Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 13 MÓÐA Fleira hlýtur að hafa fylgt Eldgjár- gosinu þótt margt sé þegar talið. Móða af sama tagi og í Skaftáreldum hlýtur að hafa fylgt þessu gosi því afgösun kviku í gosopum og í stórum hraunflákum hefur síst verið minni en í Skaftár- eldum. Raunar benda útreikningar til að næstum tvöfalt meira brennisteinstvíildi hafi losnað í Eldgjárgosinu en í Skaft- áreldum, eða allt að 210 megatonn.42 Móðu frá Eldgjárgosi hlýtur að hafa orðið vart um allt land líkt og gerðist í Skaftáreldum. Áðurnefndur sýrutoppur í Crete-ískjarnanum úr Grænlandsjökli dreifist á þrjú ár en mest var úrfellið vet- urinn 939–940 (leiðrétt ártal). Ekkert er hægt að fullyrða um áhrifin á Íslandi að svo stöddu en sú kalda veðrátta sem lýst er í Evrópu árin 939 og 94043 hefur varla haft minni áhrif hér. Þó má hafa í huga að umhverfisaðstæður voru aðrar – og betri – á þeim tíma en á 18. öld. Hér verður ekki fjallað um áhrif Eld- gjárgossins utan Íslands en vísað um þau til gamalla og nýlegra greina.19,43 ELDGJÁRGOSIÐ Í ÍS- LENSKUM HEIMILDUM OG HEIMILDUM UM ÍSLAND Eldgjárgosið er líklega elsta íslenska eldgosið sem getið er um í heimildum (Hallmundarhraun virðist heldur yngra miðað við þykknunarhraða jarðvegs í sniðum undir því44,45). Í Landnámu segir frá jarðeldi sem hrakti tvo landnáms- menn frá landnámum sínum þar sem Álftavershraun rann niður: Gnúpr fór fyrir víga sakir til Íslands ok nam land fyrir vestan Kúðafljót til Eyjarár, Álptaver allt; þar lá þá vatn mikit ok álptveiðr á. Gnúpur var mikil- menni ok seldi lönd þeim mǫnnum, er síðar kómu út, ok varð þar fjǫlbyggt, áðr jarðeldr rann þar ofan. Þá flœðu allir vestur til Hǫfðabrekku ...25 Hrafn hafnarlykill var víkingr mik- ill; hann fór til Íslands ok nam land milli Hólmsár ok Eyjarár ok bjó í Dyn- skógum; hann vissi fyrir eldsupp- kvámu ok fœrði bú sitt í Lágey. Hans son var Áslákur aurgoði, er Lágeyingar eru frá komnir.25 Í frásögninni af Gnúpi leikur varla nokkur vafi á að verið er að segja frá hraunflóði fremur en jökulhlaupi og eina hraunið sem til greina kemur er Álftavershraun. Staðfræðileg frá- sögn passar að teknu tilliti til síðari breytinga. Vatnið sem álftaveiðin var á hefur að öllum líkindum staðið uppi bak við jökulgarðinn ofantil í Álftaverinu (býlin Herjólfsstaðir og Holt standa á jökulgarðinum). Í frásögninni af Hrafni og Ásláki bendir viðurnefnið aurgoði reyndar til að hluti af landnáminu hafi verið þakinn auri á dögum Ásláks, og líklegasta skýringin er að það hafi borist með jökulhlaupi eða breyttum árfarvegum. Um afleiðingar Eldgjárgossins fyrir fólksflutninga til Íslands verður ekkert sagt að svo stöddu annað en að slíkt stór- gos hefur verið vond auglýsing fyrir land þar sem smjör átti að drjúpa af hverju strái. Lítum á hluta úr Íslandslýsingu í Liber miraculorum (Bók undranna) sem samin var á árunum 1178–1180 og gæti vel átt við ofangreinda atburði: Ekki skal þess ógetið, að þessi vít- iseldur brýzt stundum, þó að sjaldan sé, út yfir takmörk sín. Á vorum tímum hefur það sézt einhverju sinni, að hann gaus upp svo ákaflega, að hann eyði- lagði mestan hluta landsins allt í kring. Hann brenndi ekki aðeins borgir og allar byggingar, heldur einnig grös og tré