Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
10%
gengisstyrkingu spá sjóð-
stjórar BlueBay Asset
Management á næstu tólf
mánuðum.
150
milljarðar er áætlað að árleg
velta Alvotech verði þegar
öll lyf félagsins verða komin
á markað á næstu árum.
Sjóðstjórar evrópska eignastýr-
ingarfyrirtækisins BlueBay Asset
Management búast við því að
ávöxtunarkrafa íslenskra ríkis-
skuldabréfa lækki um eitt hundrað
punkta á næstu tólf mánuðum og
að gengi krónunnar styrkist um tíu
prósent á sama tíma. Gangi spáin
eftir gæti fjárfesting í slíkum bréf-
um mögulega skilað meira en tutt-
ugu prósenta ávöxtun á tímabilinu.
Þetta kemur fram í nýlegu bréfi
fyrirtækisins, sem sjóðstjórinn
Mark Dowding skrifar undir, til
fjárfesta.
Samkvæmt heimildum Mark-
aðarins hafa sjóðir á vegum eign-
astýringar f yrirtækisins key pt
ríkisskuldabréf í talsverðum mæli
á síðustu dögum. Fyrirtækið hóf
innreið sína á hérlendan skulda-
bréfamarkað árið 2015.
Í bréfinu segist fyrirtækið telja
að sterkari króna muni á endanum
þrýsta verðbólgu niður og gera
Seðlabankanum kleift að lækka
vexti á það stig sem tíðkast á öðrum
þróuðum mörkuðum.
Um leið geti bankinn takmarkað
áhættuna af því að vaxtamunar-
viðskipti leiði til bólumyndunar í
hagkerfinu.
Bent er á að íslenska hagkerfið
hafi vaxið hratt á síðustu fimm
árum og sé nú, ólíkt því sem áður
var, nettó útf lytjandi fjármagns.
Enn fremur hafi þau fjármagnshöft
sem settu voru á í kjölfar hrunsins
haustið 2008 verið losuð að nánast
öllu leyti.
Sjóðstjórar BlueBay telja jafn-
framt líklegt að lánshæfiseinkunn
ríkissjóðs verði hækkuð í AA-flokk.
Og í ljósi þess að ávöxtunarkrafa
ríkisbréfa sé meira en fimm prósent
og að gengi krónunnar hafi veikst
um fimmtán prósent gagnvart
evrunni á undanförnum tveimur
árum telja þeir einnig að ekki þurfi
að líða á löngu þar til f leiri erlendir
fjárfestar fari að sýna Íslandi áhuga
sem fjárfestingarkosti. – kij
Spá gengisstyrkingu og lægri vöxtumVIÐ ERUM GÓÐIR Í GÍRUM
• 0,12 - 200 kW
• 10 - 200.000 Nm
• 0,01 - 1.100 RPM
• Sniðið að þínum þörfum
Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 Fax 585 1071
vov@vov.is www.vov.is
G
ra
fik
a
11
Áratuga reynsla og þýsk nákvæmni
Drifbúnaður
VIÐ ERUM GÓÐIR Í GÍRUM
• 0,12 - 200 kW
• 10 - 200.000 Nm
• 0,01 - 1.100 RPM
• Sniðið að þínum þörfum
Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 Fax 585 1071
vov@vov.is www.vov.is
G
ra
fik
a
11
Áratuga reynsla og þýsk nákvæmni
Drifbúnaður
Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur
nú hafið klínískar rannsóknir á sínu
fyrsta lyfi. Um er að ræða líftækni-
lyfshliðstæðu lyfsins Humira sem
er í dag söluhæsta lyf heims og selst
fyrir um 20 milljarða Bandaríkja-
dala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða
íslenskra króna.
