Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan kar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. omdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™ – ok K Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég gæti ekki verið sáttari við við- tökurnar. Þær hafa verið framar öll- um vonum. Ég hafði sveiflast á milli bjartsýni og svartsýni, ég vissi ekki hvort einhver hefði áhuga á þessu sjóaravolki sem er þarna. Það virðist vera einhver áhugi,“ segir Hall- grímur Helgason rithöfundur. Hallgrímur hefur farið mikinn í jólabókaflóðinu í ár með bók sína, Sextíu kíló af sólskini. Bókin hlaut til- nefningu til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og hefur víða fengið góða dóma, til að mynda fjórar og hálfa stjörnu á síðum þessa blaðs. Þá er hún í hópi söluhæstu bóka höfund- arins og var endurprentuð með hraði þegar útgefandi hans sá í hvað stefndi. Þessi tími ársins er vertíð hjá rit- höfundum enda þarf að hamra járnið meðan það er heitt, lesa upp sem víð- ast, árita bækur og hvaðeina. Það er því nokkuð skondið að Hallgrímur skuli hafa brugðið sér til útlanda í þrjár vikur á dögunum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fengið boð sem ekki var hægt að hafna. „Það var svolítið erfitt að fara á þessum tíma en þegar maður er boðinn á bókmenntahátíð í Kalkútta er erfitt að segja nei,“ segir rithöf- undurinn. Hallgrími var boðið til Seattle til að flytja erindi um bók sína, Konuna við 1000°, við háskólann þar í borg. Við bættist síðan upplestur í hinni frægu Elliott Bay Book Store um kvöldið. „Þetta var á mánudagskvöldi og maður hélt að rólegt væri yfir, en nei, því sama kvöld lásu á vegum bókabúðarinnar þeir Jonathan Fran- zen, David Sedaris og Damien Ec- hols, þannig að samkeppnin var ærin. Mér var síðan boðið á tvær bók- menntahátíðir á vegum Times of India í Kalkútta og Delí á Indlandi sem haldnar voru skömmu síðar, þannig að úr varð hnattferð!“ Heimsótti heilaga borg Hallgrímur flaug frá Seattle til Sjanghæ og stoppaði þar í tvær næt- ur áður en haldið var til Kalkútta í gegnum Hong Kong. „Það var fróðlegt að sjá Sjanghæ, borg sem þýtur upp þessa dagana, dýnamísk og full af lífi. Ég fílaði Kín- verjana, loksins fann maður þjóð sem er jafn ruddaleg og Íslendingar. En þeir eru svakalegir sölumenn og allt- af að reyna að græða á manni; þegar hvíti maðurinn mætir á markaðinn er honum tekið eins og herfangi.“ Indlandsheimsóknin var eftir- minnileg að sögn Hallgríms. Hátíðin í Kalkútta var haldin í Tollygunge Club, gömlum breskum heldri- mannaklúbbi með lítilli Buckingham- höll, golfgrínum og sundlaugum, ansi mikil andstæða við borgina sjálfa þar sem tuk-tuk-arnir, vespurnar og gulu leigubílarnir sveima um í einum stórum flautukonserti, og fátæktin eldar sér kvöldmat á hverju horni, innan um geitur og kýr, segir skáldið. Tímann á milli hátíðanna í Kal- kútta og Delí notaði hann til að heim- sækja Varanasi, hina heilögu borg á bökkum Göngu, eða Ganges eins og flestir þekkja hana. Þangað fór hann að meðmælum Einars Fals Ingólfs- sonar sem þekkir borgina vel, en í Varanasi koma hindúar til að brenna lík ættingja sinna og svo er öskunni dreift í fljótið. Hátíðin í Delí var svo haldin í gríð- arstórri ráðstefnumiðstöð þar sem dagskrá var allan daginn á sjö svið- um í einu. „Loftgæðin í Delí voru ansi lök, þetta var eins og íslenskt gaml- árskvöld á hverjum degi og þótt heið- skírt væri sá varla til sólar. Umfjöll- un um hátíðirnar tvær var mikil og birtust úrdrættir af öllum umræðum í stórblaðinu Times of India alltaf strax daginn eftir. Bókmenntaáhug- inn þarna er mikill og stærstu stjörn- ur heimamanna voru umkringdar aðdáendum hvert sem þær fóru.“ Hallgrímur í hnattferð á miðri vertíð  Rithöfundurinn heimsótti Seattle, Sjanghæ og Indland á dögunum Varanasi Á bökkum Göngu ásamt norska rithöfundinum Kjell Ola Dahl. Sjanghæ Hallgrímur segir að borgin sé dýnamísk og full af lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.