Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Í Óbundnu slitlagi eru frásagn-ir úr lífi fjögurra persónafléttaðar saman á óvenju-legan en skemmtilegan hátt. Sigurjón Bergþór Daðason segir sögur þeirra Brjáns dýralæknis, Tómasar bifvélavirkja og björg- unarsveitarmanns, Jórunnar forn- leifafræðings og Hallgríms leiðsögu- manns. Allar eiga sögur þeirra eitt sameiginlegt, en það er sögusviðið: órætt sjávarpláss á Austfjörðum, hvort sem þau eru þar búsett eða flækjast þangað vegna vinnu sinnar. Sögur fólksins tengjast en snerti- fletirnir eru þó oftar en ekki stærri en svo að aðalpersóna hvers hluta hittir auka- persónur í sögum hinna aðalpersón- anna. Sigurjóni tekst á ein- staklega skemmtilegan og frískandi hátt að segja sögur fólks- ins og flétta þær lauslega saman svo úr verða fjórar sjálfstæðar sögur sem samt tengjast í stóra samhenginu. Þannig fá les- endur að fylgjast áfram með sögum fyrri aðalpersóna í gegn um annan eða þriðja aðila. Fyrsti hluti sögunnar fjallar um Brján, öðru nafni Brian, sem er sendur í óræða sjávarplássið, sögu- svið frásagnanna fjögurra, til þess að rannsaka hvað hefur farið úr- skeiðis í fiskeldi bæjarins. Þar verð- ur hann strandaglópur vegna ófærð- ar, en ófærðarminnið, sem er þekkt fyrirbæri í íslenskum skáldskap, fær ferskan blæ með fiskeldistenging- unni, sem er tiltölulega nýr veruleiki íslenskrar landsbyggðar. Brjánn kynnist Salvöru, sem starfar í fisk- Frískandi flétta úr ófærum fiskeldisfirði Skáldsaga Óbundið slitlag bbbbn Eftir Sigurjón Bergþór Daðason Veröld, 2018. Innb., 203 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Á nýjasta geisladiskinum, Ahoy! Side A, bregður söngvaskáldið ekki út af vananum. Svavar Knútur Kristinsson syngur ekki einungis öll lögin níu heldur útsetur líka, semur textana og spilar undir á kassagít- ar, ukulele, rafgítar, píanó og Ya- maha orgel svo nokkuð sé nefnt auk þess sem hann hefur forritunina á sinni könnu. Hann dregur þó enga dul á að margir hafi lagt honum lið og hampar nöfn- um fjölda tónlist- armanna, þar af sautján bak- raddasöngvara á plötuumslaginu. Af þessu mætti ætla að hópurinn hafi verið tímunum saman í upp- tökuveri til að töfra fram tónana. „Öðru nær,“ segir Svavar Knútur og kveðst einungis hafa látið taka upp trommuleikinn og eitthvað ör- lítið meira í stúdíói, restina bara heima í stofu. „Ég bauð fólkinu að koma í heimsókn þegar því hentaði í kaffi og kruðerí og bara að hafa það huggulegt. Síðan var sungið eða sest niður með strengjahljóðfæri, blásara, kontrabassa eða það hljóð- færi sem átti að taka upp. Upptök- urnar sendi ég svo jafnóðum til Bassa Ólafssonar trommuleikara, en hann mixaði, pródúseraði og sá um önnur tæknileg atriði. Auk þess að vinna að geisladisknum með öllu þessu ótrúlega skemmtilega og hugmyndaríka fólki, átti ég mjög uppbyggileg og skapandi samtöl og góða samvinnu við þá Bassa og Örn Ými Arason, bassaleikara, í aðdrag- anda útgáfunnar. Geisladiskurinn er svona 90% tekinn upp með þess- um hætti,“ segir Svavar Knútur og bætir við að fyrirkomulagið hafi verið afskaplega þægilegt og sparað alls konar vesen. Ný lög og önnur endursköpuð Ahoy! Side A hefur að geyma fimm splunkuný lög og fjögur eldri í nýjum búningi – endurmáluð eins og Svavar Knútur segir. „Ég lít á útgáfuna sem ákveðið verkefni og hluta af einhverju stærra. Hljómplötuhugtakið hefur breyst svo mikið að það er engin skylda lengur að gefa alltaf út breið- skífu bara með nýju efni eins og tón- listarmenn kepptust við hér áður fyrr. Þess háttar breiðskífuform er orðið erfitt konsept, en núna er frek- ar möguleiki að leika sér, til dæmis að endurskapa eldri lög og gefa út ásamt nýjum lögum.