Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
43
ilsþekju ári eftir seinni úðun, eða að
jafnaði 80% (9. mynd).
Áhrifin af einfaldri og tvöfaldri úðun
voru aftur metin í júní 2014, um tveimur
árum eftir að seinni úðunin fór fram.
Þá kom í ljós að öll úðunaráhrif með
glýfosati voru tímabundin því að enginn
marktækur munur reyndist vera á sam-
anburðarreitum og reitum sem höfðu
verið meðhöndlaðir (gilti fyrir báðar
aðalmeðferðir og samspil; p=1,0). Þó
að þekjan væri ekki orðin 100% svo
snemma sumars, þá varð hún það í
öllum reitum þegar líða tók á sumarið
(gögn ekki sýnd).
UMRÆÐUR
Í stuttu máli voru niðurstöður þeirra
tilrauna sem fram fóru með notkun
plöntueiturs gegn skógarkerfli í Eyja-
fjarðarsveit þær að baráttan við þessa
ágengu framandi plöntutegund væri
bæði erfið og kostnaðarsöm. Skógar-
kerfill var í hraðri útbreiðslu meðfram
þjóðvegum í Eyjafirði á árabilinu 2005
til 2011, en þó síst í Eyjafjarðarsveit,
enda hafði þá staðið yfir átaksverkefni
gegn útbreiðslu hans frá árinu 2008.
Átaksverkefnið hafði því skilað mæl-
anlegum árangri hvað þetta varðar. Út-
tekt á reitum víðsvegar um Eyjafjörð
sem höfðu verið úðaðir með glýfosati
3–4 ár í röð benti til þess að með marg-
endurtekinni úðun væri hægt að draga
úr þekju skógarkerfils um hríð. Það hefði
þurft að fylgjast með þessum svæðum
lengur til að sjá hvort úðunaráhrifin
voru einungis tímabundin eða leiddu til
varanlegrar eyðingar. Einnig hefði verið
áhugavert að fylgjast áfram með gróð-
urframvindunni. Almenn athugun höf-
unda á þessum svæðum á seinni árum
bendir til að skógarkerfill hafi aftur náð
sér á strik og orðið nokkuð einráður. Á
rannsóknarsvæðinu í Kaupangi sýndu
niðurstöðurnar að notkun plöntueiturs
með virka efninu glýfosati gaf umtals-
verðan árangur í stuttan tíma, en þau
áhrif reyndust einungis tímabundin.
Hvorki tímasetning eitrunar, styrkleiki
eiturblöndunnar né fjöldi úðana breytti
þessum niðurstöðum til lengri tíma
litið. Þetta voru ákveðin vonbrigði.
Tilraunin í Kaupangi hafði hins vegar
nokkrar takmarkanir og þær þarf að hafa
í huga þegar niðurstöðurnar hennar eru
túlkaðar. Í fyrsta lagi fólst ákveðin tak-
mörkun í því að endurtaka eitrunina
bara einu til tvisvar sinnum. Athugan-
irnar á öðrum stöðum í Eyjafirði leiddu
(síðar) í ljós að áhrifin virtust aukast ef
eitrun var endurtekin árlega eða þrisvar
til fjórum sinnum á stærra samfelldu
svæði. Það er því ástæða til að skoða
þennan þátt betur. Í öðru lagi var til-
raunin í Kaupangi skipulögð sem reita-
tilraun (48 reitir, hver um sig 20 m2) inni
í samfelldri skógarkerfilsbreiðu sem
ekki var meðhöndluð utan reitanna.
Þetta þýddi að fræframleiðsla átti sér
stað í kringum tilraunareitina. Þar sem
ekki var fylgst með því hvort endur-
vöxtur í reitum stafaði af rótarskotum
frá lifandi rótum, lifandi fræforða eða
fræregni frá svæðinu í kring, þá er
mögulegt að við slíka reitatilraun séu
að hluta vanmetin áhrif úðunar á stærra
samfelldu svæði. Athugunin á öðrum
stöðum í Eyjafirði benti þó ekki til þess.
Þar virtist þurfa að úða stærra sam-
fellt svæði oftar en tvisvar til að dregið
hefði úr þekju skógarkerfils ári eftir að
úðun var hætt. Í þriðja lagi þarf að fara
varlega í að draga miklar ályktanir af
marktækum muni sem byggist einungis
á tveimur sönnum endurtekningum
hverrar meðferðar. Niðurstöðurnar sem
fengust voru hins vegar nokkuð afger-
andi þannig að fjöldi endurtekninga
virtist ekki skipta höfuðmáli.
Á síðustu árum hefur komið fram
umtalsverð gagnrýni á notkun eitursins
glýfosats og er notkun þess talin geta
haft skaðleg áhrif á ýmsa ferla í náttúr-
unni.31,34,35 Einnig benda vísindamenn á
hættuna af því að glýfosat berist í grunn-
8. mynd. Meðaláhrif af tveimur úðunum vor og haust 2012 með mis-
munandi styrkleika eiturs á þekju skógarkerfils næsta vor (6. júní 2013)
og haust (14. ágúst 2013). Mismunandi bókstafir innan hvorrar úttekt-
ar tákna marktækan mun á milli styrkleikaliða (p<0,05). –The average
effect of using herbicide two times, in spring and autumn, on the ve-
getation cover of cow parsley at two timepoints. The different letters
above columns indicate a significant difference between treatments
(p<0,05) within each survey time.
9. mynd. Meðaláhrif af tveimur úðunum á þekju skógarkerfils, óháð
styrkleika eiturs. Fyrri úðun fór fram á tímabilinu 10. maí til 1. júlí 2012
(sjá x-ás), en hin síðari var gerð þann 20. ágúst 2012 á alla reiti. Áhrifin
voru tekin út næsta vor (6. júní 2013) og haust (14. ágúst 2013). Mis-
munandi bókstafir innan hvorrar úttektar tákna marktækan mun á
milli styrkleikaliða (p<0,05). – The average effect of using herbicide
two times on the cover of cow parsley. The former use of herbicide is
indicated on x-axis but the latter use was done on the 20th of August
2012. Evaluation was done on the 6th of June 2013 and 14th of August
2013. The different letters above columns indicate a significant differ-
ence between treatments (p<0,05) within each survey time.