Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 32

Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 ✝ Nanna ÞrúðurJúlíusdóttir fæddist á Bíldudal 9. júní 1926. Hún lést 8. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Ásbjörn Júlíus Nikulásson, f. 1. júlí 1884 á Uppsölum í Ket- ildalahreppi, d. 15. desember 1939, og María Guðbjörg Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1886 í Reykjafirði í Suðurfjarðahreppi, d. 17. ágúst 1976. Systkini Nönnu voru Ingi- mar og Margrét en þau eru bæði látin. Nanna giftist Friðriki Árna Kristjánssyni hinn 4. janúar 1947. Friðrik Árni fæddist í Stapadal í Arnarfirði 1. ágúst 1922. Hann lést á heimili þeirra 1. október 2009. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson, f. 24. október 1844 á Borg í Arnar- firði, d. 8. apríl 1928, og Guðný Guðný, Friðrik og Davíð. 3) Ingvi, f. 16. ágúst 1950, maki El- ín Ellertsdóttir, f. 22. ágúst 1954, börn þeirra: Guðni, Ellert Geir, Sindri Snær, Ægir Örn og Friðrik Árni. 4) Margrét Elín, f. 24. mars 1952, sambýlismaður hennar var Pétur Þór Elíasson, f. 26. júlí 1948, d. 11. mars 1982. Dóttir hennar og fyrrverandi eiginmanns, Ómars Awad, er Miriam Petra. 5) Kristján, f. 24. febrúar 1954, maki Guðbjörg Lára Wathne, f. 5. desember 1958, dætur þeirra: Ásta Hrönn og Maríanna. Dóttir Kristjáns og Lilju Einarsdóttur var Krist- ín Björk, f. 11. apríl 1982, d. 5. febr. 2009. 6) Guðný, f. 10. jan- úar 1956, d. 25. ágúst 1969. Barnabörnin eru orðin tuttugu og eitt. Nanna og Friðrik bjuggu lengst af á Grænabakka á Bíldu- dal en fluttu yfir í Tálknafjörð 1972 þar sem Nanna vann mörg ár á skrifstofu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar. Eftir lát Friðriks bjó Nanna áfram í Tálknafirði en 2014 flutti hún á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún lést. Útför Nönnu var gerð frá Fossvogskirkju 14. desember en jarðsett verður í Bíldudals- kirkjugarði. Guðmundsdóttir, f. 7. október 1881 á Horni í Mosdal í Arnarfirði, d. 5. september 1957. Fósturforeldar Friðriks voru Bjarni Árnason, f. 28. júní 1897, d. 19. maí 1972, og Krist- jana Th. Ólafs- dóttir, f. 6. janúar 1898, d. 11. maí 1983, en þau bjuggu m.a. í Lauf- ási í Bakkadal í Arnarfirði, en til þeirra kom hann átta ára gam- all. Börn Nönnu og Friðriks eru: 1) María Birna, f. 19. október 1946, maki Bárður Árnason, f. 17. október 1944, börn þeirra: Nanna Björk, Árni Gunnar og María Guðbjörg. 2) Bjarney Kristjana, f. 4. júlí 1949, maki Pétur Sveinsson, f. 8. janúar 1941. Börn Bjarneyjar og fyrr- verandi maka, Höskuldar Dav- íðssonar, f. 1. janúar 1948, eru: Seinnipartinn í september 2009 dreymdi mig draum. Pabbi stóð við opnar dyrnar á svarta bimmanum, hristi hausinn og beið. „Mamma þín er ekki enn bú- in að pakka niður.