Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 OSTASALAT Góðar hugmyndir að saumaklúbbsréttum á gottimatinn.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Frakklands, hóf í gær viðræður við leiðtoga Evrópusambandsins í von um að bjarga brexit-samningi sínum við þá eftir að hafa frestað atkvæða- greiðslu um hann á breska þinginu. Atkvæðagreiðslan á að fara fram ekki síðar en 21. janúar, rúmum tveimur mánuðum áður en Bretland á að ganga formlega úr ESB. May kveðst vera að leita eftir „tryggingu“ fyrir því að umdeilt ákvæði í samningnum um Norður-Ír- land gildi ekki til langframa. Hún átti fyrst morgunverðarfund í Haag með Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, og síðan hádegisverðarfund í Berlín með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, áður en hún hélt til Brussel. Merkel sagði eftir fundinn að hún sæi ekki neinn möguleika á því að breyta samningnum. Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði fyrir við- ræðurnar við May að hann væri „undrandi“ á því að breska stjórnin vildi frekari viðræður um samning- inn. „Samningurinn sem við náðum er besti mögulegi samningurinn, eini mögulegi samningurinn,“ sagði Junc- ker. Hann bætti við að þótt ekki kæmi til greina að breyta samningnum væri svigrúm til að leggja fram „frekari út- skýringar og túlkanir“ á skilmálun- um. Talið er þó ólíklegt að það dugi til að tryggja nægan stuðning við samn- inginn á breska þinginu. Simon Coveney, utanríkisráðherra Írska lýðveldisins, sagði að írska stjórnin hafnaði hvers konar breyt- ingum á texta samningsins en til greina kæmi að leiðtogaráð ESB gæfi út „pólitíska yfirlýsingu“ um hann. Vill lagalega bindandi loforð Ákvæðið sem mætt hefur mestri andstöðu á breska þinginu kveður á um að Norður-Írland verði áfram hluti af innri markaði og tollabanda- lagi Evrópusambandsins ef ekki næst samkomulag um annað í viðræðum um framtíðartengsl Bretlands við ESB. Markmiðið með ákvæðinu er að tryggja að ekki verði tekið upp landa- mæraeftirlit milli Írska lýðveldisins og Norður-Írlands vegna útgöngu Bretlands úr ESB og einnig að koma í veg fyrir að brexit grafi undan samn- ingnum sem náðist árið 1998 til að koma á friði á Norður-Írlandi. Samkvæmt lögfræðiáliti sem breska stjórnin birti að kröfu þingsins fylgir ákvæðinu sú áhætta að Bret- land geti ekki gengið úr tollabanda- laginu nema með sérstökum samningi við ESB. Viðræðurnar um hann geti dregist á langinn og endað í patt- stöðu, þannig að Bretland yrði í tolla- bandalaginu til langframa. Stjórn May segist vilja „lagalega bindandi“ loforð frá Evrópusamband- inu um að ákvæðið um Norður-Írland verði ekki til þess að Bretland verði fast í tollabandalaginu til frambúðar. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins hefur eftir Andreu Leadstrom, leið- toga neðri málstofu breska þingsins, að May vilji að breska þingið fái rétt til að ákveða með árlegri atkvæða- greiðslu hvort ákvæðið umdeilda eigi að gilda áfram. Þetta sé hægt að gera með sérstökum viðauka við samning- inn, án þess að breyta megintexta hans. Andstæðingar samningsins úr röð- um þingmanna Íhaldsflokksins og flokks norðurírskra sambandssinna (DUP), sem styður minnihlutastjórn May, hafa krafist þess að ákvæðið verði tekið út úr samningnum. The- resa May hefur sagt að sú krafa sé óraunhæf og talið er ólíklegt að hún geti knúið fram þá lagalega bindandi yfirlýsingu sem hún sækist eftir, að sögn fréttaveitunnar AFP. Írsku landamærin 500 km 30.000 Í R S K A L Ý Ð V E L D I Ð NORÐUR- ÍRLAND (BRETLAND) Belfast 400 vegir yfir landamærin fara yfir landamærin dag hvern til vinnu Viðskipti án hindrana Heimild: NISRA B R E T L A N D Vöruviðskipti Norður-Írland Bretland (þar af 1% til N-Írlands) Írska lýðveldið Írska lýðveldið 53% til ESB- ríkja Útflutn- ingur Útflutn- ingur til ESB- ríkja 30 12 50% Breytingum á brexit- samningnum hafnað  Merkel sér engan möguleika á að breyta skilmálum brexit AFP Viðræður Theresa