Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 31
Á Landspítalanum hóf Val-
garður strax að hvetja til vís-
indastarfs og fljótlega fyrir
hvatningu hans var stofnuð
frumulíffræðideild innan meina-
fræðinnar. Þangað tókst fyrir
hans tilstilli að laða að afbragðs
vísindafólk og þar voru unnin
vísindaafrek sem vakið hafa
verðskuldaða athygli, m.a. mikil-
væg hlutdeild við uppgötvun
brjóstakrabbameinsgensins
BRCA2. Valgarður kenndi við
læknadeild Háskóla Íslands
1979-1982 og varð síðar klínískur
prófessor. Eftir hann og sam-
starfsfólk liggur fjöldi vísinda-
greina um erfðir brjóstakrabba-
meins o.fl. sjúkdóma.
Í starfinu á meinafræðideild-
inni var Valgarður óþreytandi að
hvetja til vinnu á þeim mikla og
verðmæta vísindaefnivið sem til
staðar er á deildinni. Valgarður
fór ekki troðnar slóðir og nálg-
aðist viðfangsefnin oft á óvæntan
hátt. Mér er t.d. minnisstæð
setning hans um að sér þætti
rétt að Landspítalinn réði til
starfa nokkra sérfræðinga í vís-
indum, „eingöngu til að hugsa“.
Valgarður var afar fjölhæfur,
einstaklega fróður og hafði frá-
bæra frásagnargáfu. Það er
ómetanlegt að hafa átt með hon-
um marga og góða kaffitíma. Þar
bar hæst samræður um ættfræði
og Íslendingasögur en persónur
þeirra talaði hann um eins og
vini og kunningja.
Það var ánægjulegt að hitta
og spjalla við Valgarð fyrir rúmu
ári á einstaklega vel heppnaðri
100 ára afmælishátíð meina-
fræðideildar Landspítala, elstu
rannsóknarstofu landsins. Við
áttum þá afar gott spjall sem ég
met mikils.
Ég vil með þessum orðum
senda hlýjar kveðjur frá meina-
fræðideild Landspítalans og
votta aðstandendum Valgarðs
innilega samúð.
Jón Gunnlaugur Jónasson
yfirlæknir.
Valgarður Egilsson er allur;
fyrir aldur fram. Það er áfall fyr-
ir okkur kunningja hans sem er-
um yngri; t.d. mig; sem þekkti
hann sem starfsmaður á Land-
spítalanum, og hjúkrunarkonu
sem hann kenndi í HÍ. Enda
skein af honum hjartahlýjan; og
hann var svo glæsilegur í hugð-
arefnum sínum; hvort sem það
voru vísindin, ljóðlistin, leikritin,
þýðingarnar eða fræðibækurnar;
eða menningarfélagsmálin. Það
er almenningi því áfall er slíkur
samfélagsstólpi fellur frá!
Við þekktumst úr ljóðlistar-
heiminum; og gaf ég honum
ljóðabók eftir mig 1989; og kunni
þá vel að meta fordæmi hans.
(Þess má og geta, að um hann
segir í Félagatali Rithöfunda-
sambands Íslands, að hann hafi
gengið þar inn árið 1986, og sé
þar skráður sem ljóðskáld, leik-
skáld og fræðiritahöfundur. En
ég hafði að auki samkennd með
honum sem rannsóknarmanni
með því ég er menntaður í mann-
fræði!)
Má nú ekki minna vera en að
ég auðsýni aðstandendum hans
hluttekningu mína með sorgar-
ljóði úr eigin ranni, en ég orti það
eftir móður mína. Er það frá
1992, og nefnist: Haustrigning;
en það er á þessa leið:
Það rignir, og
vatnstaumarnir vætla
um stafina á gröf mömmu:
Um hrjúfan marmarann,
upphleypt málmletrið.
Miðnæturferð í
þessari niðurdrepandi
bölvun úthafseyjanna;
kollsteypu úr höfunum,
gerir alla að munkum.
Tryggvi V. Líndal.
Fleiri minningargreinar
um Valgarð Egilsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
✝ Eyþór MániStefánsson
fæddist í Reykjavík
3. mars 2018. Hann
lést 15. desember
2018. Foreldrar
Eyþórs Mána eru
Hjördís Ýr Bessa-
dóttir, f. 23. maí
1984, og Stefán
Pálmason, f. 22.
nóvember 1981,
tannlæknar í
Reykjavík. Bróðir Eyþórs Mána
er Þórður Halldór Stefánsson,
f. 9. apríl 2014.
Foreldrar Hjördísar Ýrar
eru Eiríksína Þorsteinsdóttir, f.
