Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 ✝ Valgarður Eg-ilsson fæddist á Grenivík 20. mars 1940. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. desember 2018. Foreldrar hans voru Egill Áskels- son, kennari, sjó- maður og bóndi í Hléskógum í Grýtu- bakkahreppi, f. 28. febrúar 1907, d. 25. janúar 1975, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 22. ágúst 1905, d. 10. desem- ber 1973, húsfreyja frá Lóma- tjörn. Systkini Valgarðs eru Sig- urður Hreinn Egilsson, f. 26. september 1934, Lára Egils- dóttir, f. 23. desember 1935, eru Jórunn Viðar, f. 16. júní 1969, Einar Vésteinn, f. 26. júní 1973, d. 3. mars 1979, Vésteinn, f. 12. nóvember 1980, og Einar Steinn, f. 22. ágúst 1984. Dóttir Valgarðs af fyrra sambandi er Arnhildur, f. 17. ágúst 1966, móðir: Dómhildur Sigurðar- dóttir kennari. Valgarður keppti í hlaupi og sundi á yngri árum og setti Ís- landsmet í 500 metra bringu- sundi haustið 1958. Valgarður varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1961. Hann lauk prófi í læknis- fræði frá Háskóla Íslands 1968 og doktorsprófi frá University College í London tíu árum síðar. Hann starfaði sem sérfræðingur í frumumeinafræði við Rann- sóknastofu Háskóla Íslands frá árinu 1979 og var yfirlæknir frá árinu 1997 til 2010 er hann lét af störfum. Hann var klínískur prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands frá árinu 2004. Valgarður var virkur í félags- störfum, var m.a. formaður Listahátíðar í Reykjavík 1990 og 1994 og varaforseti Ferða- félags Íslands. Hann var leið- sögumaður ferðamanna um ára- bil, einkum um eyðibyggðir við norðanverðan og austanverðan Eyjafjörð. Eftir Valgarð liggur fjöldi vísindagreina og nokkrar út- komnar bækur: Leikritið Dags hríðar spor (1980), sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Hann þýddi leikritið Amadeus eftir Peter Shaffer ásamt Katrínu konu sinni, en það var sýnt í Þjóðleik- húsinu 1982. Eftir hann eru ljóðabækurnar Ferjuþulur (1985), Dúnhárs kvæði (1988) og Á mörkum (2007), endurminn- ingabækurnar Waiting for the South Wind (2001) og Stein- aldarveislan (2014) og smásög- urnar Ærsl (2017). Þá skrifaði hann í Árbækur Ferðafélags Ís- lands. Útför Valgarðs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 28. desember 2018, klukk- an 15. Bragi, f. 19. júní 1937, d. 28. mars 1958, Áskell Hann- esson Egilsson, f. 28. ágúst 1938, d. 1. september 2002, Egill Egilsson, f. 25. október 1942, d. 13. desember 2009, óskírður Egilsson, f. 1944, d. 1944, og Laufey Egilsdóttir, f. 5. ágúst 1947. Eftirlifandi eiginkona Val- garðs er Katrín Fjeldsted lækn- ir og fv. alþingismaður, f. 6. nóvember 1946, for. Lárus Fjeldsted forstjóri, f. 30. ágúst 1918, d. 9. mars 1985, og Jórunn Viðar, f. 7. desember 1918, d. 27. febrúar 2017. Börn Valgarðs og Katrínar Í nóvembermánuði sl. átti ég leið um Hólatorg og ákvað að kíkja við hjá Valgarði frænda. Valgarður var sjálfum sér líkur, tók mér fagnandi og við ræddum allt milli himins og jarðar eins og svo oft áður. Svo þurfti ég að þjóta. Mánuði síðar kom kallið og maður er minntur á hve lífið er hverfult. Ég er því afar þakklát þessari síðustu stund sem við Valgarður áttum saman. Valgarður var einstakur mað- ur, mikill húmoristi og