May og Angela Merkel fyrir fund þeirra í Berlín. Stjórn Frakklands reyndi í gær að sannfæra þingmenn og almenning um að ráðstafanir, sem Emmanuel Macron forseti hét í sjónvarpsávarpi, ættu að duga til að koma til móts við kröfur svonefndra gulvestunga. Við- brögð gulvestunganna við ræðu for- setans voru blendin. Margir þeirra sögðu að ráðstafanirnar dygðu ekki og sögðust ætla að halda mótmælun- um áfram á laugardaginn kemur. Skoðanakannanir benda þó til þess að stuðningurinn við mótmælin hafi minnkað meðal Frakka. Macron sagði í ræðunni í fyrra- kvöld að lágmarkslaun yrðu hækkuð um 100 evrur á mánuði á næsta ári án þess að það kostaði vinnuveitendur „eina evru í viðbót“. Forsetinn sagði að stjórnin myndi einnig afturkalla að mestu hækkun skatta á eftirlaun sem hún hafði ákveðið. Hann lagði enn- fremur til að yfirvinnulaun yrðu undanþegin skatti sem lagður er á launagreiðendur. Þá hvatti forsetinn „fyrirtæki, sem hafa efni á því,“ til að greiða starfsmönnum launauppbót í lok ársins og sagði að hún yrði undan- þegin skatti. Áður hafði franska stjórnin ákveðið að fresta hækkun skatta á bensín og dísilolíu um hálft ár til að reyna að binda enda á götumótmælin í landinu síðustu vikur. Tilslakanirnar eru álitnar áfall fyrir Macron því að hann hafði sagt að hann væri staðráðinn í að láta ekki götumótmæli og verkföll hindra umbætur sem hann teldi nauð- synlegar, ólíkt mörgum forvera hans. Hann hafði ennfremur sagt að skatta- stefna sín og efnahagsumbætur sínar væru eina leiðin til að búa landið und- ir úrlausnarefni 21. aldarinnar. For- setinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera úr tengslum við almenning í landinu og hneigjast til að lesa yfir þeim sem mótmæla stefnu hans en hann talaði af meiri auðmýkt í ræð- unni í fyrradag. Heldur auðlegðarskatti Gulvestungar gagnrýndu forset- ann fyrir að hafa ekki lofað neinum ráðstöfunum til að lækka húsnæðis- kostnað fólks og hækka atvinnu- leysisbætur. Þeir eru einnig ósáttir við að Macron hafnaði kröfu þeirra um að leggja á auðlegðarskatt að nýju. Eitt af fyrstu verkum forsetans eftir að hann tók við embættinu í maí á síðasta ári var að afnema auðlegðar- skatt sem lagður er á heimili með eignir sem metnar eru á meira en 1,3 milljónir evra, jafnvirði rúmra 180 milljóna króna. Hann sagði að skatt- urinn hefði verið í gildi í tæp 40 ár og veikt efnahag landsins vegna þess að hann hefði orðið til þess að auðmenn hefðu farið til annarra landa þar sem skattar væru lægri. bogi@mbl.is Blendin viðbrögð við ræðu Macrons  Lofar hækkun lágmarkslauna Fer líklega yfir 3% » Talið er að ráðstafanirnar sem Emmanuel Macron forseti lofaði í fyrradag kosti ríkissjóð allt að ellefu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna. » Macron hafði lofað að fjár- lagahalli landsins yrði undir 3% af vergri landsframleiðslu, í samræmi við skilyrði Evrópu- sambandsins. Líklegt er að ráðstafanirnar verði til þess að hallinn fari yfir þessi mörk. Skotárás var gerð við fjölsóttan jólamarkað við Kleber-torg í hjarta Strassborgar í gærkvöld. Þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum voru fjórir sagðir látnir og 11 særðir, sumir þeirra alvar- lega. Þá var árásarmaðurinn enn ófundinn, en lögregla skiptist á skotum við hann er sá lagði á flótta. Er hann sagður hafa særst. Erlendir fréttamiðlar greina frá því að mikil skelfing hafi gripið um sig við Kleber-torg þegar maðurinn beitti skotvopni sínu. Fjölmennt lið lögreglu og hermanna var í kjölfar- ið sent á vettvang, stóru svæði mið- borgar lokað fyrir umferð, almenn- ingssamgöngur stöðvaðar og nálægum veitingastöðum og versl- unum lokað. Lögreglan í Frakk- landi segir árásarmanninn vera 29 ára karlmann og var hann á válista yfir hugsanlega vígamenn. ÁRÁS Á JÓLAMARKAÐ Í MIÐBÆ STRASSBORGAR Minnst fjórir eru látnir og fjölmargir særðir AFP Kleber Her- og lögreglumenn voru sendir á vettvang árásarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.