Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óvenjumörg ný verpandi hafarna- pör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ís- lenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum. „Við fundum átta ný pör, sem er 10% aukning á verpandi hafarna- pörum. Fimm þeirra voru örugg- lega að verpa í fyrsta sinn. Það hafa aldrei áður fundist svona mörg ný pör,“ sagði Kristinn Haukur. Nýju pörin þéttu varpið á svæð- um þar sem hafernir urpu fyrir. Um helmingur þeirra 40 óðala sem ernir hafa byrjað að verpa á frá aldamótum eru þekkt sem forn arn- arsetur. Á þessum tíma hófu ernir að nýju varp við Húnaflóa og í sum- ar voru þar sex pör. Nú verpa um 20 hafarnapör við Faxaflóa en þar hófu þeir aftur varp upp úr 1970. Kristinn Haukur sagði greinilegt að hafarnastofninn hefði mikið styrkst. Sú þróun hefði staðið alveg frá því að bannað var að bera út eit- ur fyrir refi árið 1964, en eitrið varð mörgum haförnum að aldurtila. Stökkið í varpinu í sumar var óvenjustórt, að sögn Kristins Hauks. Hann sagði að hafernir væru farnir að verpa á óvenjulegum stöðum. Sum hreiðranna væru rétt hjá sveitabæjum og heimilisfólk áttaði sig jafnvel ekkert á því. Sum- ir ernir væru orðnir óvenjuspakir og óttalausir við mannabyggð. Ekki hefur orðið vart við arna- varp við Þingvallavatn. Þar voru áður þrír varpstaðir og einn í Arnarhólma í Álftavatni. Fullorðnir ernir hafa sést á þessum slóðum og um allt Suðurland undanfarna vet- ur og jafnvel nokkrir. Eitt arnapar verpti eitt vor á óðali á Suðurlandi fyrir nokkuð mörgum árum en hvarf svo árið eftir. Ógna líklega ekki örnunum Áform um að reisa 35 stórar vindmyllur á Garpsdalsfjalli norðan við Gilsfjörð hafa verið í umræð- unni. Beggja vegna þar við verpa hafernir. Kristinn Haukur kvaðst ekki hafa skoðað málið nákvæm- lega en við fyrstu sýn sýndist hon- um sem ekki þyrfti að hafa áhyggj- ur af að örnum myndi stafa mikil hætta af þessu. Staðsetningin væri uppi á fjalli og ólíklegt að þar væri mikil umferð af örnum eða öðrum fuglum sem máli skipti. Arnapör verpi þarna sitt hvorum megin við en á þessu svæði séu þeir ekki mik- ið. Þeir velji frekar að svífa um dal- ina. „Almennt stafar fuglum hætta af vindmyllum og ernir eru þekktir fyrir að vera fórnarlömb þeirra því þeir svífa svo mikið,“ sagði Kristinn Haukur. Hann sagði að menn hefðu áhyggjur af umferð gæsa við Búr- fellslund og það hefði verið kortlagt á sínum tíma. Hins vegar hefðu ver- ið settar upp tvær vindmyllur í Þykkvabæ, sem væri dæmigerður fyrir stað þar sem slík starfsemi ætti ekki heima. Þar væri gríðar- lega mikil umferð af farfuglum, álftum og gæsum. Hafarnastofninn hefur styrkst mikið  Óvenjumörg ný hafarnapör urpu á liðnu sumri  39 ungar komust upp Morgunblaðið/Golli Haförn Konungur íslenskra fugla og tjaldur sjást hér saman á flugi. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíus- sonar sjávarútvegsráðherra til laga um veiðigjöld var samþykkt á Al- þingi í gær með 32 atkvæðum. 16 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og 10 sátu hjá. Þriðju umræðu lauk í fyrrakvöld en atkvæðagreiðslu var frestað. Áð- ur en frumvarpið var borið upp til at- kvæða var afgreidd tillaga fulltrúa fjögurra flokka úr stjórnarandstöð- unni um að fresta málinu og fram- lengja núgildandi lög um veiðigjöld til loka næsta árs. Breytingar- tillagan var felld. 16 þingmenn greiddu henni atkvæði en 41 var á móti. Með frumvarpinu er tekið upp nýtt fyrirkomulag við álagningu veiðigjalda. Þau verða afkomutengd- ari en áður með því að byggt verður á ársgömlum gögnum í stað tveggja ára eins og nú. Meðal annarra breyt- inga má nefna að veiðigjaldsnefnd verður lögð niður og úrvinnsla gagna og álagning færð til ríkisskattstjóra. Ný lög um veiði- gjöld sett  Álagningin betur afkomutengd en áður Morgunblaðið/Eggert Veiði Samþykkt með 32 atkvæðum. „Yfirlýsing Ágústs Ólafs er ekki í samræmi við málavexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en tilefni var til. Þetta var ekki bara misheppnuð viðreynsla, held- ur ítrekuð áreitni og niðurlæging.“ Þetta kemur fram í pistli Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarn- anum, þar sem hún svarar yfirlýs- ingu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur er farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að trúnaðarnefnd flokksins veitti honum áminningu vegna framkomu hans í garð Báru. Bára segir að málsatvikalýsing Ágústs sé ekki í samræmi við upp- lifun sína af atvikinu. Þá upplifun hafi hún rakið fyrir honum og hann gengist við að hún sé rétt. Auk þess rakti hún hana fyrir trúnaðar- nefnd Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur gerði engar athugasemdir við hana. Knúin til að greina frá „Þeir málavextir eru raktir í skriflegri niðurstöðu nefndarinnar og verða þar af leiðandi vart hrakt- ir,“ skrifar Bára. Hún segist knúin til að greina frá því sem rangt er í yfirlýsingu hans vegna þess að Ágúst Ólafur kjósi að gera minna úr atvikinu en hann hafi áður geng- ist við. „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tvívegis heldur ítrekað. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað hon- um og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niður- lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Bára segir Ágúst ekki hafa yfir- gefið skrifstofuna, og á þar við rit- stjórnarskrifstofu Kjarnans, eins og hún hafi beðið hann um. „Ég fylgdi honum á endanum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segjast og hélt þvingandi áreitni sinni áfram í lyftunni á leiðinni út,“ skrifar Bára. Ágúst Ólafur er fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum. Hún skrifar að það, auk þess að hann hafi verið í opinberu sambandi með annarri konu, hefði átt að gera það að verk- um að hann ætti ekki að geta mis- skilið aðstæður. Bára skrifar enn- fremur að það sé ábyrgðarhluti að senda frá sér yfirlýsingu um mál sem þetta, eins og Ágúst Ólafur gerði. Sé slík yfirlýsing skrum- skæld á einhvern hátt sé hætt við að röng og jafnvel varhugaverð skilaboð séu send út í samfélagið. Standa við bakið á Báru „Stjórn og stjórnendur Kjarnans standa, og hafa staðið, 100 prósent á bak við starfsmann fyrirtækisins sem var í sumar þolandi áreitni þingmanns,“ segir í yfirlýsingu sem Kjarninn sendi frá sér í gær. Þar segir að eftir að fyrir lá viðurkenning geranda á því sem átti sér stað, en enginn sýnilegur vilji til að bregðast við hegðun sinni með öðrum hætti, hafi þol- andi ákveðið að koma vitneskju um áreitnina á framfæri við stjórn- málaflokk geranda, þ.e. Samfylk- inguna. Dró sig út úr hópnum Ágúst Ólafur var einn þeirra níu þingmanna Samfylkingarinnar, Pí- rata, Viðreisnar og VG sem til- kynnt var að hefðu óskað eftir því við forsætisnefnd Alþingis að siða- nefnd tæki Klausturmálið til at- hugunar. Ágúst Ólafur hafði ekki skrifað undir beiðnina þegar hún barst forsætisnefnd þannig að beiðnin var ekki send í hans nafni. Þetta var 29. nóvember en tveimur dögum áður hafði trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar áminnt hann eftir umfjöllun um áreitni hans í garð Báru Huldar Beck. Fram kom í færslu Rósu Bjark- ar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, að beiðnin hefði fyrst verið send forsætisnefnd í tölvupósti og um svipað leyti til fjölmiðla. For- seti þingsins hefði beðið um að fá erindið skriflegt með undirskrift allra. Ágúst Ólafur hefði í millitíð- inni haft samband við sig og óskað eftir því að nafn hans væri tekið af listanum. Ástæðan væri persónu- leg. Í réttum farvegi hjá flokknum Þorsteinn Víglundsson, þing- maður Viðreisnar, sem var einn þeirra sem stóðu að erindinu til forsætisnefndar, bendir á, þegar hann er spurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs þess eðlis að það ætti að fara í sama farveg hjá siða- nefnd þingsins, að siðareglur Al- þingis miðist við háttsemi þing- manns sem tengist starfi hans. „Ég þekki ekki málavexti í þaula en miðað við þær upplýsingar sem ég hef séð hefur það mál farið í réttan farveg innan flokks en fell- ur ekki undir gildissvið siðanefnd- ar þingsins. Ég hef ekki óskað eft- ir að forsætisnefnd taki það fyrir en hverjum sem er er frjálst að gera það og það er svo nefndarinn- ar að meta,“ segir Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, sem einnig stóð að erindinu til þingsins, vildi í gær- kvöldi ekki tjá sig um afstöðu sína að svo stöddu. Yfirlýsing Ágústs „ekki í samræmi við málavexti“  Bára Huld Beck segir lýsingu Ágústs Ólafs ekki í samræmi við sína upplifun  Þingmaður Viðreisnar efast um að málið falli undir siðareglur þingsins Ágúst Ólafur Ágústsson Bára Huld Beck „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggist á ólíkri upp- lifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað að- alatriðið í þessu máli,“ segir í tilkynningu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér í gær. Hann segist vera að leita sér faglegrar að- stoðar vegna hegðunar sinnar. „Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á fram- komu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.“ Segir upplif- unina ólíka ÁGÚST ÓLAFUR Morgunblaðið/Ómar Austurvöllur „Þetta var ekki bara misheppnuð viðreynsla, heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging,“ segir Bára Huld Beck í pistli sem hún birti. Frumvarp Silju Daggar Gunnars- dóttur, þingmanns Framsóknar- flokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar hvað varð- ar barnalífeyri var samþykkt á Al- þingi í gær með 55 samhljóða at- kvæðum. Frumvarpið felur í sér þær breytingar að Trygginga- stofnun ríkisins geti ákveðið sér- stakt framlag vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, tannrétt- ingar, greftrun eða af öðru sér- stöku tilefni. Halla Signý Kristjánsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, mælti fyrir málinu í 2. umræðu í fjarveru Silju Daggar. Frumvarp um barna- lífeyri samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.