Morgunblaðið - 12.12.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.12.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is ICQC 2018-20 AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sviðslistahópurinn 16 elskendur, sem í ár fagnar 10 ára afmæli, frum- sýndi upplifunarverkið Leitin að til- gangi lífsins í upphafi mánaðar, en undirrituð hafði ekki svigrúm til að sjá það fyrr en um liðna helgi. Raun- ar hófst verkið nokkrum dögum áð- ur en mætt var á sýningarstaðinn í gömlu húsnæði Læknavaktarinnar á Smáratorgi í Kópavogi, því aðstand- endur hringja í alla áhorfendur og leggja fyrir þá spurningar um lífið, dauðann og hamingjuna. Á grund- velli svaranna sérhannar hópurinn, sem samanstendur af Aðalbjörgu Þóru Árnadóttur, Brynju Björns- dóttur, Davíð Frey Þórunnarsyni, Evu Rún Snorradóttur, Friðgeiri Einarssyni, Gunnari Karel Mássyni, Hlyni Páli Pálssyni, Karli Ágústi Þorbergssyni, Ragnari Ísleifi Bragasyni, Sögu Sigurðardóttur og Ylfu Ösp Áskelsdóttur, upplifunar- ferli fyrir hvern og einn. Af því leiðir að engir tveir áhorfendur upplifa það sama á sýningarkvöldi. Að forminu til minnir Leitin að til- gangi lífsins um margt á hina frá- bæru Sýningu ársins sem 16 elsk- endur settu upp 2012. Þá sneri rannsóknarspurning hópsins, sem unnin var út frá skoðunarkönnun sem leikhópurinn fékk Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands til að gera, að því hvað áhorfendur vildu helst og síst sjá í leikhúsi út frá meðal annars stjórnmálaskoðunum þeirra, aldri og kyni. Að þessu sinni rannsakar hópurinn, líkt og titillinn gefur til kynna, leitina að tilgangi lífsins. Markmið hópsins er að við sem áhorfendur getum mætt sjálf- um okkur og meðal annars hugleitt hvað geri okkur að okkur, hvað stýri viðbrögðum okkar, í hverju ham- ingjan felist og hvernig við öðlumst hana. Í ljósi þess að leikurinn á sér stað í fyrrverandi húsakynnum Lækna- vaktarinnar er freistandi að sjá ákveðna samsömun milli meðferðar hjá lækni sem út frá samtali við sjúkling og skoðun ákveður hvaða meðferð er viðeigandi og þess heild- ræna upplifunarferlis sem 16 elsk- endur bjóða skjólstæðingum sínum á grundvelli fyrrnefndra spurninga. Líkt og þegar komið er til læknis gera áhorfendur grein fyrir sér með nafni í afgreiðslunni. Og líkt og á heilbrigðisstofnun eru allir rannsakendur/stjórnendur kvölds- ins klæddir sama einkennisklæðn- aði, grárri stutterma skyrtu og rúllukragabol sem víkur reyndar fyrir persónulegri fötum þegar á kvöldið líður. Þegar allir eru mættir eru áhorf- endur kallaðir inn í minni hópum, þeim afhent lítið persónulegt kver fyrir rannsóknarniðurstöður og verkefni sem þeir bera um hálsinn sýninguna á enda. Kverið minnir um margt á passa sem allir þurfa að hafa við höndina í því ferðalagi sem boðið er upp á. Áhorfendur eru því næst leiddir milli ólíkra herbergja í stærri eða smærri hópum og jafnvel einir, allt eftir þaulskipulögðu plani sviðslistahópsins. Og líkt og í heim- sókn hjá lækni varð biðin hluti af dagskrá kvöldsins. Í fyrsta herberginu sem undirrit- aðri var boðið í beið áhugavert verk- efni undir handleiðslu Hlyns Páls sem leiddi hugann að grunnþörfum okkar sem manneskjur samtímis því sem hugurinn reikaði óneitanlega til aðstæðna fólks sem lent hefur í hremmingum á borð við náttúru- hamfarir eða stríðsátök sem neyða marga á flótta – með eða án passa. Í framhaldinu lá leiðin á nokkurs kon- ar miðilsfund hjá Aðalbjörgu Þóru, í danshugleiðslu undir stjórn Sögu, boðið var upp á hamingjuíhugun og listsköpun undir handleiðslu Evu Rúnar og Karls Ágústs, kyrrðar- stund með Ragnari Ísleifi og loks persónulegt samtal við Davíð Frey um þann farangur sem við berum með okkur í lífinu. Eins og gengur og gerist voru herbergin og verkefnin misáhuga- verð. Þannig varð föndurstundin, í beinu framhaldi af fyrrnefndri list- sköpun, aðeins of langdregin, sem helgast mögulega af því að þar bauðst lítil sem engin leiðsögn. Þrátt fyrir að við sem manneskjur eigum það eitt sameiginlegt eftir að við fæðumst að við munum deyja er talsverður munur á því að vera með- vitaður um eigin forgengileika eða beinlínis tala um sig sem dauða- dæmda. Því miður missti undirrituð sennilega af fyndnustu uppákomu kvöldsins, sem innihélt litríka auka- hluti, þar sem lak byrgði sýn. En líkt og í fyrri sýningum hópsins er húm- orinn í lykilhlutverki og segja má að tónninn sé strax sleginn í bráð- skemmtilegum upphafssöng við undirleik Gunnars Karels. Fyrrgreint