16. júní 1960, og Bessi Skírn-
isson, f. 30. október 1960. For-
eldrar Stefáns eru Guðrún
Björg Víkingsdóttir, f. 6. maí
1962, og Pálmi Þór Stefánsson,
f. 20. nóvember
1959. Bróðir Hjör-
dísar er Þorsteinn
Máni Bessason, f.
21. september
1987, maki Tómas
Jónasson, f. 7.
ágúst 1980. Syst-
kini Stefáns eru 1)
Inga Þórey, f. 8.
nóvember 1988,
maki Almar Gunn-
ar Sverrisson, f.
28. október 1988, 2) Víkingur, f.
21. september 1991, maki Eva
Hafdís Ásgrímsdóttir, f. 7.
nóvember 1990, og 3) Marteinn
Þór, f. 26. febrúar 1993, maki
Brynja Ásgeirsdóttir, f. 2.
desember 1993.
Útför Eyþórs Mána fer fram
frá Garðakirkju 28. desember
2018 og hefst klukkan 13.
Elsku Eyþór Máni minn,
mamma saknar þín meira en
orð fá lýst.
Þú kenndir mér svo margt.
Þú kenndir mér hvað móður-
ástin er ólýsanlega sterk og
skilyrðislaus. Ég vissi ekki að
það væri hægt að elska svona
mikið.
Þú kenndir mér líka að taka
einn dag í einu og njóta líðandi
stundar.
Núna færðu að hvíla þig eftir
erfið veikindi. Mikið varstu allt-
af duglegur, sama hvað á þig
var lagt. Alltaf svo ljúfur og
kátur, þó að ekki hafi vantað
ákveðnina og skapið. Þú vissir
alveg hvað þú vildir.
Líklega var hjartað þitt veik-
ara en allir héldu. Þú varst
bara ekki mikið að sýna það.
Alltaf stutt í brosið. Þetta dýr-
mæta bros sem ég mun geyma
og muna alla ævi.
Þú heyrðir afskaplega vel,
líklega af því að sjónina skorti.
Þú varst mjög næmur á öll
hljóð í kringum þig og nálg-
aðist heiminn öðruvísi en önnur
börn. Þú hafðir mikið dálæti á
tónlist og hlustaðir af mikilli at-
hygli ef þér þótti tónlistin góð.
Eins léstu vita ef þér leiddist
hún, þá var alltaf nóg að skipta
bara um lag. Mikið hafði ég
gaman af þessu. Lítill maður
með stórar skoðanir.
Við vissum alltaf að tíminn
þinn yrði stuttur, samt fórstu
skyndilega og fyrr en við
héldum. Fyrr en við vonuðum.
Mikil tilhlökkun var í kringum
fyrstu jólin, fyrsta afmælið og
síðast en ekki síst að hitta litla
bróður. Allt var þetta rétt
handan við hornið. Það er sárt
að fá ekki að upplifa þessi
augnablik með þér en á sama
tíma er ég svo þakklát fyrir all-
ar góðu minningarnar og
augnablikin sem ég á með þér.
Mér þótti afskaplega erfitt
að setjast niður og skrifa þessa
kveðju. Svo margt sem ég vil
segja og margt sem erfitt er að
koma orðum að. Ég þurfti að
taka mörg hlé og mörg tár
féllu. En mikið er ég fegin að
ég lét af því verða, sama hvort
ég birti þetta einhvers staðar
eða á þessi orð bara fyrir okkur
tvö.
Ég mun alltaf muna litlu
hlýju höndina þína, höndina
sem helst þurfti alltaf að halda
í.
Litla músin mín, ég elska
þig.
Mamma.
Elsku, yndislegi og góði
strákurinn minn. Ég trúði því
að þú yrðir hjá okkur um
ókomin ár. Vonarneistinn var
orðinn að björtu báli. Ég hlakk-
aði svo til að hafa þig hjá okkur
þín fyrstu jól og pabbi átti að
vera í löngu fríi með stráknum
sínum og kúra með þér í
morgunlúrnum á hverjum degi.
Það var svo gott að kúra hjá
þér, kyssa þig og knúsa, elsku
kallinn minn. Þér fannst líka
svo gott að hafa einhvern ná-
lægt þér og láta halda í hönd-
ina á þér. Ég var farinn að
hlakka svo til að sjá þig hitta
litla bróður. Vaggan þín átti þá
að vera pabba megin til að litli
bróðir gæti verið hjá mömmu.