“ Svavar Knútur er nýkominn úr jólatúr frá Þýskalandi, þar sem hann heimsótti nokkrar borgir sem hann hafði ekki heimsótt í fyrri túrum. Auk þess að kynna nýja geisladiskinn og syngja nokkur jólalög fór hann í hlutverk sagnamannsins eins og hann á vanda til hvar sem hann treð- ur upp. „Ég sagði hryllingssögur af ís- lenskum jólasiðum og laug því meðal annars að íslenskur húmor væri svo svartur að Lömbin þagna kæmi í staðinn fyrir Love Actually sem róm- antísk gamanmynd fjölskyldunnar á jóladag,“ upplýsir hann kinn- roðalaust og jafnframt að sagan hafi fallið vel í kramið hjá Þjóðverjunum. Lifandi vinnustaður Síðastliðin ár hefur Svavar Knút- ur í auknum mæli unnið í Þýska- landi. Einnig hefur hann drepið nið- ur fæti í Austurríki og Sviss og kveðst aðeins vera að færa sig út á við frá því svæði í ýmsar áttir. „Tón- listarstarfið snýst um að búa sér til lifandi vinnustað,“ segir hann. „Lögin sem ég hef verið að semja er nokkurs konar úrvinnsla á því ferðalagi sem líf mitt hefur verið undanfarið, en það hefur tekið of- boðslegum breytingum. Ég er mikið á tónleikaferðalögum, hef kynnst mörgu fólki og margt hefur gerst, bæði jákvætt og neikvætt, erfitt og auðvelt. Fyrst og fremst er ég þó þakklátur. Flest lögin á Ahoy! Side A spegla þessar tilfinningar. Þótt lögin Morgunn sé bara um morgun á Íslandi og Haustvindar um ís- lenska haustið, búa að baki þeim hugleiðingar um Ísland og hvað það þýðir að búa á Íslandi. Svo er lag eins og The Hurting, sem fjallar um að maður fær ekki flúið djöfla sína, þeir eru alltaf í farangrinum. Kannski er leiðarstefið í lögunum mínum þakklæti og æðruleysi ásamt pælingum um um að þótt maður sé beyglaður og skrítinn verði maður bara að lifa með því; vera sáttur við sjálfan sig og mennsku sína,“ segir Svavar Knútur. „Og læra að elska okkur sjálf og hvert annað,“ bætir hann við. Teikningin á umslagi geisla- disksins er glettilega lík Svavari Knúti, þótt einungis sé dregin upp mynd af hárinu. Það stendur nefni- lega beint út í loftið – eins og alla jafna á söngvaskáldinu. Dagbjört Lilja, dóttir hans, dró upp þessa fínu mynd af pabba sínum. Athygli vekur að enginn textabæklingur fylgir geisladisknum. Til að spara um- hverfisáhrif eins og stendur á um- slaginu þar sem vísað er á textana á vefslóðinni svavarknutur.com/lyrics. Semur tónlist fyrir leikhús „Ég hef verið að starfa í leikhúsi í Güterslohborg í Þýskalandi undan- farin ár. Leikstjórinn hreinlega féll fyrir mér á tónleikum fyrir nokkr- um árum og við höfum unnið saman síðan,“ segir Svavar Knútur blátt áfram um upphaf leikferilsins ytra. „Ég hef verið að semja tónlist fyr- ir leikrit og jafnframt leika með leikhóp sem hann stofnaði og starfar í Gütersloh. Í vor dvaldi ég til dæm- is þar um tveggja mánaða skeið og við settum upp leikrit, sem frum- sýnt var á Recklinghausen- leiklistarhátíðinni í samnefndri borg. Ýmislegt fleira er á döfinni. Lífið er gott og skemmtilegt,“ segir Svavar Knútur. Bauð í upptökur, kaffi og kruðerí  Söngvaskáldið Svavar Knútur Kristinsson lítur á nýjasta geisladiskinn sinn, Ahoy! Side A sem hluta af stærra verkefni  Leiðarstefið í lögunum er að vera sáttur við sjálfan sig og mennsku sína Morgunblaðið/Eggert Heima í stofu Svavar Knútur heldur mikið upp á málverkið Morgunljómi eftir Hildi Ásu Henrysdóttur. Hann segir suma sjá í því konu sem glímir við aukakílóin, aðrir einfaldlega konu að klæða sig í buxurnar sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.