Morgunblaðið - 12.12.2018, Side 20

Morgunblaðið - 12.12.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 JÓLAHUMARINN ER KOMINN Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn N FRÁ STÓR KANADÍSKUR HUMARGLÆNÝ LÚÐA ÞORSKHNAKKAR NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA SALTFISKHNAKKAR LÖNGUNAKKAR Í JAPÖNSKUM RASPI Í leiðara Morgun- blaðsins í dag, mánu- daginn 10. desember 2018, skrifar leiðara- höfundur dagsins und- ir fyrirsögninni „Vara- flugvöllurinn í Vatns- mýrinni“. Óhjákvæmi- legt er að leiðrétta nokkur atriði. Flugvöllurinn í Vatnsmýri getur ekki verið varaflugvöllur í millilandaflugi því samkvæmt reglum Alþjóðaflugmálastofnunar- innar ICAO verða að vera a.m.k. 185 km (100 sjómílur) í beinni loft- línu á milli áfangaflugvallar og varaflugvallar. Flugvellir á Egils- stöðum og á Akureyri eru vara- flugvellir í millilandaflugi skv. opin- berri flugmálastefnu. Á milli Vatnsmýrar og Miðnes- heiðar eru einungis um 40 km í beinni loftlínu og þar er því oftast sama eða svipað flugveður; í Vatns- mýri er að jafnaði sama eða lakara flugveður í 97,5% tilvika. Flugvöllur í Vatnsmýri sparar ekki kostnað flugrekenda vegna „óþarfs“ eldsneytis um borð í flug- vélum á leið yfir hafið. Samkvæmt reglum ICAO fæst ekki flugtaks- leyfi á viðurkenndum alþjóða- flugvöllum nema um borð sé elds- neyti til nokkura klukkustunda flugs eftir að áfangastað er náð. Ljóst er að fáir legðu í langferð með flugvél sem væri á síðustu dropunum á áfanga- stað. Byggingarland á höfuðborgarsvæðinu er uppurið. Flug í Vatnsmýri sl. 72 ár hefur valdið stjórn- lausri útþenslu byggð- ar, byggðar sem er orðin a.m.k. fjórfalt víðáttumeiri en ella og mikil þétting byggðar er því þjóðarnauðsyn. Uppsafnaður sam- félagskostnaður af völdum útþenslunnar nemur ótöld- um þúsundum milljarða króna. Og ekki er boðlegt að byggja fleiri íbúðarhverfi á nálægum heiðum og hæðardrögum. Leiðarahöfundur dagsins hefði átt að afla sér betri upplýsinga um hvað skiptir almannahag Reykvík- inga langmestu máli hjá einum af ritstjórum Morgunblaðsins, sem er jú fyrrverandi borgarstjóri Reykja- víkur og því líklega lotinn af reynslu og innsæi. Flugvöllur í stað miðborgar Eftir Örn Sigurðsson » Ljóst er að fáir legðu í langferð með flug- vél sem væri á síðustu dropunum á áfanga- stað. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt og stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. arkorn@simnet.is Fyrir nokkru varð talsverð umræða um þá mynd sem dregin var upp af hjúkrunar- fræðingi í nýlegri barnabók, Lára fer til læknis. Sú nafnlausa kona sem gegndi þessu starfi í bókinni var kölluð hjúkrunar- kona, þótt langt sé liðið síðan það orð var notað af viðkomandi starfsstétt. Hún var líka föst í gömlu fari hvað hlutverk hennar varðaði, var einungis hjálparhella læknisins, sem var virðulegur, grá- skeggjaður, karlkyns og traust- vekjandi – og nafngreindur. Bún- ingur „hjúkrunarkonunnar“ var líka bergmál gamalla tíma, hún var í kjól og með nettan, hvítan kappa á höfði. Þetta benti starfandi hjúkrunarfræðingur á og uppskar ýmist lof eða last fyrir. Margir vildu að barnabók um líf nútíma- barns endurspeglaði raunveruleik- ann, en öðrum þótti þetta litlu máli skipta – enda væri „bara“ um barnabók að ræða. Það fer ekki á milli mála að bók- in bregður upp rangri mynd hvað varðar starfsheiti, stöðu og búning hjúkrunarfræðinga. Um það hljóta allir að vera sammála. Það sem fólk greinir á um er hvort slíkt hafi áhrif á unga lesendur eða skoð- endur. Fer textinn bara inn um annað og út um hitt hjá litlum krökkum? Og myndirnar – skiptir máli hvað þær sýna? Þetta eru bara myndir! Í veröld barnaefnis ganga dýr í fötum, járnbrautar- lestir hafa tilfinningar og svampar geta haldið uppi samræðum. Skiptir þá máli hvort blessuð „hjúkkan“ er í kjól og með kappa? Nú er það svo að verk sem segja sögu gerast á ákveðnu sögu- sviði. Val á söguheim- inum ákvarðar margt um söguna. Ef höf- undur velur að láta sögu gerast í veröld sem líkist mjög þeirri sem lesandinn þekkir, að skrifa það sem kalla má hvers- dagssögu, þá reynir hann að halda sig við kunnuglegar staðreyndir. Slíkar hversdagssögur falla mörg- um börnum í geð einmitt af því að þær styrkja upplifun þeirra og þekkingu á heiminum sem þau eru að læra á. Þær eru nauðsynlegur þáttur barnabókmennta og þegar vel tekst til geta þær verið frábær- ar. Bókaflokkurinn um Láru á ber- sýnilega heima í flokki hversdags- sagna. Bókunum er ætlað að fjalla um líf lítillar stúlku sem fer í ferða- lag, skreppur í sund, fer til læknis. Þessi litla stúlka býr á Íslandi í dag. Eða … er það ekki annars? Þótt sumir virðist halda að myndir í barnabók geri ekki annað en að gera hana skrautlegri og seljanlegri, þá er það nú einu sinni þannig að myndirnar skilja oft eftir sig dýpra far í vitundinni heldur en textinn. Myndir í barnabókum eru fyrstu varanlegu myndirnar sem beint er til barnanna. Myndefni á skjá eru flöktandi ímyndir, myndin í bókinni er alltaf eins þegar þú skoðar hana, aftur og aftur. Þess vegna eru myndlýsingar barna- bóka svo mikilvægar. Þær byggja upp hinn myndræna orðaforða, hafa áhrif á það til frambúðar hvað okkur þykir ljótt og fallegt, ógn- vænlegt eða forvitnilegt. Þær tala til barnsins án orða – og oft miklu skýrar en orðin, sem sum eru ennþá torskilin og framandi. Láru-bækurnar eru hversdags- sögur. Með því vali er í raun að hluta búið að leggja línuna fyrir myndlýsinguna. Það sem mynd- irnar sýna þarf að vera í takt við raunveruleikann sem textinn segir frá. Þess vegna er rangt að sýna hjúkrunarfræðinginn í kjól og með kappa. Þegar listamenn sem mynd- skreyta taka að sér verkefni eins og hversdagssögu byrja þeir á að afla sér upplýsinga. Þeir skoða sögusviðið; götumyndir, klæðaburð og fleira til að myndirnar gefi sem besta mynd af umhverfinu. Rétt er að benda á að myndstíllinn þarf alls ekki að vera eitthvert ljós- myndaraunsæi þótt myndefnið taki mið af raunverulegu umhverfi. Þessi rannsóknarvinna er einfald- ari ef listamaðurinn býr í því um- hverfi sem hann á að lýsa. Eðlilegt væri að leita til innlendra mynd- skreyta til að vinna slík verkefni, en það hefur ekki verið gert þegar myndheimur Láru var skapaður. Eftir því sem mér skilst var ástæð- Myndmál Eftir Ragnheiði Gestsdóttur » Staðalmyndir sem haldið er að börnum smjúga djúpt inn í með- vitund þeirra og verða jafnvel sterkari en upp- lifun þeirra af flóknum veruleikanum. Ragnheiður Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.