Nú átti líka stóri bróðir að
byrja að vera meira hjá okkur
aftur. Voðalega er sárt að þú
fáir ekki að upplifa þessa tíma
með okkur. Við heyrum fallega
hláturinn þinn enduróma í eyr-
um okkar. Hláturinn sem
braust í gegnum kvartið þitt
þegar þú heyrðir í okkur og
varst að reyna að fá okkur til
að koma inn í herbergi til þín.
Þá réðstu þér ekki fyrir kæti
og varðst svo ógurlega spennt-
ur. Hláturinn þegar ég þóttist
rembast við að klæða þig úr.
Við gæfum allt fyrir að fá að
heyra þessi yndislegu hljóð
aftur, elsku strákurinn minn.
Það verða víst ekki fleiri sund-
ferðir, bíltúrar, labbitúrar eða
slökunarkúr í fanginu á pabba
fyrir svefninn. Þér fannst þetta
allt saman svo skemmtilegt og
notalegt. Ég sakna líka
morgunstundanna okkar. Það
er svo erfitt að vakna án þín.
Það er í raun ekki langur
tími síðan þú komst í þennan
heim og glæddir okkar líf með
öllum þínum bjarma. Það er þó
eins og þú hafir verið með okk-
ur alla tíð og það er risastórt
skarð í tilveru okkar eftir að þú
fórst.
Þú hreifst alla með þér með
þinni einstöku nærveru sem
var svo þrungin af birtu,
ákveðni og dugnaði. Brosið þitt
gat brætt allt sem fyrir var.
Hvernig getur svo lítil vera
verið svo stór persóna sem
snertir hjörtu svo ótal margra.
Það héldu allir með þér, elsku
Eyþór Máni minn, og börðust
fyrir því að þú gætir lifað góðu
lífi með mömmu og pabba. Ég
vildi bara að við hefðum getað
barist svo miklu miklu lengur.
Ég hlakkaði svo til að heyra
þig tala. Þú varst farinn að
reyna að segja „mamm“ og
„pabb“ svo fljótt. Pabbi sá það
strax í augunum á þér að þú
yrðir fluggáfaður. Þú varst
snemma farinn að herma eftir
okkur smella vörum og vissir
alltaf hvernig átti að vefja okk-
ur um fingur þér. Þú varst svo
bjartur og ljúfur þó að þér hafi
ekki alltaf liðið vel með þína
þungu byrði. Þú hafðir sigrast
á hverri þrautinni á fætur ann-
arri og mættir þeim öllum af
svo miklu æðruleysi að þitt
veika hjarta hefur breytt hjört-
um okkar allra hinna til hins
betra fyrir lífstíð. Við erum svo
miklu ríkari af því að hafa
fengið að umgangast svona
yndislegan strák.
Elsku Eyþór Máni minn, það
var ólýsanlega erfitt að kveðja
þig, vitandi að við munum ekki
hittast aftur í þessari jarðvist.
Ég trúi því þó að sálir okkar
verði einhvers staðar á ein-
hverjum tímapunkti sameinað-
ar á ný. Þangað til munum við
hugsa um þig á hverjum degi
og þakka fyrir að hafa fengið
það yndislega hlutverk að vera
pabbi þinn og mamma. Ég
elska þig.
Pabbi.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja elskulegan ömmu-
strák, aðeins níu mánaða. Mikið
var lagt á þig þessa stuttu ævi.
Þú varst einstaklega heppinn
með foreldra, sem gerðu allt til
að létta þér lífið, kynna sér
sjúkdóm þinn og leita leiða til
lækninga. Baráttujaxl varstu,
elskan mín, allt fram á síðasta
dag. Fallega brosið þitt og fal-
legu augun þín er sú mynd sem
er greypt í huga og hjarta
ömmu Guggu.
Farðu í friði vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Amma elskar þig og saknar
þín alla daga og veit að við hitt-
umst aftur, litla hetjan mín.
Hvíldu í friði elsku fallegi
engillinn minn.
Amma Gugga,
Guðrún Björg.
Nú er komið að kveðjustund.
Elsku ömmu- og afaljósið
okkar hann Eyþór Máni hefur
kvatt okkur allt of snemma.
Hann sem var svo yndislegur,
elskaður og þráður. Augasteinn
foreldra sinna og ljós allrar
fjölskyldunnar. Sorgin er sár
og söknuðurinn mikill.
Máttarvöldin lögðu miklar
byrðar á Eyþór Mána frá fæð-
ingu og þungan farangur inn í
lífið, sem var Sengers-heil-
kennið. En Eyþór Máni átti
einstaka foreldra sem umvöfðu
hann ást og umhyggju og leit-
uðu allra leiða til að hjálpa hon-
um í veikindum hans. Elsku
Eyþór Máni gat því ekki verið
heppnari með foreldra.
