Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 12
Náttúrufræðingurinn
12
934 til 942 hefur verið rakin til eld-
gosa og stórt gos á borð við Eldgjárgos
talið líklegast (sjá síðar). Tímasetning
gossins til ársins 939 útilokar að það
hafi orsakað óvenjukalda veðráttu fyrir
þann tíma. Líklegt er að Eldgjárgosið
hafi varað jafnlengi eða lengur en Skaft-
áreldar 1783–85, og skemur en 6 mánuði
stóð það ekki.36
ELDGJÁRGJÓSKAN OG
ELDGJÁRHRAUN
Eldgjárgjóskulagið er það fjórða
stærsta sem fallið hefur eftir landnám
og var nýfallið rúmtak þess á landi ná-
lægt 4,5 km3.32 Meginþykktarásinn
stefnir til suðausturs um Álftaversaf-
rétt og Skaftártungu en annar minni til
norðvesturs yfir uppsveitir og afrétti
Rangárvallasýslu. Mesta þykkt í upp-
sveitum Rangárvallasýslu var líklega
2–3 cm en tugir sentimetra á afréttum
austan við Markarfljót. Mesta mælda
gjóskuþykkt á Álftaversafrétti nálægt
jaðri Mýrdalsjökuls er um 4 m nú en
hefur verið nær 6 m rétt eftir gjósku-
fallið. Gjóskulagið var tugir sentimetra í
byggð í Vestur-Skaftafellssýslu, þykkast
í Skaftártungu.
Eldgjárhraunin þekja um 780 km2,
drjúgum meira en Skaftáreldahraunin,
og rúmmál þeirra er 18–19 km3.36 Vest-
ari álman, Álftavershraun, rann um 55
km leið niður Álftaversafrétt og vest-
anvert Álftaver og í sjó fram þar sem nú
eru Alviðruhamrar. Hraunið rann, að
minnsta kosti að hluta, yfir gróið land
og þykkan jarðveg, sem sést bæði í raski
og þar sem rofið er frá hraunjöðrum.
Þar sem hraunið leggst upp að jökul-
garði ofantil í Álftaveri, og víðar í hraun-
inu, eru í því gervigígar. Það hefur því
runnið yfir votlendi eða út í vatn. Svipað
má segja um eystri álmuna, Landbrots-
og Meðallandshraun, en þau náðu ekki
til sjávar.
Eldgjárgosið breytti landslagi,
vatnafari og nýtingarmöguleikum á
stórum landsvæðum. Eldgjárhraunin
runnu að hluta yfir gróið land og þau
breyttu einnig farvegi vatnsfalla. Eld-
gjárgjóskan olli varanlegu tjóni á gróð-
urlendi þar sem þykkt hennar var
meiri en metri á afréttum og í nágrenni
gossprungunnar. Með Eldgjárgosinu
hófst sú þróun sem leitt hefur til mynd-
unar Mýrdalssands eins og við þekkjum
hann nú.
JÖKULHLAUP
Jökulhlaup sem fylgdu Eldgjárgosinu
hljóta að hafa verið með þeim stærstu
sem komið hafa frá Mýrdalsjökli, sem
ekki var minni á landnámsöld en nú ef
marka má rannsóknir á stærð skriðjökla
hans.29,37 Greinileg ummerki eru um jök-
ulhlaup undan Öldufellsjökli og Kötlu-
jökli, og ef til vill komu hlaup undan
báðum Sandfellsjöklunum í þessu gosi.
Vel má vera að vatnagangurinn Þrasa
8. mynd. Landnámslag ~877 (tvílitt), lagið K~920 (svart) og lagið E~939 (blásvart, þunnt) í jarðvegi í norðaustanverðu Vatnsdalsfjalli, sundurskorin
vegna jarðskjálfta sem varð nokkrum árum eftir að E~939 féll. A. Gjóskulögin í sniði. Línur tengja gjóskulög og ártöl. Milli skurðflatanna hafa
gjóskulögin haldist furðu heil. B. Gjóskulögin E~939 (blásvart, þunnt og K~920 (svart, þykkara) séð ofanfrá í sléttum, láréttum fleti. Þar sést að
jarðvegurinn hefur rifnað í ræmur. Örvar sýna hreyfinguna um skurðflötinn í lóðréttu sniði, brotin lína sýnir hvar hann liggur í láréttum fleti. – Tephra
layers deformed in an earthquake shortly after the deposition of the Eldgjá ~939 tephra. A. The Settlement tephra layer ~877 (two-coloured),
Katla tephra ~920 (black) and Eldgjá tephra ~939 CE (bluish-black, very thin) in soil section at Vatnsdalsfjall, 30 km northwest of Mýrdalsjökull.
Lines connect tephra layers and eruptions years. Note the vertical cuts/faults through the tephra layers. B. View of the same tephra layers in the
soil in a levelled, horizontal plane. Arrows indicate movements across one fault in vertical plane, broken line traces the fault in horizontal plane.
Ljósm./Photo: Guðrún Larsen.
og Loðmundar sem áður er lýst tilheyri
Eldgjárgosinu fremur en Kötlugosinu
~920 og þá hefur einnig komið hlaup
undan Sólheimajökli í Eldgjárgosinu.
Jökulhlaup í Kötlugosum bera gosefni
fram á Mýrdalssand og út í sjó, og flytja
að auki með sér stærðarinnar jaka og
íshroða úr jöklinum. Flest Kötluhlaup
færa ströndina fram og jakaburðinum
hefur verið líkt við að „þar brunuðu
fram heilar heiðar snævi þaktar“ eins
og Kjartan L. Markússon skrifaði í lýs-
ingu sinni á Kötluhlaupinu 1918.38 Jök-
ulhlaupin í Eldgjárgosi hafa verið á við
stærstu Kötluhlaup (hámarksrennsli
um 300.000 m3/sek) – eða stærri. Út-
reikningar benda til að hámarksrennsli í
jökulhlaupi frá 20 km langri gossprungu
undir austanverðum Mýrdalsjökli (eins
og hann er nú) geti orðið 500.000–
1.000.000 m3/sek.39 Kerlingarfjörður sá
sem lýst er í Landnámu og lá fyrir vestan
Hjörleifshöfða gæti vel hafa fyllst, og
horfið, í Eldgjárgosinu – „þar er nú
Hǫfðársandr,“ segir í Landnámu.25
Eftir Eldgjárgos hafa öll meginhlaup
í Kötlugosum farið til austurs um Kötlu-
jökul niður á Mýrdalssand, en stórhlaup
um Sólheimajökul og Entujökul hafa
lagst af. Hámarksrennsli í stærstu for-
sögulegu jökulhlaupunum sem komu
niður Markarfljót var 200.000–250.000
m3/sek40 og í slíku hamfarahlaupi næði
flóðasvæðið við núverandi aðstæður
vestur fyrir Hvolsvöll.41