Morgunblaðið - 12.12.2018, Page 32

Morgunblaðið - 12.12.2018, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Gospeblúsinn höfðar til nokkuð breiðs hóps fólks. Hann höfðar til þeirra sem fíla blús, rokk og gospel sem tónlist og gospel sem trúar- legan boðskap. Við höfum fengið þau viðbrögð við diskinum að fólk vissi ekki að það gæti verið svona skemmtilegt að hlusta á blús,“ segir Þollý Rósmundsdóttir, söngkona Blússveitar Þollýjar sem sendi ný- verið frá sér gospelblúsdiskinn Sacred Blues. Þollý segir það gefa meira að syngja gospelblús en venjulegan blús. „Í hefðbundnum blús er fjallað um vandamál og erfiðleika daglegs lífs en gospelblúsinn gefur með text- um sínum örlítið meiri von,“ segir Þollý, sem sungið hefur blús, djass og gospel frá unglingsárum. „Nafnið á diskinum, Sacred Blues, sem á íslensku útleggst helgur blús, vísar til sérstöðu Blússveitar Þollýj- ar og gospelblúsins þar sem textarn- ir eru á trúarlegum nótum og fetað er í fótspor ýmissa frumherja blús- ins, Blind Willies Johnsons til að mynda,“ segir Þollý, sem stofnaði sveitina árið 2003. Hún er jafnframt söngkona hljómsveitarinnar. Auk hennar spilar rokksöngvarinn Sig- urður Ingimarsson á ryþmagítar, Fúsi Óttarsson á trommur og Jonni Richter á bassa. „Árið 2014 gekk Friðrik Karlsson gítarleikari úr Mezzoforte til liðs við blússveitina en hann hefur spilað með mörgum þekktustu tónlistar- mönnum heims. Friðrik kemur með meiri gæði inn í hljómsveitina og ég var satt að segja alveg hissa hversu vel hann tók lögum sem ég samdi og við settum á diskinn. Lög sem öðr- um tónlistarmönnum fannst ekki nógu góð,“ segir Þollý og bætir við að Friðrik hafi sagt það opinberlega að blús sé honum að skapi því í hon- um fái hann mikið frelsi til túlkunar. Á Sacred Blues eru 12 lög, fimm frumsamin eftir Þollý, „Every now and then“, We all have the blues from time to time“, „Ain’t got no place“, „Ain’t doin’’ too bad“ og „Why do I have to?“. Friðik Karls- son samdi lagið „I get up“ en text- ann sömdu þau Þollý saman. Lag Sigurðar Ingimarssonar, „Oh, Lord“, prýðir einnig diskinn en önnur lög á honum eru: „Who will be next?“ eftir Burnett, „Shake it off“ eftir Liz Isabell, „Every time I feel the Spirit“ eftir Mahaliu Jackson, „I have a friend“ eftir T.R. Frye og V. Davies og „Albatross“ eftir Green. Blússveit Þollýjar verður með tónleika á Hard Rock Café í Lækjar- götu á morgun, 13. desember, þar sem flutt verða blúsuð jólalög í bland við lög af nýja diskinum. Úgáfutónleikar voru haldnir á sama stað í október þar sem mikil stemning ríkti að sögn Þollýar, sem er ánægð með viðtökurnar sem disk- urinn hefur fengið. Hún segir að blússveitin sé meira bókuð en áður og hluti af því sé að fylgja diskinum eftir. Ljósmynd/Ásta Magg Stuð Þollý með blússveit sinni á tónleikum, Blússveit Þollýjar. „Gefur meira að syngja gospelblús“  Blússveit Þollýjar gefur út plötu og heldur tónleika á Hard Rock Café Ítarlega er fjallað um nýja ljós- myndabók Ragnars Axelssonar – RAX – á vef The New York Times. Bókin nefnist Jökull, Glacier á ensku, og í henni eru svarthvítar loftmyndir Ragnars af hopandi jöklum og jöklalandslagi hér á landi, formhreinar ljósmyndir sem hafa hlotið mikið lof, hér sem er- lendis. Rætt er við Ragnar um verk hans og jöklana, sem hann hefur myndað síðan á unglingsárum, auk þess sem birtar eru 14 ljósmyndir. Greinarhöfundur dáist að hinum ýmsu andlitum og furðuverum sem hann sér birtast í formum mynd- anna og Ragnar segir það enga til- viljun, hann vilji gjarnan að fólk sjái þessi fyrirbæri í ljósmyndunum. Sagt er að Jökull sé fyrsta bókin af nokkrum um heimskautin sem Ragnar hyggst senda frá sér ásamt félögum sínum í útgáfufélaginu Qerndu, þeim Einari Geir og Heiðari Guðjónssyni, en í þeim megi sjá breytingar sem eigi sér stað vegna hnattrænnar hlýnunar. Jökulheimur Upphaf umfjöllunarinnar um RAX á vef The New York Times. Myndir RAX í The New York Times Face of Winter IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 20.00 Anna and the Apocalypse Metacritic 72/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 22.10 Suspiria Metacritic 64/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Roma Metacritic 95/100 IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 19.30 Svona fólk Bíó Paradís 20.00 Erfingjarnir Metacritic 82/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 18.00 Mæri Morgunblaðið bbbbn Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.00 Cold War Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 17.30 Heart is not a servant Bíó Paradís 18.00 Creed II 12 Hinn nýkrýndi heimsmeist- ari í léttþungavigt, Adonis Creed, berst við Viktor Drago, son Ivan Drago, og nýtur leiðsagnar og þjálf- unar Rocky Balboa. Metacritic 67/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 18.00, 19.30, 20.30, 22.10, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.10 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.10 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10 The Old Man and the Gun 12 Metacritic 80/100 IMDb 7,3/10 Háskólabíó 18.10, 21.00 Widows 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 84/100 IMDb 7,5/10 Smárabíó 19.35, 22.20 Háskólabíó 17.50, 21.00 Overlord 16 Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 The Sisters Brothers 16 Á sjötta áratug nítjándu ald- arinnar í Oregon er gulleit- armaður á flótta undan hin- um alræmdu leigumorðingjum, the Sis- ters Brothers. Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Smárabíó 17.00, 19.40 Lof mér að falla 14 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Háskólabíó 20.30 Venom 16 Eddie er sífellt að reyna að ná sér niðri á snillingnum Carlton Drake. Árátta Eddie gagnvart Carlton hefur haft vægast sagt slæm áhrif á starfsferil hans og einkalífið. Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 19.50, 22.30 Ralf rústar internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í rúst, og Ralph og Vanellope þurfa að bregða sér á inter- netið til að endurheimta hlut sem nauðsynlegur er til að bjarga leiknum. Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 17.20 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 22.15 Sambíóin Akureyri 17.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 15.00, 17.30 The Grinch Trölli lætur það fara í taug- arnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.10, 17.20 Háskólabíó 18.20 The Nutcracker and the Four Realms Það eina sem Clara vill er lykill - einstakur lykill sem mun opna kassa með ómet- anlegri gjöf frá móður henn- ar heitinni. Metacritic 39/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15 Sambíóin Akureyri 19.30 Sambíóin Keflavík 19.30 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald A Star Is Born 12 Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niður- leið vegna aldurs og áfengis- neyslu. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.40 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30 Bohemian Rhapsody 12 Sagan um Freddie Mercury og árin fram að Live Aid tón- leikunum árið 1985. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Smárabíó 16.00, 16.40, 19.00, 20.10, 22.00, 22.30 Háskólabíó 18.00, 20.50 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.