Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
eldinu, en röð atburða veldur því að
hann hverfur sporlaust.
Þá hefst næsti hluti sögunnar,
sem fjallar um Tómas, bróður Sal-
varar. Hann hafði bjargað Brjáni
þar sem hann hafði fest sig í snjó-
skafli úti í vegkanti. Tómas er orð-
inn þreyttur á lífinu í bænum og
björgunarsveitarstarfinu og tekur
því ekki þátt í leitinni að Brjáni.
Næsti hluti segir síðan frá Jórunni
sem kemur í bæinn til þess að rann-
saka fornleifar sem fundust við
lagningu ljósleiðara til bæjarins og
sá síðasti frá Hallgrími sem yfirgaf
bæinn nokkrum áratugum fyrr í
kjölfar snjóflóðs, en starfið leiðir
hann aftur á heimaslóðirnar. Tilraun
til að rekja söguþráðinn frekar verð-
ur ekki gerð, enda er Sigurjóni
Bergþóri einum mögulegt að tengja
sögur persónanna fjögurra svo þær
komi heim og saman.
Óbundið slitlag er skemmtilega
skrifuð og fléttan er snilldarleg og
ólík því sem þekkist í hefðbundnum
skáldskap. Sigurjón Bergþór er
ferskur blær í íslenska bókaflóðið og
óhætt er að mæla með lestri á þess-
ari annarri skáldsögu hans.
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn Gagnrýnandinn segir skáldsögu Sigurjóns Bergþórs Daða-
sonar vera skemmtilega skrifaða og fléttuna vera snilldarlega.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í haust, 26. september, var öld liðin
frá fæðingu skáldsins Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar en hann lést árið 1988.
Í tilefni aldarafmælisins hefur bóka-
útgáfan Bjartur endurútgefið í fal-
legum búningi Ljóðasafn skáldsins,
sem lengi hefur verið ófáanlegt, og
þá verður á sunnudaginn kemur, 30.
desember, kl. 15 samkoma í Iðnó
þar sem fjallað verður um Ólaf Jó-
hann, lesið úr verkum hans og
Ragnheiður Gröndal flytur lög sem
hún hefur samið við ljóð eftir hann.
Ólafur Jóhann var á sinni tíð einn
helsti rithöfundur landsins og vakti
þjóðarathygli strax á unglingsaldri
þegar hann sendi frá sér smásagna-
safn handa börnum, Við Álftavatn
(1934), aðeins 16 ára gamall. Hann
sendi síðan frá sér sex skáldsögur –
Skuggarnir af bænum (1936), Gang-
virkið (1955), Hreiðrið - Varnarskjal
(1972), Seiður og hélog (1977) og
Drekar og smáfuglar (1983), og auk
þess tvær stuttar skáldsögur, smá-
sögur, fjórar barnabækur og fimm
ljóðabækur. Ritverk hans hafa verið
þýdd á átján tungumál. Ólafur Jó-
hann hlaut Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 1976 fyrir
ljóðabækurnar Að laufferjum (1972)
og Að brunnum (1974). Þær eru
báðar í ljóðasafninu og einnig
Nokkrar vísur um veðrið og fleira
(1952), Virki og vötn (1978) og Að
lokum (1988).
Ýmsir koma fram í Iðnó
Vésteinn Ólason, prófessor em-
eritus, ritar ítarlegan formála að
ljóðasafninu nýja með ljóðabókum
Ólafs Jóhanns og að sögn Jóns
Ólafssonar haffræðings, annars
sona Ólafs Jóhanns, mun Vésteinn
vera einn þeirra sem taka til máls á
samkomunni í Iðnó á sunnudag.
„Hann hefur skrifað ítarlega um
skáldskap hans og sögur. Svo koma
ýmsir við sögu og lesa úr kvæðum
og sögum, þar á meðal Gunnar Stef-
ánsson og Þorsteinn Gunnarsson,
báðir „þekktar raddir“,“ og þá bætir
Jón við að fjölskyldumeðlimir komi
eitthvað við sögu, meðal annars
flytji þeir bræðurnir, hann og Ólaf-
ur Jóhann Ólafsson rithöfundur,
stuttar tölur.
