Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 24
Náttúrufræðingurinn
24
Í samantekt um ígulker við Ísland
í ritröðinni The Zoology of Iceland frá
1948 eru taldar upp 11 tegundir hér við
land.29 Nýlegar botndýrarannsóknir hafa
leitt í ljós að mun fleiri tegundir lifa við
landið og hafa nú fundist 27 tegundir íg-
ulkera á hafsbotni við Ísland (1. tafla).28
Með auknum rannsóknum á botndýrum
á hafsvæðinu í kringum landið má búast
við að enn fleiri tegundir finnist.
SKOLLAKOPPUR
Skollakoppur er eina ígulkera-
tegundin sem nýtt er hér við land.
Hann er oftast grænleitur en getur
einnig verið purpurarauður eða brún-
leitur (7. mynd). Fullorðin dýr geta mest
orðið 8–9 cm í þvermál. Vöxtur dýr-
anna er háður fæðuframboði og aldri.
Í Norðvestur-Atlantshafi er algengt að
dýrin vaxi um 10 mm í þvermáli á ári
en vöxtur er þó mjög misjafn og hefur
mælst 1–17 mm árlega, allt eftir um-
hverfisskilyrðum og fæðuframboði.30
Aldursgreiningar, þar sem taldir eru ár-
hringir í skelplötum, benda til að dýr í
Norðvestur-Atlantshafi geti náð allt að
50 ára aldri.31,32,33 Í rannsókn sem gerð
var í Norður-Noregi reyndust elstu dýr
hins vegar 16 ára.34,35
Skollakoppur hefur ytri frjóvgun.
Dýrin hrygna oftast snemma að vori
en það er nokkuð mismunandi eftir
svæðum. Hrygningartími í Norðvest-
ur-Atlantshafi er yfirleitt í febrúar
-maí36 en getur dregist fram í júní og er
það talið tengjast fæðuframboði fyrir
lirfurnar (svifþörungar) fremur en
hitastigi.20,37 Við Norður-Noreg hrygnir
skollakoppur í mars-apríl38 en við Ís-
land er hrygningartíminn á tímabilinu
frá mars til júlí eftir staðsetningu og
árum39,40,41 (Guðrún G. Þórarinsdóttir,
óbirt gögn). Talið er að þessi breytilegi
hrygningartími tengist sjávarhita og
fæðuframboði.
Eftir að egg frjóvgast myndast svif-
læg lirfa sem nærist á svifþörungum.
Lirfan er sviflæg í 4–20 vikur42 en eftir
það sest hún á botn og fær þá útlit full-
orðins ígulkers (0,4 mm). Lengd lirfu-
tímabilsins fer eftir hitastigi sjávar en
dýrin geta einnig seinkað botntökunni
lítillega þar til heppilegt undirlag finnst
til að setjast á.42
Æxlunarferli skollakopps hér við
land hefur ekki verið rannsakað að ráði
en samkvæmt niðurstöðum rannsókna á
skollakoppi í Norðvestur-Atlantshafi er
kynþroska náð við 3–5 cm stærð (þver-
mál)43,44 og við 3–4 cm í Norðaustur-Atl-
antshafi.34 Jafngömul dýr geta þó verið
afar mis-stór og hafa 50 mm einstaklingar
reynst vera allt frá 2 til 15 ára gamlir.31
ÚTBREIÐSLA
Skollakoppur finnst víða í kald-
tempraða beltinu á norðurhveli jarðar, í
Atlantshafi, Kyrrahafi og Norður-Íshafi.
Hann lifir aðallega á grunnsævi45 en
finnst þó stundum allt niður á 600 metra
dýpi.28 Dýrin finnast aðallega á hörðum
botni en einnig á malar- og sand-
botni og helst þar sem sterkra strauma
gætir og fæða er nægjanleg.30,46 Út-
breiðslan er mjög blettótt og halda ung
dýr sig yfirleitt á grynnri og skjólbetri
svæðum en þau eldri.34 Hér við land
hefur skollakoppur fundist á grunnsævi
allt í kringum land þótt lítið sé um hann
við suðurströndina.47
Skollakoppur er eina ígulkera-
tegundin sem finnst í hálfsöltum sjó,
svo sem í Eystrasalti.8 Efri hitaþolmörk
skollakopps eru 10°C. Við hærra hita-
stig þroskast lirfur ekki eðlilega48 en
fullorðin dýr geta þolað allt frá -1°C
til 20°C.49
Kjöraðstæður fyrir skollakopp eru
þar sem þéttur þari vex á botni. Dýrin
geta þó einnig lifað á svæðum þar sem
lítið er um þörunga og nærast þá á
ýmsum botndýrum, hræjum og jafn-
vel kalkþörungum sem þau skrapa af
steinum og klettum.14,50
Yngri og minni dýr halda sig oft á
skjólgóðum svæðum í leyni fyrir af-
ræningjum og hreyfa sig takmarkað
(8. mynd). Á meðan þau eru smá eru
þau háð fæðu á staðnum og fæðu
sem berst til þeirra með straumum
(rekþang o.fl.) en leggja helst ekki í
fæðuleit.30,51 Seinna verða dýrin hreyf-
anlegri, finna fæðu með lyktarskyni
og geta fært sig úr stað 0,5 til 2,0 m á
dag.51,52 Þegar þau eru á ferðinni eykst
hætta af rándýrum.53 Oft hópast dýrin
þó saman við fæðu jafnvel þótt rándýr
séu nálæg.54
OFBEIT ÍGULKERA Í ÞARASKÓGI
Ígulker gegna lykilhlutverki í sam-
félögum á grunnsævi og geta haft mikil
áhrif á aðrar lífverur á botninum. Ígul-
ker á grunnsævi nærast fyrst og fremst á
þörungum og öðrum sjávargróðri.13 Yf-
irleitt eru þau dreifð á botninum innan
um þara, oft falin niðri á milli steina,
6. mynd. Ársafli ígulkera í heiminum frá 1950 til 2014.
– Global landings of sea urchins between 1950 and 2014.18,19
7. mynd. Ýmis litarafbrigði skollakopps.
– Variation in colour of green sea urchin.
Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson.
Tonn
Aðrir
120000
100000
80000
60000
40000
20000
19
50
19
53
19
56
19
59
19
62
19
65
19
68
19
71
19
74
19
77
19
80
19
83
19
86
19
89
19
92
19
95
19
98
20
01
20
04
20
07
20
10
20
13
0
USA
Rússland
Perú
Nýja Sjáland
Mexikó
Kórea
Japan
Chile
Kanada