Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
61
mikil og landnám því lítið. Hins vegar
er landnám einna best í þunnum sverði,
í lífrænni jarðvegsskán og þunnum
mosa.75,76 Miðað við frævistfræði víði-
tegunda má ætla að þær eigi erfitt
með að nema land í þéttum lúpínu-
breiðum. Því verður að telja sennilegt
að víðitegundirnar hafi numið land á
undan lúpínunni eða samtíða henni,
þ.e. á meðan gróðurþekja var slitrótt og
lúpína hafði ekki náð fullri þekju.
Greinilegt er að lúpínan þrengir að
deiglendisgróðrinum við austurjaðar
skógarins. Ef fram fer sem horfir
þykknar þar jarðvegur og þornar vegna
framburðar og áfoks, og lúpína nemur
land. Hins vegar er frekar ólíklegt að
hún nái að fara inn í skóginn sjálfan. Til
þess er þar of skuggsælt og botngróður
líklega of þéttur. Lúpína á erfitt með
að nema land í þykkum sverði, þéttu
kjarr- og skóglendi.66 Geri hún það er
óvíst hvað verður um sjaldgæfu tegund-
irnar tvær í hólmanum, kjarrhveitið
og fuglaerturnar. Á eyrinni vex senni-
lega upp skógur með birki, viðju og
víðitegundum, jafnvel þótt frekara ný-
landnám þessara tegunda verði lítið (3.
mynd).
Athyglisvert er hve margar framandi
tegundir finnast í Koðralækjarhólma,
akurarfi, alaskalúpína, engjamuna-
blóm, háliðagras, vallarfoxgras og viðja.
Á síðustu árum hafa orðið verulegar
breytingar á landnýtingu á þessu svæði.
Sumarhúsum hefur fjölgað, landbún-
aður breyst og skógrækt og landgræðsla
aukist ofar á vatnasviðinu. Aðflutningur
fræs og plöntuhluta til hólmans hefur
því örugglega breyst mikið og getur það
skýrt fjölda framandi tegunda í hólm-
anum. Hólminn er af náttúrunnar hendi
friðaður fyrir búfjárbeit. Þær tegundir
sem þola illa beit eiga því sérstakan
griðastað í hólmanum finnist þar á
annað borð búsvæði við hæfi.
Ætla má að með breytingum á gróðri
í Koðralækjarhólma hafi fuglalíf einnig
breyst. Í hólmanum var áður slæðingur
af gæs, kríupar verpti á eyrinni og sand-
lóa átti þar einnig búsvæði. Nú verpir
þar hvorki sandlóa né kría. Krían hefur
flutt sig á austurbakka fljótsins og verpir
þar (Hlíf Einarsdóttir, munnl. uppl. 25.
október 2012).
Í Viðey hafa orðið gróðurbreytingar
á síðari árum, þær helstar að lúpína
hefur numið land við bakka hennar og
á strandsvæði vestast í eynni.3 Þar má
reikna með að lágvaxnar tegundir hafi
hörfað og jafnvel horfið vegna þéttingar
lúpínunnar og frekari útbreiðslu.
LOKAORÐ
Beitarfriðaðir hólmar og smáeyjar í
ám og vötnum eru lítil vistkerfi sem gefa
vísbendingar um gróður og flóru fyrri
alda. Þar finnast m.a. allmargar sjald-
gæfar tegundir.
Gróður í hólmum hefur verið til-
tölulega einangraður um aldir og því
tekið minni breytingum en á öðru gróð-
urlendi. Nú eru að verða breytingar á
þessu, því að gróðri í hólmum stendur
ógn af ýmsum umsvifum manna. Við
virkjunarframkvæmdir er hætta á að
hólmar séu færðir á kaf þegar vatnsborð
er hækkað eða settir á þurrt þegar ár eru
fluttar úr farvegi sínum. Notkun ágengra
framandi tegunda ofar á vatnasviði
straumvatns eða í nágrenni stöðu-
vatns getur sömuleiðis haft mikil áhrif
á gróður hólma. Alaskalúpína hefur
valdið miklum breytingum í hólmum
í ám á láglendi og frekari breytinga er
að vænta. Reikna má með að tegundir á
borð við skógarkerfil og bjarnarkló geti
haft mjög mikil áhrif á gróður margra
beitarfriðaðra hólma, berist þær þangað.
Gróðursetning framandi tegunda í eyjar
og hólma getur sömuleiðis haft mikil
áhrif á gróður þeirra þegar til lengri
tíma er litið.
Í ljósi þess að náttúruverndargildi
margra beitarfriðaðra hólma er mikið
er brýnt að vernda þá sem verðmæt-
astir eru. Minna má á að þótt gróður
nokkurra beitarfriðaðra hólma og eyja í
ám og vötnum hafi verið kannaður hafa
allmargir hólmar á landinu enn ekki
verið rannsakaðir. Æskilegt er að gera
það sem fyrst.
SUMMARY
Vegetation in 16 river and lake
islands in Iceland protected
from livestock grazing
Small islands and islets in rivers and
lakes, naturally protected from live-
stock grazing, are isolated ecosystems.
They indicate how vegetation has
developed in the country without major
human impact. The article reports
recent observations of the vegetation of
two islands – Bláfellshólmi and Koðra-
lækjarhólmi – in southern Iceland.
Their flora is compared with 14 other
naturally protected islets or islands
previously studied.
The Bláfellshólmi and Koðralækj-
arhólmi islands are mostly covered
with vegetation. Within both islands
are small patches of birch woodland
and spots of wetlands but otherwise
their vegetation differs greatly. Most of
the Bláfellshólmi island is dominated
by heathland vegetation while a large
part of Koðralækjarhólmi is now dom-
inated by Nootka lupine, an invasive
alien species, which has colonized most
of the gravel banks of the island. The
nomenclature follows Kristinsson,28 see
also Appendix.
Environmental conditions in the 16
islands are different, 11 of them are in
lakes and 5 in rivers. They differ greatly
in size (0.06 to 15.4 ha) and elevation
(70–560 m above sea level). The ye-
arly precipitation differs (690–2,300
mm) and the same is true for surface
diversity.
A total of 194 vascular plant species
were found on the 16 islands. The num-
ber of species differed greatly between
them (41–106) but there was no clear
relationship between island size and
the number of species. On the other
hand, the composition of the flora was
strongly related to height above sea
level. Several rare species were found,
especially on islands in the lowland.
Alien species had established in two of
the islands and had considerably altered
their vegetation.
It can be expected that invasive alien
species higher up in the catchment ar-
eas of rivers will in the future have a
significant impact on the vegetation of
the islands. Given that the conservation
value of the islands is high, it is import-
ant to study the vegetation of additional
islands and take action to protect those
most valuable.