Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 25
Við erum stödd á
tímum róttækra
breytinga sem munu hafa
áhrif á hvert einasta fyrir-
tæki og hverja einustu
manneskju.
Greg Williams,
aðalritstjóri
WIRED UK
Vert er að hafa í
huga að ólögmæt
miðlun persónuupplýsinga
utan EES-svæðisins telst
alvarlegt brot á persónu-
verndarlögum.
Tækniframfarir hafa g jörbylt la nd slag i atvinnulífsins með þeim hætti að stór-fyrirtæki eiga erfiðara með að halda ráðandi
stöðu á markaðinum. Þetta segir
Greg Williams, aðalritstjóri tíma-
ritsins WIRED Magazine í Bret-
landi, í samtali við Markaðinn.
Greg, sem er virtur sérfræðingur
þegar kemur að tækniframförum
og hvernig þær hafa áhrif á við-
skiptalíf ið og samfélög okkar,
verður aðalræðumaður á ráðstefnu
Samtaka verslunar og þjónustu
sem verður haldin á Hilton Nor-
dica á morgun.
„Við erum stödd á tímum rót-
tækra breytinga sem munu hafa
áhrif á hvert einasta fyrirtæki og
hverja einustu manneskju á marga
vegu,“ segir Greg og tekur áhrif
snjallsíma sem dæmi. „Við höfum
greiðan aðgang að nær öllum upp-
lýsingum sem hafa verið skráðar.
Við höfum aðgang að bestu tölvu-
tækni sem hefur verið sköpuð. Í
vissum skilningi erum við orðin
nokkurs konar lifandi vélmenni (e.
cyborg).“
Tækniframfarir á borð við snjall-
síma hafa breytt viðskiptalíkönum
fyrirtækja og samkeppnisum-
hverfinu sem þau starfa í. Þetta
endurspeglast í meðallíftíma
þeirra fyrirtækja sem mynda S&P
500 vísitöluna sem mælir virði 500
veltumestu fyrirtækja á Banda-
ríkjamarkaði.
„Ef við skoðum meðallíftíma
fyrirtækjanna þá var hann 55 ár
árið 1960. Hann hafði lækkað niður
í 25 ár árið 2000 og í dag er hann um
18 ár. Þetta bendir til þess að það sé
erfiðara fyrir stór fyrirtæki en áður
að halda sterkri stöðu á markað-
inum.“
Greg segir að ein af ástæðum
þessarar þróunar sé sú að kostn-
aður við að stofna fyrirtæki hafi
hríðfallið. „Kostnaðurinn við að
setja á fót fyrirtæki hefur farið úr
fimm milljónum Bandaríkjadala
árið 2000 í einhverja tugi þúsunda
dollara í dag. Auðveldara aðgengi að
mörkuðum hefur gjörbreytt lands-
laginu,“ segir Greg.
Tæknin gerir stórfyrirtæki fallvaltari
Ritstjóri tæknitímaritsins WIRED í Bretlandi segir að ekkert fyrirtæki sé óhult fyrir þeim breytingum sem tækniframfarir hafa í
för með sér. Erfiðara sé að halda ráðandi stöðu á mörkuðum. Heldur erindi á ráðstefnu Samtaka verslunar og þjónustu á morgun.
Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi
úr Evrópusambandinu án útgöngu-
samnings. Sú staða getur haft gríð-
arlegar afleiðingar í för með sér fyrir
þá sem eiga í viðskiptum við Bret-
land. Að mörgu er að huga í því sam-
bandi og þar á meðal er miðlun á
persónuupplýsingum frá Íslandi til
Bretlands. Í dag byggir miðlun per-
sónuupplýsinga frá Íslandi til Bret-
lands á persónuverndarreglugerð
ESB sem tryggir að persónuupplýs-
ingar njóta sömu verndar á öllu Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Fyrirtæki
og stofnanir hafa því hingað til ekki
þurft að huga sérstaklega að miðlun
persónuupplýsinga til Bretlands svo
miðlunin teljist lögmæt.
