Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 35 ingarnar upp í fjöru, flytjandi gríðarlegt magn af skeljasandi í fjöruna. Fjall- háir brimhnútar urðu til við ströndina, æddu upp á land, rifu niður sjávarbakka ofan hæstu flæðarmarka, geystust uppá bakkana sunnar og brutu niður mann- virki sem hingað til höfðu notið verndar þaraskógarins frammi á víkinni. ÁHRIF ÞARASKÓGA Á AFL GRUNNBROTA Sú ályktun mín að þaraskógurinn í Kollsvík, sem og annars staðar við svipaðar aðstæður, dragi mjög úr orku brimöldu var í upphafi einungis hugboð byggt á skynsamlegri rökleiðslu. Eftir að hafa spurt hinn fjölfróða „Google“ um málið komst ég að því að eitthvað hafa fræðimenn rannsakað þetta. Árið 1996 birti norski haffræðingur- inn Martin Mork ritgerðina „The effect of kelp in wave damping“ (Áhrif þara á öldur), þar sem hann fjallar um þetta viðfangsefni. Eftirfarandi er brot úr heildarniðurstöðum ritgerðarinnar í lauslegri þýðingu: Minnkun öldu af völdum þaraskóga hefur verið staðfest með mælingum við Hustadvika [á Raumsdalsströnd í Noregi] á stað sem er mjög opinn fyrir öldu frá opnu hafi. Við það að ferð- ast 258 metra leið frá ytri til innri hluta þarabeltis minnkar orka öldunnar um 70–80% þegar lágsjávað er. Mælingar á straumhraða við efri og neðri mörk þarabeltisins skiluðu hliðstæðum niðurstöðum. Einnig má benda á niðurstöður forvitnilegrar rannsóknar Kevins Brad- leys og Chris Housers sem birtar voru 2009. Mér sýnist að rannsóknir og niður- stöður þessara fræðimanna staðfesti í raun það sem ég hef haldið fram hér að framan, að þaraskógur dragi verulega úr afli grunnbrota sem ná niður í hann að ráði. Bein ályktun í framhaldi af því er að aukinn kraftur grunnbrota valdi þeim breytingum á landi sem nefndar hafa verið: A) Hann róti upp og færi til sand sem annars liggur í lænum og í þaraskóginum og skoli honum upp á fjörur í meira mæli en áður gerðist. B) Hann valdi því að grunnbrot flana langtum hærra uppfyrir stórstraums- fjöruborð en áður gerðist og naga undan sjávarbökkum, sem síðan hrynja. C) Hann valdi báruhnútum sem hlaupa hátt á land upp og ryðja þá úr vegi mannvirkjum sem áður stóðu óhreyfð um aldaraðir. Afleiðing af eyðingu þaraskóganna er svo sú sem lýsa má í atriði D), að þarabunkar á fjörum eru nær hættir að sjást, en voru áður mjög algengir. ÞÖRF ER Á FREKARI RANNSÓKNUM Ég legg til að komið verði á fót rann- sóknarverkefni sem hafi það að mark- miði að skoða þau vensl sem hér hafa verið rakin; á milli ofbeitar þaraskóga af völdum skollakopps og breytinga í landi, rofs sjávarbakka með eyðingu menningarminja og aukins sandburðar á fjörur með þeirri landeyðingu sem honum fylgir. Hér hef ég sett á blað í stórum dráttum sitthvað um þær breytingar sem greinilega hafa orðið í náttúrufari í Kollsvík og nágrenni á síðustu ára- tugum, hugleiðingar mínar um orsaka- samhengi milli þeirra og eyðingar þara- skóga á grunnsævi víkurinnar af völdum skollakopps, og hrafl af tilvitnunum í fræðimenn sem mér finnst staðfesta mínar hugmyndir. Eflaust er hér um flóknara ferli að ræða en svo að þessi einfalda kenning skýri þetta til hlítar. Hér er til dæmis ekki gerð grein fyrir hringrás sands sem ég tel augljóst að viðgangist á svæðinu. Á öðrum stað hef ég lýst því samhengi sem ég tel vera á milli sterkra strauma í Látraröst, iðustrauma upp á Útvíkur og sandmagns á grunnsævi, hver séu tengsl vinds, grunnvatnsstöðu, upphleðslu og framburðar sands, og hver sé skýringin á Sandahlíðinni í Kollsvíkurnúpnum. Þau ferli kunna að tengjast framansögðu en hafa líklega ekki afgerandi áhrif, og því læt ég þau liggja hér á milli hluta. Þótt hér hafi aðeins verið lýst ferlinu í Kollsvík – einfaldlega af þeirri ástæðu að þar þekki ég best til á sjó og á landi má leiða að því líkur að sama ferli eigi sér stað allvíða við strendur landsins. Vitað er að skollakoppi fjölgaði mjög mikið víða við land undir lok síðustu aldar. Um og eftir aldamótin fóru menn að taka eftir stórfelldri eyðingu sjávar- bakka á öllu Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestanverðu. Nánast alls staðar á þessum landshelmingi voru minjar um hinar fornu verstöðvar að hverfa í hafið. Stórfelldur skaði á menn- ingarminjum blasir við, í vissum skiln- ingi ekki minni en bruninn forðum í handritasafni Árna Magnússonar. Minjastofnun brást við með því að ráða starfsmann til að gera úttekt á þessum stöðum og gera tillögur um að- gerðir. Augljóslega þarf víða að leggja í kostnaðarsamar aðgerðir til að verja minjar fyrir frekari skaða. Vegagerðin hyggst nú gera fyrirhleðslur neðan Grundabakka til varnar frekara rofi. Þá hafa heimamenn í Kollsvík ráðist í viða- mikið landgræðsluverkefni í samstarfi við Landgræðsluna. Það verkefni mun einnig verða kostnaðarsamt ef árangur á að nást. Til viðbótar kemur ýmis kostn- aður og óþægindi vegna sandburðar upp á tún og mannvirki. Og þetta er einungis viðkomandi Kollsvík. Kostnaður og spjöll á landinu öllu eru auðvitað marg- falt meiri. Er þá ekki ástæða til að skoða vand- lega þær orsakir sem líklegar eru fyrir þessum vandamálum ? Að verja þannig hluta þess fjár sem fyrirsjáanlega fer í að takast á við afleiðingarnar? Í mínum huga er það engin spurning. Margt óþarfara hefur verið gert í rannsóknum. Ég er tilbúinn að koma að þessu með hverjum þeim hætti sem þurfa þykir, enda fellur margt í þessum rannsóknum að því sem mitt fyrirtæki, Valorka, fæst við. EFTIRMÁLI Framangreindar hugleiðingar voru festar á blað í árslok 2016. Síðar þann vetur gerðist atvik sem rétt er að greina frá í þessu samhengi og kann að tengj- ast því sem hér hefur verið lýst. Þá tók að reka á fjörur í Kollsvík gríðar- legt magn þess sem heimamenn töldu í fyrstu vera smágerða svamptegund. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar greindu sýni, og reyndist hér vera á ferð mosategundin Flustra foliacea. Hún mun vera nokkuð algeng hér við land á grunnsævi, en sérfræðingarnir vissu ekki til að hana hefði áður rekið á land í viðlíka magni. Heimamenn rekur heldur ekki minni til að slíkt sé algengt, en þó gerðist það einu sinni áður á því tímabili sem hér um ræðir, líklega síð- vetrar kringum 2010. Mosinn var í miklu magni á fjörum, þvældur inn- anum rekþara sem þá var byrjaður að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.