Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Eggert
Útivist Mjólkurkúm er að fækka verulega enda ekki þörf fyrir meiri mjólk.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að innvegin mjólk til
mjólkursamlaganna verði liðlega
152 milljónir lítra í ár. Er það meiri
framleiðsla en áður hefur þekkst.
Hins vegar eru reiknað með að
framleiðslan minnki mikið á næsta
ári og verði 5 milljón lítrum minni
en í ár.
Samtök afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði (SAM) áætla að framleiðslan í
ár verði 152,4 milljónir lítra. Mjólk-
urbílarnir eru enn á ferðinni þannig
að framleiðslutalan er áætlun. Það
yrði rúmlega milljón lítrum meira
en á árinu 2017, sem var metár.
Minnkandi framleiðsla
Bjarni Ragnar Brynjólfsson,
skrifstofustjóri SAM, segir að
framleiðslan seinni hluta árs 2017
hafi verið mun meiri en á sama tíma
árið 2016. Sú aukning hafi haldist
fram undir lok júlí í ár en síðustu
mánuði ársins hafi mjólkurfram-
leiðslan verið svipuð og fyrir tveim-
ur árum.
Síðustu tíu vikur hefur innvigtun
mjólkur verið um 6% minni en á
sama tíma á síðasta ári. Setur það
væntanlega línuna fyrir næsta ár,
2019.
Búist er við að þessi þróun haldi
áfram á næsta ári. SAM spáir því að
framleiddar verði 147 milljónir lítra
af mjólk á árinu 2019. Gangi það eft-
ir verður framleiðslan mun minni en
árin 2016 til 2018 og litlu meiri en á
árinu 2015.
Breytt stefna ræður
Elín M. Stefánsdóttir, formaður
stjórnar Mjólkursamsölunnar, seg-
ist að ástæðan fyrir þessum við-
snúningi í framleiðslu sé sú stefna
sem tekin var á síðasta ári að hækka
innvigtunargjald á mjólk sem fram-
leidd er umfram kvóta. Nauðsynlegt
hafi verið að minnka framleiðsluna
þannig að hún verði meira í takti við
sölu afurða hér innanlands.
Elín bendir á að greiðslumark
verði óbreytt á næsta ári, 145 millj-
ón lítrar í heildina, sem svari til inn-
anlandsneyslu á fituríkari afurðum.
Miðað við spá SAM um framleiðslu
verður hún 2-3 milljón lítrum yfir
notkun á innanlandsmarkaði og tel-
ur Elín það hæfilegt.
Hún segir að reynt sé að flytja
sem mest út af umframframleiðsl-
unni fyrir sem best verð.
Stefnir í snarpan viðsnúning
í mjólkurframleiðslunni
Útlit fyrir metframleiðslu árið 2018 Framleiðslan byrjuð að minnka aftur
Met í mjólkurframleiðslu
Innvegin mjólk, milljónir lítra
*Áætlun. Heimild: SAM.
150
125
100
75
50
25
0
152,4
125,6 123,2 124,8 125,1 122,9
133,5
146,0 150,2 151,1
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
*
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
40 ár
á Íslandi
Snjóblásarar í
öllum stærðum
og gerðum
Hágæða snjóblásarar frá
Stiga
ST5266 PB
Rammasamningur um þjónustu og
rekstur hjúkrunarheimila rennur út
um áramótin. Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu bíða eftir svörum
Sjúkratrygginga
Íslands við erindi
um það hvaða
þjónustu eigi að
skera niður á
hjúkrunarheimil-
unum á næsta ári,
til samræmis við
minni greiðslur
frá ríkinu.
Samtök fyrir-
tækja í velferðar-
þjónustu og
Sjúkratryggingar Íslands sömdu um
þjónustu og fjármögnun hjúkrunar-
heimila á árinu 2016. Það er samn-
ingur upp á 30 milljarða sem er
stærsti samningur sem Sjúkra-
tryggingar hafa gert. Kveðið er á um
hvaða þjónustu heimilin eiga að
veita. Viðræður um nýjan samning
hafa ekki leitt til niðurstöðu og renn-
ur samningurinn út um áramót.
Ríkið er tilbúið til að framlengja
óbreyttan samning. Pétur Magnús-
son, formaður samtakanna, segir að
á fjárlögum næsta árs sé hálfs pró-
sents hagræðingarkrafa, eins og í ár,
þrátt fyrir eindregin mótmæli hjúkr-
unarheimilanna, auk þess sem kröf-
ur um þjónustu heimilanna hafi auk-
ist. Það þýði að greiðslur haldi ekki í
við þróun kostnaðar. „Okkur finnst
nauðsynlegt að samningurinn sé að
minnsta kosti sambærilegur að
raunvirði við samninginn sem við
gerðum á árinu 2016,“ segir Pétur.
Gamla kerfið tekið upp?
Spurður hvað taki við um áramót,
þegar samningurinn rennur út, segir
Pétur að hann reikni með að þá verði
farið í gamla kerfið. Sjúkratrygging-
ar gefi út gjaldskrá fyrir daggjöld og
greiði samkvæmt því. Því fylgi
margs konar óvissa varðandi ýmis
atriði samningsins. „Við hörmum
það að ríkið hafi ekki metnað til að
endurnýja þennan samning með við-
eigandi hætti, sérstaklega af því að
það stendur í stjórnarsáttmála nú-
verandi ríkisstjórnar að það eigi að
auka daggjaldagrunn hjúkrunar-
heimila,“ segir Pétur. Hann segir að
hjúkrunarheimilin hafi skorið niður
útgjöld á árunum eftir 2008 og telji
sig ekki geta gert meira.
