Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Undirritaður dvelur og starfar erlendis sem stendur. Í heimsókn til Íslands í nóvember sl. fékk hann í hendur inn- heimtubréf frá Mótus og annað frá Lögheimt- unni vegna meintra skulda við Símann. Eftirtalda reikninga frá símanum greiddi undirritaður í netbanka Arionbanka þann 16. ágúst 2018. Voru þetta síðustu reikningarnir í viðskiptum hans við Símann, sjá mynd. Sem sagt: Síminn rukkar aukalega alls kr. 39.486 fyrir þessar seinkanir. Drjúgum meira en tvöfaldan höfuð- stólinn. Auðvitað ber að greiða á gjalddaga, það er ekki ágreinings- atriði. En þessi refsing fyrir frestun í nokkra mánuði! Reyndar var engin notkun á símanum eftir janúar 2018. Kortið tek- ið út svo hann virkaði ekki einu sinni. Bara haldið áfram að rukka fyrir enga þjónustu. Það má furðu gegna ef slík vinnubrögð gagnvart viðskipta- vinum eru lögleg. Ef svo er, þá eru þau a.m.k siðlaus. Slík vinnubrögð og viðskiptasið- ferði mega ekki liggja í þagnargildi. Og í ofanálag er svo haldið áfram innheimtu á ofangreindum kröfum löngu eftir að þær hafa verið greidd- ar! Og þá auðvitað með miklum auka- kostnaði í viðbót! Þetta voru síðustu viðskipti undir- ritaðs við Símann. Nú sér hann að þeim viðskiptum hefði átt að ljúka miklu fyrr. Síðustu viðskipti við Símann Eftir Óskar Þór Karlsson » Það má furðu gegna ef slík vinnubrögð gagnvart viðskiptinum eru lögleg. Ef svo er, þá eru þau a.m.k siðlaus. Óskar Þór Karlsson Höfundur er atvinnurekandi og var áður viðskiptavinur Símans í 55 ár. Reikn. dags. Tilv.númer Höfuðstóll Alls greitt 20.1.2018 105477 7.573 23.153 21.2.2018 104446 2.530 14.192 20.3.2018 103261 2.530 7.503 20.4.2018 103776 2.530 7.478 20.4.2018 102956 2.530 4.853 Samtals 17.693 57.179 Um daginn var af- mælisgrein í Morgun- blaðinu um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lét læknirinn blaðinu í té mynd sem fylgdi þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri sem hann hafði skotið. Hann heldur dráps- vopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glað- beittur framan í myndavélina, eins og hann væri sannur karl í krapinu, hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki, drýgja hetjudáð. Ég er að tala um fullorðinn og væntan- lega þroskaðan mann, sextugan lækni, sem ætti að hlúa að lífi, leit- ast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til sakar unnið; er ekki að- eins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; kennir til, hræðist og óttast, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við. Skyldi læknirinn hafa látið sníða höfuðið af dýrinu, stoppa það upp og svo látið festa það á vegginn í stof- unni hjá sér, svo að allir sem kæmu gætu séð hversu mikill maður hann væri og hvílík hetja byggi á þeim bæ? Þessi læknir er ekki einn um það að hafa fróun og gleði af því að of- sækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það. Þessir svokölluðu veiðimenn sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóð- félaginu, skipta hér mörgum þús- undum. Þörf þessara manna á veið- unum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs. Hvað er þetta; drápsfýsn, blóð- þorsti, drápslosti? Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífs- keðju náttúrunnar. Við því er vita- skuld ekkert að segja. Maðurinn er hér þó undanskilinn. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og líf- verur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar. Það mætti kalla þetta losta- dráp. Einna verst er dýra- níðið einmitt í garð hreindýra. Í ár mátti drepa fleiri dýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, þar af 1.061 kú. Þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vildu kom- ast, voru 3.172. Hvað býr í hjarta og tilfinn- ingalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo að drápslosti ráði för? Er þetta kannski dráps- sýki sem líkja má við áfengissýki og tóbaks- sýki? Kannski er þetta krabbamein sálarinnar. Hreindýrskálfar fæð- ast upp úr miðjum maí, margir um mánaða- mótin maí/júní. Þeir eru því margir ekki nema átta vikna þegar farið er að drepa mæðurnar frá þeim. Við eðlileg skil- yrði þyrfti hreindýrskálfur á móður sinni að halda í allt að ári. Rann- sóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrskálfar eru átta vikna drekka þeir enn móðurmjólk átta sinnum á dag, ellefu vikna sex sinn- um og sextán vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk fimm sinnum á dag. Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim átta vikna gömlum!? Er þá tilfinn- ingalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra ung- viða ótalið. Við bætist, að hreindýrskálfar eru mjög háðir mæðrum sínum þegar snjóa tekur og frostlag leggst yfir land með það að gera krafsholur, þannig að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Til þess þarf stóra, sterka og beitta hófa sem ung- viðið býr ekki yfir. Þetta dráp hreindýrskúa, upp- haflega frá átta vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust og í raun þeim sem þessar veiðar stunda til smánar og háborinnar skammar. Mættu veiðimenn hugsa til þess að þetta þarflausa og ljóta dráp fer vitaskuld inn í þeirra karma og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er geymt, skil. Kann þá bros miskunnarlausra veiðimanna að stirðna á andliti þeirra. Það kem- ur alltaf að uppgjöri og reiknings- skilum. Vei ykkur þá, veiðimenn. Læknar fólk, en meiðir og drepur dýr Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt »Maðurinn er eina dýrið sem drepur önn- ur dýr og líf- verur að gamni sínu sér til fró- unar, gleði og skemmtunar. Það mætti kalla þetta lostadráp. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.