Eyþór Máni var fljótur að
vinna hjörtu okkar allra í fjöl-
skyldunni. Fallega brosið hans
bræddi okkur og honum fylgdi
gleði og hlýja. Eyþór Máni
hafði sterkan persónuleika sem
fleytti honum langt í veikindum
hans. Amma og afi dáðust oft
að dugnaðinum þó kraftarnir
væru stundum litlir. Alltaf var
elsku molinn okkar að brasa
með litlu fingrunum sínum og
varð flinkari með degi hverjum.
Með dugnaði og ákveðni
vann Eyþór Máni marga litla
sigra í baráttu sinni fyrir lífinu.
Eftir augnaðgerð fékk hann til
dæmis betri sjón sem bætti
lífsgæði hans.
Mikið fannst ömmu og afa
hann fallegur með flottu gler-
augun sín. Augun urðu svo stór
og falleg.
Við erum svo óendanlega
þakklát fyrir tímann með þér,
elsku Eyþór Máni, og geymum
minningu þína í hjörtum okkar.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
(Björn Halldórsson í Laufási)
Amma Eiríksína
(Eia) og afi Bessi.
Elsku Eyþór Máni.
Það er ákaflega erfitt að
setjast niður og skrifa þessi orð
til að kveðja þig. Ég er í mikl-
um erfiðleikum með að finna
orðin þrátt fyrir að það sé af
nógu að taka þar sem þú skilur
svo mikið eftir þig. Eflaust
væri hægt að rita marga bóka-
flokka um þig, þau góðu áhrif
þú hefur haft á alla sem þig
þekktu, allt sem þú hefur gefið
og kennt okkur með þessum
allt of stuttu níu mánuðum sem
við fengum með þér.
Það er svo margt sem var
ógert og margar minningar
sem við áttum eftir að skapa.
Ég vonaðist alltaf til þess að
með aukinni tækni og þekkingu
myndi allt á endanum fara vel
og þið Andri gætuð orðið mestu
mátar sem mynduð takast á við
lífið saman. Því miður varð tím-
inn ekki nægur til þess.
Þú stóðst þig svo vel í þínum
veikindum, allt frá fyrsta degi
komstu á óvart með þinni bar-
áttu og mun ég alltaf minnast
þín sem mesta mikilmennis sem
ég hef kynnst.
Ég mun sakna þess svo mik-
ið að koma í Garðabæinn til að
heimsækja þig, sjá þitt fallega
bros, halda á þér og heyra þinn
lágróma og krúttlega grát.
Þrátt fyrir að mánuðirnir hafi
verið allt of fáir, þá skilur þú
eftir þig minningar sem eru
mér svo dýrmætar og ég mun
alltaf varðveita. Þessar minn-
ingar verða í hávegum hafðar
og mun Andri fá að alast upp
við sögur af hetjunni honum
Eyþóri Mána frænda.
Hvíldu í friði hetjan mín.
Þar til við hittumst næst.
Víkingur frændi.
Elsku frændi. Engin orð sem
hér eru rituð geta dregið fram
rétta mynd af því hversu mikið
þú varst elskaður og hversu
stórt skarð þú skilur eftir í
hjörtum okkar allra. Ég kveð
þig því með bút úr kvæði sem
ég samdi til þín.
Fyrst er ég þig augum leit,
og tók þig í mitt fang.
Frá þeirri stundu, nú ég veit,
þú lífi gafst tilgang.
Með brosi þínu öllu breyttir,
gleðigjafi mikill.
Okkar allra líf þú skreyttir,
hamingjunnar lykill.
Við hvor annan skildum vel,
við frændur fiskar vorum.
Þó enginn skilji að ég tel,
að vera í þínum sporum.
Stutt var þín ævi hér á jörð,
nú farinn okkur frá.
Ávallt ég veit þú stendur vörð,
fólki þínu hjá.
Þú elskaður varst og dáður,
af fólki þínu hér.
Sama hetjan, eins og áður,
lifir í hjarta mér.
Með von og trú í hjarta,
elsku Eyþór ég óska þér.
Að eigir þú framtíð bjarta,
á þeim stað er enginn sér.
Við þar síðar mætumst,
er tími minn liðinn er.
Við hoppum þá og kætumst,
og ég aldrei frá þér fer.
Þú varst og verður hetjan mín,
elsku Eyþór Máni minn.
Ég mun ætíð sakna þín,
og kveð þig nú um sinn.
Sjáumst í næsta stríði, elsku
vinur.
Þinn frændi,
Marteinn Þór.
