Morgunblaðið - 28.12.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 28.12.2018, Síða 1
18 látnir í umferð-inni árið 2018 2018 18 látnir 2017 16 látnir 2016 18 látnir Stefán Gunnar Sveinsson Anna S. Einarsdóttir Freyr Einarsson Þór Steinarsson Þrjár manneskjur létust og fjórar slösuðust alvarlega þegar jeppi fór út af hringveginum í gærmorgun við ein- breiðu brúna yfir Núpsvötn á Skeið- arársandi. Er brúin mjög há þar sem jeppanum var ekið út af og hafnaði hann á áraurum um sex til sjö metra fyrir neðan brúna en ekki í ánni sjálfri. Sjö farþegar voru í jeppanum, allir breskir ríkisborgarar af indverskum uppruna. Voru þarna á ferðinni tveir bræður og fjölskyldur þeirra og létust báðar eiginkonur þeirra í slysinu auk ungbarns sem var níu mánaða að aldri. Bræðurnir tveir og tvö börn þeirra, sjö og níu ára að aldri, voru flutt með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík um hádegisbilið. Voru þau með áverka á kvið, höfði og stoðkerfi. Viðbragðsaðilar lýstu aðkomunni á slysstað sem skelfilegri og var hald- inn fundur í Vík í Mýrdal þar sem þeir sem tóku þátt í aðgerðum á slysstað í gær ræddu við sálfræðing. Fjórtán slys frá aldamótum Orsök slyssins var enn ókunn í gærkvöldi og var ekki vitað hvort hálka hefði verið á brúnni þegar jepp- inn fór út af. Guðmundur Valur Guð- mundsson, forstöðumaður hönnunar- deildar Vegagerðarinnar, sagði hins vegar í samtali við mbl.is í gær að þetta væri fjórtánda slysið sem hefði orðið á brúnni frá árinu 2000 og hið annað alvarlega á þeim tíma. „Frá því að menn fóru að taka þetta saman formlega frá árinu 2000 eru flest slys á þessari brú af einbreiðum brúm,“ sagði Guðmundur Valur. Bætti hann við að þetta væri eina einbreiða brúin þar sem fleiri en tíu slys hefðu orðið á þessum tíma. Brúin mun vera komin til ára sinna, en hún er úr timbri, með stálplötum til þess að verja slitlagið. Þá uppfylla vegriðin á brúnni ekki þær kröfur sem gerðar eru nú til dags til slíkra vegriða. Hins vegar ættu þau almennt að halda fólksbílum á brúnni að sögn Guðmundar. Þrír látnir eftir slys Ljósmynd/Adolf Ingi Erlingsson Banaslys Aðkoman á slysstað var skelfileg. Hátt í fimmtíu manns komu að hjálparstarfi og aðgerðum við brúna yfir Núpsvötn í gær.  Farþegarnir allir breskir ríkisborgarar  Mörg umferðarslys orðið á brúnni MErfiðar aðstæður á vettvangi »4 F Ö S T U D A G U R 2 8. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  304. tölublað  106. árgangur  DÚX AF PÍPU- LAGNINGA- BRAUT Í TUNNU YFIR ATLANTSHAF ÚRVINNSLA Á SÍ- BREYTILEGU FERÐA- LAGI LÍFSINS FRÁ KANARÍEYJUM TIL KARÍBAHAFS 20 KAFFI OG KRUÐERÍ 38FJÖLBREYTT VERKEFNI 12 Ómar Friðriksson Baldur Arnarson Búist er við að kröfur verkalýðs- félaga um mikla styttingu vinnutím- ans án launaskerðingar verði meðal flóknustu úrlausnarefna í kjaravið- ræðunum á almenna vinnumark- aðnum. Nýlegar launakannanir stéttarfélaga sýna að heildarvinnu- tími tugþúsunda félagsmanna er að meðaltali 45 til 48 stundir á viku og vinnuvika fjölmennra hópa er 50 til 60 klukkustunda löng. Fyrsti sáttafundurinn í kjaradeilu Eflingar, VLFA og VR með Sam- tökum atvinnulífsins fer fram í dag en reiknað er með að kjaraviðræð- urnar fari í gang af fullum þunga fljótlega upp úr áramótum. Þá losna 82 samningar. Ríkissáttasemjari mun snemma á nýja árinu kynna til sögunnar um tíu manna hóp verk- taka sem munu aðstoða embættið. Fram hefur komið í kjaraviðræð- unum að uppsöfnuð þörf sé fyrir 5-8 þúsund hagkvæmar íbúðir. Þéttingarreitirnir dýrari Pétur Ármannsson arkitekt fór yfir sögu félagslegs húsnæðis á fundi með Eflingu. Hann segir að til að leysa þessi mál hratt og vel þurfi að fá ónumið land. Dýrara sé að byggja á þéttingarreitum. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir könnun benda til að rúmlega helmingur leigjenda eigi minna en 5 milljónir í eigin fé. Miðað við lánareglur dugi það til að kaupa íbúð á 25 milljónir. Slíkar íbúðir séu hins vegar ekki til. Síðustu ár hafi verið reynt að stuðla að meira framboði ódýrari nýrra íbúða en með takmörkuðum árangri. Til að dæmið gangi upp þurfi milligjöf einhvers staðar frá, svo sem húsnæðisstyrki. » 2 og 10 Styttri vinnutími og ódýrari íbúðir  Fyrsti fundur hjá sáttasemjara í dag  Húsnæðiskrafan kallar á aðgerðir Sólbergið frá Ólafsfirði stimplaði sig rækilega inn á fyrsta heila árinu sem skipið var gert út. Alls var afli þessa nýja frystiskips Ramma hf. 12.450 tonn af óslægðum fiski og aflaverð- mætið um 3,8 milljarðar króna. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Ramma, segir að út- gerð Sólbergsins hafi nokkurn veg- inn gengið samkvæmt áætlun. Galli í togvindum hafi þó sett strik í reikn- inginn og þannig hafi gengið illa að veiða grálúðu þar til langt var liðið á árið. Guðmundur í Nesi, frystiskip Út- gerðarfélags Reykjavíkur, fiskaði fyrir rúmlega þrjá milljarða á árinu. Líklegt er að skipið verði selt til Arc- tic Prime Fisheries í Gænlandi. »14 Sólberg Nýtt skip Ramma á Ólafs- firði kom til landsins í maí 2017. Sólbergið stimplaði sig inn  Eineltismál bárust til Vinnu- eftirlitsins í mestum mæli frá starfsmönnum hins opinbera, að því er fram kem- ur í nýútkominni rannsókn Vinnu- eftirlitsins. Þar kemur einnig fram að í flestum tilvikum er ger- andinn einn og gegnir yfirmanns- stöðu. Málsmeðferð innan vinnu- staðar varir oftast í þrjú ár eða lengur, en Ásta Snorradóttir segir starfsöryggi geta skýrt muninn á málum starfsmanna hins opinbera og starfsmanna einkageirans. »22 Eineltismál fleiri á vinnustöðum hins opinbera  Útlit er fyrir að innvegin mjólk til mjólkursamlaga verði liðlega 152 milljónir lítra í ár. Er það meiri framleiðsla en áður hefur þekkst. Hins vegar er reiknað með að fram- leiðslan minnki mikið á næsta ári og verði 5 milljón lítrum minni. Ástæðan fyrir þessum viðsnúningi er sú stefna sem stjórn Mjólkursam- sölunnar tók á síðasta ári að hækka innvigtunargjald sem hefur í för með sér að bændur fá lítið greitt fyrir mjólk umfram kvóta. »6 Enn eitt metárið í mjólkurframleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.