Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 36

Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan kar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. omdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™ – ok K Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég gæti ekki verið sáttari við við- tökurnar. Þær hafa verið framar öll- um vonum. Ég hafði sveiflast á milli bjartsýni og svartsýni, ég vissi ekki hvort einhver hefði áhuga á þessu sjóaravolki sem er þarna. Það virðist vera einhver áhugi,“ segir Hall- grímur Helgason rithöfundur. Hallgrímur hefur farið mikinn í jólabókaflóðinu í ár með bók sína, Sextíu kíló af sólskini. Bókin hlaut til- nefningu til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og hefur víða fengið góða dóma, til að mynda fjórar og hálfa stjörnu á síðum þessa blaðs. Þá er hún í hópi söluhæstu bóka höfund- arins og var endurprentuð með hraði þegar útgefandi hans sá í hvað stefndi. Þessi tími ársins er vertíð hjá rit- höfundum enda þarf að hamra járnið meðan það er heitt, lesa upp sem víð- ast, árita bækur og hvaðeina. Það er því nokkuð skondið að Hallgrímur skuli hafa brugðið sér til útlanda í þrjár vikur á dögunum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fengið boð sem ekki var hægt að hafna. „Það var svolítið erfitt að fara á þessum tíma en þegar maður er boðinn á bókmenntahátíð í Kalkútta er erfitt að segja nei,“ segir rithöf- undurinn. Hallgrími var boðið til Seattle til að flytja erindi um bók sína, Konuna við 1000°, við háskólann þar í borg. Við bættist síðan upplestur í hinni frægu Elliott Bay Book Store um kvöldið. „Þetta var á mánudagskvöldi og maður hélt að rólegt væri yfir, en nei, því sama kvöld lásu á vegum bókabúðarinnar þeir Jonathan Fran- zen, David Sedaris og Damien Ec- hols, þannig að samkeppnin var ærin. Mér var síðan boðið á tvær bók- menntahátíðir á vegum Times of India í Kalkútta og Delí á Indlandi sem haldnar voru skömmu síðar, þannig að úr varð hnattferð!“ Heimsótti heilaga borg Hallgrímur flaug frá Seattle til Sjanghæ og stoppaði þar í tvær næt- ur áður en haldið var til Kalkútta í gegnum Hong Kong. „Það var fróðlegt að sjá Sjanghæ, borg sem þýtur upp þessa dagana, dýnamísk og full af lífi. Ég fílaði Kín- verjana, loksins fann maður þjóð sem er jafn ruddaleg og Íslendingar. En þeir eru svakalegir sölumenn og allt- af að reyna að græða á manni; þegar hvíti maðurinn mætir á markaðinn er honum tekið eins og herfangi.“ Indlandsheimsóknin var eftir- minnileg að sögn Hallgríms. Hátíðin í Kalkútta var haldin í Tollygunge Club, gömlum breskum heldri- mannaklúbbi með lítilli Buckingham- höll, golfgrínum og sundlaugum, ansi mikil andstæða við borgina sjálfa þar sem tuk-tuk-arnir, vespurnar og gulu leigubílarnir sveima um í einum stórum flautukonserti, og fátæktin eldar sér kvöldmat á hverju horni, innan um geitur og kýr, segir skáldið. Tímann á milli hátíðanna í Kal- kútta og Delí notaði hann til að heim- sækja Varanasi, hina heilögu borg á bökkum Göngu, eða Ganges eins og flestir þekkja hana. Þangað fór hann að meðmælum Einars Fals Ingólfs- sonar sem þekkir borgina vel, en í Varanasi koma hindúar til að brenna lík ættingja sinna og svo er öskunni dreift í fljótið. Hátíðin í Delí var svo haldin í gríð- arstórri ráðstefnumiðstöð þar sem dagskrá var allan daginn á sjö svið- um í einu. „Loftgæðin í Delí voru ansi lök, þetta var eins og íslenskt gaml- árskvöld á hverjum degi og þótt heið- skírt væri sá varla til sólar. Umfjöll- un um hátíðirnar tvær var mikil og birtust úrdrættir af öllum umræðum í stórblaðinu Times of India alltaf strax daginn eftir. Bókmenntaáhug- inn þarna er mikill og stærstu stjörn- ur heimamanna voru umkringdar aðdáendum hvert sem þær fóru.“ Hallgrímur í hnattferð á miðri vertíð  Rithöfundurinn heimsótti Seattle, Sjanghæ og Indland á dögunum Varanasi Á bökkum Göngu ásamt norska rithöfundinum Kjell Ola Dahl. Sjanghæ Hallgrímur segir að borgin sé dýnamísk og full af lífi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.