Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu Nuddpottar Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Fullkomnun í líkamlegri vellíðan Karlakórinn Heimir í Skagafirði efnir til árlegra tónleika um ára- mótin. Verða þeir í menningarhús- inu Miðgarði annað kvöld, 29. desember, kl. 20.30. Kórinn hefur jafnan haldið þrettándatónleika fyrstu helgi í nýári en heldur núna öðru sinni hátíðartónleika fyrir áramót. Í tilkynningu um tónleikana segir m.a. að efnisskráin verði fjölbreytt að vanda. Auk kórlaga og einsöngs munu fjórir ungir söngvarar úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki flytja valin at- riði úr söngleiknum Grease, sem settur var upp nýverið í skólanum við feikigóðar undirtektir heima- manna. Ræðumaður kvöldsins verður Sigurður Ingi Jóhannsson, ráð- herra og formaður Framsókn- arflokksins. Forsala aðgöngumiða hefur farið fram í Olís í Varmahlíð og Blóma- og gjafabúðinni á Sauð- árkróki. Einnig er hægt að panta miða gegnum Facebook-síðu kórs- ins til kl. 20 í kvöld. Hátíðartónleikar um áramót hjá Heimi Ljósmynd/Gunnhildur Gísladóttir Áramót Karlarkórinn Heimir ásamt stjórnanda sínum, Stefáni R. Gíslasyni, og Thomas Higgerson undirleikara. Ný borhola sem Selfossveitur eru að láta bora í Ósabotnum við Ölfusá, norðaustan við Selfoss, lofar mjög góðu. Vonast er til að hún gefi að minnsta kosti 100 lítra á sekúndu af 85-90 gráðu heitu vatni. Fyrir jól var holan komin í 1.850 metra dýpi og stóð til að bora niður í ríflega 2.000 metra. Nú hefur verið ákveðið að halda áfram, niður í 2.300 til 2.500 metra í þeirri von að fá heit- ara vatn. Magnús Öfjörð, verkstjóri veitna hjá Sveitarfélaginu Árborg, segir að meira vatn vanti fyrir hitaveituna á Selfossi vegna mikillar fjölgunar íbúa. Þá hafi vatnstökusvæðið í Laugardælum verið að gefa eftir. Selfossveitur hafa látið bora eftir heitu vatni vestan Ölfusárbrúar og fengið þar vatn sem duga mun fyrir það hverfi. Magnús segir fyrirhugað að bora meira á þeim slóðum. Staðsett eftir sprungu Borholan góða í Ósabotnum er fjórða holan sem þar er boruð á rúmum áratug. Tvær af þeim holum sem fyrir eru hafa skilað vatni inn á kerfið en sú sem nú er verið að bora er mun betri, að sögn Magnúsar. Sérfræðingar ÍSOR staðsettu vinnsluholuna. Á vef fyrirtækisins kemur fram að það var gert sam- kvæmt sprungumælingum úr ná- lægri rannsóknarholu. Gekk borun- in samkvæmt áætlun. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða borar og notar til þess jarð- borinn Sleipni. helgi@mbl.is Ljósmynd/Guðmundur Karl Í Ósabotnum Jarðborinn Sleipnir hitti vel á það við borun eftir heitu vatni. Selfoss fær mik- ið af heitu vatni  Góður árangur af borun í Ósabotnum Verslanir víða um land eru þegar farnar að auglýsa og undirbúa út- sölur eftir góða jólavertíð og geta neytendur því haldið kaupum á neysluvörum áfram með bros á vör. Brosin geta þó fljótt breyst í skeif- ur ef fólk lendir í því að útsölu- verðið er ekki raunverulegt út- söluverð. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir að til séu dæmi um að verslanir hækki vöru- verð áður en vörurnar eru boðnar á útsölu og því sé ekki um eiginlegt útsöluverð að ræða. „Við höfum því miður fengið til okkar dæmi þar sem verslanir eru að hækka vöruverð til þess að lækka það aftur á útsölu. Þetta er auðvitað ekki löglegt en þegar við göngum að fyrirtækjum þá fáum við oft þau svör að um sé að ræða nýja vörusendingu eða gengisbreyt- ingar eða eitthvað slíkt,“ segir Breki og segir að ekki sé óheimilt samkvæmt lögum að hækka vöru- verð á þennan máta ef um raun- verulega gengisbreytingu á nýrri sendingu er að ræða. Aðspurður hvað neytendur geti gert til að koma í veg fyrir að lenda í „svindli“ sem þessu segir Breki: „Númer eitt er fylgjast með verð- inu og vita hvert raunverulegt verð var fyrir útsölu. Þá eru snjalltækin mjög sniðug þar sem fólk getur tekið myndir af verðinu fyrir og eft- ir útsölu.“ Þá biðlar Breki til fólks að gera Neytendasamtökunum við- vart ef neytendur verða varir við óeðlilegar eða ósanngjarnar verð- breytingar af þessum meiði. Vara við hækk- uðu útsöluverði  Neytendur verði á varðbergi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.