Gert er ráð fyrir að markaðs-
setning lyfsins, sem hefur reynst
árangursríkt við meðferð á ýmsum
sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og
liðagigt og psoriasis, hefjist f ljót-
lega eftir að klínískum rannsóknum
lýkur. Um 400 manns taka þátt í
rannsókninni á 30 stöðum vítt og
breitt um Evrópu. Alvotech mun
framleiða og selja lyfið með sam-
starfsaðilum sínum á öllum lyfja-
mörkuðum heims en gangi áætlanir
eftir fer lyfið í sölu á næsta ári.
Róbert Wessman, stofnandi og
stjórnarformaður Alvotech, segir
það stóran áfanga fyrir fyrirtækið
að hefja klínískar rannsóknir.
„Nú eru átta ár síðan við hófum
undirbúning á þróun og framleiðslu
líftæknilyfja og aðeins um þrjú ár
síðan hátæknisetur Alvotech opn-
aði í Vatnsmýrinni. Markmið okkar
er að hátæknisetur fyrirtækisins
verði leiðandi á heimsvísu í þróun
og framleiðslu líftæknilyfja og að
aðgengi sjúklinga að hágæða lyfjum
aukist enn frekar,“ segir Róbert.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins gera áætlanir Alvotech ráð
fyrir því að árlegar tekjur geti orðið
um 150 milljarðar króna innan
fárra ára þegar lyf fyrirtækisins eru
komin á markað. Alls eru sex líf-
tæknilyf í þróun hjá Alvotech, sem
verða markaðssett á næstu árum
þegar einkaleyfi þeirra renna út.
Í dag starfa um 250 vísindamenn
hjá Alvotech á Íslandi, í Sviss og í
Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að ríf-
lega 100 vísindamenn verði ráðnir
á Íslandi til starfa í hátæknisetri
fyrirtækisins á næstu 12 mán-
uðum. Alvotech hefur nú þegar
fengið framleiðsluleyfi fyrir lyf sín
og tryggði sér nýlega beint aðgengi
að tveimur af stærstu lyfjamörk-
uðum heims, Kína og Japan, með
mikilvægum samstarfssamning-
um. Í Kína er hafin uppbygging á
nýrri lyfjaverksmiðju sem verður
að helmingshluta í eigu Alvotech.
Í Japan hefur verið undirritaður
mikilvægur samstarfssamningur
um sölu og dreifingu lyfja fyrir-
tækisins við Fuji Pharma sem jafn-
framt er orðið hluthafi í Alvotech.
Í byrjun ársins tryggði Alvotech
sér fjármögnun upp á 300 milljónir
dala með sölu á skuldabréfum til
fjárfesta. Eigendur skuldabréfanna
munu jafnframt geta breytt bréfun-
um í hlutafé þegar Alvogen verður
skráð á markað en CLSA, dóttur-
félag CITIC Securities, stærsta fjár-
festingarbanka Kína, var helsti
söluráðgjaf inn í skuldabréfa-
útboðinu og þá var stórbankinn
Morgan Stanley aðalfjárfestirinn.
Samkvæmt heimildum Markaðar-
ins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir
að félagið verði skráð á alþjóðlegan
hlutabréfamarkað innan næstu
tveggja ára og er talið líklegast að
kauphöll í Asíu verði fyrir valinu.
Meðal eigenda Alvotech eru
tveir af stærstu fjárfestingarsjóð-
um heims, CVC Capital Partners
og Temasek, auk japanska lyfja-
fyrirtækisins Fuji Pharma. Stærsti
einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq
Pharma, er f járfestingarsjóður
undir forystu Róberts Wessman,
stofnanda Alvotech. – hae
Klínískar rannsóknir
á fyrsta lyfi Alvotech
Markaðssetning líftæknilyfsins, sem er söluhæsta lyf heims, hefst fljótlega
eftir að rannsóknum lýkur. Yfir 100 vísindamenn ráðnir til viðbótar á Íslandi
á næstu tólf mánuðum. Árleg velta Alvotech gæti orðið um 150 milljarðar.
Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður, Alvotech. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND MYND
Sala Dominos’s á Íslandi jókst
um 4,2 prósent á síðasta ári, sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri sem
breska móðurfélagið, Domino’s
Pizza Group, birti í kauphöllinni
í Lundúnum í gær. Ekki er upplýst
um hver hagnaður íslenska félagsins
hafi verið í fyrra en tekið er fram í
uppgjörinu að reksturinn hafi verið
arðbær.
Salan hér á landi jókst um 1,4 pró-
sent á samanburðargrundvelli (e.
like-for-like) á árinu og státar Dom-
ino’s á Íslandi enn af því að vera
með hæstu meðaltalssölu á hvern
pitsustað sé litið til allra markaða
móðurfélagsins.
Eins og fram hefur komið nam
vörusala Pizza-Pizza ehf., sem á og
rekur Domino’s á Íslandi, tæpum
5,5 milljörðum króna árið 2017 en
sama ár hagnaðist félagið um 2,2
milljarða króna sem skýrist að lang-
mestu leyti af söluhagnaði eignar-
hluta upp á meira en 1,7 milljarða
króna.
Domino’s Pizza Group bætti sem
kunnugt er við hlut sinn í Pizza-
Pizza í lok árs 2017 og á nú ríf lega
95 prósenta hlut í félaginu. – kij
Sala Domino’s á Íslandi
jókst um fjögur prósent
Áfram er vöxtur í sölu Domino’s á
Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Breski fjárfestingasjóðurinn Actis,
sem sérhæfir sig í fjárfestingum á
vaxtarmörkuðum, hefur aukið við
hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu
prósentum í 20 prósent.
Heimildir herma að sjóðurinn
hafi alls fjárfest fyrir 17 milljónir
evra, jafnvirði 2,3 milljarða króna,
í Creditinfo. Við kaupin mun Ali
Mazanderani, meðeigandi hjá Actis,
taka sæti í stjórn fyrirtækisins.
Actis f járfesti upphaf-
lega í Creditinfo árið 2016.
Fyrirtækið er leiðandi
fjárfestir í Asíu, Afríku
og Rómönsku-Ameríku.
Fjá r fe s t i ng a s jó ðu r i n n
keypti nú tíu prósenta hlut
af Reyni Grétarssyni, stofn-
anda og stjórnarformanni
fyrirtækisins, sem á 68 pró-
senta hlut eftir söluna.
Creditinfo hefur
sótt fram á van-
þróaðri mörk-
u ð u m s e m
er u í ör um
vexti. Fyrir-
tækið hefur
opnað yf ir
30 st ar fs-
stöðva r í
f j ó r u m
h e i m s -
á l f u m ,
þar af rekur það ellefu skrifstofur
í Afríku, og er með viðskipti í 45
löndum. Fram hefur komið í Mark-
aðnum að félagið hafi vaxið um 15
prósent á ári býsna lengi. Veltan var
um 38 milljónir evra í fyrra, jafn-
virði 5,2 milljarða króna.
Það aðstoðar lánastofnanir við
að stýra áhættu tengdri útlánum.
Gögnum er safnað og breytt í upp-
lýsingar sem eru notaðar við
ákvarðanatöku.
„Ákvörðun Actis um frek-
ari fjárfestingu í Creditinfo
styður við og styrkir við-
skiptaáætlanir fyrirtækis-
ins,“ segir Reynir í tilkynn-
ingu. „Við höldum áfram
að ef la starfsemi okkar og
útvíkka á mörkuðum þar
sem tækni okkar styður
við markmið við-
skiptavina fyrir-
tækisins um
vöxt og skjóta
aðlögun að
aðstæðum.“
– hvj
Reynir selur tíu prósenta
hlut í Creditinfo Group
Reynir Grétarsson,
stjórnarformaður Creditinfo.
1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
C
-3
B
F
4
2
2
8
C
-3
A
B
8
2
2
8
C
-3
9
7
C
2
2
8
C
-3
8
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K