Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
Athafnamaðurinn Lárus Páll Ólafsson fagnar í dag fimmtugs-afmæli sínu. Lárus lauk BA-prófi í heimspeki árið 1995, meist-aragráðu í viðskiptafræði árið 2000, fékk kennsluréttindi árið
2011 og útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2016.
Lárus starfar í dag sem framkvæmdastjóri Klaka ehf., sem sinnir
fjárfestingum og ráðgjöf á alþjóðavísu og sérhæfir sig í hugverkarétti
í nýsköpunarverkefnum.
Lárus segist ekki hafa ákveðið hvernig hann komi til með að halda
upp á afmælisdaginn.
„Ég held örugglega einhvern veginn upp á afmælið, ætla að láta
daginn koma mér á óvart. Það er svo mikið um að vera í kringum jólin
og hátíðarhöldin. Maður heldur bara veislu þegar maður er í stuði til
að halda veislu.“ Þá segist Lárus engar áhyggjur hafa af afmælisdeg-
inum þó svo að hann hafi ekki neitt ákveðið fyrir stafni.
„Það gerist eitthvað skemmtilegt, það gerist alltaf eitthvað
skemmtilegt í kringum mig, ég hef engar áhyggjur. Aldur er frekar
mældur í vinum en í árum.“
Lárus er giftur myndlistarkonunni Jóní Jónsdóttur, f. 1972, og sam-
an eiga þau soninn Frey Lárusson, f. 2013.
Ljósmynd/Snorri Bros
Feðgarnir Lárus Páll ásamt syni sínum, Frey.
Ætlar að láta daginn
koma sér á óvart
Lárus Páll Ólafsson er fimmtugur í dag
J
ón Páll Sveinsson fæddist að
Hofi á Skagaströnd 28.12.
1933 og ólst þar upp til 10
ára aldurs en þá flutti fjöl-
skyldan í Höfðakaupstað.
Jón tók landspróf á Reykjum í
Hrútafirði 1951, lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1956, var við
nám í Kennaraháskólanum í Kaup-
mannahöfn 1973-74 og lauk prófi í sér-
kennslufræðum við Kennaraháskól-
ann í Reykjavík 1990.
Jón var kennari á Þórshöfn og á
Húnavöllum en lengst af í Höfða-
kaupstað þar sem hann var jafnframt
skólastjóri í 20 ár.
Á námsárunum og framan af starfs-
ævinni var Jón sjómaður á sumrin á
fiskiskipum, á síldveiðum, handfærum
og á togurum. Hann rak hrossabú í
Kúskerpi á Refasveit í 20 ár. Nú eru
þau hjón skógarbændur á jörðinni.
Jón Páll Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri – 85 ára
Við skírn Jóns Hrafns Jón og Björk ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Á myndina vantar Pál.
Skólamaður – við sjó-
mennsku og bústörf
Gömul fjölskyldumynd Jón og Björk með börnunum í Kaupmannahöfn 1973.
Reykjavík Sölvi Ragnar
Andrason fæddist 28. apríl
2018 kl. 17.41. Hann vó
4.410 g og var 54,5 cm
langur. Foreldrar hans eru
Þórunn Inga Kristmunds-
dóttir og Andri Jónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar