Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 9

Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 9SJÁVARÚTVEGUR Stefnir – Ríkisskuldabréf verðtryggð1 Stefnir – Ríkisverðbréfasjóður langur1 Stefnir – Skuldabréfaval2 Stefnir – Ríkisverðbréfasjóður millilangur1 Stefnir – Sparifjársjóður2 Stefnir – Lausafjársjóður2 Stefnir – Ríkisbréfasjóður óverðtryggður1 Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis Í netbanka Arion banka er einfalt og öruggt að eiga viðskipti með sjóði Stefnis. Upplýsingar um sjóði má nálgast á arionbanki.is/sjodir eða hjá starfsfólki Arion banka í síma 444 7000. 1) Sjóðurinn er verðbréfasjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. 2) Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um ávöxtun í framtíð.Upplýsingar um ávöxtun eru fengnar frá Arion banka hf., sem er vörslufyrirtæki sjóðanna. Vakin er sérstök athygli á að áhætta fylgir fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem geta leitt til minni áhættu- dreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjár- festing í verðbréfasjóði. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðina, þ. á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu og lykilupplýsingum þeirra, sem nálgast má á www.stefnir.is/sjodir 98% 90% 84% 81% 0,5% 0,0% 0,0% Árleg nafnávöxtun frá stofnun á sjóðum sem eru yngri en 5 ára. Hlutfall verðtryggðra eigna af heildarstærð m.v. 30.11.2018. 5,6% 4,1% Verðtryggingar- hlutfall Frá stofnunÍslensk skuldabréf og innlán Ávöxtun skuldabréfasjóða Stefnis 5,6% 4,5% 5,7% 4,4% 4,0% 4,0% -0,4% 7,7% 7,2% 6,4% 5,7% 4,3% 2,7% 6,4% 6,6% 5,9% 5,5% 4,8% 4,5% 6,3% 6,7% 5,7% 4,9% 4,8% 4,8% 5,7% 4,9% 5,0% 5,3% 30.11.2017– 30.11.2018 30.11.2016– 30.11.2018 30.11.2015– 30.11.2018 30.11.2014– 30.11.2018 30.11.2013– 30.11.2018 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár Besta eignastýring á Íslandi á sviði skuldabréfa 2017 & 2018 samkvæmt World Finance Magazine. Málflutningi lögmannsins Magnúsar Helga Árnasonar, er varðar úrsögn hans úr stjórn Vinnslustöðvar Vestmannaeyja er lýst sem „fráleitum og rakalausum“ í yfirlýsingu frá Sig- urgeiri Brynjari Kristgeirssyni, sem skrifar fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og Morgunblaðið fékk senda. Í frétt þann 29. nóvember í Morgunblaðinu segir Magnús Helgi að úrsögn sín úr stjórninni tengdist afstöðu annarra stjórn- armanna til tillögu hans þess efnis að stjórnin fæli endurskoð- endum félagsins að kanna hvort Vinnslustöðin ætti í við- skiptum við fyrirtækið Gordon Trade Management LLP (GTM). Það sé eða hafi verið í eigu About fish Ltd., sem skráð er í skattaskjóli á eyjunni Tortóla og beri sama nafn og fimm félög í eigu Vinnslustöðvarinnar báru. Segir í yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar að Magnúsi hafi verið svarað lið fyrir lið á stjórnarfundi þann 9. nóvember. „Málið var tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi 9. nóv- ember 2018 þar sem fráleitum og rakalausum málatilbúnaði mannsins var svarað lið fyrir lið og m.a. upplýst um eignar- hald eins og það var árið 2015. Þetta tiltekna félag, About fish Ltd. tengist Vinnslustöðinni eða eigendum hennar á engan hátt og hefur aldrei gert. Vinnslustöðin hefur hins vegar selt GTM fisk og sama hafa mörg önnur íslensk sjávarútvegsfyr- irtæki gert,“ segir í yfirlýsingunni. Í tengslum við málið hefur GTM sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að engir íslenskir rík- isborgarar hafi haft fjárhagslega hagsmuni af starfsemi þess. Í yfirlýsingu VSV kemur einnig fram að Magnús Helgi hafi sagt sig úr stjórninni „vegna þess að enginn einasti hluthafi í félaginu kærði sig um að hann sæti þar áfram. Við manninum blasti að fá á sig vantraust á hluthafafundi í VSV. Hann kaus þá að láta sig frekar hverfa strax en reynir nú að tengja VSV við Tortóla til að draga athygli frá raunverulegum ástæðum úrsagnarinnar.“ peturhreins@mbl.is „Tortóla-dylgjum vísað til föðurhúsa“ Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Vinnslustöðin vísar málflutningi Magnúsar til föðurhúsa og er hann sagður vera „fráleitur“ og „rakalaus“ í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Spá Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD, gerir ráð fyrir að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2020. Þetta kemur fram í nýrri sjávar- útvegsskýrslu Íslandsbanka. Í skýrslunni segir að heildarfram- leiðsla sjávarafurða á árinu 2017 hafi numið 175 milljónum tonna, en þar af hafi fiskveiðar verið 53%, eða 92 milljónir tonna, og fiskeldi um 47%, eða um 83 milljónir tonna. Mest var veitt af uppsjávarfiski, eða um 38% af heildarveiðum, næst á eftir kom svo botnfiskur, eða 23%, og þar á eftir skelfiskur með 17%. Aðrar sjávarafurðir standa undir 13% heildarframleiðslunnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að tveir þriðju hlutar fiskeldis séu á landi, en þriðjungur er fiskeldi í sjó. Á landi eru laxfiskar langalgeng- astir, að því er segir í skýrslunni, á meðan skelfiskur er stærsti hluti framleiðslu fiskeldis í sjó. Ísland 17. stærst Í skýrslunni kemur einnig fram að stórtækasta fiskveiðiþjóð heims er Kína, en Kínverjar veiddu um 17,4 milljónir tonna á síðasta ári, eða um 19% af veiðum á heimsvísu. Þar á eftir komu Indónesía, Bandaríkin, Indland og Rússland, en veiðar þessara fimm stærstu fiskveiðiþjóða heims voru á árinu 2017 samanlagt um 38 milljónir tonna. Ísland er í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild á heimsvísu. Ísland hefur samkvæmt skýrslunni færst ofar á þessum lista síðustu ár og hefur því aukið veiðar sínar umfram aðrar þjóðir á listanum. Fiskveiðar Íslands jukust um 10% á milli ára. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxeldi er í sókn á heimsvísu. Eldi fram úr fisk- veiðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.