„Við þurfum að skoða stöðuna í
byrjun nýs árs, ef stjórnvöld ætla að
láta málið fara í þennan faveg. Það er
allra hagur að samningur sé í gildi
um þessa þjónustu og lýsing á þeim
kröfum sem gerðar eru,“ segir
Pétur. helgi@mbl.is
Rammasamningur rennur út
Hjúkrunarheimilin hafa ekki fengið svör um hvaða þjónustu þau eigi að skera
niður á næsta ári til að mæta minnkandi fjárveitingum og auknum kröfum
Pétur
Magnússon
Þrengt að
» Kröfur til hjúkrunarheimila
hafa verið auknar, til dæmis
vegna persónuverndar. Ríkið
mætir ekki auknum kostnaði
en gerir hálfs prósents hag-
ræðingarkröfu á ári.
Héraðsdómur Suðurlands sam-
þykkti í gær kröfu lögreglustjór-
ans á Suðurlandi um að fram-
lengja gæsluvarðhald yfir
manninum sem grunaður er um að
hafa valdið eldsvoðanum á Kirkju-
vegi 18 á Selfossi sem varð tveim-
ur að bana hinn 31. október síð-
astliðinn. Gæsluvarðhaldið hafði
áður verið framlengt um fjórar
vikur.
Samkvæmt úrskurði dómstóls-
ins verður maðurinn í gæslu-
varðhaldi til 24. janúar á næsta
ári. Grímur Hergeirsson saksókn-
ari sagði í samtali við mbl.is í gær
að ekki lægi fyrir hvort maðurinn
myndi áfrýja úrskurðinum til
Landsréttar.
Gæslu-
varðhald
framlengt
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Vinsældir þess að kaupa jólagjafir í
netverslunum virðast aukast ár frá
ári. Hjá Heimkaupum hefur net-
verslun aukist um 50% á þessu ári
að sögn Guðmundar Magnasonar,
framkvæmdastjóra. Hann segir
mikla verslun í nóvember áhuga-
verða en þá voru Cyber monday,
Rafrænn mánudagur, og Single day,
Dagur einhleypra, stærstu dag-
arnir.
Guðmundur segir að Brúðan, eft-
ir Yrsu, hafi verið vinsælasta jóla-
gjöfin í ár. Þar á eftir komu Airbuds
heyrnartól. Spil séu alltaf vinsæl og
í þeim hafi Monopoly vermt fyrsta
sætið og Shit happens annað.
„Það var vinsælt að gefa bíómiða
sem meðgjöf í jólapakkann, gjafa-
bréf í ísbúð og leikhúsmiða í Þjóð-
leikhúsið eða Borgarleikhúsið. Við
seldum líka mjög mikið af ryksugu-
vélmennum og þráðlausum ryksug-
um fyrir jól,“ segir Guðmundur sem
vonar að slíkir hlutir hafi ekki verið
í mörgum jólapökkum.
„Við erum búin að selja á annað
þúsund gjafabréf, út að borða á
veitingastöðum eins og Höfninni,
Mat og Drykk, Krydd og fleiri stöð-
um, auk þess seldust mörg hundruð
hótelgistingar, bæði með og án
kvöldverða á víð og dreif um land-
ið,“ sagði Elísabet Ýr Sigurðar-
dóttir hjá aha.is
Yrsa vinsælust á Heimkaupum
Morgunblaðið/Ómar
Lúxus Gjafabréf á völdum veitingastöðum, hót-
elum og í leikhúsum voru vinsæl kaup á netinu.
aha.is seldi yfir
þúsund gjafabréf
Bók Brúðan var vinsæl
netjólagjöf árið 2018.
Einn var handtek-
inn og tveggja
annarra leitað í
gær í tengslum við
rán sem framið
var í íbúð manns í
Hátúni í fyrrinótt.
Lögreglunni
barst tilkynning
um klukkan hálf-
þrjú um nóttina um ránið, tveir karl-
menn og ein kona höfðu rænt mann í
hjólastól. Hafði fólkið verið í íbúð
mannsins þegar það hrinti honum úr
hjólastólnum og stal eigum hans, m.a.
farsíma, tölvu og reiðufé.
Maðurinn var í áfalli eftir ránið að
sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lög-
reglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, sem ræddi við mbl.is
í gær. Bönkuðu ræningjarnir á
glugga mannsins, sem opnaði í kjöl-
farið svaladyr. Fóru þeir í kjölfarið
inn í íbúðina, veltu manninum úr
hjólastólnum og létu greipar sópa.
„Honum heilsast vel miðað við allt.
Hann er bara í sjokki,“ sagði Guð-
mundur. Lögreglan veit hverjir voru
að verki og hefur undir höndum
myndbandsefni úr öryggismyndavél.
Hvetur lögreglan þá tvo sem enn hafa
ekki verið handsamaðir til að gefa sig
fram, en þeir munu báðir hafa komið
við sögu lögreglu áður.
Tveggja
leitað
eftir rán
Einn handtekinn
vegna málsins