Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 66
Raunveruleikinn samtvinnaður óraunveruleikanum Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skáldsagan Heklugjá tekst á við hið raunverulega og hið óraunveru- lega en veltir um leið upp ýmsum áleitnum spurningum. Hún er fimmta skáldsaga Ófeigs Sigurðs- sonar og sú þriðja frá útgáfu Skáld- sögu um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma sem hlaut bókmenntaverðlaun Evrópu- sambandsins. Í Heklugjá flakkar sögumaður um í tíma og rúmi, og skyggnist þannig djúpt inn í und- irvitund aðalpersónunnar sem er byggð á honum sjálfum. Í sögunni gengur Ófeigur á hverjum degi um Skólavörðuholtið með hundinum sínum, Kol, og veltir á meðan fyrir sér ýmsu, til að mynda ágengum túristum og því erfiða verki að kynnast manneskju. Hann gengur á Þjóðskjalasafnið að lesa sér til um listamálarann, skáld- ið og landshornflakkarann Karl Einarsson Dunganon en þar hittir hann stúlkuna Heklu. Ófeigur segir stíl sinn vera undir miklum áhrifum frá skáldinu valinkunna. Að segja sögu inni í sögu „Skáldið Karl Einarsson Dung- anon var minn helsti innblástur, hvernig hann hugsar og sér veröld- ina. Hans ímyndunarafl er svo sér- stakt og í krafti þess gat ég sagt sögu innan í sögu og farið um víðan völl án þess að tímalínan skipti öllu máli, hvort menn væru lifandi eða dauðir, hvort þeir hafi nokkurntím- ann verið til eða ekki – það skiptir litlu máli í hans skáldlegu hugs- unum,“ segir hann. Dunganon var landshornaflakk- ari, myndlistamaður og tónlistar- maður, fæddur á Seyðisfirði 1897. Hann titlaði sig hertoga af Sankti Kildu, nú mannlausri eyju við Skot- land, en í kringum þann stað bjó  Víða er komið við í nýrri og ævin- týralegri sögu Ófeigs Sigurðssonar 66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U LL O G D EM A N TA R Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Við vorum mjög heppin með veður í fyrri þáttaröðinni, fengum þetta líka fína skítaveður sem við óskuðum okkur; hríðarbyl flesta daga og ófærðin var eftir því,“ segir Sigurjón Kjartansson þegar hann rifjar upp veturinn 2015 á Siglufirði og Seyðis- firði á meðan tökur stóðu yfir á sjón- varpsþáttaröðinni Ófærð 1 sem frumsýnd var sama ár á RÚV. „Í haust dreymdi okkur um gott haust- veður fram í nóvember, en nei, það mátti ekki. Það var kominn snjór í október á Siglufirði og sveitunum í kring, aðalsögusviði Ófærðar 2. Við höfðum ekkert með snjóinn eða ófærðina sem slíka að gera, enda bara ófærð í sálarlífi persónanna okkar þá tíu haustdaga í október sem sagan á að spanna.“ Af orðum Sigurjóns má ráða að áhorfendur verða tæpast þjakaðir af innilokunarkennd vegna veðurskil- yrða eins og mögulega var raunin þegar þeir horfðu á Ófærð 1. Til upp- rifjunar – áður en fyrsti þátturinn af tíu í Ófærð 2 verður sýndur á RÚV annan í jólum – má geta þess að í Ófærð 1 óttast þorpsbúar í ónefndu sjávarþorpi að morðingi hafi orðið þar innlyksa eftir að heiðin lokaðist og allt varð ófært. Aðal og besti vinur aðal Þættirnir eru byggðir á hugmynd Baltasars Kormáks, sem sjálfur leik- stýrir fyrsta og síðasta þættinum í báðum þáttaröðunum. Aðrir leik- stjórar eru Börkur Sigþórsson, Ósk- ar Þór Axelsson og Ugla Hauks- dóttir. „Baltasar er svona „aðal“ og allt um kring með sín haukfránu augu, þótt hann taki kannski ekki beinan þátt í „herberginu,“ segir Sigurjón, yfirhandritshöfundur og sá sem hefur yfirsýnina á vettvangi (e. showrunner). Ert þú þá næst mesti „aðal“? „Besti vinur aðal, skulum við segja,“ svarar hann og glottir. „Fyrsti vísir að söguþræðinum verð- ur oft til í samvinnu okkar Baltasars, við kokkum eitthvað upp, og ég fer síðan með það í herbergið. Með „herberginu“ á Sigurjón við fundarstað handritshöfundanna, fjögurra þjóða teymis. „Herbergið er ekki bundið við einn stað, heldur getur verið hvar sem er í heiminum eftir því sem hentar hverju sinni. Við höfum yfirleitt verið með herbergi á tveggja mánaða fresti, hérna heima eða til dæmis í Marseille og Berlín, og