Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 21
Flest bendir til þess að Bretland muni yfirgefa Evr-ópusambandið (ESB) föstudaginn 29. mars 2019,klukkan 23:00. Þá verða nákvæmlega tvö ár liðin
frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, til-
kynnti Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, með form-
legum hætti um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Sam-
kvæmt 50. gr. sáttmálans um Evrópusambandið tekur
útganga ríkis úr ESB gildi tveimur árum eftir slíka til-
kynningu og skal ESB reyna að ná samningum við út-
gönguríkið um skilmála útgöngunnar að teknu tilliti til
framtíðarsamskipta innan þess tímaramma.
Eins og flestir eflaust þekkja hefur ESB nú samið um
útgönguskilmála við Bretland. Evrópuþingið og leiðtoga-
ráð ESB hafa samþykkt útgöngusamninginn fyrir hönd
ESB og ríkisstjórn Bretlands fyrir hönd Breta. Samning-
urinn verður þó ekki skuldbindandi fyrr en eftir að breska
þingið hefur gefið samþykki sitt en
búast má við því að þingmenn
greiði atkvæði um samninginn
fljótlega eftir helgina.
Útgöngusamningurinn inniheld-
ur fyrst og fremst lagalega skuld-
bindandi ákvæði um tæknilega
framkvæmd útgöngunnar. Samn-
ingsákvæðin munu hafa bein rétt-
aráhrif innan ESB og í Bretlandi
líkt og um hefðbundna ESB-
löggjöf væri að ræða. Samningnum
fylgir jafnframt stutt pólitísk vilja-
yfirlýsing um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB.
Samningurinn fjallar um réttindi ESB-ríkisborgara
sem eru búsettir í Bretlandi til að búa þar áfram og með
sama hætti um réttindi breskra ríkisborgara sem búa í að-
ildarríkjum ESB. Í því felst meðal annars búsetu- og at-
vinnuréttur og aðgangur að velferðarkerfum viðkomandi
ríkja. Samningurinn fjallar einnig um það með hvaða
hætti Bretland skuli standa skil á fjárhagslegum skuld-
bindingum sem ríkið undirgekkst sem aðildarríki ESB. Þá
gerir samningurinn ráð fyrir opnum landamærum Írlands
og Norður-Írlands. Í þessu felst meðal annars krafa um að
breska ríkið standi við skuldbindingar sem það gerði í frið-
arsamningunum frá 1998, sem kenndir eru við föstudag-
inn langa, og standi vörð um samvinnu milli Írlands og
Norður-Írlands. Ef ekki tekst að tryggja opin landamæri
með fríverslunarsamningi fyrir árslok 2020 mun Norður-
Írland að hluta til viðhalda tollabandalagi við ESB og
fylgja áfram ýmsum reglum innri markaðarins. Aðrir kafl-
ar samningsins snúast svo um tæknilega úrlausn útgöng-
unnar, um stöðu Gíbraltar og um herstöðvar Bretlands á
Kýpur.
Samkomulagið kveður á um sérstakt aðlögunartímabil
sem mun standa frá 30. mars 2019 til ársloka 2020 með
möguleika á framlengingu. Aðlögunartímanum er ætlað
að gefa stjórnvöldum og atvinnulífinu tíma til að laga sig
að breyttum aðstæðum. Þó svo að Bretar muni ekki til-
heyra ESB á þessu tímabili munu þeir framfylgja löggjöf
ESB og viðhalda öllum réttindum og skyldum sem fylgja
aðild. Aftur á móti munu Bretar hvorki hafa aðkomu að
stofnunum né ákvörðunartöku ESB. Bretland verður
áfram innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) út aðlög-
unartímann og því verða viðskipti Íslands og Bretlands
með óbreyttu sniði næstu tvö árin. Á aðlögunartímabilinu
munu Bretar geta hafið form-
legar fríverslunarviðræður við
önnur ríki en slíkir samningar
mega þó ekki taka gildi fyrr en í
fyrsta lagi árið 2021. Bretland
mun jafnframt heyra undir lög-
sögu Dómstóls ESB (Evrópu-
dómstólsins) á aðlögunar-
tímabilinu og breskir dómstólar
eru sömuleiðis skuldbundnir til
að fylgja úrlausnum dómstólsins
til ársloka 2020. Það er einnig at-
hyglisvert að samkvæmt samn-
ingnum ber breskum dómstólum að líta til dóma Evrópu-
dómstólsins eftir aðlögunartímann, þótt þeim beri engin
skylda til að fylgja fordæmum hans.
