Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 60
Náttúrufræðingurinn 60 Línarfi, sem fannst í hólmanum í Eyjavatni, hefur hag af beitarfriðun á svipaðan hátt. Hann vex einkum undir víðikjarri og þrífst því síður þar sem mikil beit fjarlægir víðinn og annan gróður sem veitir honum skjól.29,39 Blóðkollur, fuglaertur og sifjar- sóley hafa einnig mikið verndargildi (7) og teljast fremur sjaldgæfar hér á landi. Blóðkollur var skráður í hólm- anum í Mjóavatni (2. tafla). Hann vex einkum í grónum bollum, í brekkum og graslendi39 og er talinn eftirsóttur af sauðfé.47 Dæmi eru um að hann hverfi úr landi þar sem beitt er nautgripum og hrossum.48 Fuglaertur, sem skráðar voru í Koðralækjarhólma (2. tafla), vaxa hér á landi einkum í valllendi, túnjöðrum, grasbrekkum, mólendi og skógar- kjarri.39 Erturnar breiðast aðallega út með jarðrenglum.49,50 Líklega stuðlar beitarfriðun að viðgangi þeirra en frekar lítið er vitað um áhrif beitar á þær hér á landi. Í Evrópu finnast fuglaertur þó víða í beitilöndum.49,51 Sums staðar fær- ast þær í aukana þegar beit er hætt52 en verða þó sjaldan ráðandi í gróðri.49 Sifjarsóley, sem var skráð í Foxufells- hólma, finnst á örfáum stöðum öðrum hér á landi. Hún vex að jafnaði í bröttum skriðum frá láglendi upp í 600 m hæð.39 Um áhrif beitar á hana er lítið vitað. Kjarrhveiti, sem fannst í Koðra- lækjarhólma og í Viðey, hefur allmikið verndargildi (6) og er talið sjaldgæft hér á landi. Það vex einkum í hrísmóum og birkiskógum53 en erlendis í skóglendi.49 Það er talið skuggaþolið en viðkvæmt fyrir beit.54 Aronsvöndur, baunagras, skraut- puntur og grænlilja eru allt tegundir með nokkuð mikið náttúruverndar- gildi (5) og teljast fremur sjaldgæfar á landinu. Aronsvöndurinn vex einkum á óaðgengilegum stöðum, svo sem í klettum, oft við hreiðurstaði fugla, eða í hólmum úti í vötnum39 sem bent getur til þess að hann þoli illa beit. Baunagras, sem fannst í Viðey, vex hér á landi með ströndum en einnig á nokkrum stöðum lengra inni í landi.28 Það er mjög eftirsótt til beitar, einkum af sauðfé.42,55 Skrautpuntur fannst í hólmunum í Vestara Friðmundarvatni og Úlfs- vatni, í Foxufellshólma og í Helley (2. tafla). Skrautpunturinn er í Evrópu skuggaþolið skógargras49,56 en vex hér einkum í blómlendisbrekkum, kjarri, hraunsprungum eða í gróskulegum hólmum.39 Ekki er ljóst hversu eftir- sóttur hann er til beitar. Grænlilja fannst bæði í Bláfellshólma og í Viðey (2. tafla). Hér á landi vex hún í skóglendi og lyngbrekkum.39 Hún er sennilega viðkvæm fyrir beit. Á Bret- landseyjum er beit sauðfjár og geita talin ógna tilvist hennar.57,58 Gróðurbreytingar í hólmum Upplýsingar um gróðurbreytingar í hólmunum taka aðeins til þriggja þeirra, Bláfellshólma, Koðralækjarhólma og Viðeyjar. Á þeim 20 árum sem liðu á milli athugana í Bláfellshólma hækk- aði birkiskógurinn og breiddist út. Þá jókst beitilyng og rofsár greru að hluta. Bæði birki og beitilyng eru tegundir sem sauðfé bítur talsvert40,49 og getur sauðfjárbeit hindrað mjög vöxt þeirra og viðgang. Báðar tegundirnar hafa takmarkaða útbreiðslu á hálendinu39 og þurfa allháan hita til að þrífast og þroska fræ.59–63 Víða um land hafa þessar tegundir verið að breiðast út að undan- förnu og hefur það verið rakið til hlýn- andi loftslags og minnkandi sauðfjár- beitar.64 Upplýsingar um hitabreytingar í Bláfellshólma liggja ekki fyrir en nokkra hugmynd má fá um þær með því að skoða hitatölur frá næstu veð- urstöð, á Hæli í Gnúpverjahreppi, sem starfrækt hefur verið samfellt í meira en hálfa öld. Stöðin er í 120 m hæð og um 45 km sunnan Bláfellshólma og hiti þar er því áreiðanlega talsvert hærri en í hólmanum. Árin 1972–1991 var ársmeð- alhitinn á Hæli 3,54°C en árin 1992– 2011 var hann 4,25°C. Samsvarandi tölur fyrir júlí, hlýjasta mánuð ársins, voru 10,71 og 11,46°C.65 Þar sem Bláfells- hólmi er friðaður fyrir sauðfjárbeit er líklegt að gróðurbreytingar í hólmanum sé að langstærstum hluta að rekja til hag- stæðara veðurfars hin síðari ár. Í Koðralækjarhólma hafa orðið miklar gróðurbreytingar á síðustu ára- tugum, einkum á eyrinni í austurhluta hans. Hlíf Einarsdóttir (fædd 1930) sem ólst upp á Hjarðarlandi skammt frá hólmanum, segir að eyrin hafi í hennar ungdæmi verið vaxin eyrar- gróðri, m.a. eyrarrós (munnl. uppl. 25. október 2012). Eyrin tók síðan að gróa, einkum vegna þess að flóð hafi minnkað í fljótinu eftir að stíflugarðar voru settir upp við Sandvatn 1986. Þeir komu í veg fyrir að jökulvatn bærist í Tungufljót (Sveinn Runólfsson munnl. uppl. 11. febrúar 2015). Hlíf segir að lúpína hafi farið að nema land á eyrinni upp úr 1990. Athuganir sumarið 2012 styðja þessa lýsingu. Þar fundust þá m.a. leifar af melgresishólum og var greinilegt að jarðvegur hafði þykknað mikið á allri eyrinni vegna uppsöfnunar lagskipts vikurs og sands, sem aðallega hefur borist þangað með vatni í flóðum. Með tilkomu lúpínunnar hafa greini- lega orðið mikil umskipti. Lúpínan er breiðumyndandi og er þekkt fyrir að ryðja út lágvöxnum tegundum66 og hefur að öllum líkindum útrýmt nokkrum þeirra af eyrinni. Fyrir utan eyrarrósina, sem áður er getið, er líklegt að þar hafi einnig vaxið blóðberg, holurt, ljóns- lappi, melablóm og músareyra sem allar finnast á melum og eyrum við austur- bakka fljótsins á móts við hólmann. Ætla má hins vegar að lúpínan hafi stuðlað að landnámi nokkurra tegunda. Í þeim flokki eru ætihvönn, hálíngresi, snar- rótarpuntur, vallarsveifgras og túnfífill, allt tegundir sem geta þrifist í lúpínu- breiðum.66 Innan um lúpínuna uxu einnig mjög þroskalegir einstaklingar af viðju, gulvíði, loðvíði og birki sem nutu greinilega góðs af aukinni næringu í jarðveginum frá lúpínunni. Þekkt er að þar sem lúpína vex á ógrónu eða lítt grónu landi eykst köfnunarefni í jarð- vegi og víðast hvar einnig kolefni.66 Þá eru vísbendingar um að lúpínan losi um fosfór í jarðvegi sem nýst getur plöntum þar sem hún vex.67 Telja verður sennilegt að birkið hafi numið land áður en lúpínan náði fullri þekju. Birkifræ eru smá og spíra yfir- leitt á gróðurlausu yfirborði eða þar sem svörður er afar þunnur. Að auki eru ungplöntur viðkvæmar fyrir samkeppni frá öðrum gróðri fyrstu árin.68–70 Rann- sóknir hafa einnig sýnt að lágvaxið birki á í erfiðleikum með að komast á legg í þéttri lúpínu,71,72 en komist það hins vegar upp úr henni vex það yfirleitt vel. Áhrif lúpínu á landnám víðitegunda eru lítt þekkt. Víðifræ eru smá, hafa litla forðanæringu, eru yfirleitt skammlíf og spíra fljótt á röku undirlagi.73,74 Tilraunir með loðvíði og gulvíði hér á landi sýna að fræ þessara tegunda geta spírað á melum og í grassverði en afföll eru þar

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.