verkefni undir hand- leiðslu Hlyns Páls var einstaklega vel heppnað, sem og persónulega samtalið við Davíð Frey. Þegar und- irrituð bar saman bækur sínar við leikhúsförunaut sinn að sýningu lok- inni kom í ljós að við höfðum báðar teiknað sömu myndina þegar við vorum, í einangrun undir laki og á sitt hvorum tímanum, beðnar að teikna óhlutbundna mynd af ham- ingju okkar! Hverjar eru líkurnar á því? Lokasena kvöldsins var einnig afar vel heppnuð og minnti okkur á að enginn sér inn í framtíðina og því vitum við í reynd ekki hvað bíður okkar þó að við reynum sífellt að skipuleggja hið ókomna. Leitin að tilgangi lífsins býður ekki upp á nein áþreifanleg svör, en hvetur áhorf- endur til að velta vöngum yfir ýms- um lykilspurningum sem hollt er að íhuga. Efnið er framreitt af húmor og hlýju sem gerir það að verkum að enginn þarf að kvíða þessari heim- sókn á læknastöðina gömlu. Hvað gerir okkur hamingjusöm? » Leitin að tilgangilífsins býður ekki upp á nein áþreifanleg svör, en hvetur áhorf- endur til að velta vöngum yfir ýmsum lykilspurningum sem hollt er að íhuga. 16 elskendur Hlynur Páll, Ragnar Ísleifur, Brynja, Eva Rún, Friðgeir, Aðalbjörg, Gunnar, Davíð Freyr, Saga og Karl Ágúst. Á myndina vantar Ylfu. Undanfarnar vik- ur hefur kvik- mynd mexíkóska leikstjórans Alf- onsos Cuaróns, Roma, verið valin besta kvikmynd ársins í vali all- nokkurra hópa áhrifamikilla kvikmyndarýna vestanhafs. Kvik- myndin er á spænsku, svarthvít og gerist árið 1970 í Roma-hverfinu í Mexíkóborg þar sem Cuarón ólst upp. Hann kvikmyndar hana sjálfur. Netflix framleiðir kvikmyndina, sem er sýnd í Bíó Paradís þessa viku, en verður síðan aðeins aðgengileg á streymisveitunni. Samkvæmt BBC er val nefndra rýna vísbending um að Roma kunni að verða sigursæl við Óskarverðlaunaafhendinguna. Veð- bankar vestra telja A Star is Born enn líklegasta til að verða valin besta kvikmyndin en Roma er ekki langt þar á eftir. Margir velja Roma Úr Roma. Leikkonan Kristín Þóra Haralds- dóttir er meðal þeirra tíu leikara sem valdir hafa verið í hóp rísandi stjarna í evrópskri kvikmyndagerð og verða kynntir sérstaklega á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Berlín á næsta ári. Kristín hlýtur þessa vegsemd fyrir leik sinn í Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Ugga- dóttur. Hinir leikararnir eru Elliott Crosset Hove, Rea Lest-Liik, Emma Drogunova, Aisling Franciosi, Blag- oj Veselinov, Ine Marie Wilmann, Dawid Ogrodnik, Milan Maric og Ardalan Esmaili. Kristín Þóra ein rísandi stjarna Kristín Þóra Haraldsdóttir Rúnar Snær Reynisson fréttamað- ur fór með sigur af hólmi í smá- sagnasamkeppni um mannréttindi sem haldin var í tilefni af því að 10. desember voru liðin 70 ár síð- an Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna var samþykkt af 48 aðildarríkjum SÞ, þar á meðal Ís- landi. Að keppninni stóðu sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, upp- lýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur- Evrópu, Rithöfundasamband Íslands og Hugvísindastofnun HÍ ásamt HÖFN, listamannabústað í Marseilles, Frakklandi. Dómnefnd skipuðu Ástráður Eysteinsson pró- fessor, Gauti Kristmannsson pró- fessor og Halldóra K. Thoroddsen rithöfundur. Alls bárust 75 sögur í samkeppnina. Í umsögn dómnefndar um vinningssöguna segir: ,,Þetta er efnismikil og vel skrifuð framtíð- arsaga sem fjallar um gjör- breyttan heim í náinni framtíð, eftir menningar- hrun og náttúru- hamfarir. Sykurhúðuð harðstjórn ræður ríkjum hjá kynslóðinni sem tekur við völdum eftir hrunið og refsar hún foreldrum sínum í kerf- isbundum sýndarréttarhöldum. Mannréttindi einstaklinga víkja fyrir heildarhagsmunum.“ Til stendur að birta söguna á vefnum esb.is. Fréttamaður sigraði smásagnasamkeppni Rúnar Snær Reynisson Elskan mín góða hvað það er kalt úti er yfirskrift jólatónleika Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, í kvöld kl. 21. Þar koma fram söngv- ararnir Gísli Gunnar Didriksen og Rebekka Blöndal fram ásamt hljómsveit og flytja vel þekkt jóla- lög í bland við lög sem Ella Fitzger- ald og Louis Armstrong gerðu fræg. Hljómsveitina skipa trompet- leikarinn Snorri Sigurðarson, Kjartan Valdemarsson sem leikur á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Scott McLemore á trommur. Miðar fást í miðasölu Hörpu, á harpa.is og tix.is. Jólatónleikar Múlans í kvöld í Hörpu Dúó Rebekka Blöndal og Gísli Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.