“ Meira man ég ekki úr draumnum en þetta atriði er mjög skýrt. Það liðu ekki margir dagar þangað til pabbi fór, hann var tilbúinn og fór 1. október. Mamma var ekki tilbúin þá, en 8. desember sl. var hún tilbúin að pakka niður og fara. Hún mamma var mikil handavinnukona, hún saumaði fötin á okkur krakkana og prjónaði. Þegar um hægðist þá fór handavinnan að breytast. Fyrst fór hún að mála á dúka en svo fóru þeir að fæðast einn af öðr- um, jólasveinarnir hennar. Þeir gerast ekki fallegri eða betur unnir, fötin prjónuð á prjóna nr. 2, vettlingarnir með þumlum, sokkarnir með Halldóruhæl og svo klæddir í roðskó. Pabbi sá um áhöldin meðan hann lifði en þá tók tengdasonurinn við. Þessir fallegu sveinar sem hún bjó til eru yfir 1.000 og komnir víða um heim. Eftir lát pabba var mamma ein í Tálknafirði. Það er gott að hafa skipulag á deginum, hún vaknaði alltaf kl. níu og horfði á Glæstar vonir, fékk sér hafra- grautinn sinn að því loknu. Kl. eitt settist hún með Íslendinga- sögurnar og las upphátt fyrir sjálfa sig í klukkutíma. Ég veit ekki hvað bækurnar eru margar en ef ég man rétt þá var hún komin í bók númer 15 þegar hún flutti á Hrafnistu í Hafnar- firði haustið 2014. Á Hrafnistu tók hún fljótlega þátt í handverkinu þar og þá kom í ljós nokkuð sem „hún vissi ekki að hún gæti“ eins og hún sagði, því hún byrjaði að mála 88 ára gömul. Myndirnar hennar eru ótrúlegar, hvort það voru börn eða blóm, eftirmyndir af Van Gogh-málverkum eða gamall íslenskur bóndabær, höndin var styrk og drættirnir í myndunum og litablöndunin frábær. En nú er mamma farin í sumarlandið til endurfunda við ástvini, endurfunda sem vafa- laust hafa verið kærkomnir og langþráðir. Góða ferð í sumarlandið, mamma mín, og þakka þér fyrir allt, Lilla, Margrét Elín. Elsku besta amma Nanna. Sælar eru minningar okkar um heimsóknir til þín og afa vestur á Túngötuna á Tálkna- firði þegar við vorum yngri. Alltaf tókuð þið hjartanlega vel á móti okkur, amma yfirleitt með nýbakað kóngabrauð og djúsinn tilbúinn til blöndunar í bronsglösunum, eða þá kjötsúp- an ilmandi og hlý ef við vorum seint á ferðinni. Hugsað var til alls til að dvölin okkar væri hin besta og skemmtilegasta. Dugnaðurinn í þeim gömlu hjónum var aðdáunarverður og samrýndin mikil og liggja eftir þau margir fallegir munir. Þar má helst nefna alla handunnu jólasveinana sem voru prjónaðir af ömmu og afi sá um tréverkið sem fylgdi þeim. Þeir jólasvein- ar urðu þó nokkuð margir og prýða þrettán slíkir sveinar flest öll heimili hjá afkomend- um, sem hafa eflaust hugsað hlýtt til þeirra hjóna um jólin innan um nærveru sveinanna. Eins vel og tekið var á móti okkur á Túngötunni þá voru kveðjurnar þegar við fórum heim ekki síðri. Þau gömlu hjónin fylgdu okkur iðulega út fyrir verönd, kvöddu og veifuðu til okkar, á meðan við sem í bílnum sátum keyrðum út göt- una, horfandi út um aftur- rúðuna á bílnum, veifandi á móti. Það mætti segja að okkur líði örlítið eins núna, þegar við kveðjum þig með söknuði í hinsta sinn. Við munum svo sannarlega sakna þín, elsku amma, og minnast allra góðra minning- anna sem við varðveitum í hjörtum okkar um ókomin ár. Við trúum því og vonum að ást- vinir okkar sem farnir eru hafi tekið hlýlega og vel á móti þér í sumarlandinu góða og vonum að þú vakir yfir okkur þangað til við hittumst næst. Guð geymi þig. Þínar sonardætur, Ásta Hrönn og Maríanna Kristjánsdætur. Nanna Þrúður Júlíusdóttir ✝ Hrafnhildur R.Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 16. janúar 1962. Hún lést 12. desem- ber 2018. Foreldrar Hrafn- hildar eru Halldór Hjaltason, f. 12. mars 1938, og Þór- dís M. Sigurðar- dóttir, f. 2. maí 1942. Systir Hrafn- hildar er Sif Ellen Halldórs- dóttir Bohne, f. 6. apríl 1965. Öll búsett í Flórída í Bandaríkjun- um. Hrafnhildur var tvígift. Árið 1985 giftist hún Hilmari Hreins- syni, flugumferðarstjóra, f. 21. febrúar 1959. Þau slitu sam- vistum. Börn Hrafnhildar og Hilmars eru: 1) Ragnar Þór, raf- virki f. 8. september 1986, 2) Brynjar, heilbrigðisverkfræð- ingur, f. 6. september 1988, 3) Elsa Margrét, læknanemi f. 15. júlí 1992, maki Bjørnar Krist- offersen, læknir. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum árið 2009, Bene- dikt Gröndal, tæknifræðingi, f. High School, árið 1980. Hún lauk A.A.S. gráðu í hjúkrun frá Suffolk County Community Col- lege í New York árið 1982 og kláraði í framhaldi Bachelor of Science gráðu í hjúkrun frá Stony Brook University í New York árið 1988. Hún hafði áhuga á forystu og stjórnun og lauk diploma-gráðu í stjórnun og rekstri í heilbrigðisvísindum árið 2005. Árið 2015 lauk hún síðustu gráðunni sinni sem var frá læknadeild Háskóla Íslands, meistaragráðu í lýðheilsuvísind- um (Master of Public Health). Hrafnhildur starfaði alla tíð við hjúkrun á ýmsum sviðum, bráða-, hand- og lyflækninga- og öldrun. Lengst af starfaði hún hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins eða yfir 23 ár. Störf hjá heilsugæslunni voru marg- þætt m.a verkefnastjórnun í skólaheilsugæslu, yfirhjúkr- unarfræðingur á Heilsugæsl- unni í Mosfellsumdæmi og síðast sem svæðisstjóri á Heilsugæsl- unni í Mjódd. Hún var virkur fé- lagi í Fíh, á árunum 1999-2007 gegndi hún trúnaðarstörfum m.a í kjaranefnd og samninga- nefnd Fíh. Hrafnhildur var í stjórn Rauða krossins í Hafnar- firði í átta ár. Hún gekk í Odd- fellow regluna árið 2013. Útför Hrafnhildar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. desember 2018, klukkan 13. 2. október 1963. Foreldrar Bene- dikts voru María Kristín Tómasdótt- ir, f. 7. desember 1931, d. 25. júlí 2015, og Þórður Gröndal, f. 20. sept- ember 1931, d. 21. júlí 1996. Sonur Hrafnhildar og Benedikts er Sig- urður Andri Grön- dal, f. 3. október 2007. Fyrri eiginkona Benedikts var Ragn- hildur Teitsdóttir, f. 25. janúar 1963, d. 23. janúar 1997. Börn Benedikts og Ragnhildar eru Sveinbjörn, f. 8. janúar 1984, d. 26. maí 1984, Ágúst Már, f. 8. október 1985, og Anna Guðný, f. 24. nóvember 1988. Barnabörn Benedikts og Ragnhildar heit- innar eru fimm. Hrafnhildur ólst upp til sjö ára aldurs í Reykjavík. Árið 1969 flutti fjölskyldan búferlum til Bandaríkjanna, þar bjó hún úti á Long Island í New York, í tæp 18 ár. Hún flutti ein aftur til Íslands árið 1984. Hrafnhildur lauk stúdentsprófi frá Sachem Elsku besta mamma mín, það tóm sem ég finn fyrir eftir að þú kvaddir okkur, er óendanlegt. Þú varst alltaf kletturinn minn og þeir sem okkur þekkja vita hversu sérstakt okkar samband var. Þú varst svo ótrúleg kona að orð fá því ekki lýst. Þú hefur alltaf verið mín fyrirmynd og ég gæti ekki verið stoltari af þér. Þú lagðir mikla áherslu á að standa við orð þín og var alltaf hægt að treysta því sem þú sagðir. Þú hefur þurft að takast á við ýmsa erfiðleika en hefur alltaf sýnt mikla hörku og styrk- leika sem fólk dáist að. Ég finn að það sem knýr mig áfram og gefur mér styrk kemur frá þér. Þú hefur hvatt mig áfram og stutt mig í einu og öllu. Ég er svo þakklát fyrir að vera dóttir þín og ég