Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
icewear.is
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Undirbúningur við hönnun á nýju
húsi Alþingis við Vonarstræti hefur
tafist nokkuð. Fyrir um ári voru
uppi áform um að hefja jarðvegs-
framkvæmdir á miðju ári 2018 en
nú er ljóst að þær hefjast ekki fyrr
en á komandi ári.
Að sögn Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis, er vonast
til að hægt verði að fara með verkið
í útboð á næstu mánuðum. Verður
allt verkið þá boðið út í einu.
Helgi segir að forseti Alþingis,
Steingrímur J. Sigfússon, hafi í
samvinnu við fjármálaráðherra
reynt að marka framkvæmdinni
skýran kostnaðarramma, á bilinu
4,2 til 4,4 milljarða króna, og er við
það miðað í fjármálaáætlun ríkis-
stjórnarinnar.
„Í ljós hefur komið að til þess að
ná því markmiði þurfti að gera viss-
ar breytingar á hönnun og fresta
hluta framkvæmdanna, þ.e. þeim
hluta sem ekki þjónar beint megin-
þörfinni, að koma skrifstofum þing-
manna og fundaherbergjum þing-
flokka, svo og nefndaherbergjum og
starfsmönnum nefnda, úr leiguhús-
næði í húsnæði sem Alþingi á og er
á Alþingisreitnum. Allt hefur þetta
tekið sinn tíma,“ segir Helgi en
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur
haldið utan um verkið.
Arkitektar Studio Granda áttu
vinningstillöguna á sínum tíma og
liggur hún til grundvallar frekari
hönnun. Hefur verið unnið að því, í
samráði við arktitektana, að færa
hönnunina nær upphaflegum mörk-
um. Er sú vinna langt komin. Þá
varð það sjónarmið ofan á að bjóða
allt verkið út í einu en ekki byrja
sérstaklega á jarðvegsframkvæmd-
um, eins og upphaflega var áætlað.
Stefnt var að því í upphafi að taka
húsið í notkun árið 2021 en líklegt
er að það dragist til 2022.
„Einnig lá fyrir, þegar vinnings-
tillagan var valin, að breyta þyrfti
tengingunni milli nýja hússins og
Skálans og Alþingishúss. Það er al-
gert grundvallaratriði að sú tenging
sé í góðu lagi, að þingmenn og
starfsmenn hafi það jafnan á tilfinn-
ingunni að þeir séu undir einu þaki.
Þess vegna tölum við stundum um
nýbygginguna sem „viðbyggingu“,“
segir Helgi í skriflegu svari til
Morgunblaðsins.
Tölvumynd/Studio Granda
Vonarstræti Svona kemur nýtt húsnæði Alþingis til með að líta út, við hlið Oddfellowhússins.
Framkvæmdir drag-
ast á Alþingisreitnum
Hönnun langt komin Allt verkið verður boðið út í einu
Neyðarsöfnun Rauða krossins á Ís-
landi vegna ástandsins í Jemen lauk
í gær, alls söfnuðust 47,5 milljónir
króna sem verður varið til neyðar-
aðstoðar á svæðinu, en þar ríkir
gríðarleg neyð vegna átaka og hung-
urs.
Söfnunin hófst í byrjun nóvember
og samanstendur féð af framlagi al-
mennings, deilda Rauða krossins og
nærsamfélaga þeirra sem samtals
nam 15,5 milljónum, framlagi utan-
ríkisráðuneytisins sem var 21 millj-
ón og framlagi Mannvina Rauða
krossins á Íslandi sem voru tíu millj-
ónir. Upphæðinni verður komið
áleiðis til Alþjóðaráðs Rauða kross-
ins sem starfar á svæðinu í samstarfi
við jemenska Rauða hálfmánann.
Í tilkynningu frá Rauða krossin-
um er haft eftir Atla Viðari Thor-
stensen, sviðsstjóra hjálpar- og
mannúðarsviðs Rauða krossins, að
augljóst sé að fólk á Íslandi láti sig
neyð fólks svo sannarlega varða.
„Við höfum fengið framlög frá inn-
lendum félögum, fólk hefur gefið í
neyðarsöfnunina í stað þess að gefa
jólagjafir, börn hafa safnað pen-
ingum með hlutaveltu og ein-
staklingar hafa gefið afrakstur
vinnu sinnar til neyðarsöfnunar-
innar,“ er haft eftir Atla í tilkynning-
unni.
„Ef þetta er ekki sannur jólaandi
og samhugur í verki þá veit ég ekki
hvað. Þá viljum við einnig þakka ut-
anríkisráðuneytinu sérstaklega fyrir
þeirra stuðning en framlag ráðu-
neytisins er í einu orði sagt frá-
bært,“ segir Atli í tilkynningunni.
AFP
Jemen Bassem Hassan er tveggja
ára og þjáist af næringarskorti.
Hátt í 50 milljónir
söfnuðust fyrir Jemen
Sérstök skotsvæði fyrir flugelda
verða afmörkuð á Skólavörðuholti,
Klambratúni og við Landakot á
gamlárskvöld. Á þessum stöðum hef-
ur safnast mikill mannfjöldi ár hvert
og með þessu er verið að draga úr
hættu á slysum af völdum skotelda.
Skotsvæði með traustum skotpöll-
um voru afmörkuð með keilum á
Skólavörðuholti og Klambratúni í
fyrra og nú bætist Landakotstún við.
Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru
þungir samsoðnir hólkar, enda
tryggir það öryggið að hafa trausta
undirstöðu fyrir flugeldana. Gæslu-
liðar verða á þessum þremur stöðum
meðan flestir koma þar saman á
tímabilinu frá kl. 22-01.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Reykjavíkurborg. Þar segir enn
fremur að borgin hafi í samstarfi við
lögregluna ákveðið að loka fyrir bíla-
umferð á Skólavörðuholti til að
tryggja betur öryggi íbúa og gesta á
svæðinu.
Fram kemur að Rakel Kristins-
dóttir, íbúi í Hlíðunum, hafi í sam-
vinnu við íbúasamtök og Reykja-
víkurborg unnið að þessu verkefni.
Hún segir að þegar mikill mannfjöldi
safnist saman með skotelda aukist
hættan verulega. Íbúasamtökin hafi
haft af þessu áhyggjur og ekki viljað
bara sitja hjá.
Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í
Hlíðunum á að hittast á Klambratúni
í stað þess að skjóta upp skoteldum í
görðum og úti á götu þar sem enginn
er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun
meiri en hún átti von á og margir
sýndu stuðning um sl. áramót með
því að að mæta á Klambratún.
Forsvarsmenn Hallgrímskirkju
og Landakotskirkju hafa gefið leyfi
til að afmarka skotsvæði fyrir utan
kirkjurnar, enda er haft í huga að
staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum
og hafa skotstefnu frá þeim.
Svæði til að skjóta
upp flugeldum
Skólavörðuholt,
Klambratún og
við Landakot
Morgunblaðið/Hari
Flugeldar Hægt verður að skjóta
upp flugeldum á fjórum stöðum.