Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 26

Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Ég er staddur í afmælisferð um Bandaríkin, við erum að keyrafrá Dallas til San Francisco og kíkjum á það sem það er á leið-inni,“ segir Jakob Ólafsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni, en hann á 60 ára afmæli í dag. Hann er á ferðalaginu ásamt eiginkonu og vinahjónum og er vanur svona ferðamáta. „Við höfum oft gert svona, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta eru hálf- gerðar óvissuferðir og við sjáum til hvað dagurinn ber í skauti sér. Við vitum bara hvar við byrjum og hvar við endum.“ Í dag heimsækja þau bæinn Flagstaff í Arizona og Miklagljúfur. „Þetta verður spenn- andi en ég hef aldrei séð Miklagljúfur áður.“ Jakob hefur unnið hjá Landhelgisgæslunni frá 1987, var fyrst ein- göngu á þyrlum en fór yfir á flugvélina fyrir fjórum árum. „Með því að fara á flugvélina breyttist starfið yfir í eftirlitsflug í stað björg- unarflugs. Ég hef til dæmis verið að leita að flóttamönnum á Miðjarð- arhafinu en TF-SIF hefur öðru hverju verið í leigu hjá Landamæra- stofnun Evrópu.“ Áhugamál Jakobs eru fjölskyldan og að gera upp gamla bíla og á Jakob þá þó nokkra og mjög gamla. „Þeir elstu eru Ford Model T ár- gerð 1925 og 1926 og svo á ég líka Ford Model A sem er frá 1929. Sá yngsti sem ég á er frá 1972.“ Eiginkona Jakobs er Violeta Tolo Torres, verkefnisstjóri á fjár- málasviði Háskóla Íslands, og dætur þeirra eru Kristín Margrét og Karen Sif. Barnabörnin eru orðin þrjú. Bílaáhugamaður Jakob innan um glæsikerrurnar sínar. Rennir við hjá Miklagljúfri í dag Jakob Ólafsson er sextugur í dag S igrún Ósk Ingadóttir fædd- ist í Fagradal í Mýrdal 28.11. 1948 og ólst þar upp. Hún flutti til Víkur er hún var 12 ára, var í Barna- og Unglingaskólanum í Vík og lauk gagn- fræðaskólaprófi frá Skógaskóla. Sigrún flutti til Vestmannaeyja og lauk iðnskólaprófi þar. Hún flutti til Keflavíkur 16 ára, stundaði þar nám í hárgreiðslu og kynntist þar eigin- manni sínum, en þau voru bæði í Leik- félagi Keflavíkur. Sigrún heyjaði í Fagradal, vann í Sláturhúsi K.S. Vík, sinnti verslunar- störfum og fiskvinnslu og starfrækti hárgreiðslustofu í Keflavík. Þau hjónin keyptu sitt fyrsta hús í Tjarnargötu 12 í Keflavík, seldu það og keyptu hús í Smáratúni 14, fluttu síðan í Voga á Vatnsleysuströnd árið 1976 er þau höfðu keypt verslunina Hábæ, sem þau nefndu Vogabæ. Þau breyttu versluninni í matvæla- fyrirtækið Vogabæ, framleiddu Voga- ídýfur og Vogasósur, kynntu vöruna og seldu hana síðan um allt land. Þau keyptu síðan fyrirtækið E. Finnsson sósur árið 1991, og sameinuðu það Vogabæ. Árin 2000-2001 byggðu þau nýtt fyrirtækjahúsnæði Vogabæjar í Eyrartröð í Hafnarfirði. Sigrún sá um vöruþróun og sinnti ýmsum öðrum störfum í fyrirtækinu. Árið 2008 seldu þau Vogabæ og árið 2011 keyptu þau Kerfi fyrirtækja- þjónustu ehf., ásamt miðsyni sínum, og starfrækja Kerfi enn. Þau hjónin búa nú á Norðurbakk- anum í Hafnarfirði. Sigrún starfaði í sjálfstæðisfélögum í Keflavík og Vogum, starfar í sjálf- stæðiskvennafélaginu Vorboða í Sigrún Ósk Ingadóttir athafnakona – 70 ára Fjölskyldan Sigrún Ósk og Guðmundur með sonum sínum þremur, Sigurði Ragnari, Inga Guðna og Guðmundi. Sýndu áfram dáð og dug drauma þína láttu rætast Myndarhjón Sigrún og Guðmundur. Vestmannaeyjar Davíð Þór Sigurbjörnsson fæddist 16. janúar 2018 kl. 9.09. Hann vó 3.890 g og var 53 cm langur. For- eldrar hans eru Lísbet Elva Gylfadóttir og Sig- urbjörn Adolfsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.