Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . M A R S 2 0 1 9
Mmm ...
bestur núna!
269 kr.kg
Ananas ferskur
Nú eru allar 55
stöðvar Orkunnar
þínar stöðvar.
DÓM S M ÁL Dómsmálaráðherra
sýndi gildandi reglum algjört
skeytingarleysi við val á dóm-
araefnum við Landsrétt sam-
kvæmt dómi Mannréttindadóm-
stóls Evrópu.
Ofan á brot ráðherra kom svo
hin gallaða málsmeðferð á Alþingi
og brot á þeirri málsmeðferð sem
löggjafinn setti sjálfur upp til að
sporna við áhrifum framkvæmd-
arvaldsins og f lokkspólitískum
áhrifum á skipan dómsvaldsins.
Brot ráðherra við meðferð máls-
ins og alvarlegir gallar á máls-
meðferð Alþingis brutu í bága við
kjarna þeirrar grunnreglu réttarrík-
isins að skipan dómstóla sé ákveðin
með lögum. Hinir alvarlegu gallar
á málsmeðferðinni voru að mati
dómsins til þess fallnir að skaða
það traust sem dómstólar í lýð-
ræðislegu samfélagi þurfa að njóta
meðal almennra borgara.
Hæstiréttur er líka gagnrýndur
í dóminum fyrir niðurstöðu sína
í máli kærandans. Þar sem skipun
dómsins var ekki í samræmi við
lög hafi brot gegn 6. gr. um rétt-
láta málsmeðferð legið fyrir og
því óþarft að leggja mat á hvort
kærandinn hafi fengið réttláta
málsmeðferð, þrátt fyrir galla á
málsmeðferðinni. Það brást hjá
Hæstirétti við meðferð málsins að
mati MDE. – aá / sjá síðu 6
Skellur frá Strassborg
Allar greinar ríkis-
valdsins fá bágt fyrir
aðdraganda og eftirmál
skipunar dómara við
Landsrétt í dómi Mann-
réttindadómstóls Evr-
ópu. Brotið gegn kjarna
grundvallarreglna
réttarríkisins. Í húfi er
trúnaðartraust borgara
á dómstólum í lýðræðis-
legu samfélagi.
BRETLAND Bretland Samningur
ríkisstjórnar Theresu May, breska
forsætisráðherrans, við ESB um
útgöngu Breta úr sambandinu var
felldur öðru sinni á breska þing-
inu í gærkvöldi. Alls greiddi 391
atkvæði gegn samningnum en 242
með.
Fyrir um tveimur mánuðum
felldi þingið samninginn með 230
atkvæða mun. Eftir að hafa átt í
viðræðum við ESB í millitíðinni
náði May vissulega að sannfæra
tugi þingmanna. Komst þó hvergi
nærri því að sannfæra nógu marga.
Íhaldsf lokkurinn var sem fyrr
klofinn í málinu. Þá greiddi Lýð-
ræðislegi sambandsf lokkurinn,
sem ver minnihlutastjórn Íhalds-
f lokksins vantrausti, atkvæði gegn
samningnum á ný.
Eftir að niðurstöður lágu fyrir
tók May til máls og sagði að rétt
eins og hún hefði lofað f yrir
tveimur vikum myndi fara fram
umræða og atkvæðagreiðsla um
að yfirgefa ESB án samnings í dag.
Afstaða ríkis stjórnarinnar væri
sú að samningslaus útganga væri
sjálfgefin nema þingið samþykki
samning.
Ef breska þingið samþykkir
samningslausa útgöngu í dag
verður það formlega
að stef nu bresk a
ríkisins, samkvæmt
því sem May sagði
í gær. Ef ekki munu
þi ng men n g reiða
a t k v æ ð i á
fimmtudag um
að hef ja við-
ræður við ESB
um að fresta
útgöng udeg i,
29. mars, að
öllu óbreyttu.
– þea
Samningur
felldur á ný
LÍFIÐ „Ég verð fimmtug eftir mánuð
og fyrir ári síðan ákvað ég að ná
þremur markmiðum fyrir afmælið.
Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári.
Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að
koma mér í form og það gengur
ágætlega,“ segir Guðfinna Jóhanna
Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrr-
verandi borgarfulltrúi.
Guðfinna ætlar að léttast um tíu
kíló fyrir fimmtugt. Þegar mán-
uður er til stefnu er
hún viss um að tak-
markið náist. Með
ketó-lífsstílnum.
„Þetta er svo mikil
fita sem ég borða,
aðallega lax,
ost a r, eg g,
majónes og
rjóma.“ – þþ
/ sjá síðu 22
Safnar hári og
tapar kílóum
MARKAÐURINN Líftæknifyrirtækið
Alvotech hefur nú hafið klínískar
rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um
er að ræða líftæknilyfshliðstæðu
lyfsins Humira sem er í dag sölu-
hæsta lyf heims og selst fyrir um
20 milljarða Bandaríkjadala á ári,
jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra
króna.
Róbert Wessman, stofnandi og
stjórnarformaður Alvotech, segir
það stóran áfanga fyrir fyrirtækið
að hefja klínískar rannsóknir.
– hae / sjá Markaðinn
Fyrsta lyfið hjá
Alvotech er nú
til rannsóknar
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
8
C
-1
9
6
4
2
2
8
C
-1
8
2
8
2
2
8
C
-1
6
E
C
2
2
8
C
-1
5
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K