Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 66
Raunveruleikinn
samtvinnaður
óraunveruleikanum
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Skáldsagan Heklugjá tekst á við
hið raunverulega og hið óraunveru-
lega en veltir um leið upp ýmsum
áleitnum spurningum. Hún er
fimmta skáldsaga Ófeigs Sigurðs-
sonar og sú þriðja frá útgáfu Skáld-
sögu um Jón & hans rituðu bréf til
barnshafandi konu sinnar þá hann
dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó
komu hennar og nýrra tíma sem
hlaut bókmenntaverðlaun Evrópu-
sambandsins. Í Heklugjá flakkar
sögumaður um í tíma og rúmi, og
skyggnist þannig djúpt inn í und-
irvitund aðalpersónunnar sem er
byggð á honum sjálfum.
Í sögunni gengur Ófeigur á
hverjum degi um Skólavörðuholtið
með hundinum sínum, Kol, og veltir
á meðan fyrir sér ýmsu, til að
mynda ágengum túristum og því
erfiða verki að kynnast manneskju.
Hann gengur á Þjóðskjalasafnið að
lesa sér til um listamálarann, skáld-
ið og landshornflakkarann Karl
Einarsson Dunganon en þar hittir
hann stúlkuna Heklu. Ófeigur segir
stíl sinn vera undir miklum áhrifum
frá skáldinu valinkunna.
Að segja sögu inni í sögu
„Skáldið Karl Einarsson Dung-
anon var minn helsti innblástur,
hvernig hann hugsar og sér veröld-
ina. Hans ímyndunarafl er svo sér-
stakt og í krafti þess gat ég sagt
sögu innan í sögu og farið um víðan
völl án þess að tímalínan skipti öllu
máli, hvort menn væru lifandi eða
dauðir, hvort þeir hafi nokkurntím-
ann verið til eða ekki – það skiptir
litlu máli í hans skáldlegu hugs-
unum,“ segir hann.
Dunganon var landshornaflakk-
ari, myndlistamaður og tónlistar-
maður, fæddur á Seyðisfirði 1897.
Hann titlaði sig hertoga af Sankti
Kildu, nú mannlausri eyju við Skot-
land, en í kringum þann stað bjó
Víða er komið við í nýrri og ævin-
týralegri sögu Ófeigs Sigurðssonar
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
WWW.S IGN . I S
Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800
G
U
LL
O
G
D
EM
A
N
TA
R
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
„Við vorum mjög heppin með veður í
fyrri þáttaröðinni, fengum þetta líka
fína skítaveður sem við óskuðum
okkur; hríðarbyl flesta daga og
ófærðin var eftir því,“ segir Sigurjón
Kjartansson þegar hann rifjar upp
veturinn 2015 á Siglufirði og Seyðis-
firði á meðan tökur stóðu yfir á sjón-
varpsþáttaröðinni Ófærð 1 sem
frumsýnd var sama ár á RÚV. „Í
haust dreymdi okkur um gott haust-
veður fram í nóvember, en nei, það
mátti ekki. Það var kominn snjór í
október á Siglufirði og sveitunum í
kring, aðalsögusviði Ófærðar 2. Við
höfðum ekkert með snjóinn eða
ófærðina sem slíka að gera, enda
bara ófærð í sálarlífi persónanna
okkar þá tíu haustdaga í október
sem sagan á að spanna.“
Af orðum Sigurjóns má ráða að
áhorfendur verða tæpast þjakaðir af
innilokunarkennd vegna veðurskil-
yrða eins og mögulega var raunin
þegar þeir horfðu á Ófærð 1. Til upp-
rifjunar – áður en fyrsti þátturinn af
tíu í Ófærð 2 verður sýndur á RÚV
annan í jólum – má geta þess að í
Ófærð 1 óttast þorpsbúar í ónefndu
sjávarþorpi að morðingi hafi orðið
þar innlyksa eftir að heiðin lokaðist
og allt varð ófært.
Aðal og besti vinur aðal
Þættirnir eru byggðir á hugmynd
Baltasars Kormáks, sem sjálfur leik-
stýrir fyrsta og síðasta þættinum í
báðum þáttaröðunum. Aðrir leik-
stjórar eru Börkur Sigþórsson, Ósk-
ar Þór Axelsson og Ugla Hauks-
dóttir. „Baltasar er svona „aðal“ og
allt um kring með sín haukfránu
augu, þótt hann taki kannski ekki
beinan þátt í „herberginu,“ segir
Sigurjón, yfirhandritshöfundur og
sá sem hefur yfirsýnina á vettvangi
(e. showrunner).
Ert þú þá næst mesti „aðal“?
„Besti vinur aðal, skulum við
segja,“ svarar hann og glottir.
„Fyrsti vísir að söguþræðinum verð-
ur oft til í samvinnu okkar Baltasars,
við kokkum eitthvað upp, og ég fer
síðan með það í herbergið.
Með „herberginu“ á Sigurjón við
fundarstað handritshöfundanna,
fjögurra þjóða teymis. „Herbergið
er ekki bundið við einn stað, heldur
getur verið hvar sem er í heiminum
eftir því sem hentar hverju sinni. Við
höfum yfirleitt verið með herbergi á
tveggja mánaða fresti, hérna heima
eða til dæmis í Marseille og Berlín,
og unnið af miklum krafti í viku við
að búa til útlínur frá senu til senu,
yfirleitt í tveimur þáttum í senn. Síð-
an förum við í sína áttina hver, skrif-
um okkar þátt og leggjum þvínæst í
dóm hver annarra og fleiri, Baltas-
ars meðal annarra, til að gagnrýna
eða koma með ábendingar. Á end-
anum fikta ég svo í þessu öllu saman
rétt áður en við förum í tökur,“ segir
besti vinur aðal.
