Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 16

Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018VIÐTAL þetta vandamál er lausnin ekki að koma í veg fyrir það eftir á, heldur að fyrrirbyggja að það verði vandamál,“ útskýrir Katrín í upphafi. Mikilvægi hreinleikaímyndar Íslands verður ekki ofmetið. Hvorki fyrir útflutningsfyrirtæki né ferðaþjónustu. Sú ímynd gæti hins vegar verið í hættu ef fram heldur sem horfir. Kolefnislosun frá sorpi er um 8% á Íslandi en 1-3% í nágrannalöndunum. Þá hefur kolefnis- losun frá sorpi aukist um 40% á Íslandi frá því að mælingar hófust árið 1990 á sama tíma og hún hefur dregist saman um 30-80% í löndunum í kringum okkur. „Ástæðan er mjög einföld,“ segir Sigurður. „Við annaðhvort urðum sorpið okkar eða send- um það óunnið úr landi. Það eru bara þessir tveir valkostir í dag. Þeim fylgir mikið kolefn- isfótspor. Ef við tökum t.d. Þjóðverja þá er í kringum 1% af heildarlosun þeirra sem kemur frá sorpi. Þeir hafa náð að draga það saman um 80% frá því 1990. Það hefur aukist hjá okkur um 40% á sama tíma. Hver er ástæðan? Jú, Þjóð- verjar hafa tekið forystu í endurvinnslumálum. Þeir eru farnir að taka sorp frá öðrum ríkjum inn á sitt svæði, endurvinna og það telur í þeirra kolefnisfótspori,“ segir Sigurður. Útópía að banna allt plast En tækifærin eru til staðar. Áslaug segir að framtíðarsýn Pure North Recycling sé að hægt verði að endurvinna allt plast á Íslandi. „Fram- tíðarsýn okkar er sú að við endurvinnum allt plast á Íslandi og náum þessari hringrás sem er svo mikilvæg,“ segir Áslaug „Pure North er í raun að byggja upp nýja at- vinnugrein á Íslandi, endurvinnslu, og rúsínan er svo að við notum jarðvarmann í vinnslunni,“ segir hún en forsendan er að sjálfsögðu sú að Íslendingar flokki plast. „Við eigum að minnka notkun á plasti en það er mjög langt í það að við getum hætt henni. Það er útópía að segja: Bönnum allt plast og umhverfinu er bjargað. Við eigum að fara betur með plast, endurvinna plast en við þurfum líka að tryggja hinn endann, sem er framleiðslan. Þar þarf ríkisvaldið að koma inn,“ segir Áslaug. Sigurður bætir við: „Það þarf að koma með mjög skýr skilaboð og búa til ríkari framleið- endaábyrgð. Að þú megir ekki framleiða plast sem er erfitt að endurvinna,“ segir Sigurður. „Við þurfum að taka þetta alla leið. Tryggja hringrásina hér heima. Bönn leysa lítið,“ segir Áslaug. „Framleiðandaábyrgðin er fyrsti þátturinn sem þarf að laga. Hún þarf að vera skýrari og sterkari. Og svo kemur okkar hlutverk sem endurvinnslufyrirtæki. Eftir því sem við fáum þetta betur flokkað inn þeim mun auðveldara eigum við með að vinna hlutina og þá verður allt ferlið hagkvæmara. Það er næsta verkefni sem þarf að takast á við núna. Að koma plastinu aft- ur í plast, því þetta er margnota efni,“ segir Sig- urður. „Og fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti sparast 1,8 tonn af olíu,“ bætir Áslaug við. Hreint og fallegt land Katrín heldur áfram: „Þegar þú minnkar notkun eða innflutning á nýju plasti og getur endurunnið það og gert að nýrri vöru hér heima þá sparar þetta bæði útflutninginn og kolefnis- fótsporið við að sigla þessu 6.000 mílur eða svo. Og það hefur heilmikið að segja. Fyrir utan það að þú sérð bara þitt rusl heima sjálfur. Þú hend- Það var glatt á hjalla þegar blaðamann bar að garði í Lýsisverksmiðjunni úti á Granda. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, tók á móti mér en fyrirtækið bættist nýverið í hluthafahóp ís- lenska endurvinnslufyrirtækins Pure North Recycling sem var einmitt tilefni heimsóknar minnar. Eftir að hafa fengið kaffibolla göngum við meðfram gulum veggjunum og inn á skrif- stofu Katrínar og skömmu síðar bætast í hóp- inn þau Sigurður Halldórsson, framkvæmda- stjóri og stofnandi Pure North Recycling, og Áslaug Hulda Jónsdóttir sem keypti ásamt Katrínu 25% hlut í fyrirtækinu í haust. Fram- undan í höfuðstöðvum nýja hluthafans er skemmtileg umræða um plast en það er óhætt að segja að blaðamaður hafi aldrei fyrr hitt þrjár manneskjur sem hafa jafn brennandi ástríðu fyrir plasti. Tenging Lýsis við fyrirtæki sem endurvinnur plast er nokkuð einföld í sjálfu sér. Fyrirtækið framleiðir vöru úr fisknum í sjónum sem eins og vitað er hefur að geyma sífellt meira plast. Flest höfum við séð myndskeið af skjaldbökunni með plaströrið í nefinu eða heyrt um plasteyjar sem eru tvöfalt stærri en Frakkland. Pure North er í dag eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Fyrirtækið endurvinnur nánast allt heyrúlluplast sem til fellur í landinu eða um 2.000 tonn á ári. Líkt og nafn fyrirtækisins gef- ur til kynna er aðeins notast við umhverfisvæna orkugjafa í endurvinnslunni, jarðvarma og orku úr affallsvirkjun en engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna. Íslendingar eru að mati þríeyk- isins komnir of skammt á veg í endurvinnslu- málum. Sér í lagi þegar horft er til þess að ekki er ólíklegt að á næsta ári verði samþykktar tak- markanir á flutningi á óunnu plasti á milli landa. Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins eru 95% af óendurunnu umbúðaplasti flutt úr landi. Áætlað er að um 16 þúsund tonn af umbúða- plasti séu flutt inn til landsins árlega og einu lausnirnar í dag eru að urða það eða flytja það aftur úr landi. Segja má að um þjóðþrifamál sé að ræða, í orðsins fyllstu og bókstaflegustu merkingu. Þjóðþrifamál „Við erum að tala um þjóðþrifamál,“ segir Katrín og heldur á A4-blaði með mynd af Ís- landi sem stimplað er á stórum stöfum: „ÞJÓÐ- ÞRIFAMÁL“. Katrín sagðist nefnilega fyrir fimm árum hafa lent í ákveðnu sjokki. Lýsi, af- urðin sem hún framleiðir og selur um allan heim, var orðin menguð af plasti. „Það sem er að gerast er það að hingað til hafa menn verið að taka ýmiss konar plast, pakka því saman og senda til útlanda. Fyrst til Kína. Síðan var tekið fyrir það og þá fór plastið til nágrannalanda. Það sem hefur gerst er það að þessi lönd hafa verið að taka við ruslinu, plokka úr því það sem er verðmætast fyrir þau, en restin fer í nokkrar stórar ár sem eru not- aðar sem færiband með þessum hörmulegu af- leiðingum. Plastið fer ekki sjálft í sjóinn. Þar kemur mín tenging í þetta,“ segir Katrín. „Sjórinn okkar er orðinn mjög mengaður af plastinu. Fyrir fimm árum sáum við að það voru leifar af plastefnum í lýsi. Við fórum í heljar- innar rannsóknir sem enduðu með því að við fjárfestum í tækjum og búnaði upp á 500 mill- jónir til þessa að fjarlægja plastefni úr lýsinu. Þá fer maður að hugsa: Þetta er ekki rétt. Þetta á ekki að vera svona. Þetta var tilurð þess að ég áttaði mig á því að til þess að koma í veg fyrir ir því ekkert bara í garðinn hjá nágrannanum,“ segir Katrín. Líkt og áður segir er hreinleikaímynd Ís- lands afar mikilvæg fyrir viðskiptalega hags- muni Íslendinga. En hugsjónin um að halda plánetunni hreinni er mikilvægari að mati Katr- ínar. „Með tilliti til komandi kynslóða þá er nátt- úrlega algjörlega forkastanlegt að við ætlum að afhenda hlutina í ólestri eins og allt stefnir í,“ segir hún. Sigurður tekur nú við: „Við erum búin að markaðssetja Ísland sem þetta hreina og fal- lega land. Það sem við erum kannski að vakna upp við núna er að við þurfum að gera betur. Við höfum verið töluvert miklir umhverfissóðar. Við höfum flutt út hráefni sem auðveldlega er hægt að vinna hér. Við erum í rauninni bara að bregðast við því,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Þarna getum við bara haft veruleg áhrif með því að taka plast og mögulega aðra flokka af endurvinnanlegum hráefnum og endurvinna þá hér. Það hefur enginn þessa orku sem við höf- um til þess að endurvinna. Við erum ekki að nota kol eða kjarnorku í þetta ferli. Við erum með hreina orku sem kemur frá vatnsaflsvirkj- unum eða jarðhita. Við getum tekið algjöra for- ystu í þessum málum og verið, eins og í mörgu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur, braut- ryðjendur þannig að eftir verður tekið og aðrir fari að horfa til okkar. Ekki út af því að við er- Hendir ekki ruslinu í ga ” Við eigum að minnka notkun á plasti en það er mjög langt í það að við getum hætt henni. Það er útópía að segja: Bönnum allt plast og umhverfinu er bjargað. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Lýsi hf. bættist nýlega í hluthafahóp fyrirtækisins Pure North Recycling sem er eina fyrirtækið á landinu sem endurvinnur plast. Ásamt því að endurvinna um 2.000 tonn af heyrúlluplasti á ári stefnir Pure North á endurvinnslu fleiri plasttegunda. Það er ekki seinna vænna að mati hluthafa fyrirtækisins en kolefnislosun frá sorpi er hlutfallslega talsvert meiri hérlendis en í mörgum öðrum löndum og ógnar hreinleikaímynd Íslands sem er útflutningsgreinum og ferðaþjónustunni svo mikilvæg. „Við erum búin að markaðssetja Ísland sem þetta hreina og fallega land. Það sem við erum kannski að vakna upp við núna er að við þurfum að gera betur. Við höfum verið töluvert miklir umhverfissóðar. Við höfum flutt út hráefni sem auðveldlega er hægt að vinna hér. Við erum í rauninni bara að bregðast við því,“ segir Sigurður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.