Útgöngusamningurinn inniheldur einnig nokkuð ítarleg
ákvæði um úrlausn deilumála. Ef ágreiningur rís um túlk-
un á samningnum verður honum vísað til sameiginlegrar
nefndar þar sem fulltrúar ESB og Bretlands eiga sæti. Ef
nefndin nær ekki samkomulagi á pólitískum grundvelli
verður hægt að vísa ágreiningnum til gerðardóms sem
mun kveða upp bindandi úrskurð. Ef ágreiningurinn snýst
um túlkun á ESB-rétti skal vísa honum til Evrópudóm-
stólsins sem mun hafa lokaorðið þar að lútandi.
Formlegar samningaviðræður um fríverslun Bretlands
og ESB og aðgengi að innri markaðnum munu þó ekki
hefjast fyrr en eftir að Bretar hafa yfirgefið ESB og
samningar hafa náðst um útgönguskilmálana. Leiðarlok
eru því enn ófyrirséð.
Krossgötur en ekki leiðarlok
LÖGFRÆÐI
Hjalti Geir Erlendsson
lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis
”
Á aðlögunartímabilinu
munu Bretar geta hafið
formlegar fríverslunar-
viðræður við önnur ríki
en slíkir samningar mega
þó ekki taka gildi fyrr en í
fyrsta lagi árið 2021.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 21SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Hagfræðingar hafa skoðað vand-
lega hvaða áhrif það hafði á efna-
hagslíf Vesturlanda þegar konur
tóku að streyma út á vinnumark-
aðinn. Skyndilega
jókst framboðið á
menntuðu og
ómenntuðu starfs-
fólki til muna og um
leið rauk verðmæta-
sköpunin upp.
Er ekki skrítið að
í þeim löndum þar
sem konur hafa ekki
sama aðgang að
vinnumarkaðinum og
karlmenn skuli lífs-
kjör alla jafna vera
lakari.
Saadia Zahidi,
sérfræðingur hjá
WEF, hefur skrifað áhugaverða
bók um þá kvennabyltingu sem er í
vændum í múslimaheiminum. Í
löndum eins og Egyptalandi eru
t.d. í dag álíka margar konur og
karlar í háskólanámi, og í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum eru
þrefalt fleiri konur en karlar í há-
skóla. Konur eru líka farnar að
komast í æðstu valdastöður at-
vinnulífs múslimalanda: á síðasta
ári varð kona í fyrsta skipti banka-
stjóri í Sádi-Arabíu. Á einum ára-
tug hefur konum á vinnumarkaði
múslimaríkja fjölgað um marga
tugi milljóna.
Bók Zahidi heitir
Fifty Million Rising:
The New Gener-
ation of Working
Women Transform-
ing the Muslim
World. Hún fjallar
bæði um þróunina í
stórum dráttum og
skoðar líka sögur
einstakra kvenna
sem þurfa margar
að bjóða hug-
myndum samfélags,
ættingja og vina
birginn, til að láta
að sér kveða sem frumkvöðlar,
stjórnendur og afburðastarfsmenn.
Þetta verk gefur svo sannarlega
tilefni til bjartsýni fyrir þennan
heimshluta, enda hefur reynslan
sýnt að körlunum hefur farist það
misvel úr hendi að koma þar á friði
og hagsæld. Vonandi er röðin núna
komin að konunum. ai@mbl.is
Virkjum kraft kvenna
í múslimalöndum