Útganga Bretlands úr ESB án
samnings mun hins vegar, að öllu
óbreyttu, hafa þær af leiðingar að
Bretland mun teljast sem svokallað
þriðja ríki og verður miðlun þang-
að því óheimil nema viðkomandi
fyrirtæki eða stofnun, sem f lytja
vill persónuupplýsingar þangað,
grípi til sérstakra ráðstafana. Þær
verndarráðstafanir sem hægt er
að grípa til eru nokkrar og fer það
eftir starfsemi og eðli aðila hvaða
verndarráðstöfun á best við hverju
sinni, en jafnframt skiptir máli um
hvers konar miðlun persónuupp-
lýsinga er að ræða.
Þær verndarráðstafanir sem
koma helst til greina eru í fyrsta
lagi svokallaðir staðlaðir samn-
ingsskilmálar sem hafa verið sam-
þykktir af framkvæmdastjórn
ESB. Notkun þeirra felur það í sér
að íslenska fyrirtækið eða stofn-
unin sem vill f lytja upplýsingar til
Bretlands þarf að gera skrif legan
samning við móttakanda upp-
lýsinganna í Bretlandi sem byggir
á þessum stöðluðu samningsskil-
málum. Í öðru lagi koma til greina
svokallaðar bindandi fyrirtækja-
reglur ef um miðlun er að ræða milli
félaga í sömu samstæðu. Bindandi
fyrirtækjareglur fela í sér samning
milli félaganna í samstæðunni þar
sem samið er um það hvernig skuli
vinna með persónuupplýsingar.
Áður en hægt er að byggja miðlun á
slíkum reglum þarf Persónuvernd
hins vegar fyrst að samþykkja þær. Í
þriðja lagi getur íslenska fyrirtækið
eða stofnunin óskað eftir samþykki
fyrir miðluninni frá þeim einstakl-
ingum sem viðkomandi persónu-
upplýsingar tilheyra. Samþykkja
verður miðlunina sérstaklega og
ekki er fullnægjandi að bæta við
ákvæði í viðskiptaskilmála auk þess
sem einstaklingarnir verða að eiga
raunverulegt val um hvort þeir sam-
þykkja miðlunina eða ekki svo sam-
þykkið teljist gilt. Í fjórða lagi getur
miðlun í ákveðnum tilvikum jafn-
framt talist nauðsynleg á grundvelli
samnings við viðkomandi einstak-
ling.
Að öllu óbreyttu mun Bretland
ganga úr ESB án útgöngusamnings
þann 29. mars næstkomandi. Fyrir
þann tíma er mikilvægt að íslensk
fyrirtæki og stofnanir kortleggi
hvort verið sé að miðla einhverjum
persónuupplýsingum til Bretlands.
Í því sambandi þarf að hafa í huga
að það eitt að veita aðila í Bretlandi
aðgang að persónuupplýsingum
getur falið í sér miðlun. Það sama á
við ef upplýsingar eru hýstar í Bret-
landi.
Þegar slík kortlagning hefur átt
sér stað þarf að ákveða til hvaða
verndarráðstöfunar eigi að grípa.
Með hliðsjón af því hversu knapp-
ur tími er til stefnu er mikilvægt
að velja þá verndarráðstöfun sem
raunhæft er að innleiða á stuttum
tíma, en líklegt er að staðlaðir
samningsskilmálar eigi þar oft best
við. Þá þarf að tryggja að einstakl-
ingar séu upplýstir um að upplýs-
ingum þeirra kunni að vera miðlað
til Bretlands og á hvaða grundvelli
sú miðlun á sér stað. Það má því
einnig búast við því að uppfærsla
á persónuverndarstefnum verði
nauðsynleg.
Vert er að hafa í huga að ólögmæt
miðlun persónuupplýsinga utan
EES-svæðisins telst alvarlegt brot
á persónuverndarlögum. Slík brot
geta varðað háaum sektum, allt að
2,7 milljörðum íslenskra króna eða
4% af árlegri heildarveltu félags á
heimsvísu. Það er því full ástæða til
að fylgjast vel með framþróun mála
í Bretlandi og grípa til nauðsynlegra
ráðstafana svo ekki þurfi að stöðva
alla miðlun persónuupplýsinga til
Bretlands fari svo að Bretland gangi
úr ESB án útgöngusamnings í lok
marsmánaðar.
Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit
Áslaug
Björgvinsdóttir
lögmaður og
einn eigenda
LOGOS
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
„Ekkert stórfyrirtæki, hvort sem
það er fjármálafyrirtæki eða bíla-
framleiðandi, er óhult vegna þess að
fjöldi nýsköpunarfyrirtækja mun
reyna að sundurþátta þjónustuna
sem það veitir.“
Greg tekur dæmi um markaðinn
fyrir tæknilausnir fyrir bandarísk
heimili og á þar við hitastilla, örygg-
iskerfi, nettengingar og fleira. Hann
segir að áður fyrr hafi bandaríski
tæknirisinn Honeywell verið alls-
ráðandi á markaðinum en nú séu
hátt í 70 fyrirtæki í samkeppni. Þá
segir hann að tækniframfarir hafi
gert það að verkum að fyrirtæki
þurfi að horfa á samkeppni í víðara
samhengi.
„Landfræðilegar takmarkanir
eru að hverfa. Ef þú rekur verslun
þá ertu ekki bara í samkeppni við
verslanir í sömu borg. Þú ert í sam-
keppni við mörg fyrirtæki úti í
heimi. Við lifum ekki lengur í heimi
þar sem fólk ber okkur saman við
jafningja. Það er verið að bera þig
saman við þá bestu sama í hvaða
bransa þú ert.“
Heldurðu að fólk og fyrirtæki átti
sig almennilega á því hversu örar
þessar breytingar eru?
„Það fer eftir því hvaða atvinnu-
grein við erum að tala um. Smásölu-
risar í Evrópu og Bandaríkjunum
hafa til dæmis átt undir högg að
sækja vegna vaxtar í netverslun. Í
öðrum geirum eins og fjárfestinga-
bankastarfsemi hefur þróunin ekki
verið jafn hröð. Byltingarkennd
tækni eins og snjallsíminn er sjald-
gæf en ég held að fólk finni fyrir
þeim breytingum sem tæknifram-
farir eru að valda. Nýlega var bíla-
verksmiðju Honda í Swindon lokað
og 3.500 manns sagt upp vegna þess
að Honda vill einblína á framleiðslu
raf bíla. Við munum halda áfram að
sjá þróun í þessa átt.“
Áhugaverðustu fréttamálin tengjast tækni
WIRED er mánaðarlegt tímarit
sem fjallar aðallega um vísindi
og tæknimál. Greg Williams tók
við ritstjórastöðunni í janúar
2017. Hann segist alltaf hafa
haft áhuga á því hvernig tækni-
framfarir hafa áhrif á samfélög.
„Ég er heppinn að vinna á
þessum vettvangi vegna þess
að áhugaverðustu málin í dag
tengjast tækniframförum. Eina
vikuna gætum við verið að
skrifa um siðfræðileg álitamál
er varða gervigreind og aðra
vikuna um það hvernig hægri
öfgamenn hafa nýtt sér Yo-
uTube. Eina krafan sem ég geri
til starfsmanna er að allt sem
við birtum verði að hafa eitt-
hvað nýtt fram að færa svo að
lesandinn skilji heiminn örlítið
betur.“
Snjallsíminn var ein byltingarkenndasta tækninýjung síðari ára. Hann hafði áhrif á fólk og fyrirtæki með margvíslegum hætti. NORDICPHOTOS/GETTY
9M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . M A R S 2 0 1 9 MARKAÐURINN
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
C
-4
F
B
4
2
2
8
C
-4
E
7
8
2
2
8
C
-4
D
3
C
2
2
8
C
-4
C
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K