Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018FÓLK SPROTAR Það kann að koma sumum les- endum á óvart en hótel og ferða- skrifstofur víða um heim reiða sig á gamlan og óskilvirkan hugbúnað. Sú hlið sem vísar að neytendum; stórar bókunarvefsíður eins og Hotels.com, Booking.com eða ís- lenska ferðaleitarvelin Dohop.com, er notendavæn og virkar hnökra- laust, en á hinum endanum má oft finna eldgömul bókunarkerfi sem erfitt er að vinna með. Fólkið á bak við hugbúnaðar- fyrirtækið Godo kom auga á þenn- an vanda: „Við sáum að mörg hót- el voru jafnvel að nota kerfi sem voru svo gömul að þau voru ekki einu sinni tengd netinu og ekki í neinu sambandi við umheiminn. Úr varð að þróa bókunarkerfi sem hægt væri að tengja beint inn á helstu sölusíður, samræma verð og dagatöl og uppfæra allar upplýs- ingar í rauntíma til að koma í veg fyrir yfirbókun,“ útskýrir Haukur Birgisson, fjármála- og viðskipta- stjóri Godo. Bókunargátt fyrir ferðaskrifstofur Undanfarin sex ár hefur Godo einbeitt sér að því að þróa og inn- leiða bókunarkerfið og aðstoðað ís- lenska gististaði við að nútíma- væða hjá sér bókunarferlið. En annar stór vandi var óleystur: samskiptin við ferðaskrifstofur- nar. Haukur segir hótelbókanir frá ferðaskrifstofum fara eftir allt öðrum leiðum en bókanir frá al- menningi sem berast í gegnum bókunarvefsíður. Viðskipti við ferðaskrifstofur fylgi öðrum skil- málum, verðskrám og þóknunar- kerfum og fram til þessa hafi samskipti ferðaskrifstofa og hót- ela nánast þurft að fara fram handvirkt. „Í dag er alvanalegt að ferðaskrifstofa sendi tölvupóst á gististað og spyrji um framboð á herbergjum á tilteknum dagsetn- ingum. Getur tekið allt að 24-48 tíma að fá svar, enda berst hótel- um heill haugur af tölvupósti dag- lega, en ekki nóg með það heldur þarf ferðaskrifstofan þá að senda annað skeyti til að biðja um að ganga frá bókuninni ef herbergi er á lausu. Eins og gefur að skilja er það engum til gagns að það geti tekið allt að fjóra sólarhringa fyrir ferðaskrifstofu að bóka hótelherbergi.“ Úr varð að smíða n.k. markaðs- torg fyrir gististaði og ferðaskrif- stofur. Hugbúnaðurinn hefur fengið nafnið Travia (www.travia.is) og fór nýlega í loftið. „Þar geta ferðaskrifstofur tengst beint við þá gististaði sem þær eiga í viðskiptum við eða bætt nýjum við gististaða- framboðið sitt. Travia talar beint við bókunarkerfin og hægt er að taka frá laus herbergi jafnóðum. Í raun virkar Travia svipað og aðrir bókunarvefir á netinu en er bara ætluð ferðaskrifstofum,“ segir Haukur en nú þegar býður Travia upp á tengimöguleika við 300 gististaði.“ Kostnaður og álag hvetja til tæknivæðingar Rekstur Godo hefur farið vel af stað og hefur fyrirtækið Ísland sem sinn aðalmarkað. Haukur seg- ir mikil tækifæri fyrir hendi úti í heimi, enda á það við um gististaði í öllum löndum að þar mætti gera miklu betur í notkun nýjustu hug- búnaðarlausna. Erlend markaðs- svæði séu, aftur á móti, svo stór, hugbúnaðarþarfir gististaða svo ólíkar og mismunandi staðlar á milli landa að það flæki alla útrás. „Eitt er síðan að bjóða upp á góða lausn og annað að fá fyrir- tæki til að prófa nýja tækni. Við verðum vör við að margir eru tví- stígandi þegar kemur að því að innleiða hugbúnað sem er skilvirk- ari og hagkvæmari og stór hluti af vinnu okkar að telja viðskiptavini á að gefa tækninni tækifæri,“ út- skýrir Haukur. „Við finnum það núna að viðhorfið er farið að batna og fólk í þessum geira orðið opn- ara fyrir því að skoða góðar tæknilausnir en ástæðan er m.a. sú að ferðamannastraumurinn fer bara vaxandi á sama tíma og laun og aðrir kostnaðarliðir eru á upp- leið. Sýna þarf aðhald í rekstri, ekki hægt að bæta við starfsfólki endalaust, og eykur mjög á álagið ef ferðaþjónustufyrirtæki notast við hugbúnað sem gerir lítið til að létta þeim vinnuna.“ Morgunblaðið/Hari Haukur Birgisson segir bókanir frá ferðaskrifstofum berast eftir allt öðrum leiðum en bókanir frá almenningi, enda unnið út frá öðrum verðskrám og skilmálum. Bókunarferlið hefur verið of hægvirkt og þungt í vöfum. Létta samskipti gististaða og ferðaskrifstofa Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Godo hefur svipt hulunni af markaðstorginu Travia þar sem ferðaskrifstofur eiga mun auðveldara en áður með að ganga frá hótelbókunum. Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Að sögn Hauks sjá æ fleiri gististaðir að þeir verða að nýta nýjustu tækni betur til að hagræða í rekstri. Ferðamenn rýna í kort í miðborginni. jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. nýjungar og sjái betur ávinninginn af því að taka upp skýjalausn með mikla sjálfvirkni. „Sum þessara hótela hafa jafnvel verið með gamaldags netþjóna inni á skrif- stofu, sem eru rosalega dýrir í rekstri, vandasamt að viðhalda, og með kerfi sem eru alveg lok- uð.“ Þó ávinningurinn væri mestur fyrir stórar hótelkeðjur segir Haukur að stundum sé það þar sem tregðan við að nútímavæðast sé mest. „Þar getur innleiðingin verið flóknari og dýrari, og á viss- an hátt hjálpar það okkur að ís- lenski markaðurinn saman- stendur einmitt aðallega af tiltölulega smáum fyrirtækjum sem geta innleitt nýtt bókunarkerfi á hraðari og einfaldari máta.“ Vanda þarf til verka þegar hótel skiptir gömlu bókunarkerfi út fyrir nýtt. Gamla kerfið geymir mikil- vægar upplýsingar og bókanir sem geta jafnvel náð nokkur ár fram í tímann, og má það alls ekki gerast að þessar upplýsingar glat- ist. Haukur segir sérfræðinga Godo gera sér fyllilega grein fyrir þessu en fyrirtækið hefur búið hugbúnað sinn þannig úr garði að tilfærsla upplýsinga þarf ekki að taka langan tíma og tryggt að ekk- ert tapist í flutningunum. Segir hann að fyrir meðalstórt íslenskt hótel þurfi ekki að taka nema um hálfan dag að breyta um kerfi. Haukur bendir á að oft séu minni gistiheimili og ferðaskrif- stofur sveigjanlegri að þessu leyti, eigi auðveldara með að innleiða Samsetning íslenska markaðarins hentug

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.