fræðimað- ur. Hann vissi allt. Ég kynntist Valla og Katrínu best þegar þau bjuggu í London þar sem þau stunduðu sitt sérfræðinám. Ég kom gjarnan við á leið heim frá Frakklandi og dvaldi hjá þeim í nokkra daga. Við Valli náðum strax vel saman, hann sýndi mér borgina, við settumst niður á kaffihús eða pöbba og þá tók hann oftar en ekki upp blað og blýant og teiknaði krabbameins- frumur og útskýrði rannsóknir sínar fyrir mér. Ég get ekki sagt að ég hafi skilið allt sem hann sagði en teikningarnar voru óborganlegar. Á leið okkar um borgina átti hann það til að sýna listir sínar á miðju Oxfordstræti með því að ganga á höndum nið- ur allt strætið eða hanga á haus í hringjunum í neðanjarðarlest- inni. Valli var ólíkindatól sem gaman var að vera með. Það lá því beinast við að við Guðjón giftum okkur í London. Valgarður fann prest uppi á kirkjuþaki, hann var að gera við þakið og fól honum að gefa okkur saman. Svo var partí heima hjá Valla og Katrínu. Ógleymanlegur dagur þar sem Valli fór gjörsam- lega á kostum og þeir nafnar báð- ir, pabbi og hann. Á ættarmótum Lómatjarnar- ættarinnar var Valli alltaf hrókur alls fagnaðar. Ógleymanleg er bátsferðin út í Flatey á Skjálf- anda en þá stóðu þeir bræður, Valgarður og Egill í stafni og sögðu frá staðháttum í Fjörðum á þeim tíma þegar langamma mín, amma þeirra bræðra, var að alast þar upp. Nú eru þessir tveir höfðingjar horfnir af sjónarsvið- inu. Elsku Katrín, Arnhildur, Jór- unn, Vésteinn og Einar Steinn. Við Guðjón vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minningin lifir um góðan fjölskylduföður og vin. Öll munum við sakna Valla og þá er gott að geta flett í minningabók- inni og rifjað upp ýmis augnablik. Sumar minningar eru sárari en aðrar en þegar upp er staðið þá átti Valli gott líf sem ber að þakka. Vera Ósk Valgarðsdóttir. Ég kynntist Valgarði Egils- syni frænda mínum ekki fyrr en fyrir fáum árum. Hann hafði þá sent frá sér stórmerkilega bók, Steinaldarveisluna, og hún pass- aði rækilega við það sem ég var að grúska í. Ég setti mig í sam- band við hann til að fræðast bet- ur um lífið í Fjörðum, okkar sam- eiginlegu ættarslóðum. Ég hugðist fræðast um fólk sem hefði alist upp í Fjörðum og ég gæti tekið viðtöl við til að skrá- setja horfinn heim. Það voru forréttindi að þekkja Valgarð. Hann var fluggáfaður, með ólíkindum fróður og einhver sá lúmskasti húmoristi sem ég hef kynnst. Hann var svo óvenju- lega saman settur að vera í senn mikilsháttar vísindamaður og op- inn fyrir alls kyns furðum úr fróðleik úr þjóðardjúpunum. Hann var grúskari af guðs náð. Þegar ég keyrði með honum norður yfir heiðar komst ég að því að hann kunni reiðinnar býsn af gömlum fróðleik. Sennilega hefur hann kunnað Landnámu utanbókar. Það var hægt að fletta upp í honum eins og al- fræðibók. Ég vissi fyrir að hann var hagmæltur og þegar við ók- um saman norður kváðumst við á. En það var sama hvað var gert, það var ekki hægt að láta sér leiðast með Valgarði. Stundum var erfitt að ráða í hvað hann var að hugsa. Stund- um kipptist hann örlítið við og horfði orðalaust til himins, eins og eitthvað hefði lostið hann, hugljómun eða hugdetta, sem stundum kom fram á varirnar og stundum ekki. Kannski var það þessi eilífð sem sumt fólk hefur í sér og