Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018SJÓNARHÓLL Snjall og snjöll ný hugbúnaðarlausn Upplýsingar í skýinu Tölvupóstur með lotustýringu Rauntíma­ skráning hráefna Gufunes, 112 Reykjavík Sími 577 5757 – gamur@gamur.is Tæknivæðum sorpmálin KRISTINN MAGNÚSSON Nýverið fögnuðum við Íslendingar 100 ára fullveld-isafmæli. Tækniframfarir síðustu 100 ár hafa ver-ið miklar en framtíðarsinnar spá enn hraðari tækniframförum næstu 100 árin. Það er því ekki úr vegi að velta upp hugmyndum um samkeppnisstöðu þjóða árið 2118 eða á 200 ára fullveldisafmæli Íslands. Hvað mun vega þyngst? Atvinnuhorfur næstu áratugi Tölvum hefur farið mikið fram og geta þær leyst sífellt flóknari verkefni. Framfarir á sviði landbúnaðar, sjávar- útvegs og annarrar framleiðslu hafa skapað gríðarlegan hagvöxt en aukin framleiðni í þessum greinum hefur einn- ig leyst fjölda manns af hólmi. Á næstu áratugum munum við sjá fram á aukna innleið- ingu og framfarir í tækni sem þegar er farið að innleiða. Má í því samhengi nefna tilkomu sjálfkeyrandi bíla, sjálf- stýrðra vöruhúsa, sjálfsafgreiðslukerfi fyrir verslanir og hugbúnað sem leysir af almenn skrifstofustörf í miklum mæli. Gera má ráð fyrir að þessar breytingar muni fela í sér aukinn hagvöxt og aukna framleiðni en einnig fækkun starfa. Margt bendir til þess að fram- farir í gervigreind og upplýs- ingatækni muni gera tölvum kleift að leysa ýmis verkefni sem sérfræðingar leysa í dag, eins og t.d. almenna samningagerð lög- fræðinga og ýmsa fjármála- starfsemi. Verður að teljast lík- legt að á næstu áratugum muni störfum í mörgum sérfræðigreinum fækka. Aukin fjarskiptatækni hefur einnig gert fyrirtækjum kleift að útvista fleiri og fleiri störfum erlendis. Tölvunar- fræðingar, grafískir hönnuðir, vefhönnuðir og ýmsir aðrir sérfræðingar glíma nú þegar við sívaxandi alþjóðlega sam- keppni, t.d. frá enskumælandi austurevrópskum sérfræð- ingum sem hafa mikla sérþekkingu og gera lágar launa- kröfur. Óljóst er hver áhrif þessara breytinga verða á atvinnu- ástand á Íslandi en í Bandaríkjunum er strax farið að bera á aukningu á því að fólk missi störf í þeim atvinnugreinum sem það hefur starfað í lengi og neyðist því til að starfa í greinum sem samrýmast ekki menntun þess og reynslu. Telja höfundar að líklegt sé að þróunin muni verða sú sama hér á landi á komandi árum. Þegar fólki er ýtt úr sérhæfðum störfum gegn vilja þess sökum tækniframfara getur það haft alvarlegar afleið- ingar með tilliti til fækkunar starfa því líklegt er að slík þróun leiði til aukins atvinnuleysis. Til þess að tryggja heilbrigðan atvinnumarkað er mikilvægt að jafnvægi milli atvinnusköpunar og atvinnutaps vegna tækniframfara náist. Nýsköpun er svarið Er forsvaranlegt að eyða tugum milljarða í Borgarlínu þegar tækniþróun í formi sjálfkeyrandi ökutækja er fyrir- sjáanleg í framtíðinni? Mikilvægt er í umræðu um bág launakjör að horfa á hlutina í stærra samhengi og bera kennsl á að tækniframfarir munu skapa umtalsvert atvinnuleysi. Vert er að benda á að í tugprósenta atvinnu- leysi munu launakjör ekki vera okkar alvarlegasta vanda- mál. Ef við sem þjóð með allar okkar auðlindir einbeitum okkur að fram- tíðarlausnum og tökumst á við þau tækifæri og þær áskoranir sem fram- farir í tækni munu skapa tryggjum við samkeppnishæfni Íslands. Sköpun nýrra atvinnugreina er ekki einföld og ljóst er að mikil ný- sköpun mun þurfa að eiga sér stað. Til þess að árangur náist þarf þekk- ing og fjármagn að vera til staðar. Menntunarstig á Íslandi er hátt og þó að alltaf megi gera betur þá virðast hindranir sem íslenskir frumkvöðlar standa frammi fyrir frekar liggja í skorti á fjármagni en í skorti á þekkingu. Tækifæri Íslendinga til árangurs í nýsköpun liggja í því að styðja við bakið á okkar efnilegustu sprotafyrirtækjum. Til þess þarf fjármagn en á Íslandi er eftirspurn eftir fjár- magni til nýsköpunar talsvert meiri en framboð. Þetta misræmi er þó ekki til staðar vegna þess að íslenskir frumkvöðlar séu lakari en t.d. frumkvöðlar í Bandaríkj- unum en þar í landi er hlutfallslegt framboð fjármagns til nýsköpunar mun meira en hér á landi. Þetta misræmi bendir til þess að til staðar séu talsverð vannýtt tækifæri á sviði nýsköpunar sem mikilvægt er að nýta til þess að koma til móts við þær miklu breytingar sem framundan eru á næstu áratugum. NÝSKÖPUN Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson sérfræðingar í fjármögnun fyrirtækja Tækniframfarir og atvinnuþróun ” Menntunarstig á Íslandi er hátt og þó að alltaf megi gera betur þá virð- ast hindranir sem ís- lenskir frumkvöðlar standa frammi fyrir frekar liggja í skorti á fjármagni en í skorti á þekkingu. FORRITIÐ Alveg eins og það skiptir máli að hafa réttu forritin til að létta vinnu- daginn, þá er brýnt að nýta líka þau forrit sem hjálpa okkur að fá sem mest út úr frítímanum. Porsche kynnti til sögunnar einn- mitt þannig forrit á dögunum, við sama tækifæri og hulunni var svipt af nýrri kynslóð 911 sportbílsins. Forritið heitir Porsche Road Trip (roadtrip.- porsche.com), og eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða snjallsímahugbúnað sem aðstoðar notandann við að skipuleggja bíltúra. Það er afskaplega gaman að aka góðum bíl um fallegt landslag en þeir sem reynt hafa vita að það er hægara sagt en gert að finna veg- ina með besta útsýninu – og hvað þá að láta allt ganga fullkomlega upp þegar kemur að gistingu, mál- tíðum og áhugaverðum stoppum á leiðinni. Porsche Road Trip gerir allt þetta, og skipuleggur ferðina fyrir notandann frá upphafi til enda. Er hægt að biðja forritið um að gera til- lögu að stuttum bíltúr part úr degi, eða tveggja daga ógleymanlegri reisu. Ekki er ljóst hvort forritið virkar vel á Íslandi en ætla má að Porsche sé a.m.k. búið að kortleggja áhuga- verðustu akstursleiðirnar í N- Ameríku og Evrópu. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki ættu að gefa forritinu gaum, enda gæti verið mikils virði að reka veit- ingastað, þjóðvegasjoppu eða hótel í næsta nágrenni við vegi og útsýnis- staði sem Porsche segir alveg ómissandi að upplifa. ai@mbl.is Í eftirminnilegan bíltúr með Porsche

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.