Það er erfiðara en orð fá lýst
að kveðja þig, elsku Eyþór
Máni.
Þú varst tekinn frá okkur
allt of fljótt, við vorum alls ekki
undir þetta búin. Þrátt fyrir
ungan aldur snertirðu líf okkar
allra í kringum þig og þú varst
elskaður og dáður af okkur öll-
um.
Það var mikið á þig lagt,
elsku strákur, en þú barðist svo
hetjulega í þessa níu mánuði
sem við fengum að njóta nær-
veru þinnar. Hvert einasta
verkefni tæklaðir þú eins og
hetja og á hverjum degi
komstu okkur öllum á óvart.
Þú kenndir mér svo margt.
Þú kenndir mér að berjast og
gefast aldrei upp. Þú kenndir
mér að kvarta ekki yfir smá-
hlutum sem skipta engu máli.
Þú kenndir mér að lífið er
núna, dag í senn, eitt andartak
í einu. Síðast en ekki síst
kenndirðu mér hvað það er sem
skiptir mestu máli, samveru-
stundir með þeim sem maður
elskar, áður en það verður of
seint.
Ég er þakklát fyrir allar þær
stundir sem ég fékk með þér þó
óneitanlega hefði ég viljað að
þær hefðu verið fleiri. Það var
alltaf yndislegt að heimsækja
þig og sjá fallega brosið þitt og
á ég erfitt með að trúa því að
ég fái ekki að sjá það aftur. Ég
ætla hins vegar að trúa því að
nú sért þú á betri stað, þér líði
vel og að þú passir okkur öll.
Það er sárt að sakna og þeir
segja að tíminn lækni öll sár en
ég vil meina að við lærum að
lifa með sorginni, sem virðist
þó oft á tíðum óyfirstíganleg.
Við munum, svo lengi sem við
lifum, halda minningu þinni á
lofti og munum aldrei gleyma
þér, elsku Eyþór Máni, ofur-
hetja.
Sofðu rótt fallegi engill.
Þar til við hittumst aftur
Þín vinkona,
Eva Hafdís Ásgrímsdóttir.
Elsku Eyþór Máni minn,
yndislegi systursonur, nafni og
sólargeisli. Það er enn svo erf-
itt að trúa því að þú sért farinn
frá okkur. Ég man þá stund svo
vel þegar ég sá þig fyrst á
Barnaspítalanum. Mér fannst
þú fallegasta barn sem ég hafði
nokkru sinni séð og finnst það
enn.
Þú varst litli töffarinn minn
sem var alltaf svo flottur í
tauinu með litlu krúttlegu bláu
gleraugun þín.
Mér finnst þetta allt vera svo
fjarri veruleikanum og finnst
einhvern veginn eins og þú sért
ennþá að leika þér með mömmu
þinni á Strandveginum og að ég
geti komið og kíkt á ykkur
mæðginin.
Maður gerði ráð fyrir meiri
tíma með þér þar sem þú varst
búinn að koma öllum á óvart
með þrautseigju þinni. Allt
annað sem maður var upptek-
inn við er svo tilgangslaust í
samanburði við þær stundir
sem maður varði með þér, bara
ef þær hefðu getað verið fleiri.
Þær gáfu mér svo mikið og
þeim mun ég aldrei gleyma.
Þú varst svo hress og kátur
þó úthaldið hafi oft ekki verið
mikið. Það var alltaf svo stutt í
krúttlega brosið þitt þegar ég
var að glenna mig framan í þig
eða hvísla einhverju bulli í eyr-
að á þér, elsku litli krúttkallinn
minn.
Það var svo gaman að fylgj-
ast með þér og sjá þig stækka,
dafna og koma sífellt á óvart
með lífsvilja þínum og þrjósku.
Það að fá að sjá þig uppgötva
heiminn í gegnum litlu krútt-
legu gleraugun þín, sem ég og
mamma þín höfðum svo mikið
fyrir að finna á þig, er ómet-
anlegt.
Allt varð að vera fullkomið
fyrir þig, elsku Eyþór Máni.
Enda áttir þú ekkert nema það
besta skilið. Þú varst lítill harð-
jaxl og barðist fyrir lífinu sem
því miður getur verið svo
ósanngjarnt.
Ég vildi óska þess að ég gæti
hitt þig aftur, haldið í litlu
höndina þína og séð þig flissa á
meðan þú togar í skeggið mitt.
Þó það væri ekki nema einu
sinni enn.
Elsku Eyþór Máni, hvíl í
friði.
Þinn frændi og nafni,
Þorsteinn Máni.
Eyþór Máni
Stefánsson