Sannleikurinn er samt sá að
hann þurfti engum myndum að
raða, þær voru allar í hug hans
og hjarta og allar jafn mikilvæg-
ar. Hann tók þær allar með sér.
Missir Birnu er mikill. Einver-
an er svo yfirþyrmandi, einkum
þegar sá sem horfinn er hafði
jafn góða nærveru og hann
Nonni. En hún axlar þetta nýja
hlutverk af hugprýði.
Missirinn er líka mikill fyrir
Gígju, sem var í daglegu sam-
bandi við foreldra sína. En hann
Jón Vídalín Halldórsson fór á
sinn kyrrláta og tillitssama hátt,
milli brúðkaups og aðventu, eins
og Gígja benti mér á. Hann lét
ekki hafa mikið fyrir sér frekar
en í lífinu yfirleitt og alvarleg
veikindin vöruðu aðeins í nokkra
daga.
Ég veit að hún tengdadóttir
mín syrgir sárt, jafn sterk og
hún þó er. Þá er mér huggun að
vita að hún er í traustum og hlýj-
um höndum hjá Sigurði, syni
okkar, sem tárfellir ábyggilega á
kollinn hennar svo lítið beri á.
Jóhanna M. Thorlacius.
Kveðja frá Lionsklúbbnum
Frey Reykjavík
Jón gekk til liðs við Lions-
klúbbinn Frey árið l972.
Jón starfaði síðustu starfsár
sín hjá Seðlabanka Íslands.
Hann tók virkan þátt í starfi
klúbbsins, var formaður klúbbs-
ins, ritari og gjaldkeri ásamt
setu í fjáröflunar- og líknar-
nefnd.
Árið 1980 tók hann að sér að
vera heimildaritari klúbbsins,
sem meðal annars fólst í því að
halda skrá yfir alla félaga
klúbbsins, störf þeirra í klúbbn-
um o.fl.
Það var mikil vinna sem fólst í
því að halda utan um allar heim-
ildir klúbbsins og félaga og það
verk gerði hann með miklum
sóma.
Jón var sæmdur árið 1991
æðstu viðurkenningu Lions-
hreyfingarinnar, Melvin Jones
Fellow.
Jón hætti störfum í klúbbnum
árið 2003 vegna veikinda og var
hann þá gerður að heiðursfélaga
Freys.
Við félagarnir kveðjum Jón
með virðingu og þakklæti og
sendum eftirlifandi eiginkonu
hans, Birnu, og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur J. Helgason
formaður.
Jón Vídalín
Halldórsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SMÁRI SÆMUNDSSON
Hverahlíð 9, Hveragerði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 7. desember
klukkan 13.
Guðríður Gísladóttir
Brynjólfur Smárason Kristín Pétursdóttir
Guðmunda Smáradóttir Þorsteinn Helgi Steinarsson
Sævar Smárason Harpa Dís
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FERDINAND RÓBERT EIRÍKSSON
sjúkraskósmiður,
lést mánudaginn 19. nóvember.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 5. desember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á styrktarreikning Lækjarsólarsýn,
0327 - 13 - 300562.
Guðrún Mjöll Róbertsdóttir Arnar Skúlason
Rakel Róbertsdóttir Gísli R. Sævarsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALMA STEFÁNSDÓTTIR
frá Dalvík,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju á
Akureyri föstudaginn 30. nóvember klukkan
13.30.
Gylfi Ægisson Björg Malmquist
Garðar Ægisson Bryndís Arna Reynisdóttir
og fjölskyldur
✝
Ástkær móðir okkar og amma, elskulegur bróðir okkar og frændi,
JENSA KITTY PETERSEN
og
ÞRÖSTUR VILBERGSSON
sem létust sunnudaginn 18. nóvember og miðvikudaginn
21. nóvember verða jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 29. nóvember klukkan 13.30.
Pétur Daníel Vilbergsson
Jóna Björg Vilbergsdóttir
Soffía Vilbergsdóttir Petersen
og barnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN BJÖRG BALDVINSDÓTTIR,
Lóa,
Skálahlíð, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Fjallabyggð, miðvikudaginn 21. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 30.
nóvember klukkan 14.
Þorsteinn Haraldsson Jóhanna Pálsdóttir
Ólafur Haukur Kárason Ólína Þórey Guðjónsdóttir
Jakob Örn Kárason Elín Þór Björnsdóttir
Tómas Kárason Dominique Porepp
Baldvin Kárason Gróa María Þórðardóttir
Ragna Hannesdóttir Kristján Elís Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn