Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver hefur mistúlkað orð þín svo þú þarft að gera allt sem í þínu valdi stendur til að leiðrétta málið. Aðrir öfunda þig af því að allt skuli vera þér í hag núna. 20. apríl - 20. maí  Naut Til þín verður leitað með sérstök verk- efni og þú ættir að hafa svigrúm til þess að taka þau að þér. Áhugaverðu tilboði verður skotið inn á borð hjá þér í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hver er sinnar gæfu smiður og það sannast á þér sem öðrum. Þú munt að öllum líkindum fá óvæntan glaðning af einhverjum toga í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sjálfsagi snýst einkum og sérílagi um það að mennta sjálfan sig, ekki fleiri leiðir eða ástæður til þess að refsa sjálfum sér. Veldu áhættu í stað öryggis. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver dýrðarljómi virðist umlykja þig í dag. Vertu óhræddur við að henda gömlum hlutum og því sem skiptir þig ekki lengur máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er ekki rétti tíminn til að aðgreina sig, aðskilja eða vera einn. Kannski væri ráð að heimsækja einhvern sem þú hefur ekki séð lengi eða fara í frí til útlanda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að fá sem mest út úr starfi þínu þannig að óleyst verkefni hrúgist ekki upp á skrifborðinu. Einhverjir spá í endingu ást- arsambands sem þeir eiga í. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er hætt við að samskipti þín við aðra gangi ekki sem skyldi í dag. Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Forðastu að gagnrýna samstarfs- fólk þitt í dag og sættu þig ekki við gagnrýni frá því heldur. Þú peppar upp vin og vonar að hann breytist til hins betra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að láta aðra í friði með sín leyndarmál og gerðu þér heldur ekki hug- myndir um eðli þeirra. Losaðu þig við skuld- bindingar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert staðráðinn í því að létta á hjarta þínu í dag og finnur fyrir þörf til þess að leiðbeina smáfólkinu. Allra augu hvíla á þér og því ættirðu að fara varlega í öllu sem þú segir og gerir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver reynir að fá þig til þátttöku í umræðum sem eru þér óljúfar. Aðrir gætu verið afbrýðisamir vegna hraðra framfara þinna, en þú hefur ekki tíma til að fást um það. Í tilefni jólanna fóru þessar stökurá flug til vina og kunningja og enduðu hjá mér – frá Helgu Stef- ánsdóttur og Helga R. Einarssyni: Er jólasveinar arka um frá Esju nið́r að sænum komum við með köllunum kveðjú úr Mosfellsbænum með áherslu á frelsi, frið farsæld, hjartahlýju. Ykkur þessa óskum við á ári, bráðum, nýju. Ingólfur Ómar yrkir á göngu og óskar gleðilegra jól: Skyggja tekur, hnígur himinsól, hljóðlát kyrrðin vefur lygnan fjörð. Myrkrið hvelfist yfir byggð og ból, bláskyggð fjöllin halda þögul vörð. Stjörnur lýsa himins dimma djúp, daufu mánaskini á sundin slær. Jörð er þakin gráum héluhjúp, hvíslar að ýlustráum napur blær. Jónas Frímannsson sendir jóla- kveðjur í öðrum dúr: Í klaustrunum fornu var skrafað og skráð á skinnhandrit frásögn af margri dáð. Afburða höfunda átti vort láð, sem okkar jók hróður í lengd og í bráð. Á Klausturbarnum þeir eru að og allir vitum við núna hvað alþingismaður þar inni kvað, því undireins Bára hljóðritar það. Filli – Friðrik Steingrímsson – orti á Þorláksmessu svo að sr. Skírnir Garðarsson gat ekki orða bundist: „Þá er maður loksins búinn að skilja þetta, „að hafa borð fyrir báru“: Með orðbragði undan sér skáru svo æran er nú fyrir bí, á klaustri var borð fyrir Báru en bjánarnir viss’ekk’af því. Oft er talað um að um jólin sé mikil kauptíð. Hér víkur Gústi Mar að því: Kaupum gleði, kaupum jól, kaupum okkur mat og skjól. Enginn gat með greiðslu þó gleði keypt né hugarró. Reir Frá Drangsnesi orti á jóla- dagsmorgun á Boðnarmiði í ljósi þess að vera oggupínulítið illt í öðru hnénu (tæplega haltur) og verandi karlmaður: Sem brátt eigið erfiljóð, úldinn, þreyttur, breyskur, haltrandi um heimaslóð, hækju prýddur, beiskur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Jólakveðjur og klausturskraf Í klípu „ég er í árabát. er ég AÐ tala viÐ ármann?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „súpu eÐA SAFA?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera stórhrein- gerningu í lífinu. ÉG NEITA AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ JÓLIN SÉU BÚIN DRAG DRAG DRAG DRAG KLUNK DÆS ÉG ÖFUNDA ÞIG AF ÞVÍ AÐ VERA AÐ FARA TIL FRAKKLANDS! ANDVARP! Æ, ÞAÐ VERÐUR NÚ EKKI EINTÓM GLEÐI OG ÁNÆGJA! NEMA BARDAGA- OG RÁNSHLUTINN! Þegar nálgast áramót fer Víkverji írólegheitum yfir árið sem er að líða. Getur það verið að árið sé búið? Víkverja finnst eins og hann hafi næstum því í fyrradag spurt sig þess- arar sömu spurningar. Eftir því sem árunum fjölgar virðist tíminn sífellt styttast á milli áramóta. Þrátt fyrir það eru flest ár enn 365 dagar og fjórða hvert ár 366 dagar. x x x Nú árið er liðið í aldanna skaut ogaldrei það kemur til baka er sungið um áramót. Það kemur alltaf sérstök tilfinning í brjóst Víkverja þegar þetta lag er spilað. Víkverji verður meyr og eftir atvikum þakk- látur að árið sé liðið eða þakklátur fyrir árið. x x x Það hafa komið ár þar sem Vík-verji fagnar því að árinu sé lokið og fagnar því sérstaklega að það komi aldrei til baka. Það eru árin sem sorgir og erfiðleikar hafa knúið dyra annað hvort hjá Víkverja, ein- hverjum í hans nærumhverfi eða hjá þjóðinni. x x x Árin sem Víkverji þakkar fyrir erumargfalt fleiri og það er á vissan hátt hægt að þakka fyrir erfiðu árin. Víkverji er orðinn það sjóaður í lífs- ins ólgusjó að hann veit að það skiptast á skin og skúrir og það stytt- ir alltaf upp um síðir. Víkverji hefur lært í gegnum tíðina að þakka bæði fyrir hið ljúfa og hið beiska. x x x Erfiðleikar eru margs konar og hafamismunandi áhrif einstaklinga sem í þeim lenda. Erfiðleikar geta samverkað til góðs og í gegnum þá þroskast margir. Finna styrk sem þeir vissu ekki að þeir áttu. Finna hverjir eru raunverulegir vinir. Finna veikleika sem þeir vissu ekki um og mitt í verstu aðstæðunum kærleika sem þeir vissu ekki að væri til. x x x Víkverji kveður árið 2018 sáttur, jáeða sátt eftir því hvernig á það er litið, og vonast til þess að árið 2019 verði sem flestum gæfuríkt. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi (Jóh: 11.25)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.