Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Starfsfólk Landsbjargar var glaðbeitt að undir- búa flugeldasölu ársins þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði í gær. Flugeldasalan hefur enda verið helsta fjáröfl- unarleið björgunarsveitanna um langt árabil og er áætlað að hún skili um 60-70% af sjálfsaflafé samtakanna. Landsbjörg fagnar á þessu ári 90 ára afmæli sínu og er boðið upp á tvenns konar „afmælistertur“ af því tilefni. Morgunblaðið/Hari Flugeldasala hafin fyrir áramótin Einar Valur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrysti- hússins- Gunnvarar hf. segir í áramóta- kveðju sinni til starfsmanna fyr- irtækisins að samfélögin við Ísafjarðardjúp séu í „í gíslingu Hafró og stjórnsýsl- unnar“, og að réttmætar væntingar til uppbyggingar atvinnulífs á svæð- inu koðni niður á meðan. Einar Valur segir í kveðjunni að tímamót hafi orðið í starfsemi HG á árinu, þar sem dótturfyrirtækið Háafell hafi ekki neinn fisk í sjókví- um í Ísafjarðardjúpi eftir 16 ára uppbyggingarskeið í fiskeldi. „Þrátt fyrir að framleiða heilbrigð og hraust laxaseiði á Nauteyri höfum við þurft að láta þau frá okkur vegna stöðu leyfismála sem velkjast um í stjórnkerfinu. Því miður hefur það leitt til uppsagna á reyndu og góðu starfsfólki sem mikil eftirsjá er að,“ segir Einar Valur. Hann gagnrýnir hægagang Haf- rannsóknastofnunar í málinu, sem og að forstjóri Hafró hafi ekki séð ástæðu til þess að svara fyrir- spurnum Háafells um málið þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Er það því einlæg ósk okkar að stjórnmála- menn muni á nýju ári setja strangar og skýrar reglur um fiskeldi sem hægt verður að vinna eftir og treysta á. Óvissan er okkar versti óvinur,“ segir Einar Valur að lokum um fiskeldismálin. Samfélag í „gíslingu Hafró“  Ekki neinn fiskur í sjókvíum í Djúpinu Einar Valur Kristjánsson Tveimur sérstökum svifrykssöfn- urum hefur verið komið fyrir á Grensásvegi og við Dalsmára í þeim tilgangi að safna svifrykssýnum á gamlárskvöld. Sýnin verða efna- greind á rannsóknarstofum bæði á Íslandi og erlendis til þess að greina efnainnihald svifryks á gamlárskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem efnainnihald svifryks er mælt með þessum hætti á gamlárskvöld á svæðunum tveimur, en það hefur einu sinni áður verið gert við áhaldahús Hafnarfjarðar. Efnainnihald svif- ryks verður mælt Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir það eðlilegt að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sitji í þriggja manna hópi sem skipaður er til að rýna í niðurstöður skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið svonefnda. „Mér finnst það eðlilegt því hann er æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar og æðsti yfirmaður borgarinnar og á meðan hann er það þá hlýtur hann að njóta einhvers trausts til að fara í saumana á því sem betur má fara inn- an stjórnsýslunnar. Þannig að að svo stöddu finnst mér ekkert að því að hann taki sæti í þessum hópi,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór fram á að Dagur myndi víkja úr hópnum. Mun Hildur sjálf gefa sæti sitt laust verði ekki fallist á þessa kröfu. „Ef hann [Dagur] nýtur ekki trausts Hildar Björnsdóttur þá er það allt annað mál. Það er bara eðli pólitíkurinnar. Þannig að ég sé ekki að ég ætti að hafa einhverja sérstaka skoðun á þessum tímapunkti á hvort hann njóti trausts til að skila af sér einhverri skoðun á hvernig