Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 3
3 Útgáfa Náttúrufræðingsins spannar mikið umbreytingaskeið í sögu náttúru- fræða á Íslandi. Þeir dr. Árni Friðriks- son fiskifræðingur og dr. Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur stofnuðu ritið árið 1931, og var því frá upphafi ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði. Fyrstu árin var útgáfan að mestu borin uppi af stofnendunum sjálfum og uppistaða efnisins almennur fróðleikur um náttúrufræði. Eftir að Náttúrufræðingurinn færðist í eigu Hins íslenska náttúrufræðifélags árið 1941 og með fjölgun íslenskra náttúru- fræðinga næstu áratugi jókst vægi efnis um íslenskar rannsóknir jafnt og þétt. Í gegnum árin hefur Náttúrufræðingur- inn átt farsælt samstarf við íslenska nátt- úruvísindamenn sem hafa verið ötulir við að miðla fróðleik um sín fræðasvið, þar á meðal um eigin rannsóknir, á síðum ritsins. Miklar breytingar hafa orðið í ís- lensku vísindaumhverfi frá upphafs- árum Náttúrufræðingsins. Fjöldi menntaðra náttúrufræðinga hefur aldrei verið meiri en nú og hlutfall þeirra sem sækja sér framhaldsmenntun vex stöðugt. Rannsóknaumhverfið hefur einnig tekið stakkaskiptum með fjölgun háskóla, fjölbreyttara náms- framboði og ekki síst með tilkomu rann- sóknanáms til hærri prófgráðna. Utan háskólanna sinnir fjöldi rannsókna- stofnana ýmsum vöktunar- og vísinda- rannsóknum á náttúru landsins. Ætla mætti að á þessum gróskumiklu tímum stórykist framboð fræðsluefnis um íslenska náttúru ætlað almenningi. Svo virðist þó ekki vera. Á undanförnum árum hefur ritstjórn Náttúrufræðings- ins þvert á móti merkt sífellt þyngri róður við öflun efnis í ritið. Á það ekki síst við um efni tengt rannsóknum á íslenskri náttúru. Með aukinni menntun vísindamanna, erlendu rannsóknasamstarfi og fjár- mögnum rannsókna úr samkeppnis- sjóðum virðist metnaður náttúru- vísindamanna og stjórnenda rann- sóknastofnana hafa beinst í auknum mæli að því að birta rannsóknaniður- stöður eingöngu í erlendum vísinda- ritum. Fleira kemur til: Sókn háskóla eftir að raðast ofarlega á alþjóðlegum samanburðarlistum, framgangskerfi aka- demískra starfsmanna, afkastahvetjandi launagreiðslur, gagnagrunnar sem gera vísindamönnum kleift að bera sig saman við jafningja. Allt eru þetta þættir sem beina vísindamönnum að því að birta niðurstöður sínar í ritrýndum alþjóð- legum vísindaritum. Að sjálfsögðu ber að fagna metnaði íslenskra náttúru- fræðinga og háskóla og velgengni þeirra á alþjóðavettvangi. Hins vegar er vert að staldra við og hugleiða óhjákvæmilegar afleiðingar þessarar þróunar. Með því að beina sjónum eingöngu að jafningjum innan eigin fræðasviðs er hætta á að bil myndist milli fræði- manna og almennings og jafnvel milli fræðasviða. Vísindamenn birtast al- menningi einna helst í stuttum frétta- viðtölum um náttúruatburði eða til að árétta mikilvægi vísinda. Á tímum samfélagsmiðla með sínum örskila- boðum og hraðrar fjölmiðlaumræðu, þar sem umfjöllun um vísindaleg mál- efni er auðveldlega afbökuð og rang- túlkuð, er brýnna en nokkru sinni að vísindasamfélagið taki virkan þátt í al- menningsfræðslu. Meðan vísindamenn eru uppteknir við að uppfræða félaga í fræðunum um rannsóknir sínar mun einhver annar, eða jafnvel fáfræði og áhugaleysi, fylla upp í þekkingargatið sem óhjákvæmilega myndast milli vís- indamanna og almennings. Í stærri samfélögum er mögulegt að fylla þetta bil með sérhæfðum fræð- urum, fólki sem ekki stundar sjálft rannsóknir en hefur næga þekkingu til að túlka fræðilegan texta og miðla til ákveðinna hópa. Fréttamenn eru sér- hæfðir á margvíslegum sviðum náttúru- vísinda, aðrir við gerð heimildamynda, kennslubóka o.s.frv. Hér á landi geta fáir sérhæft sig í vísindamiðlun á þennan hátt og fámenni veldur því að illmögu- legt verður að sinna öllum fræðasviðum svo vel sé. Vísindasamfélagið, náttúrufræðslan og íslenskan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.