að rótum og jafnvel sjálfa moldina með beinum sínum. Og þótt furðulegt sé frásagnar, bráðnuðu fjöll úr grjóti og jafnvel málmi algjörlega fyrir eldi þessum eins og vax, runnu yfir landið og þöktu það, svo að dalirnir um- hverfis fylltust af leðjunni og fjalllendi jafnaðist við jörðu. En bráðnu klett- arnir, sem runnu út yfir allan jarðveg- inn í allar áttir, dreifðust síðan, þegar eldinum slotaði, og þá varð yfirborð jarðar eins og úr marmara og eins og steinlagt stræti, og jörðin, sem áður var byggileg og frjósöm, varð að eyði- mörk. Þegar þessi ofsagrimmi eldur hafði eytt land þetta og allt, sem á því var, með óseðjandi græðgi sinni, jók hann við því enn skelfilegra undri, að hann réðst einnig á hafið við ströndina, og þegar hann kom út á hafsdjúpið, tók hann að brenna og eyða vatninu með fáheyrðum ofsa, allt niður á hyl- dýpi. Auk þess bar eldurinn með sér í flóði sínu gríðarstór fjöll og hæðir, sem aðrir gráðugir eldslogar höfðu steypt um, svo að þar sem vatnið varð að láta undan síga, kom land í staðinn, og fjöllin bárust út í hafsauga. Og þegar þau höfðu fyllt sjóinn algjör- lega á löngu og breiðu svæði og gert hafsdjúpið jafnt sjávarströndu, varð sjórinn að þurru landi, svo að þar sem áður var vatn, varð nú fast land um 12 mílur og er ef til vill enn. Enn fremur eyddist í þessum eldsbruna fræg borg og mannmörg, en þar var ágæt höfn við fjörð, sem eyðilagðist þó, þegar sjórinn þurrkaðist upp.46 Frásögnin er mjög ýkt en hafa verður í huga að höfundurinn, Herbert, er munkur í klaustri í Frakklandi og hafði líklega aldrei séð eldgos. Þó að upp- haflega frásögnin sé án vafa komin frá sjónarvottum hefur margt aflagast í meðförum heimildamanna á löngum tíma og á langri leið. Fyrri hluti þessarar lýsingar á augljóslega við flæðigos (með kvikustrókavirkni) þar sem stór hraun renna yfir gróið land og yfir mannvirki á þéttbýlu svæði – „og varð þar fjǫl- byggt áðr jarðeldr rann þar ofan,“ segir í Landnámu um Álftaverið. Munkurinn lýsir því þegar hinn ofsagrimmi eldur réðst á hafið við ströndina og eyddi vatninu með fáheyrðum ofsa. Álftavers- hraun rann til sjávar við Alviðruhamra. Líklegt er að þar hafi eitthvað gengið á því miklar sprengingar geta orðið þegar glóandi hrauni og vatni lendir saman. Sigurður Þórarinsson46 telur að lýsingin gæti átt við hraunrennsli í Heklugos- inu 1158, bæði vegna þess að á undan þessari frásögn er greinilega verið að lýsa stóru Heklugosi og vegna orðalags- ins „á vorum tímum“ í upphafi tilvitn- unarinnar. En hér kann sú tilhneiging erlendra höfunda að eigna Heklu öll eldgos á Íslandi einnig að hafa haft áhrif á tímann sem atburðinum er gefinn. Seinni hluti lýsingarinnar er vafalítið blandinn frásögn af jökulhlaupi. Vitað er að jökulhlaup fylgdu Eldgjárgosinu en umfang þeirra er ekki þekkt. Gríðar- stór fjöll og hæðir sem eldurinn bar með sér í flóði sínu eftir að aðrir gráð- ugir eldslogar höfðu steypt þeim um og bárust út í hafsauga – eru vafalítið stórir jakar. Jökulhlaup færa ströndina fram. Fjörður með ágætri höfn, Kerl- ingarfjörður, var við Hjörleifshöfða þegar fyrstu landnámsmennirnir komu. Langlíklegast er að hann hafi eyðilagst í jökulhlaupum tengdum Eldgjárgosi,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.