Morgunblaðið - 12.12.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
Það er virðingarvert hversu veler enn fjallað um nýjar bækur
á Íslandi í ýmsum fjölmiðlum.
Ljósvakamiðlarog þá ekki
síst Ríkisútvarpið
eru mjög vakandi
í því.
Vekur þaðundrun og
aðdáun hvað margir þar á bæ hafa
náð að lesa fjölda bóka út í hörgul
á skömmum tíma með öðrum önn-
um.
Þarna eiga í hlut best lesnumenn landsins, ekki síst á
sviði fagurbókmennta, og virðast
hvorki missa úr bók eða blaðsíðu.
Því er skrítið að lítil fjölbreytnií orðavali sé svo einkennandi í
þeirri umræðu.
Í mörg ár kom ekki út bók íbetri kanti án þess að hún
„kallaðist á“ við hinar og þessar
bækur, jafnt innlendar sem erlend-
ar, sem sérhver rýnir hafði einnig
lesið upp til agna með öllum jóla-
bókunum.
Eftir að Guðbergur Bergssongerði þessi tískubundnu
bókahróp dálítið hlægileg dró
nokkuð úr þeim.
En nú kemur varla út bók, oger í náðinni hjá bókmennta-
rýnum, án þess að þær tali nánast
hver og ein „inn í sinn samtíma“.
Sjálfsagt eru þær þess vegnahættar að kallast á við bækur
um víða veröld eins og þær gerðu
ómælt fyrir aðeins örfáum miss-
erum.
Kallast á samtímis
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samtökin Cruise Iceland hafa verið
tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna inn-
an geira skemmtiferðaskipa. Tilnefn-
ingin er í flokknum „Besti áfanga-
staðurinn 2019“. Þetta er í fyrsta
skipti sem Ísland er tilnefnt.
Verðlaunin nefnast The Wave
Awards og að þeim standa helstu fag-
tímarit í þessum geira. Tilnefningar-
listinn var gerður opinber í gærmorg-
un og úrslit verða tilkynnt 7. mars
2019 í London. Auk Íslands eru til-
nefnd Barbados, Króatía, Jamaíka,
Grikkland og St. Pétursborg.
Þeir sem standa að baki Cruise
Iceland eru eftirtaldir: Hafnir lands-
ins, skipaumboðsmenn, ferðaþjón-
ustuaðilar, rútufyrirtæki, birgjar og
þjónustuaðilar. Pétur Ólafsson, hafn-
arstjóri á Akureyri, er formaður og
Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri
Faxaflóahafna, varaformaður.
„Þetta er heiður fyrir Ísland. Iðn-
aðurinn er greinilega að taka eftir því
hversu vel við Íslendingar stöndum
okkur í móttöku farþega og hvað
landið í heild sinni hefur upp á að
bjóða marga fallegar náttúruperlur,“
segir Erna. „Innviðir hafa náð að
sinna skipunum og farþegum vel. Nú
er það bara okkar Íslendinga að fara
að huga að leiðbeiningum fyrir ferða-
menn, hvað má gera og hvað ekki.“
sisi@mbl.is
Verður Ísland áfangastaður ársins?
Tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna
innan geira skemmtiferðaskipa
Morgunblaðið/RAX
Skip Ísland mögulega verðlaunað.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Árekstrarhætta skapaðist rétt fyrir
innan innsiglinguna í Reykjavíkur-
höfn þegar hvalaskoðunarskipið Eld-
ey og frystitogarinn Brimnes mætt-
ust þar fyrir rúmu ári. Skipstjórum
tókst að koma í veg fyrir árekstur, en
aðeins voru nokkrir metrar á milli
skipanna þegar minnst var.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í lokaskýrslu siglingasviðs
rannsóknarnefndar samgönguslysa,
sem afgreidd var sl. föstudag. Þar
kemur fram það álit nefndarinnar að
orsök atviksins hafi verið að skip-
stjóri Eldeyjar hafi ekki farið að
reglum um komu skips og siglingu
þess inn til hafnar og innan hennar.
Fram kemur að um borð í Eldey
voru um 70 farþegar auk fjögurra
skipverja, en 22 manna áhöfn um
borð í Brimnesi þegar atvikið átti sér
stað 10. nóvember í fyrra. Í atvikalýs-
ingu kemur fram að Eldey sigldi rétt
fyrir framan Brimnesið og til að forð-
ast árekstur þurfti skipstjórinn á
Brimnesinu að setja á fulla ferð aft-
urábak og skipstjórinn á Eldey
beygði til bakborða til að afstýra
árekstri. Við rannsókn kom fram að
skipstjóri Brimness taldi að ekki
hefðu verið meira en 3-4 metrar á
milli skipanna þegar minnst var, en
skipstjóri Eldeyjar taldi það hafa
verið 6-7 metra.
Vissu ekki hvor af öðrum
Skipstjórarnir vissu ekki hvor af
öðrum og var Brimnesið á um
tveggja hnúta ferð og Eldey á um 10-
11 hnúta ferð þegar leiðir þeirra
skárust. Þremur mínútum fyrir at-
vikið var Eldey á níu hnúta hraða.
Skipstjóri Eldeyjar kvaðst hafa
slegið af ferð áður en hann kom í
hafnarmynnið en aukið síðan hrað-
ann til að koma í veg fyrir árekstur.
Samkvæmt ferilskráningu VSS var
Eldey á 11 hnúta ferð þegar leiðir
skipanna skárust.
Í skýrslunni kemur fram að í 34.
grein reglugerðar nr. 326/2004 um
hafnamál segir: „Á innri höfninni má
ekki sigla skipum hraðar en svarar
fjórum sjómílum á klst., en þó aldrei
hraðar en aðstæður og góð sjó-
mennska leyfa.“ Skipstjóri Eldeyjar
kvaðst þekkja þessar reglur vel
ásamt hlustunarskyldu talstöðva.
Fram kom hjá skipstjóra Eldeyjar
að þrátt fyrir reglur um komur og
brottfarir skipa þá væri það hefð að
hvalaskoðunarskip tilkynntu sig úr
höfn en ekki inn til hafnar.
Hætta á árekstri
innan hafnarinnar
Nokkrir metrar á milli skipanna