Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 25

Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 25 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-14.30. Foreldramorgnar kl. 9.30, ALLIR VELKOMNIR. Jóga með Grétu 60+ kl. 12.30. Söngstund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Jólahlaðborð Aflagranda er fimmtudaginn 6. desember, húsið opnað kl. 19, skrán- ing í síma 411-2701 eða 411-2702. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16 þar sem boðið er upp á stólaleikfimi með Öldu Maríu íþrótta- kennara. Einnig mun sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Halldór Sighvats- son leika nokkur lög fyrir okkur. Allir hjartanlega velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Plastpoka-töskugerð kl.12.45- 15.15. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Innipútt opið. Hádegis- matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir vel- komnir. S. 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudögum, í dag koma börn úr barnakórum Bústaðakirkju og syngja jólalög, haldið verður áfram með jólaföndur. Kaffi, hugleiðing, bæn og framhalds- saga. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Dalbraut 18-20 Samverustund með sr. Hjalta Jóni kl. 14, verslunar- ferð í Bónus kl. 14.40. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9-12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15, Logy fatnaður með sölu á jólafatnaði í setustofu 2. hæðar. Verið velkomin til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59. Síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Smiðja Kirkjuhvoli opnuð kl. 11, allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16,15. Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30 Útskurður / pappa- módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin! Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Gullsmári Myndlist kl. 9, postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði kl. 13, línudans fyrir lengra komna kl. 16. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, stjórnarfundur kl. 10 í Borgum félagsfundur Korpúlfa kl. 13 í Borgum, sr. Arna Ýrr frá Grafarvogskirkju og Ólafía öryggisfulltrúi munu heiðra okkur með nærveru sinni og áhugaverða fræðslu. Korpusystkin og MPJ tríóið munu skemmta og fleira gaman. Kaffi verður á könnunni og allir hjartanlega velkomnir. Langholtskirkja Samverustund eldri borgara í Langholtskirkju á miðvikudögum. Samveran hefst í kirkjunni með stuttri notalegri bænastund kl. 12.10. Sameiginleg máltíð í safnaðarheimilinu, söngur, spil og spjall. Umsjón er í höndum Helgu Guðmundsdóttur og Sigríðar Ásgeirsdóttur, hópur sjálfboðaliða reiðir fram ódýra máltíð og miðdegiskaffi. Öll velkomin. Seltjarnarnes Ath. glerbræðsla fellur niður í dag en glerlist kl. 13 á neðri hæð Félagsheimilisins. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Gaman saman í Selinu í kvöld kl. 20. Botsía. Á morgun fimmtudag verður félagsvist kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. ENSKA talað mál kl. 14, leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. AÐ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI, tölvukennsla kl. 13.30, dagur tvö. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson. Allir velkomnir. Vantar þig fagmann? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Elsku mamma. Það er svo óskap- lega margt sem mig langar til að segja, en kem ekki orðum að. Ég hreinlega get ekki vanist tilhugsuninni um að þú sért farin frá okkur, en eins og þú bentir sjálf réttilega á, þá verður lífið að hafa sinn gang og halda áfram. Og það skulum við gera. Við höld- um áfram fyrir þig, við pössum upp á hvert annað og við geymum allar fallegu minningarnar með okkur. Góða ferð í sumarlandið, elsku, fallega, mamma mín. Söknuðurinn er sár, en ég veit að þér líður vel núna og þú vakir nú yfir okkur með allri þeirri óendanlega miklu ást sem þú hafðir að gefa. Eins og hún nafna þín myndi segja: Ég elska þig út í geim og aftur heim og beint