unnið af miklum krafti í viku við að búa til útlínur frá senu til senu, yfirleitt í tveimur þáttum í senn. Síð- an förum við í sína áttina hver, skrif- um okkar þátt og leggjum þvínæst í dóm hver annarra og fleiri, Baltas- ars meðal annarra, til að gagnrýna eða koma með ábendingar. Á end- anum fikta ég svo í þessu öllu saman rétt áður en við förum í tökur,“ segir besti vinur aðal. Auk hans skrifa handritin Bret- arnir Clive Bradley og Holly Phillips, hin franska Sonja Moyerso- en og Íslendingurinn Margrét Örn- ólfsdóttir. Einn meðframleiðandinn, Þjóðverjinn Klaus Zimmermann, er líka fastagestur í herberginu. Að sögn Sigurjóns á Yrsa Sigurðar- dóttir svolítið í sögu fyrsta þáttar, en hún þurfti fljótlega að snúa sér að öðru Spurður hvort störfum hans í Ófærð 2 sé þá lokið svarar hann neit- andi, enda alltaf hægt að gera meira og betur. Handrit sé aldrei full- klárað fyrr en þátturinn fari í loftið. Nú sé verið að hljóðsetja og ljúka við klippingu og annan frágang í RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Balt- asars Kormáks, sem er aðalfram- leiðandi ásamt Magnúsi Viðari Sig- urðssyni. Auk þess að vinna við Ófærð er Sigurjón þróunarstjóri fyr- irtækisins Ófærð 1 í meira en 100 löndum Meðframleiðendur Ófærðar 2 eru þeir sömu og fyrri þáttaraðarinnar; þýska sjónvarpsstöðin ZDF, franska France Télévisions og breska BBC og norrænu sjónvarpsstöðvarnar RÚV, DR, NRK og YLE Fem. Báð- ar þáttaraðirnar eru styrktar af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ófærð 1 hreppti Evrópsku sjón- varpsverðlaunin, Prix Europa, fyrir bestu sjónvarpsþáttaröð í Evrópu árið 2016, var sýnd í meira en eitt hundrað löndum og fékk gríðarlega mikið áhorf. „Álíka áhorf í Noregi og þegar fyrsta þáttaröðin af Brúnni var sýnd, 500 þúsund horfðu á fyrsta þáttinn,“ lét Sigurjón hafa eftir sér á sínum tíma. „Mikil hvatning,“ segir hann núna og að töluverð eftirspurn hefði myndast eftir Ófærð 2. „Þess vegna var örlítið auðveldara að koma seinni þáttaröðinni á koppinn, fá grænt ljós fyrir framleiðsluna og þvíumlíkt.“ Í ljósi velgengni Ófærðar 1 var Ófærð 2 þá ekki enn meiri áskorun fyrir ykkur en ella? „Við vorum sannarlega undir ákveðinni pressu með að gera eitt- hvað sem væri jafngott – og helst betra en fyrri þáttaröðin. En stærsta pressan var hjá okkur sjálf- um. Ég held ég geti sagt að við séum með mjög gott „innra gæðaeftirlit“ í teyminu. Það er mikið maus að koma saman svona seríu og síst auðveld- ara eftir því sem þeim fjölgar.“ Sigurjón vill ekki ljóstra of miklu upp um söguþráðinn, en segir þó að í myndinni sé stungið á ýmsum kýlum í samfélaginu. Á vef RÚV segir m.a. að reynt hafi verið að ráða iðnaðar- ráðherra af dögum á Austurvelli. Lögreglumanninum Andra sé falið að stýra rannsókn málsins sem leiði hann á kunnuglegar slóðir norður í landi. Þegar síðan starfsmaður jarð- varmavirkjunar finnst myrtur taki rannsóknin óvænta stefnu. Talar Ófærð 2 meira inn í samtím- ann en fyrri þáttaröðin að því leyti að vera pólitískari? „Við tæptum reyndar aðeins á ýmsum samtímamálum í Ófærð 1. Þar fléttuðust inn í deilur um hafn- arframkvæmdir svo dæmi sé tekið. Í Ófærð 2 tökum við svolítið upp þráð- inn þar sem frá var horfið, en erum með dýpri pólitískar skírskotanir. Við förum út um víðan völl og spyrj- um stórra spurninga um hvert þessi þjóð stefni.“ Siglufjörður er Siglufjörður Í umhverfismálum kannski? „Virkjunarframkvæmdir koma við sögu og uppi eru áform um að reisa álver, en morðgátan er þó þunga- miðja myndarinnar. Ólafur Darri Ófærð í sálarlífinu  Sigurjón Kjartansson er yfirhand- ritahönnuður Ófærðar 2  Þættirnir byggjast á hugmynd Baltasars Kormáks, sem leikstýrir tveimur þáttum af tíu Ljósmyndir/Lilja Jónsdóttir Á tökustað „Baltasar (f.miðju) er svona „aðal“ og allt um kring með sín haukfránu augu,“ segir Sigurjón Kjart- ansson, (t.h) yfirhandritahöfundur Ófærðar, besti vinur aðal, og sá sem er með yfirsýnina á vettvangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.