Morgunblaðið - 12.12.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Karlmennirnir tveir sem ákærðir
eru fyrir grófa líkamsárás á dyra-
verði við skemmtistaðinn Shooters
aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst
sl. hafa játað sök í öðrum tveggja
ákæruliða. Er þeim þar gefið að sök
að hafa framið sérstaklega hættu-
lega líkamsárás á dyraverði, sem fól í
sér ítrekuð hnefahögg og hnéspörk í
andlit. Málið var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær.
Mennirnir komu fyrir héraðsdóm í
fylgd lögreglu. Annar þeirra, sá sem
borinn er þyngri sökum, hefur verið í
gæsluvarðhaldi frá því að hann var
fyrst handtekinn. Er sá vistaður á
Litla-Hrauni en hinn gengur laus.
Mennirnir eru báðir íslenskir rík-
isborgarar af erlendu bergi brotnir
og er annar þeirra um þrítugt en
hinn á fertugsaldri. Sá sem borinn er
þyngstum sökum á yfir höfði sér
langan fangelsisdóm verði hann
fundinn sekur. Báðir hafa þeir játað
árás á annan brotaþola, þann sem
ekki hlaut lífshættulega áverka.
Bótakrafan 123 milljónir kr.
Öðrum ákærulið var hafnað af hin-
um handteknu en þó gekkst annar
mannanna, sá sem sakaður er um al-
varlegri brot, við að hafa veitt dyra-
verði þeim hnefahögg í andlit. Sá
sem fyrir höggunum varð er lamaður
fyrir neðan háls. Bótakrafa vegna
þeirrar árásar hljóðar upp á 123
milljónir króna. Verjendur mann-
anna skila greinargerð á næstu vik-
um en aðalmeðferð hefst 11. janúar.
Báðir játa árás á dyraverði
í miðbæ Reykjavíkur
Aðalmeðferð
hefst fyrir héraðs-
dómi 11. janúar nk.
Morgunblaðið/Eggert
Ofbeldi Annar árásarmannanna
sést fyrir miðju ganga inn í þingsal.
Framkvæmda-
stjórn Sósíalista-
flokks Íslands
hefur ákveðið að
setja framlag
Reykjavíkur-
borgar til
flokksins í sjóð
til styrkingar
hagsmuna-
baráttu verr
settra hópa.
Sjóðurinn heitir Maístjarnan og
fer framkvæmdastjórn flokksins
með rekstur hans.
Fram kemur í tilkynningu frá
Sósíalistaflokknum að framlagið
frá borginni hafi verið 900 þús-
und krónur í ár. Þá mun Sanna
Magdalena Mörtudóttir, borgar-
fulltrúi flokksins, styrkja Maís-
tjörnuna með 100 þúsund króna
mánaðarlegu framlagi af borgar-
fulltrúalaunum sínum.
Sósíalistar stofna
Maístjörnuna
Sanna M.
Mörtudóttir
Lögreglan á Suðurnesjum hefur
stöðvað um 50 ökumenn á undan-
förnum dögum vegna sérstaks
eftirlits með ölvunarakstri á að-
ventunni.
„Er skemmst frá því að segja að
allir voru ökumennirnir með allt
sitt á hreinu, utan einn sem var
ekki með ökuskírteinið meðferðis.
Farþegi í þeirri bifreið tók við
akstrinum,“ segir í dagbók lögregl-
unnar.
Allir með sitt á
hreinu nema einn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hluti stjórnarandstöðunnar á Al-
þingi er afar ósáttur við áform stjórn-
arflokkanna um að afgreiða sam-
gönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir
þeirra málþófi þegar þeir tóku málið
tvisvar upp í gær undir liðnum um-
ræða um fundarstjórn forseta. Reynt
er að ná samkomulagi. Stjórnarand-
staðan er samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins reiðubúin að hafa
samgönguáætlanir sem forgangsmál
eftir áramót, ef afgreiðslu þeirra
verður frestað nú.
Þingsályktunartillögur samgöngu-
ráðherra um samgönguáætlun til
fimm ára og lengri tíma hafa verið til
umfjöllunar í umhverfis- og sam-
göngunefnd þingsins frá því í lok
september. Málið hefur tekið þá
stefnu á þessum tíma að stuðningur
hefur vaxið við hugmyndir um flýt-
ingu vegaframkvæmda með lántöku
og innheimtu veggjalda.
Jón Gunnarsson, starfandi formað-
ur umhverfis- og samgöngunefndar,
segir að meirihluti samgöngunefndar
hafi farið í mikla vinnu við að breyta
tillögu að samgönguáætlun í þessa
átt. „Þetta mun valda byltingu í sam-
göngumálum og verður framfara-
skref. Ný samgönguáætlun svarar
betur kalli þjóðarinnar eftir bættum
vegum og öruggari samgöngum,“
segir Jón.
„Vinnunni er svo gott sem lokið og
málið er að verða tilbúið til úttektar
hjá nefndinni,“ segir Jón þegar hann
er spurður um stöðuna í nefndinni.
Nefndin mun funda í dag og á morg-
un.
Þarfnast meiri umfjöllunar
Komið hefur fram hjá mörgum
þingmönnum úr stjórnarandstöðunni
að þeir gera ekki endilega mikinn
ágreining um efni málsins. Þorsteinn
Víglundsson, þingmaður Viðreisnar,
segir að við umfjöllun um þingsálykt-
unartillöguna hafi orðið veruleg
breyting á málinu. Í því ljósi þurfi að
tryggja að það fái vandaða umfjöllun.
Þingmenn úr stjórnarandstöðunni
ræddu stöðu málsins í umræðum um
fundarstjórn forseta við upphaf þing-
fundar í gær. Þar kom skýrt fram að
ef meirihlutinn taki málið út úr
nefndinni og þingforseti setji það á
dagskrá þingfundar með það fyrir
augum að afgreiða það fyrir jól muni
þeir tala um það á meðan beðið væri
umsagna frá sveitarfélögum, hags-
munaaðilum og fólkinu í landinu. Þeir
hömruðu á því sama eftir kvöldmat-
arhlé.
Gæti raskað störfum
Síðasti þingfundur fyrir jól á að
vera nú á föstudaginn, samkvæmt
starfsáætlun Alþingis. Samgöngu-
áætlun gæti raskað því. Steingrímur
J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir
að vel líti út með störf þingsins að
öðru leyti. Búið sé að afgreiða fjárlög
og lög um veiðigjöld. Hann telur enn
raunhæft að ljúka störfum nálægt
settu markmiði, en viðurkennir að lít-
ið megi út af bera.
Reynt að ná samkomulagi um frestun
Þingmenn úr stjórnarandstöðu hóta málþófi verði reynt að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól
Vinnu að ljúka í umhverfis- og samgöngunefnd Þrír starfsdagar eftir í þinginu fyrir jólahlé
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherrar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra setur Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra inn í eitthvert mál á Alþingi.
Grýla gamla og jólasveinarnir hennar sóttu rak-
arastofuna við Dalbraut í Reykjavík heim í gær,
en tilgangurinn var einkum sá að afhenda, fyrir
hönd Jólasveinaþjónustu Skyrgáms, Hjálpar-
starfi kirkjunnar rúmlega eina milljón króna.
Því næst fékk hópurinn snyrtingu fyrir jólin.
Grýla mætti með strákana sína í snyrtingu
Morgunblaðið/Eggert