Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkandi
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi.
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Panodil-LB-5x10 copy.pdf 1 06/11/2018 11:46
HEILBRIGÐISMÁL Mikill gangur
hefur verið í bólusetningum eftir
að mislingar fóru að gera vart við
sig um miðjan febrúar. Ráðist var í
bólusetningarátak um helgina.
„Þetta gekk vonum framar en
þetta átak var skipulagt með mjög
litlum fyrirvara. Þar verður einn-
ig að hrósa fjölmiðlum fyrir góða
og vandaða umfjöllun enda vissu
langflestir af þessu átaki og margir
nýttu sér þjónustu okkar,“ segir
Óskar Reykdalsson, settur forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Óskar segir Íslendinga enn ágæt-
lega vel varða fyrir faröldrum sem
þessum. Ástæða sé fyrir því að bólu-
sett sé gegn mislingum. „Hafa ber í
huga að engin þeirra sem veiktust
af mislingum í þessari lotu eru ein-
staklingar sem ekki vildu láta bólu-
setja sig eða áttu foreldra sem vildu
ekki láta bólusetja þau,“ bætir hann
við.“
Nokkur umræða hefur verið um
hvort bólusetningar geti valdið ein-
hverfu eða öðrum kvillum. Það er
hins vegar margafsannað.
„Bólusetning er ekkert annað en
æfing fyrir líkamann til þess að tak-
ast á við ákveðnar aðstæður,“ segir
Óskar. „Sett er inn í líkamann efni
sem hann æfir sig í að berjast við. Á
nákvæmlega sama hátt förum við í
ræktina til að æfa líkamann til þess
að takast á við einhverjar aðstæður.
Því má líkja bólusetningu við rækt-
artíma fyrir ónæmiskerfið. Það sem
hefur átt sér stað síðustu daga hefur
líklega vakið fólk til umhugsunar
um hversu mikilvægar bólusetn-
ingarnar eru fyrir íslenska þjóð.“ – sa
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar
Heilsugæslan í Mjódd.
KJARAMÁL Verkfallsaðgerðir VR
voru samþykktar í gær með mjög
naumum meirihluta. Af þeim 578
einstaklingum sem greiddu atkvæði
vildu 302 eða 52,3 prósent fara í
verkfallsaðgerðir. Formaður VR segir
þetta naumt og hann hefði viljað sjá
meira afgerandi niðurstöður.
Verkfallsaðgerðir félagsmanna
munu dreifast frá 22. mars til 1. maí
næstkomandi en þá mun ótíma-
bundið verkfall hefjast. Í fyrstu
atrennu munu aðgerðirnar leggjast
á ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki.
„Þessi vinnustöðvun á að beinast
að breiðu bökunum. Hins vegar er
alveg ljóst að rútufyrirtæki hér á
landi hafa verið að tapa fjármunum
á síðustu árum,“ segir Þórir Garðars-
son, stjórnarformaður Gray Line.
„Ástæður þess eru einfaldar, sterkt
gengi krónunnar hefur gert okkur
lífið leitt, laun voru hækkuð með
kjarasamningum árið 2015 og svo
var greininni gert að greiða virðis-
aukaskatt ári seinna. Allt þetta hefur
gert það að verkum að rútufyrirtæki
geta einfaldlega ekki greitt hærri
laun en nú er gert.“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir þetta vilja félagsmanna.
Umræðan í samfélaginu hafi verið
óvægin gegn verkalýðsforystunni.
„Þetta var tæpt og við vissum að
það voru skiptar skoðanir innan
okkar félags um það hvort ætti að
fara í aðgerðir. Félagsmenn okkar
eru afar ólíkir samanborið við Efl-
ingu til að mynda. Við vorum búnir
að ræða við okkar félagsmenn og
fundum að það var líka á brattann að
sækja. Einnig var orðræðan óvægin
í okkar garð, bæði hjá leiðarahöf-
undum stóru blaðanna og öflugum
hagsmunahópum og öflum í sam-
félaginu,“ segir Ragnar.
Að sögn Ragnars hefði hann
viljað að úrslit kosninganna sýndu
afdráttarlausari niðurstöðu en telur
lýðræðislegast að fara í aðgerðir.
„Ég hefði viljað sjá meira afgerandi
afstöðu í þessari kosningu en lýð-
ræðið er þannig að við förum eftir
vilja félagsmanna. Nú förum við í
þessar framkvæmdir og vonumst til
að viðsemjendur okkar séu tilbúnir
til þess að semja við okkur,“ bætir
Ragnar við.
„Þetta mun koma sér illa fyrir
greinina í heild sinni. Þetta mun hafa
alvarlegar afleiðingar og skaða hana.
Og það er í sjálfu sér mjög áhugavert
að fara í svo stórar aðgerðir með svo
naumum meirihluta,“ segir Þórir.
sveinn@frettabladid.is
Formaður VR hefði viljað sjá
afdráttarlausari niðurstöðu
Naumur meirihluti félaga í VR samþykkti verkfallsaðgerðir sem hefjast eiga þann 22. mars. Stjórnarfor-
maður Gray Line segir niðurstöðuna vonbrigði og ekki til þess fallna að lausn finnist á kjaradeilunni.
Formaður VR segir atkvæðagreiðsluna tæpa og að hann hefði viljað sjá meira afgerandi niðurstöðu.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að á brattann hafi verið að sækja í félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það er í sjálfu sér
mjög áhugavert að
fara í svo stórar aðgerðir
með svo naumum meiri-
hluta.
Þórir Garðarsson,
stjórnarformaður
Gray Line
SJÁVARÚTVEGUR Gefinn verður út
makrílkvóti á grundvelli aflareynslu
á árunum 2008-2018 að báðum árum
meðtöldum. Tíu bestu veiðiár skipa-
flota landsins gilda við úthlutunina.
Þetta kemur fram í lagafrumvarpi
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra. Drög að frumvarpinu voru
kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnar-
innar í gær.
Með frumvarpinu er verið að
bregðast við makríldómum Hæsta-
réttar frá því fyrir jól. Sagði Hæsti-
réttur reglugerðir um úthlutun
veiðiheimilda á makríl hafa verið
ósamr ýmanlegar lögum. Tvær
útgerðir lögðu ríkið í bótamáli en
þær áætla tjón sitt árin 2012-2015
á þriðja milljarð króna. Tvö önnur
fyrirtæki voru með álíka mál fyrir
dómstólum og eftir dómana bættust
f leiri útgerðir í hópinn.
Frumvarpið á að lágmarka tjón
ríkisins. Ellefu stærstu útgerðir
landsins fá stærstan hluta kvótans,
væntanlega yfir 90 prósent. Sam-
tímis munu eigendur skipa sem
fengu úthlutaðan kvóta í tíð reglu-
gerðanna, á kostnað stærri útgerð-
anna, verða fyrir skerðingu. – jóe
Makrílkvótinn
miðast við 10 ár
Kristján Þór
Júlíusson,
sjávarútvegs-
og landbúnaðar-
ráðherra.
1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
C
-3
2
1
4
2
2
8
C
-3
0
D
8
2
2
8
C
-2
F
9
C
2
2
8
C
-2
E
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K