í knúsið á þér. Ég kveð þig með parti úr gull- fallegu lagi Friðriks Ómars, sem hann syngur með Eyþóri Inga, en báðir voru þeir í miklum met- um hjá þér og því viðeigandi að þeir hjálpi mér aðeins við að segja það sem mig langar að segja. Þú ert hetjan mín þú fegrar og þú fræðir þú gefur mér og græðir, er finn ég þessa ást Þá þurrkar þú tárin sem mega ekki sjást mamma ég sakna þín. Margrét Bragadóttir ✝ MargrétBragadóttir fæddist 22. maí 1942. Hún lést 13. nóvember 2018. Útförin fór fram 24. nóvember 2018. Mamma þú ert hetjan mín. Þú elskar og þú nærir, þú kyssir mig og klæðir, er brotin ég er þú gerir allt gott Með brosi þú sársauk- anum bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. (Friðrik Ómar Hjörleifs- son) Kristín H. Kristjánsdóttir Elsku besta amma. Vonandi líður þér vel uppi á himnum. Nú ertu örugglega búin að hitta alla úr fjölskyldunni sem eru þar. Það var svo gaman að vera með þér. Mér fannst svo notalegt að kúra hjá þér og vera í ömmu- kósí. Þú varst alltaf svo góð, skemmtileg, falleg og sæt. Og það var æðislegt að vera með þér þegar við vorum bara tvær. Og best í heimi að knúsa þig og kyssa. Og þegar ég gaf þér koddann sem ég bjó til í handavinnu þá varstu svo glöð og það var svo gaman. Ég elska þig rosalega mikið og langar mest til að knúsa þig núna, en það er ekki hægt og það er svo sárt. En ég samdi ljóð handa þér. Elska þig út í geim og aftur heim Vonandi líður þér vel hjá þeim Það var gaman með þér og að kyssa þig Ég veit að þér þykir vænt um mig Elsku besta amma Núna kveð ég þig. Þín Margrét Signý. Hann Jón frændi hefur átt aðdáun okkar og virðingu alla tíð, brosmildi, vinnusami og góði frændi okk- ar. Ýmislegt rifjast upp þegar við kveðjum hann hinsta sinn. Þegar við vorum litlar stelpur í sveitinni á Kastalabrekku og það fréttist að von var á æv- intýrafrænku okkar Guðrúnu Jónu með afa sínum Jóni og ömmu Nunnu, réðum við okkur ekki fyrir kæti. Þau komu alltaf færandi hendi með risa nammi- poka og spennandi gjafir frá útlöndum. Á sumrin dvöldu þau gjarnan um nokkurra daga skeið og var þá margt brallað hjá okkur frænkunum. Þá daga féll Jóni aldrei verk úr hendi, vann við að dytta að og lagfæra það sem til féll hverju sinni. Þegar við svo fengum að heimsækja Guðrúnu Jónu og fjölskyldu í borgina vorum við gjarnan vaktar fyrir allar aldir til að fara með Jóni og Nunnu í sund og lékum við okkur þá frjálst meðan Jón synti sína 1000 metra sem hann gerði daglega lengst af. Þvílíkur garpur sem hann var. Við áttuðum okkur ekki á því fyrr en við urðum aðeins eldri hversu mikill reglumaður Jón var og agaður varðandi hreyfingu og lífstíl almennt. Jón Sveinsson ✝ Jón Sveinssonfæddist 17. september 1925. Hann lést 17. nóvember 2018. Jarðarför Jóns fór fram 26. nóvem- ber 2018. Hann lét það ekki duga að synda daglega heldur gekk hann einnig margra sinna er- inda til að bæta heilsuna. Það þurfti ekkert að kenna Jóni frænda hvernig lifa ætti heilbrigðu og vist- vænu lífi í borg- inni. Fjölskylda Jóns kunni að halda veislur, því komumst við að þegar við vorum boðnar í sjötugsafmæli Jóns sem haldið var hjá Tótu og Steina. Þvílíkt fjör, söngur og gleði. Alla tíð hefur Jón fylgst vel með því sem við systurnar og raunar öll okkar fjölskylda væri að gera – og telst það nú gott því fjöldinn er orðinn mik- ill. Hann spurði alltaf hvernig gengi með verkefnin okkar og fyrirtækin, hann sýndi því alla tíð mikinn áhuga. Þar áttum við stuðnings- og hvatamann. Það var dásamlegt að Jón gat komið með sinni fjölskyldu á ættarmót stórfjölskyldunnar í sumar, stoltur af því að vera aldursforsetinn á staðnum. Fólki bauðst þar að eignast smíðagripi sem hann hafði útbúið gegnum árin, þvílík listasmíð og sönn prýði. Jón var mikill völundur. Elsku Nunna, Tóta og Steini, Guðrún Jóna, Ester, Ástþór og fjölskyldur. Vottum ykkur inni- lega samúð. Minningin um mik- inn öðling lifir og gefur okkur sem eftir lifum gott fordæmi og hvatningu. Hjördís og Jóna Sigurðardætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.