Auk hans skrifa handritin Bret-
arnir Clive Bradley og Holly
Phillips, hin franska Sonja Moyerso-
en og Íslendingurinn Margrét Örn-
ólfsdóttir. Einn meðframleiðandinn,
Þjóðverjinn Klaus Zimmermann, er
líka fastagestur í herberginu. Að
sögn Sigurjóns á Yrsa Sigurðar-
dóttir svolítið í sögu fyrsta þáttar, en
hún þurfti fljótlega að snúa sér að
öðru
Spurður hvort störfum hans í
Ófærð 2 sé þá lokið svarar hann neit-
andi, enda alltaf hægt að gera meira
og betur. Handrit sé aldrei full-
klárað fyrr en þátturinn fari í loftið.
Nú sé verið að hljóðsetja og ljúka við
klippingu og annan frágang í RVK
Studios, framleiðslufyrirtæki Balt-
asars Kormáks, sem er aðalfram-
leiðandi ásamt Magnúsi Viðari Sig-
urðssyni. Auk þess að vinna við
Ófærð er Sigurjón þróunarstjóri fyr-
irtækisins
Ófærð 1 í meira en 100 löndum
Meðframleiðendur Ófærðar 2 eru
þeir sömu og fyrri þáttaraðarinnar;
þýska sjónvarpsstöðin ZDF, franska
France Télévisions og breska BBC
og norrænu sjónvarpsstöðvarnar
RÚV, DR, NRK og YLE Fem. Báð-
ar þáttaraðirnar eru styrktar af
Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Ófærð 1 hreppti Evrópsku sjón-
varpsverðlaunin, Prix Europa, fyrir
bestu sjónvarpsþáttaröð í Evrópu
árið 2016, var sýnd í meira en eitt
hundrað löndum og fékk gríðarlega
mikið áhorf. „Álíka áhorf í Noregi og
þegar fyrsta þáttaröðin af Brúnni
var sýnd, 500 þúsund horfðu á fyrsta
þáttinn,“ lét Sigurjón hafa eftir sér á
sínum tíma.
„Mikil hvatning,“ segir hann núna
og að töluverð eftirspurn hefði
myndast eftir Ófærð 2. „Þess vegna
var örlítið auðveldara að koma seinni
þáttaröðinni á koppinn, fá grænt ljós
fyrir framleiðsluna og þvíumlíkt.“
Í ljósi velgengni Ófærðar 1 var
Ófærð 2 þá ekki enn meiri áskorun
fyrir ykkur en ella?
„Við vorum sannarlega undir
ákveðinni pressu með að gera eitt-
hvað sem væri jafngott – og helst
betra en fyrri þáttaröðin. En
stærsta pressan var hjá okkur sjálf-
um. Ég held ég geti sagt að við séum
með mjög gott „innra gæðaeftirlit“ í
teyminu. Það er mikið maus að koma
saman svona seríu og síst auðveld-
ara eftir því sem þeim fjölgar.“
Sigurjón vill ekki ljóstra of miklu
upp um söguþráðinn, en segir þó að í
myndinni sé stungið á ýmsum kýlum
í samfélaginu. Á vef RÚV segir m.a.
að reynt hafi verið að ráða iðnaðar-
ráðherra af dögum á Austurvelli.
Lögreglumanninum Andra sé falið
að stýra rannsókn málsins sem leiði
hann á kunnuglegar slóðir norður í
landi. Þegar síðan starfsmaður jarð-
varmavirkjunar finnst myrtur taki
rannsóknin óvænta stefnu.
Talar Ófærð 2 meira inn í samtím-
ann en fyrri þáttaröðin að því leyti
að vera pólitískari?
„Við tæptum reyndar aðeins á
ýmsum samtímamálum í Ófærð 1.
Þar fléttuðust inn í deilur um hafn-
arframkvæmdir svo dæmi sé tekið. Í
Ófærð 2 tökum við svolítið upp þráð-
inn þar sem frá var horfið, en erum
með dýpri pólitískar skírskotanir.
Við förum út um víðan völl og spyrj-
um stórra spurninga um hvert þessi
þjóð stefni.“
Siglufjörður er Siglufjörður
Í umhverfismálum kannski?
„Virkjunarframkvæmdir koma við
sögu og uppi eru áform um að reisa
álver, en morðgátan er þó þunga-
miðja myndarinnar. Ólafur Darri
Ófærð í
sálarlífinu
Sigurjón Kjartansson er yfirhand-
ritahönnuður Ófærðar 2 Þættirnir
byggjast á hugmynd Baltasars Kormáks,
sem leikstýrir tveimur þáttum af tíu
Ljósmyndir/Lilja Jónsdóttir
Á tökustað „Baltasar (f.miðju) er svona „aðal“ og allt um kring með sín haukfránu augu,“ segir Sigurjón Kjart-
ansson, (t.h) yfirhandritahöfundur Ófærðar, besti vinur aðal, og sá sem er með yfirsýnina á vettvangi.