Jón segir tíma hafa verið kominn
til að gefa að nýju út úrval ljóðabóka
Ólafs Jóhanns. Fyrri útgáfa, frá
1995, var fyrir löngu orðin ófáanleg.
„Hún var fyrir löngu orðin uppseld,
og það sama má segja um margar
aðrar bækur hans. Það er æskilegt
að þessi verk séu fáanleg.“ Hann
segir sögu Páls blaðamanns hafa
komið út að nýju fyrir nokkrum ár-
um í kilju og barna-fullorðinsbókin
Spói hafi einnig komið út, sem og
Bréf séra Böðvars. „Þá eru ýmsar
bækur, sem á sínum tíma þóttu
tímamótaverk ekki lengur fáan-
legar. Til að mynda Hreiðrið, hún
hefur aldrei verið endurútgefin og
það er fyrir löngu tímabært.“
Jón segir aldarafmæli föður síns
og endurútgáfu ljóðasafnins vera til-
efni samkomunnar í Iðnó og hafi að-
standendur ekki viljað lenda í jöla-
ösinni með hana. Þau voni að milli
hátíða séu nokkir kyrrðardagar eins
og hæfi.
Í formála Vésteins að ljóðasafni
Ólafs Jóhanns segir meðal annars
að ljóðabækur hans séu á margan
hátt líkar hver annarri, þótt hver
hafi sín sérkenni. „Hugur skáldsins
leitar að jafnvægi og friði á storma-
samri tíð. Leiðin til þess er þó ekki
að leita skjóls og láta sem stormarn-
ir séu ekki til: það er ekki friður
lognsins og dauðans sem sóst er eft-
ir. Skáldið þráir þetta jafnvægi fyrir
hönd þjóðar, fyrir hönd mannkyns,
fyrir hönd eftirkomenda enn fremur
en fyrir eigin hönd,“ skrifar Vé-
steinn og segir þá leið liggja um
náttúruna sem leggi til myndmálið í
skáldskapinn.
Ljóðasafn Ólafs Jóhanns
komið út á aldarafmælinu
Samkoma um
skáldið og verkin
í Iðnó á sunnudag
Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, fyrstur Íslendinga, fyrir tvær ljóðabækur sínar árið 1976.
Á fimmtudag birti Morgunblaðið
viðtalið „Gleymdur menningararfur
þjóðarinnar“ þar sem rætt var við
Magneu Ingvarsdóttur menningar-
fræðing um bókina Kvenskáld á full-
veldistíma. Langar Magneu að koma
því á framfæri að í viðtalinu láðist að
minnast á framlag fræðimannanna
Helgu Kress og Dagnýjar Kristjáns-
dóttur sem fremst hafa staðið í bar-
áttunni við að auka sýnileika kven-
ljóðskálda fullveldistímans.
Framlag
fræðimanna
VIÐBÓT
Elly (Stóra sviðið)
Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s
Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s
Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s
Stjarna er fædd.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s
Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s
Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s
Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s
Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s
Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s
Sannar en lygilegar sögur!
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s
Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn
Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30
Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Velkomin heim (Kassinn)
Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30
Lau 2/2 kl. 19:30 Sun 10/2 kl. 19:30
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 22:30 Lau 12/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Gestalistamaður Gilfélagsins á
Akureyri, Cheng Yin Ngan, heldur
sýningu í Deiglunni nú um helgina
og verður hún opnuð í kvöld, föstu-
dag, klukkan 20. Sýningin nefnist
Mami I wanna hug hug!!!!! og er
hún líka opin milli kl. 12 og 17 á
laugardag og sunnudag.
Cheng Yin Ngan er fædd í Hong
Kong árið 1995 og útskrifaðist úr
myndlist við háskóla þar í borg í
fyrra. Ngan notar teikningu og
málun til að túlka lífið og náttúru.
Hún reynir að finna möguleika mál-
verksins í gegnum ýmsa miðla, svo
sem ljósmyndun og gjörninga, og
að finna tengingu málverks og lík-
ama, málverksins og hluta, mál-
verksins og rýmisins – og hún spyr í
því ferli: Hvað er málverk?
Cheng Yin Ngan
sýnir í Deiglunni
Allt um sjávarútveg