Valgarður hafði mikið af. Kannski var það forvitnin sem maður sá stundum kvikna með honum því hann var alltaf að bæta við sig þekkingu, safna í forðann, menntun var honum ævistarf en ekki eitthvað sem lýkur við skólaútskrift. Hann gat verið hiklaus, ófeiminn við að segja ef honum líkaði ekki eitt- hvað, enda þótt meira prúðmenni sé varla hægt að finna. Honum var meinilla við að farið væri rangt með örnefni. Þó var hann reiðubúinn að sjá í gegnum fing- ur sér, ég útskýrði fyrir honum að ég væri alls ekki sú manngerð sem gefið væri að muna örnefni, né heldur lægi ættfræði sérlega vel fyrir og hann fyrirgaf mér hvern galskap. Valgarður átti til heilmikinn galskap sjálfur, lengst uppi á fjalli í ferð út í Fjörður samdi hann, setti á svið og lék jafnharðan einþáttung um bjarndýr, skyldan bjarndýrasögu sem ég heyrði fyrst frá afa mín- um sem barn og heyrði svo aftur hjá Valgarði síðar. Valgarður var örlátur á þekk- ingu sína. Kannski var hann þó í og með dulur og ógjarnt að fjöl- yrða um það sem var honum heil- agast. Í Steinaldarveislunni, sem er „veraldarsaga“, er einnig per- sónulegur og sár tónn – um barnsmissi. Um þetta áttum við einkasamræður því þetta stend- ur mér líka nærri. Ég hef ekki átt meira nærandi samræður um barnsmissi en þær. Mér varð oft hugsað að ein- hver þyrfti að skrá niður þekk- ingu Valgarðs. Hann orðaði það sjálfur með þessum hætti: Það þyrfti að stoppa mig upp og setja mig á Þjóðminjasafnið. Nú er það víst of seint. Það er mikill missir að Valgarði. Með Valgarði hverf- ur heill heimur. Það er gæfa að hafa fengið að kynnast honum. Ég votta fjölskyldu hans sam- úð mína. Hermann Stefánsson. Látinn er fyrir aldur fram sá snjalli maður, lærði vísindamað- ur og góði drengur, Valgarður Egilsson. Við höfum átt góð sam- skipti nú um hríð og mér mik- ilvæg, enda maðurinn sérlega fær á mörgum sviðum og fróður, merkur höfundur og óvenju- skemmtilegur sagnamaður, ekki síst í þeim góða og kímna ís- lenska stíl. Við höfum og nú um sinn átt sameiginlega afkomend- ur og þá ekki af verra taginu, dótturbörn mín og sonarbörn hans. Mér finnst ömurlegt að fá ekki að spjalla við þann góða mann aftur og að ekki skyldi rætast spá mín er ég nýlega kvað fyrir hann afmælisvísur sem enduðu svo: „... seint fellir Elli Val- þann garð“. Þar varð ég sorglega lítt sann- spár. Ég á því miður ekki von á nýju spjalli okkar en þá kemur í hugann brot úr ávarpi próf. Jóns Helgasonar til höfundar Hungur- vöku: „Og þó getur verið ef þín trú var rétt og þig ég að lokum finni en hæpnara miklu ef mín trú er rétt hvort muni það nokkuru sinni.“ Ekki vissi ég trú Valgarðs en væri hún á þann veg, að menn haldi áfram þessu lífsbasli ein- hvers staðar, gæti svo farið, og þá helst uppi á mjúku skýi austur af Grímsey, í stíl við það sem Puebló-fólkið í Ameríku trúði. Ekki væri það dónalegt í góðu skýjafari og víðu útsýni. Ég vil þá ávarpa hann sjálfan: „Þú Heiðursþingeyingur. Ég kveð þig hryggur. Var að gæla við að fá að elta þig í eina þína ferð um æskuslóðir og Fjörðurn- ar góðu. Ég hef ekki komið þar en að vísu séð þær álengdar utan af sjó í síldarleit. Þá fann ég til nokkurs frændskapar, því við Hornstrendingar eigum líka að nágrönnum Fjördur, eins og það hét á málinu, Jökulfjördur, sem