Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 75

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 75 var að byggja upp á sjöunda og áttunda áratugunum hér á landi, einkum á Raunvísindastofnun og í Norrænu eldfjalla- stöðinni. Þótt Sveinn væri lengi framan af einyrki á þessum sviðum á stofnun sinni, og bergfræðismásjá eina rannsókna- tæki hans, skilaði hann miklu ævistarfi, bæði sem safnamaður og í rannsóknum. Hann jók bergsýna- og steindasafn stofn- unarinnar af mikilli elju með innlendum og erlendum sýnum, rauk til þegar fréttist af vænlegum fundarstöðum sem opn- uðust, t.d. við framkvæmdir, og skiptist á steinum við erlend söfn. Og til efnagreiningar, röntgenmælinga og aldursmæl- inga leitaði hann samstarfs við vísindamenn erlendis. Surtseyjargosinu lauk 1967 og eftir það varð Sveinn kjöl- festan við jarðfræðilegar framhaldsrannsóknir í eynni. Fyrsta greina hans af mörgum um myndun móbergs í Surtsey birtist í Náttúrufræðingnum 1972.10 Gosið á Heimaey 1973 bætti nýjum þætti (og nýrri bergtegund) við jarðsögu Vestmannaeyja og Sveinn nýtti sér samvinnu við kunnáttusama útlendinga til að rannsaka bergið í þaula.11–13 Meðan þessu fór fram hafði Sveinn verið að hugsa stórar hugsanir, því 1972 birtist í tímaritinu Lithos fyrsta „lykilgrein“ hans (ef svo má segja), um vensl samsetningar basalthrauna landsins við flekakerfi Norður-Atlantshafs.14 Þar skilgreinir hann þrjár bergraðir, lág-alkalíska á rekbeltum landsins, alkalíska á hliðarbeltum (Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum) og hálf-alkalíska (milliröð, „transitional“) á Suðurlandi, milli Vestmannaeyja og Lakagíga. Þessi ritgerð varð ein þriggja sem hann lagði fram til doktorsprófs í Kaupmannahöfn 1980. Hinar tvær voru um bergfræði hrauna á Reykjanesskaga í Journal of Petrology15 og á Suðurlands-gosbeltinu í Acta Naturalia Islandica.16 Fyrstu sýni sem krökuð voru upp af bergi djúphafshryggja snemma á sjöunda áratugnum sýndu óvænt að hafsbotninn er í aðalatriðum lág-alkalískt basalt, nefnt hryggja-basalt (MORB).17,18 Í framhaldinu fóru ýmsir rannsóknarhópar að kraka upp eða taka borkjarna úr bergi á hafsbotni til grein- ingar, og þegar kenningin um heita reiti og möttulstróka kom fram 197119 jókst mjög áhugi á „heita reitnum“ undir Ís- landi og aðliggjandi rekhryggjum. Sá sem harðast gekk fram á norðurhluta Mið-Atlantshafshryggjarins var Jean-Guy Schilling frá Rhode Island sem sýndi árið 1973 að styrkur ým- issa svonefndra utangarðsefna í basaltinu vex kerfisbundið eftir hryggnum í átt til Íslands.20 Þetta túlkaði Schilling þannig að basaltbráð úr möttulstrók undir Íslandi sé auðug í þessum efnum en bráð frá möttli utan möttulstróksins snauð, og að hinn kerfisbundni breytileiki stafi af blöndun bráðanna tveggja. Við blasti að fylgja rannsókn Schillings áfram þvert yfir Ísland og urðu tveir hópar til þess, annar undir forystu Sveins og Kents Brooks,21,22 hinn undir forystu Guðmundar E. Sigvaldasonar.23,24 Í ljós kom að hæsti styrkur utangarðsefna í hraunum jókst eftir rekbeltunum inn til landsins að sunnan og norðan og var mestur við Kverkfjöll og Bárðarbungu. Jafn- framt fundust hvarvetna sýni snauð að utangarðsefnum, sem og öll millistig. Þetta þótti stangast á við hugmyndina um tvenns konar bráð. Árið 1978 hófst nýtt stórverkefni Sveins, sem kalla mætti svæðabergfræði Suður- og Suðvesturlands, með grein um bergfræði Reykjanesskaga,15 sem byggðist á sýnum úr hinum ýmsu hraunum sem Jón Jónsson hafði kortlagt.25 Þar er meðal annars lýst fjórum sprungusveimum (eldstöðvakerfum) og eldvirkninni skipt í þrjár lotur, smáar pikrít-dyngjur, stórar ólivín-þóleiít-dyngjur, og sprungugos. Árið eftir birtist svo yfir 100 síðna ritgerð Sveins um bergfræði hrauna á Suður- landsgosbeltinu16 sem Sveinn hafði sjálfur kortlagt.26 Báðar mynda þessar ritgerðir grundvöll undir frekari rannsóknir á efna- og bergfræði hrauna á Suðvesturlandi, enda urðu margir til að falast eftir bergsýnum og samvinnu við Svein.27,28 Sumarið 1979 stóðu þeir Sveinn og James G. Moore fyrir borun í gegnum hinn tíu ára gamla gjóskuhaug Surtseyjar. Borkjarninn leiddi meðal annars í ljós að myndun móbergs úr basaltgleri er ferli sem er nánast lokahnykkur í gosinu sjálfu en ekki langtímaferli eins og áður var almennt talið.29 Í ljósi „stapakenningarinnar“ vakti athygli að ekkert bólstraberg fannst í kjarnanum, sem sumir kenndu staðsetningu holunnar í elsta gíg eyjarinnar. Borunin skilaði ríkulegum árangri, varp- aði nýju ljósi á hitaháða efna- og steindafræðilega ummyndun basaltglers í móberg30 og vísaði veginn til frekari rannsókna á móbergi almennt. Frá 1982 til 2013 birtust um Surtsey eftir Svein, einan eða með öðrum, 22 greinar og 14 ráðstefnu-ágrip auk þriggja korta af Surtsey (1994, 2000 og 2007). Þarna er fjallað um landmótun, landsig, útfellingar í hrauni, myndun móbergs, farandsteina í gjóskunni, geislavirkar og stöðugar samsætur, gerla í móberginu o.fl. Surtsey var tekin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008 eftir mikla undirbúningsvinnu vinnuhóps sem Sveinn var virkur þáttakandi í. Loks var í tilefni 50 ára „af- Sveinn við vinnu í steinasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands 1989. Ljósm. Skúli Þ. Magnússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.