mun gera allt til þess að láta drauma okkar rætast og halda áfram að gera þig stolta. Elsa Margrét Hilmarsdóttir. Jólaljósin kvikna eitt af öðru og lýsa upp svartasta skamm- degið. Aðventan er gengin í garð með öllum sínum þunga. Tími tilhlökkunar, tími samveru- stunda með fjölskyldu og ástvin- um. Yndislegur tími til þess að njóta. Skyndilega hverfa öll ljós- in, tíminn stöðvast og drunginn færist yfir. Hversu óréttlátt get- ur lífið verið? Yndisleg kona er hrifin á braut og eftir sitja ást- vinir og velta fyrir sér tilgangi lífsins á þessum fallega árstíma. Hrafnhildur kom inn í líf Bensa bróður eftir erfiðan missi. Dásamlegt var að sjá hvernig hamingjan færðist yfir hann á nýjan leik og framtíðin virtist björt. Ástfangin með blik í aug- um tilkynntu þau okkur að von væri á litlu kríli, þá komin vel á fimmtugsaldurinn. Síðan hefur Sigurður Andri verið augasteinn foreldra sinna sem og annarra í fjölskyldunni. Fjölskyldan var Hrafnhildi hinn mesti fjársjóður. Hún var vakin og sofin yfir vel- ferð hennar. Hrafnhildur var dugleg að viða að sér þekkingu og hafði mikinn áhuga á sínu fagi sem var hjúkrun. Með dugnaði lauk hún framhaldsnámi fyrir nokkr- um árum og komst fljótlega í mjög krefjandi stöðu hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem hún starfaði mestallan sinn starfsferil. Hún hafði unun af því að ferðast. Hún gantaðist stundum með það að hún væri búin að panta svo margar ferðir og hótel að það væri eins gott að mæta á réttum tíma. Hún sótti oftsinnis ýmiss konar menningarviðburði, svo sem leiksýningar og tón- leika, með feðgunum sínum og er ég sannfærð um að Sigurður Andri hafi fengið mikið og gott menningaruppeldi miðað við jafnaldra sína. Stundum fengu einnig stóru fullorðnu börnin að fljóta með. Hrafnhildur hafði sérlegt dá- læti á öllu sem var danskt og „dejligt“ enda rakti hún ættir sínar til Danmerkur og fór þangað reglulega til þess að skoða staði sem tengdust henni. Stoltið skein úr andliti hennar þegar hún sagði mér að hún hefði tekið upp danskt ættar- nafn. Hrafnhildur hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Hún var afar fróðleiks- fús og jafnframt ákaflega fé- lagslynd sem sýndi sig í starfi hennar fyrir Hjúkrunarfélagið og Rauða krossinn og nú síðast Oddfellow-regluna. Það er gott til þess að hugsa að hún naut lífsins til hinsta dags. Rétt tveimur vikum fyrir andlátið var hún í góðu yfirlæti á Jómfrúnni, eins og svo oft áð- ur, eftir að hafa fylgst með ball- ettsýningu í Hörpu. Ég kveð elskulega mágkonu mína með trega í hjarta. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Halldóra Gröndal. Elsku Habbý vinkona. Þakka þér innilega fyrir góða vináttu okkar í rúmlega 34 ár. Ég kveð þig með miklum söknuði og minningarnar hrannast upp um þig, sem ég mun ávallt eiga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Mínar dýpstu samúðarkveðj- ur til ykkar, elsku Benedikt, Ragnar Þór, Brynjar, Elsa Mar- grét, Sigurður Andri og fjöl- skyldan öll. Við yljum okkur við minn- ingar um hjartahlýju Habbý okkar sem aldrei mátti neitt aumt sjá. Þín vinkona, Hrönn Helgadóttir og fjölskylda. Hrafnhildi, vinkonu minni, kynnist ég haustið 1995 þegar við byrjum báðar að vinna á heilsugæslunni Sólvangi. Þann örlagaríka