stjórnsýslan gæti unnið betur, hvernig verkferlar ættu að vera, hvort upplýsingar væru gefn- ar til nefnda og ráða og með hvaða hætti og hvernig embættismenn ættu að fara að í aðstæðum sem þessum svo þetta endurtæki sig ekki,“ segir Líf, sem sakar jafnframt Hildi um að setja upp pólitískt leikrit. „Hún er að setja upp pólitískt leik- rit og það þarf auðvitað innistæðu fyr- ir því en á meðan ekkert annað hefur komið upp þá þarf þetta eðlilega að hafa sinn gang þar sem framkvæmda- stjóri borgarinnar tekur á þessum málum og hvernig betur megi gera í framtíðinni.“ Algjörlega ófært Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er hins vegar á öðru máli og segir það fásinnu að Dagur skoði sjálfan sig. „Ég tel að það sé algjör fásinna og algjörlega ófært ef þessi hópur kemst á laggirnar að Dagur sitji í því að skoða sjálfan sig og viðbrögð við sín- um eigin afglöpum sem koma fram í skýrslunni. Þetta er merki um algjöra blindu á eigin verk. Ég hef gagnrýnt það frá byrjun og skipun þessa hóps. Það er talað um að þetta sé hópur minni- og meirihluta en þetta var til- kynnt einhliða á fundi borgarráðs án þess að nokkur vissi.“ Deilt um stöðu borgarstjóra Líf Magneudóttir Vigdís Hauksdóttir  Þriggja manna hópur rýnir í skýrslu um braggann  Eðlilegt að Dagur sitji í starfshópnum, segir borgarfulltrúi VG  Algjör fásinna, segir fulltrúi Miðflokks Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Pétur Ármannsson arkitekt flutti er- indi vegna húsnæðismálanna á fund- um hjá Eflingu og Samtökum iðn- aðarins. Pétur segir þjóðina áður hafa staðið frammi fyrir skorti á hag- kvæmu íbúðarhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu. Lausnir á þeim vanda hafi komið fram allt frá 1930. Bygging félagslegra íbúða í Borgahverfi í Grafarvogi á 10. ára- tugnum sé síðasta verkefnið á vegum húsnæðisnefndar borgarinnar. Nefndin hafi síðan verið lögð niður. „Fyrst þarf að skoða fjármögnun- arhliðina. Þetta er ekki aðeins bygg- ingartæknifræðilegt mál. Íbúðar- byggingar eru nú öðrum þræði fjárfestingarvara. Húsnæði er byggt til að tryggja örugga fjárfestingu.“ Nokkrir samverkandi þættir „Þegar lögin um verkamanna- bústaði voru sett fólu þau í sér hag- stæð lánakjör. Sú varð líka raunin árið 1965 þegar samkomulag náðist um byggingu íbúða í Breiðholti. Hér þurfa að fara saman nokkrir samverkandi þættir; fjármálahliðin, lánakjör og skipulagsmál. Nánast öll skipulagsverkefnin hafa verið byggð á ódýru landi,“ segir Pétur og bendir á að uppbygging á minni þéttingar- reitum í eldri byggð sé dýrari. „Það getur vel verið að það sé dýrt fyrir sveitarfélögin að byggja ný hverfi, en til að leysa þessi mál hratt og vel þarf í rauninni að fá ónumið land. Það er líka mikilvægt að gera mjög vandað skipulag og beita ýtrustu hagkvæmni við húsbygging- ar. Að láta vinna vandaða hönnun sem hægt er að endurtaka. Það þarf að gæta þess að húsin séu einföld og stöðluð og hafi öll grunngæði án þess að bruðlað sé með óþarfa.“ Pétur rifjar upp að þegar Bústaðahverfið hafi verið byggt upp á haftaárunum hafi það verið langt frá miðbænum. „Þar var hægt að fá ódýrt og mjög gott byggingarland. Þar voru gerðar ákveðnar tilraunir. Fólk fékk til dæmis húsin afhent fok- held og innréttaði þau sjálft.“ Voru byggð á ódýru landi  Arkitekt segir félagslegar íbúðir hafa risið á ódýru landi  Byggingar á þéttingarreitum dýrari  Lánakjör mikilvæg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.