Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabba- meinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjón- varpsins SVT frá afhendingu Nób- elsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Í útsendingunni lýsti Hildur ónæmishvetjandi meðferðum sem veittar eru krabbameinssjúklingum á Karolinska og rannsóknum hennar á því sviði en þær byggjast á upp- götvunum vísindamannanna tveggja, sem deila með sér Nóbels- verðlaununum í læknisfræði í ár. Byltingarkenndar uppgötvanir James P. Allison frá Bandaríkj- unum og Tasuku Honju frá Japan fengu Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði 2018 fyrir byltingarkenndar uppgötvanir við meðferð krabba- meina, þar sem ónæmiskerfið er virkjað á þann hátt að það ræðst gegn krabbameinsfrumum. Ótrú- lega góður árangur hefur náðst með þessum ónæmismeðferðum. Lífs- horfur eða lifun margra krabba- meinssjúklinga sem svara þessari meðferð, hefur lengst, jafnvel um fjölda mörg ár, og gætu þeir mögu- lega náð fullum bata. Uppgötvanir Allison og Honjo eru á sérsviði Hildar, sem hefur þegar notað þessar meðferðir sem krabba- meinslæknir sjúklinga á Karolinska í nokkur ár og stundar hún auk þess rannsóknir sem tengjast þeim. Hún segir í samtali við Morgun- blaðið að þessar nýju meðferðir sem byggjast á uppgötvunum Honju og Allison feli vissulega í sér byltingu í meðferð krabbameinssjúklinga. Ekki síst eru framfarirnar miklar fyrir sjúklinga sem eru með sortu- æxli en Hildur hefur unnið mikið með þeim á Karolinska. Sortuæxli ná að dreifa sér um lík- amann og eru krabbamein sem hef- ur svarað illa lyfjameðferð. Hún seg- ir að þar til þessar nýju meðferðir komu til sögunnar hafi læknar haft fátt til ráða fyrir sjúklinga með dreifð sortuæxli og líkur á að þeir lifðu stuttan tíma. Nýja meðferðin hefur hins vegar skilað mjög góðum árangri. ,,Það er um helmingur sjúk- linga sem svarar þessari meðferð og það finnst okkur vera rosalega stórt skref miðað við ástandið eins og það var áður,“ segir Hildur. Hún segir að Allison og Honju hafi uppgötvað og lýst svonefndum innbyggðum bremsum á ónæmis- kerfinu, sérstaklega tengdum T-frumum í ónæmiskerfinu og fundu því til viðbótar ásamt öðrum aðferð til þess að setja á svokallaða hemla sem virkja svörun ónæmiskerfisins á þann hátt að það getur ráðist á krabbameinsfrumur og heft vöxt þeirra. Spurð um meðhöndlun og lífs- horfur krabbameinssjúklinga með sortuæxli sem eru komin á alvarlegt stig en gangast undir þessar nýju meðferðir segir Hildur að mikill ár- angur hafi náðst ef litið er á hóp sjúklinga í rannsóknum hennar og félaga hennar á Karolinska. Áður hafi kannski tæplega fjórðungur sjúklinga verið á lífi að einu ári liðnu en eftir að þessar nýju meðferðir komu til skjalanna séu um 75 til 80% sjúklinganna enn á lífi eftir fyrsta árið. Skjáskot af útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT. Sjónvarpsviðtal Hildur Helgadóttir (t.h.) yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu í útsendingu Sænska sjónvarpsins frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í fyrrakvöld. Hildur hefur um árabil starfað við lækningar og rannsóknir á meðferðum sem veittar eru krabbameinssjúklingum. Lýsti ónæmismeðferð í út- sendingu frá Nóbelsathöfninni  Hildur Helgadóttir er yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska Skjáskot af útsendingu sænska sjónvarpsins SVT. Læknir Hildur segir lífshorfur krabbameinssjúklinga hafa batnað mikið. Afhending Nóbelsverðlaunanna fór fram við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í fyrrakvöld og var bein útsending í Sænska sjón- varpinu. Þar voru m.a. veitt verðlaun fyrir framlag til lækn- isfræði og fékk sjónvarpsstöðin Hildi Helgadóttur krabbameins- lækni í útsendinguna þar sem hún hefur stundað rannsóknir um árabil á ónæmismeðferðum sem byggjast á uppgötvunum vísindamannanna og var hún beðin að lýsa reynslunni af þeim á Karolinska sjúkrahúsinu. Hátíðleg athöfn NÓBELSVERÐLAUNIN Tilboð hafa verið opnuð í næsta áfanga Urriðaholtsskóla í Garðabæ. Lægstu tilboð voru talsvert undir kostnaðaráætlun, en sex tilboð bár- ust. Lægsta tilboð í framkvæmdirnar var frá E. Sigurðsson ehf. og hljóð- aði það upp á rúmlega 660 milljónir króna. Því tilboði var hins vegar hafnað því bjóðandi uppfyllti ekki kröfur, þar sem fram kemur að bjóðandi skuli á síðastliðnum 10 ár- um hafa lokið við a.m.k. eitt sam- bærilegt verk að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs Garða- bæjar. Því var samþykkt að taka tilboði næstlægstbjóðanda, Eyktar ehf., með fyrirvara um að uppfylltir væru allir skilmálar útboðsins. Tilboð Eyktar var upp á 667 milljónir, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 860 milljónir. Hæsta tilboð var upp á 995 milljónir króna. Urriðaholtsskóli stendur við Vinastræti ofarlega í hverfinu. Leik- skóladeild tók til starfa í byrjun apríl síðasta vor og í haust hófst kennsla í 1.-4. bekk. aij@mbl.is Vinastræti Starfsemi hófst í Urriðaholtsskóla fyrr á þessu ári. Tilboð tals- vert undir áætlun Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnar- háskóla, og dætur hans, Margrét og Kristín, hafa fært Náttúruminja- safni Íslands einkar veglega bóka- gjöf. Pétur og dætur hans gáfu safn- inu um 500 titla af fræðiritum um náttúru, einkum vatnalíffræði, eftir evrópska náttúrufræðinga frá ofan- verðri 17. öld og fram á síðustu ár. Í tilkynningu frá Náttúruminjasafn- inu segir að mörg verkin séu mikið fágæti og afar dýrmæt, sem fá söfn geta státað af. Bókagjöfinni, sem fyllir þrjú vöru- bretti, var veitt viðtaka í Veröld, húsi Vigdísar 2. desember að við- stöddum Pétri og fjölskyldum dætra hans, frú Vigdísi Finnbogadóttur og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og fleiri gestum. Við athöfnina afhenti Pétur Hilm- ari J. Malmquist, forstöðumanni safnsins, bókina Anatome Animal- ium frá 1681. Vegleg bókagjöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.