eftirmiðdag er við hittumst í fyrsta sinn er ég stödd inn á skrifstofu og hún sest inn og kynnir sig. Það eru svona augnablik í líf- inu þegar manneskja bara birt- ist og eitthvað gerist. Strax er- um við tengdar með ósýnilegum þræði örlaganna. Engin orð lýsa galdri tilverunnar en þeir töfrar áttu sér stað. Við urðum miklar sáluvinkonur. Einnig áttum við það sameiginlegt að báðar hafa alist upp í Bandaríkjunum og samtölin okkar voru yfirleitt bæði íslensk og amerísk. Langur tími gat liðið á milli hittinga eða símtala en það var aldrei eyða í okkar tengingu. Hrafnhildur var sönn og heil manneskja og fjölskyldan var henni mikið kær. Hún hafði allt- af margt og mikið að gera og margt og mikið gerðist svo sannarlega. Tilviljanir og tíma- mót fléttuðust saman og oft tal- aði hún um að skrifa ævisögu sína. Því kaflarnir voru orðnir margir og hennar frásögn bæði töfrandi og heillandi. Ég kveð þig nú, elsku vinkona mín, og er því varla lýst hversu mikið ég harma að ekki hafa náð að kveðja þig. Þó að ég viti fyrir víst að við eigum eftir að ganga saman aftur þarna hinum megin því þá trú áttum við sameig- inlega. Ég votta ykkur Benedikt, Sigurði Andra, Ragnari, Brynj- ari og Elsu Margréti og fjöl- skyldum mína dýpstu samúð. Sigríður S. Gottskálksdóttir. Þær breytingar urðu á yfir- stjórn Heilsugæslunnar í Mjódd 2015, að stöðin fékk einn yf- irmann í stað tveggja, svokall- aðan svæðisstjóra, og var Hrafnhildur Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur fyrir valinu í starfið. Hér var um nýbreytni að ræða og bæði starfsmönnum framandi og hinum nýja yfir- manni. Þessari ráðstöfun fylgdu ýmis fyrirmæli frá yfirstjórn Hrafnhildur R. Halldórsdóttir Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns Þóris. Það var hér snemma í desember að síminn hringdi. Það var frændi minn Helgi sem hringdi. „Hann Þórir er dáinn.“ Þetta var sannarlega óvænt fregn og hörmuleg, en þannig var það. Þóri hefi ég þekkt í tugi ára, allt frá því að hann var ungur maður. Bezt kynntist ég honum er ég var við kennslu á Reyðarfirði. Þórir var einkar geðugur mað- ur og bjó yfir margvíslegum hæfileikum sem nýtzt hefðu hon- um mæta vel ef hann hefði haft tækifæri til að rækta þá enn bet- ur. Þórir var ágætur leikari, það sýndi hann mjög vel þegar hann Þórir Gíslason ✝ Þórir Gíslasonfæddist 4. nóvember 1943. Hann lést 4. desem- ber 2018. Útför Þóris fór fram 14. desember 2018. lék með Leikfélagi Reyðarfjarðar sem var leikfélag áhuga- fólks. Hann söng gamanvísur af mik- illi list og hermdi af- ar vel eftir, ef því var að skipta, allt yf- ir í máttarstólpa stjórnmálanna. Hann var mjög greiðugur ef leitað var til hans um eitt- hvert verk, vann það vel og hætti ekki fyrr en því var lokið, hag- leiksmaður sem hann var. Hann var einstakt snyrtimenni, heima hjá honum var allt svo snyrtilegt og þannig var eins með gripahús- in hans suður á Nesi, en þar var hann lengi með kindur sínar. Það var alltaf einstaklega gott að koma í heimsókn til Þóris í Brekku, þar voru veitingar góðar og maðurinn sjálfur skemmtinn vel. Og nú er þessi góði drengur genginn yfir á annað tilverustig. Ég kveð hann með söknuði. Blessuð veri minning hans. Björn G. Eiríksson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.