að vísu ekki tilheyra Hornströnd- um sjálfum. En hver veit nema ég gamlist samt til að komast a.m.k. þar í land með honum tengdasyni mínum. Þá á ég vafa- laust eftir að heyra í sólarþok- unni rólega rödd sagnasnillings- ins lýsa því óræða landslagi, sjávarhljóðinu og tæpum götu- slóðum, jafnvel aftur söguna af þessari Greenwich sem jarðar- baugar eru kenndir við. Þú varst ungur sannfærður um að það væri Grenivík, sá merki staður í sveitinni og eðlilegt að þar væri sjálf heimsmiðjan. Hvað sem því líður, ertu kært kvaddur, með samúðarkveðjum okkar Gro Tove til eftirlifenda.“ Eyvindur Pétur Eiríksson. Nú er hagleiksmaðurinn Val- garður Egilsson allur og það er í raun furðulegt hvað honum varð úr verki miðað við alla þá hæfi- leika sem honum voru gefnir. Svo fjölþættir hæfileikar eiga það til að draga úr verkgetu. Það átti sannarlega ekki við um Valgarð sem skilaði af sér ótrúlega fal- legu verki hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Og ég skuldaði hon- um alltaf fræðilega hugleiðingu um skáldskap hans, hugleiðingu sem mér fannst ég aldrei hafa burði til að inna af hendi svo að verðugt væri. Vísindin og skáldskapurinn lifðu í sátt og samlyndi hjá Val- garði. Ég hef ekki aðra skýringu á þessari sjaldgæfu og farsælu sambúð en þá að hann var forfall- inn fagurkeri. Hann leitaði feg- urðarinnar í öllu sínu verki af mikilli ástríðu. Þetta var í raun siðferðileg krafa gagnvart lífinu; kannski jafngömul mannkyninu. Þegar hann horfðist í augu við formóður sína sem hlotið hefur nafnið Lucy spurði hann hana um vegferð okkar. Í spurninni spannaði skáldskapur hans alla tíma. Hann var nútímamaður sem stundaði vísindarannsóknir; hann var steinaldarmaður sem leitaði máttarorðsins og hann reyndi að sameina þetta tvennt: Ég veit ekki neitt annað íslenskt skáld sem var jöfnum höndum vísindamaður og skáld nema ef vera skyldi Jónas. Ljóðabálkur- inn Formationes á enn eftir að fá þá umfjöllun sem hann verð- skuldar einmitt vegna þessa. Þegar ég minnist stundanna sem við áttum saman hellist söknuðurinn yfir mig. Eitt sinn fórum við saman í sumarbústað ömmu minnar að sinna vorverk- um. Og íhuguli borgarmaðurinn breyttist skyndilega í allt sjáandi náttúrubarn sem skynjaði hver einustu blæbrigði í gróandinni, svo óð hann út í á og tók á stein- um sem ég gat ekki bifað þó að ég hafi alltaf verið með krafta- dellu. Mig grunar að hann hafi verið maður ekki einhamur eins og afi hans Jóhann Bessason. Hann hleypti mér líka inn í vé sín þegar hann var að leggja loka- hönd á bók sína Á mörkum. Við áttum algerlega einlægar um- ræður um dýpstu rök tilverunnar meðan við hugleiddum ljóð hans og rökræddum heildarmynd bók- arinnar. Hann hefði ekki verið fær um að gera sig svo berskjald- aðan nema vegna mikils innri styrkleika. En fyrst og fremst var Val- garður lýriker. Sannur lýriker getur galdrað fram þá tilfinningu að hugurinn fái raunverulega snertingu við umheiminn. Á slík- um andartökum verður heimur ljóðsins nýr og áþreifanlegur veruleiki. Þannig skynja ég enn hið gullfallega ljóð Lútir störin. Og nú er komið að mér að lúta höfði í þögn og þakklæti fyrir dulmagnaðar stundir. Elsku Anní, Jórunn, Vésteinn og Einar Steinn, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur frá okkur Kristínu, tengdapabba og stúlkunum. Jón Thoroddsen. Ég sá Valgarð fyrst heima hjá Lovísu mágkonu hans á Háteigs- veginum þegar ég var rúmlega tvítug. Lovísa hélt alltaf bestu partíin á þessum árum en koma Valgarðs þetta kvöld var óvænt enda hann nokkrum árum eldri. Það sópaði að honum, fjallmynd- arlegur, mælskur og frumlegur og hann varð fljótt miðpunktur samkvæmisins. Á heimleið um nóttina urðum við nokkur sam- ferða honum og lá leiðin yfir Miklatún. Þó þetta væri að vetri til var Valgarður í sumarfrakka og á blankskóm sem hindraði hann ekki í að taka nokkur handa- hlaup, gott ef ekki líka heljar- stökk. Ljóst var að þarna var maður sem var jafn vel á sig kominn og sumar fornsagnahetj- urnar, sem lýst er svo vel í Ís- lendingasögunum. Það liðu mörg ár þar til leiðir okkar Valgarðs lágu aftur saman. Þá sat ég í stjórn Listahátíðar og hann kom inn sem nýr formaður vorið 1992. Verkefni okkar, ásamt góðu fólki, var að undirbúa Listahátíð á lýð- veldisafmælinu 1994. Að loknum fyrsta fundinum komst Valgarð- ur að því að ég væri á leið á Wag- ner-hátíðina í Bayreuth og hann varð strax áhugasamur. „Náðu fyrir okkur í Wagner-óperu,“ sagði hann við mig. Uppsetning fyrstu Wagner-óperu á Íslandi væri jú verðugt verkefni fyrir listahátíð á tímamótum. Ég tók hann á orðinu og fékk samtal við Wolfgang Wagner, hátíðarstjóra í Bayreuth, með þessa málaleitan og hann tók mér betur en nokk- urn hefði grunað. Sagðist strax vel vita hvað íslensku fornbók- menntirnar hefðu þýtt fyrir afa sinn og vildi liðsinna okkur sem best hann gæti. Hann kom tvisv- ar til Íslands og tók að sér list- ræna yfirumsjón verkefnisins, sem samkvæmt hans tillögu var uppfærsla á Niflungahringnum, styttum í eins kvölds sýningu. Uppástungan var byltingar- kennd, slíkt hafði ekki verið gert áður. Við Valgarður tókum hönd- um saman um að berjast fyrir að sýning þessi yrði að raunveru- leika. Það var gífurleg vinna og margir voru úrtölumennirnir. Það þurfti að útvega mikið fjár- magn auk þess að leiða sinfóníu, óperu og Þjóðleikhús saman til samvinnu. Þetta kallaði á nánast daglegt samstarf og samráð okk- ar Valgarðs í næstum tvö ár. Í kjölfarið fylgdu svo stofnun Wag- ner-félagsins og áhersla þess á rannsóknir á mikilvægi íslensku bókmenntanna fyrir Wagner og Niflungahringinn, sem skiluðu sér í bók Árna Björnssonar, Wagner og Völsungar, á þremur tungumálum. En upphafsmaður- inn að þessu öllu var Valgarður. Kannske lá það sumpartinn að baki áhuga hans á að fá Wagner til Íslands að hann vildi með því gleðja tengdamóður sína, Jór- unni Viðar, sem hann mat flest- um öðrum fremur. Seinna gat ég, sem formaður Wagner-félagsins, launað honum með því að útvega honum nokkra miða á Meistarasöngvarana í Bayreuth. Þangað fór hann með Jórunni og dætrum og var ferðin afmælisgjöf fjölskyldunnar til Jórunnar, sem var að verða ní- ræð. Meistarasöngvararnir voru uppáhaldsóperan hennar og gamall draumur rættist að sjá hana í Bayreuth. Ferð þessari eru gerð skil í kvikmynd Ara Al- exanders Ergis Magnússonar um Jórunni. Valgarður var einstakur maður og í raun engum líkur; þeim sem ég hef þekkt, svo óvenjulegur og frumlegur, haf- sjór af fróðleik og brennandi í sínum áhugamálum, hver sem þau voru hverju sinni. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð, blessuð sé minning hans. Selma Guðmundsdóttir. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,“ kvað Tómas Guð- mundsson forðum og það má til sanns vegar færa. Ekki aðeins reynir á ratvísi okkar við að feta krákustíga tilverunnar, heldur einnig umgengi við samferða- menn okkar. Oftar en ekki verða á vegi okkar áhugaverðir og skemmtilegir menn á þessu ferðalagi, sem bæta og auðga til- veruna og gera ferðalagið létt- bærara. Í mínu tilviki var einn þessara manna Valgarður Egils- son. Mér er ómögulegt að muna hvernig fyrstu kynni okkar bar að. Ég var nýkominn heim úr námi og hafði slegið upp búðum í skonsu í Gamla þvottahúsinu á Landspítalalóðinni, en Valgarður leiddi þá Rannsóknastofu í frumulíffræði á fyrrum heimavist Hjúkrunarskólans. Ég man það eitt að þegar mér miðaði ekkert í rannsóknum mínum heimsótti ég iðulega Valgarð og Vilmund Guðnason, hans hægri hönd á þessum tíma. Þar reyktum við smávindla, drukkum kaffi og röfluðum okkur rænulausa. Oftar en ekki voru hvatberar aðalum- ræðuefnið, þessi orkuver frum- unnar, sem voru Valgarði sér- staklega hugleikin. Svona eftir á að hyggja miðaði mér kannski svona lítt í eigin rannsóknum af því að það var svo gaman á heimavist Hjúkrunarskólans! Þar kom að ég hætti vísinda- iðkun og fór að selja rannsókna- vörur. Valgarður gerði góðlátlegt grín að mér, kallaði mig Brask- Ara og fyrirtæki mitt Gróða- kompaníið. Um það leyti var Val- garður fluttur með rannsókna- stofu sína í Gamla þvottahúsið og svo skemmtilega vildi til að skonsan, sem var rannsóknastofa mín forðum, var nú skrifstofa Valgarðs. Sem sölumaður átti ég tíðum erindi þangað, reyndi að selja honum eitthvert dót. Þær ferðir voru sjaldnast til fjár, ég endaði inni á skrifstofu hjá Val- garði, við ræddum um heima og geima og ég fór án teljandi sölu en uppfullur af þjóðlegum fróð- leik og vísindalegum ráðgátum. Í einni slíkri heimsókn spurði ég Valgarð hvort hann virkilega vanhagaði ekki um eitthvað. Hann hugsaði sig um stutta stund og sagði svo að sig vantaði sárlega hamraðan pappír, það væri hvorki hægt að skrifa né teikna á venjulegan ljósritunar- pappír. Næst þegar ég átti leið hjá færði ég honum pakka af hömruðum pappír. Valgarður tók þá blað úr pakkanum, rissaði upp í skyndi hugmyndir sínar um orkubúskap frumunnar og gaf mér. Ég á þetta blað einhvers staðar og þegar ég finn það ætla ég að ramma það inn og hengja upp á vegg, Valgarði til heiðurs. Hann kom alltaf fram við mig sem jafningja og ég fékk að njóta skarpskyggni hans og kostulegr- ar kímnigáfu. Síðast þegar ég hitti Valgarð gaf hann mér eintak af bók sinni Steinaldarveislan. Þarna samein- ast rithöfundurinn og vísinda- maðurinn, bókin heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna, en fyrst og síðast óður til horf- inna kynslóða og sveitarinnar sem fóstraði hann. Grenivík, Höfðahverfi og Fjörður voru orkuver Valgarðs og ég trúi því að hann njóti nú samvista við Bessa í Skógum, Þuríði á Aust- ari-Krókum, Guðrúnu á Stór- hamri, séra Jón á Þönglabakka og alla hina sem stóðu að hans erfðafræðilega upplagi. Vertu sæll, Valgarður, og takk fyrir mig. Ari Kr. Sæmundsen. Valgarður Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.